Það verður að vera plan B…

Við höldum ótrauð áfram með undanmót og annan undirbúning fyrir Íslandsmót sem fyrirhugað er síðustu helgina í október. Næsta undanmót verður núna á sunnudag og verður með sama sniði og síðast.

Á sama tíma þá dylst það engum að þessar vikurnar ríkir talsverð óvissa um hvort hægt verði að halda mótið á tilsettum tíma. Ef ekki verða settar á strangari samkomutakmarkanir en nú er þá er útlit fyrir að við getum haldið mótið en ef þær verða hertar á næstu dögum eða vikum þá höfum við eftirfarandi varaáætlanir:

Plan B: Fresta móti þar til í lok nóvember, að því gefnu að slakað verði á reglum um samkomutakmarkanir fyrir þann tíma.

Plan C: Fresta móti þar til í lok janúar og lengja reiknings- og upppjörstímabil PSÍ þannig að reikningsárið 2020 nái til loka janúar 2021 og félagsgjöld sem greidd eru á árinu 2020 gildi út þann mánuð.

Plan D: Ef samkomutakmarkanir koma enn í veg fyrir mótshald í lok janúar 2021 verður mótið fellt niður og miðar sem unnist hafa í undanmótum verða greiddir út. Miðar úr live undanmótum hér á landi verða greiddur út í ísl. krónum og miðar sem unnist hafa á Coolbet verða greiddir út sem innistæða í evrum.

Við hvetjum alla til að taka áfram þátt í undanmótunum og taka frá síðustu helgina í október, en jafnframt hafa á bak við eyrað að allt er í heiminum hverfult um þessar mundir.

Sjáumst á Coolbet á sunnudag kl. 20:00!

552 commentsLikeCommentShare

Haustdagskrá PSÍ

Það er búið að vera erfitt að reyna að sjá í gegnum Covid-þokuna undanfarna mánuði og átta okkur á því hvaða starfsemi við getum haldið úti við þessar aðstæður sem uppi hafa verið. Við höfum því legið undir feldi og haldið að okkur höndum frá því í vor í þeirri von að línur myndu skýrast eitthvað þegar nær liði haustinu.

Og nú í vikunni kom stjórn PSÍ loks saman og réði ráðum sínum varðandi haustdagskrána og tók eftirfarandi ákvarðanir:

  • ÍM verður haldið skv. áður auglýstri dagskrá, síðustu helgina í október, að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að reglur um sóttvarnir og aðrar aðstæður leyfi.
  • Stórbokki verður felldur niður þetta árið.
  • ÍM í PLO verður haldið laugardaginn 14. nóvember, með sömu fyrirvörum og áður er getið.
  • Síðan endum við árið með sérstöku boðsmóti fyrir gjafara og starfsfólk móta undanfarinna missera, annað hvort laugardaginn 21.nóv eða 28.nóv, eftir því hvor dagsetningin hentar betur.
  • Dagskrá net-móta verður óbreytt í lok nóvember og byrjun desember.

Stefnt er að því að koma undanmótum fyrir ÍM af stað á Coolbet í komandi viku. Ef svo færi að ÍM yrði á endanum aflýst verða þeir miðar sem vinnast á Coolbet greiddir út í inneign þar. Einnig vonumst við til að geta komið af stað live undanmótum í samstarfi við pókerklúbba sem fyrst líka. Og það sama gildir þar að ef ÍM verður ekki haldið þá verða slíkir miðar greiddir til baka í nóvember.

Við vonum að félagsmenn sýni því raski sem orðið hefur á starfsemi PSÍ á árinu skilning og einnig ef þörf mun verða á frekari breytingum á dagskrá það sem eftir lifir ársins.

Sjá uppfærða mótadagskrá hér.

Jón Ingi vinnur Bikarmótið

Úrslitin réðust í Bikarmóti PSÍ nú í kvöld en þá fór fram 6. og síðasta umferð mótaraðarinnar. Alls tóku 29 þátt í einhverjum umferðum mótaraðarinnar en í lokin voru aðeins nokkrir sem áttu möguleika á verðlaunasæti og voru aðeins 5 keppendur í síðasta mótinu. Allir 5 áttu möguleika á sigri í mótaröðinni með því að vinna sigur í lokamótinu og það var á endanum Jón Ingi Þorvaldsson sem stóð uppi sem sigurvegari í lokamótinu og þar með mótaröðinni með alls 60 stig.

Í hverju móti voru teknar til hliðar 3500 kr. af hverju þátttökugjaldi í hliðarpott sem skyldi skiptast á milli þriggja stigahæstu keppenda. Það voru alls 283.500 sem söfnuðust í þann pott og skiptist sá pottur 46%/32%/22% á milli þriggja efstu.

Fyrir ótrúlega tilviljun þá urðu þeir fjórir sem voru í 2.-5.sæti jafnir að stigum með 53 stig og réði þá úrslitum hverjir höfðu náð betri árangri í einstökum mótum og varð röð efstu 5 í mótaröðinni eftirfarandi:

  1. Jón Ingi Þorvaldsson – 60 stig – 130.000 kr.
  2. Júlíus Pálsson – 53 stig – 91.000 kr.
  3. Trausti Pálsson – 53 stig – 62.000 kr.
  4. Daníel Pétur Axelsson – 53 stig
  5. Guðmundur Helgi Helgason – 53 stig

Allar upplýsingar um úrslit einstakra móta og heildarniðurstöður mótaraðarinnar má finna í þessu skjali hér.

Við óskum Jóni Inga til hamingju með sigurinn og öllum vinningshöfum til hamingju með frábæran árangur!

Við viljum einnig þakka Hugaríþróttafélaginu fyrir að útvega aðstöðu fyrir mótahaldið og styðja með því dyggilega við starfsemi Pókersambandsins.

Jón Ingi í PartyPoker Nordic Championship í Kaupmannahöfn í nóvember 2019

Úrslit í Bræðingi 2020

Leik var að ljúka á lokaborði í pókermótinu Bræðingur sem haldið var á vegum PSÍ í fyrsta sinn. Mótið hófst á Coolbet þar sem 22 leikmenn hófu leik og skyldu leika þar til 8 væru eftir og síðan klára mótið með live lokaborði. Það æxlaðist svo að tveir duttu út í sömu hendi á lokaborðsbúbblunni og því voru það aðeins 7 sem komust á lokaborðið sem fram fór núna í kvöld.

Það var Tomasz Mróz sem stóð uppi sem sigurvegari eftir 3 klst. leik á lokaborðinu eftir ca. klukkustundar heads-up leik við Ólaf Sigurðsson sem varð í öðru sæti. Í þriðja sætinu varð Gunnar Ingi Gunnarsson og í því fjórða Dominik Wojciechowski.

Thomasz hlaut að launum 114.000 kr. í verðlaunafé og verðlaunagrip frá PSÍ. Hér má sjá röð efstu manna og verðlaunafé fyrir hvert sæti.

Gjafari á lokaborðinu var Rannveig Eriksen og mótsstjóri var Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir taka þátt í þessari tilraun með okkur. Svo óskum við Tómaszi til hamingju með sigurinn og þökkum Coolbet og Spilafélaginu kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd þessa móts!

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá lokaborðinu.

Bræðingur – Staðan eftir dag 1

Bræðingur fór fram í fyrsta sinn nú í kvöld kl. 20:00. Þátttakendur voru 22 talsins og var leikið til kl. 22:50 en þá stóðu 7 eftir þar sem tveir leikmenn féllu úr leik í sömu hendinni á lokaborðs-búbblunni.

Staða efstu manna eftir dag 1 er þessi:

Coolbet IDStack
Hilmar104233
GunniJR84042
Gianthead83194
Polskiman1166753
salmonella8864640
Thomsm8653358
Gvarri33780

Dagur 2 hefst síðan laugardaginn 13.júní kl. 16:00 og verður leikið augliti til auglitis í sal Spilafélagsins, Grensásvegi 8, gengið inn baka til og upp á 3.hæð (sjá meðfylgjandi skýringarmynd).

Alls voru tekin 5 re-buy og 11 add-on þannig að heildarinnkoma var (22+11+5) x €50 = €1900. Að frádregnum 10% sem Coolbet tekur fyrir framkvæmd mótsins standa eftir €1710 eða 260.000 ISK sem mun renna óskipt í verðlaunafé og skiptast á milli 4 efstu spilara.

Þess má geta að ekki var farið fram á PSÍ aðild vegna þátttöku í mótinu og PSÍ tekur ekkert af verðlaunafé í kostnað að þessu sinni.

Nánari upplýsingar um stöðu efstu manna, skiptingu á verðlaunafé og strúktúr má finna í þessu skjali hér.

Við þökkum COOLBET fyrir frábært samstarf að vanda og öllum sem tóku þátt í mótinu og óskum þeim sem komust á lokaborðið góðs gengis á laugardaginn!

Bræðingur 2020

Pókermótið Bræðingur mun fara fram fimmtudaginn 11.júní en þetta er nýtt tilraunaverkefni þar sem við munum bræða saman net-póker og live póker með tveggja daga móti sem hefst á Coolbet og lýkur svo með 8 manna live lokaborði með gjafara laugardaginn 13.júní kl. 16:00 hjá Spilafélaginu, Grensásvegi.

Þeir sem komast á lokaborðið taka með sér stakkinn sem þeir enduðu dag 1 með á netinu (eða hlutfallslega jafn stóra stakka ef aðlaga þarf stærðir) og leika til þrautar.

Þátttökugjald er €50 og boðið verður upp á 1 re-buy og 1 add-on og verður late-reg fyrstu 10 levelin.

Boðið verður upp á 3 undanmót á Coolbet:

  • Sunnudaginn 7.júní kl. 20:00
  • Miðvikudaginn 10.júní kl. 20:00
  • Fimmtudaginn 11.júní kl. 18:00

Ekki er tryggt verðlaunafé í mótinu en PSÍ mun láta þátttökugjöld sem greidd eru til Coolbet (re-buys+add-ons) renna óskipt í verðlaunafé.

Við biðjumst velvirðingar á frestunum sem orðið hafa á mótinu í tvígang og hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt og prófa hið nýja pókerumhverfi Coolbet.

Úrslit í Quarantine Cup

Net-póker hátíðinni Quarantine Cup lauk sl. mánudag með €215 lokamóti. Það voru alls 21 sem tóku þátt í lokamótinu (Main Event) og var heildarverðlaunafé því €4200 sem skiptist á milli 4 efstu keppenda.

Það var Aðalsteinn Stefnisson (Duktor) sem bar sigur úr býtum eftir heads-up einvígi við Daníel Pétur Axelsson (Danzel) sem varð í 2. sæti. Í 3. sæti varð síðan Haukur Már Böðvarsson (zickread) og í því 4. var Halldór Már Sverrisson (MilkMachine).

Coolbet bauð upp á sérstök aukaverðlaun fyrir hvern þann sem tækist að vinna tvö mót í hvorum hluta mótaraðarinnar, þ.e. annars vegar mótum 1-7 og hins vegar 8-14. Í bæði skiptin tókst okkar mönnum að hreppa þessi €250 aukaverðlaun en í fyrri hálfleik þá var það Kristján Bragi Valsson (homer333) sem vann fyrstu tvö PLO mótin sem voru á dagskrá og í seinni hlutanum var það Dominik Wojciechowski (DOMMIDW) sem vann eitt €55 Freezout mót og einnig €55 Bounty mót viku síðar og hreppti því sömu aukaverðlaunin.

Við óskum Aðalsteini til hamingju með glæsilegan sigur í lokamótinu og þeim Kristjáni og Dominik til hamingju með aukaverðlaunin. Við þökkum einnig öllum sem tóku þátt í mótunum og framkvæmd mótaraðarinnar með einum eða öðrum hætti og sérstakar þakkir fá COOLBET fyrir frábært samstarf!

Þess má geta að allt mótahald fram á vorið er enn í óvissu vegna samkomubanns og óvíst hvort við getum haldið live mót fyrr en í haust en það skýrist á næstu vikum.

Stærstu pókermót sögunnar

Þetta eru athyglisverðir tímar fyrir margra hluta sakir og ekki síst það hvernig net-póker senan er að takast á loft á undanförnum vikum. Hvert metið á fætur öðru er slegið í aðsókn og verðlaunafé á stórum net-mótum, bæði á alþjóðlegum vettvangi og ekki síður hér á landi.

Þann 21. mars sl. hélt PokerStars upp á 10 ára afmæli eins vinsælasta mótsins á þeim bæ, Sunday Million. Þátttökugjald var $215 og í verðlaunafé voru tryggðar $12,5 milljónir. Fjöldi skráninga í mótið endaði síðan í 93.016 og varð verðlaunaféð því á endanum $18,6 milljónir, sem er líklega hæsta verðlaunafé í net-móti fyrr eða síðar.

Alls komu 67 skráningar frá Íslendingum í mótið en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd skráðu sig nokkrir oftar en einu sinni, en ótakmarkað re-entry var í mótið. Bestum árangri íslensku keppendanna náði Chipm0nk3y sem varð í 475. sæti með $4081 í verðlaunafé.

Og hér á landi hafa einnig verið slegin met, hvert á eftir öðru. Kristján Óli Sigurðsson hóf rétt fyrir páska að halda vikuleg mót á sunnudagskvöldum í samstarfi við Coolbet undir yfirskriftinni “Pókermót Höfðingjans”. Strax í fyrsta móti var fjöldi þátttakenda um 200 sem er á pari við fjölmennustu Íslandsmótin sem haldin voru 2009-2011. Á Pálmasunnudag fór fjöldinn í 355 og á páskadag var svo enn eitt metið slegið en þá tóku alls 419 manns þátt í Páskamóti Höfðingjans og er það því fjölmennasta pókermót Íslandssögunnar, eftir því sem við komumst næst. Höfðinginn og Coolbet tryggðu €10.000 í verðlaunafé og endaði það í €13.620.

Í aðdragandanum að Páskamótinu var síðan tilkynnt um að búið væri að negla niður röð 7 móta og færi sigurvegarinn úr hverju móti á lokaborð ásamt Höfðingjanum (Kristjáni Óla) og myndu keppa þar um €5000 verðlaun.

Þetta framtak Kristjáns Óla er óneitanlega frábær lyftistöng fyrir póker á Íslandi og vonandi að margir af þeim sem eru að spila í net-heimum núna, á meðan þetta ástand varir, skili sér síðan að pókerborðinu í haust þegar við höldum Íslandsmótið okkar. Við fylgjumst spennt með framhaldinu og því hvort enn fleiri met verði slegin…

Brynjar hlutskarpastur í Coolbet Bikarnum

Sjöttu og síðustu umferð Coolbet bikarsins lauk í gærkvöldi. Brynjar Bjarkason hafði þegar tryggt sér sigur í mótaröðinni fyrir síðustu umferðina en það var hart barist um hin þrjú verðlaunasætin sem eftir voru. Jón Ingi Þorvaldsson var í 5.sæti eftir fyrstu 5 umferðirnar og þurfti að ná einu af efstu sætunum í lokaumferðinni og hann tryggði sér 2. sætið í mótaröðinni með því að sigra lokamótið. Í þriðja sæti í mótaröðinni var Sævar Ingi Sævarsson og í því fjórða var Davíð Ómar Sigurbergsson.

Þeir fjórir efstu fá að launum miða á Coolbet Open sem fram fer í nóvember og Brynjar og Jón Ingi fá að auki gistingu á Hilton hótelinu sem er sambyggt Olympic Casinoinu þar sem mótið fer fram.

Röð 10 efstu í mótaröðinni var eftirfarandi:

NafnCoolbet IDStigVerðlaunafé
1.Brynjar BjarkasonWantToBeLikeGarri67€921
2.Jón Ingi ÞorvaldssonThorvaldz57€511
3.Sævar Ingi SævarssonIcepoker54€593
4.Davíð Ómar SigurbergssonThanh_durrrr53€608
5.Inga Kristín Jónsdóttirpingccc52€230
6.Árni Halldór JónssonStormur49€478
7.Atli Rúnar ÞorsteinssonAtli95044€0
8.Daníel Pétur AxelssonDanzel42€320
9.Egill Senstius SteingrímssonlligE40€261
10.Atli ÞrastarsonA_Beerbelly39€140

Við óskum Brynjari til hamingju með sigurinn og öllum verðlaunahöfum til hamingju með sinn árangur. Og svo þökkum við Coolbet kærlega fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins og fyrir þessa veglegu aukavinninga!

Stefnt er að því að verðlaun verði afhent samhliða verlaunaafhendingu í Bikarmóti PSÍ, sem vonandi verður hægt að ljúka fljótlega eftir að samkomubanni verður aflétt.

Quarantine Cup hefst á mánudag!

Í ljósi þessara fordæmalausu aðstæðna þar sem ekki er hægt að koma saman og spila póker augliti til auglitis er augljóst að áhugafólk um póker mun flykkjast á netið til að taka þátt í viðburðum þar. Og þótt nægt framboð sé af slíkum viðburðum höfum við fengið fjölda fyrirspurna um hvort ekki sé hægt að skella í gang mótaröð fyrir íslenska spilara sérstaklega. Það er jú alltaf ákveðin skemmtun fólgin í því að spila við “kunnugleg andlit” jafnvel þótt það sé á netinu.

Við höfum því ákveðið í samstarfi við Coolbet að rigga upp 3ja vikna net-póker hátíð sem hefst núna á mánudaginn 23.mars og lýkur með veglegu aðalmóti í lok yfirstandandi samkomubanns þann 13.apríl. Við hvetjum alla til að taka þátt í sem flestum mótum og nota tækifærið til að velgja vinum og kunningjum undir uggum við hið stafræna pókerborð!

Hér má sjá dagskrá mótaraðarinnar eins og hún lítur út núna. Vinsamlegast athugið að dagskráin getur breyst án fyrirvara. Coolbet og PSÍ áskilja sér rétt til að birta raunveruleg nöfn vinningshafa í mótum. Dagskráin er aðeins aðgengileg á ensku, bæði þar sem vaxandi hluti félagsmanna er ekki íslenskumælandi, og einnig til þess að gera hana skiljanlega fyrir samstarfsaðila okkar hjá Coolbet. Við vonum að það valdi ekki óþægindum fyrir neinn.

Athugið að öll mótin eru sjálfstæð og ekki verður í gangi stigakeppni líkt og í Coolbet Cup mótaröðinni.

Sérstakir aukavinningar verða fyrir fjögur af mótunum (#4, #9, #13, #14) en sigurvegarar í þeim fá að auki €55 í mótið Bræðing sem ráðgert er 19. apríl.

Coolbet gefur einnig sérstaka aukavinninga til hvers sem tekst að vinna tvö mót í hvorum helmingi mótaraðarinnar. Ef þér tekst að vinna tvö af mótum 1-7 annars vegar eða 8-14 hins vegar færðu €250 bónus sem nota má í Casino/Sports hluta Coolbet.

PSÍ mun síðan veita sérstakan verðlaunagrip til sigurvegara €215 aðalmótsins sem fer fram 13. apríl.

Góða skemmtun og gangi ykkur vel!!


Due to the extraordinary circumstances where we’re unable to meet and play poker face-to-face it can be expected that poker enthusiasts will flock to online poker sites. We have received several enquiries about setting up special online tournaments for the Icelandic player base, as it’s always more fun to play with “familiar faces”, even if it’s online.

To respond to that we have, in cooperation with Coolbet, set up a 3 week online poker festival labeled Quarantine Cup, that will start on Monday 23rd March and run until the end of the current ban on large gatherings on Monday 13th April.

Click here to view the tournament schedule and information on additional prizes. Please note that the schedule is subject to changes without notice. Please also note that Coolbet and PSÍ will reserve the right to announce the actual names of tournament winners.

Note that each tournament is a separate individual tournament and players do not collect points for each tournament as in the Coolbet Cup.

Special prizes that will be added include a ticket to “Bræðingur”, which is a €55 online/live tournament scheduled on April 19th. A ticket to that tournament will be awarded to the winners of tournaments #4, #9, #13 and #14.

Coolbet will also add a special €250 Casino/Sports bonus to anyone who manages to win 2 tournaments in each half of the festival (tournaments #1-7 or #8-14).

The Icelandic Poker Federation (PSÍ) will also award the winner of the €215 Main Event on 13th of April with a trophy.

Have fun and best of luck!!