Egill vinnur PLO titilinn 2020

Síðbúið Íslandsmót í Pot-Limit-Omaha póker fyrir mótaárið 2020 var haldið í gær í sal Poker Express í Kópavogi. Alls tóku 20 manns þátt í mótinu og voru að auki 9 re-entry í mótið og er það 38% fjölgun frá fyrra ári.

Það var Egill Þorsteinsson sem stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa lagt Einar Eiríksson að velli heads-up. Egill skipar sér óneitanlega í flokk eins af okkar sterkustu spilurum með þessum árangri en hann varð m.a. í öðru sæti á Íslandsmótinu í póker (NLH) 2019 auk þess að hafa náð góðum árangri á fleiri mótum. Þess má til gamans geta að Einar Eiríksson ákvað að taka þátt á síðustu stundu og keypti sig inn þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af skráningarfrestinum.

Mótsstjóri var Einar Þór Einarsson og gjafarar voru Sigurlín (Silla) Gústafsdóttir, Alexander Sveinbjörnsson og Kristján Valsson.

Verðlaunafé á mótinu var alls 1.015.000 og var kostnaðarhlutfall 12,5%. Verðlaunaféð skiptist á milli 5 efstu spilara með eftirfarandi hætti:

  1. Egill Þorsteinsson, 355.000
  2. Einar Eiríksson, 264.000
  3. Sævar Ingi Sævarsson, 183.000
  4. Gunnar Árnason, 122.000
  5. Halldór Már Sverrisson, 91.000

Við óskum Agli til hamingju með titilinn og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og starfsólki mótsins fyrir vel unnin störf!

Íslandsmótið í PLO 2020

Næsta mót á dagskrá hjá okkur er síðbúið Íslandsmót í PLO fyrir 2020.

Mótið fer fram laugardaginn 27. febrúar hjá Poker Express, Nýbýlavegi 8, og hefst kl. 14:00.

Þátttökugjald er kr. 40.000 ef greitt er fyrir kl. 12:00 laugardaginn 27. febrúar.
Eftir það hækkar gjaldið í 45.000.

Boðið er upp á eitt re-entry í mótið.

Skráningarfrestur og frestur til að kaupa sig inn aftur rennur út eftir level 8 eða um kl. 18:30.

Mótsstjóri verður Einar Þór Einarsson.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag móts og strúktúr má finna hér.

Undanmót fyrir Íslandsmótið í PLO:

  • Sunnudag 20. feb. kl. 18:00 – Coolbet, €20 með re-entry.
  • Þriðjudag 22. feb. kl. 19:30 – Poker Express, Nýbýlavegi 8
  • Miðvikudag 23. feb. kl. 20:00 – Coolbet, €20 með re-entry.
  • Fimmtudag 24. feb. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið, Síðumúla 37

Einn miði tryggður í hverju undanmóti!!

Facebook event: https://www.facebook.com/events/451239512898528

Mótanefnd PSÍ áskilur sér rétt til þess að fella mótið niður ef fjöldi skráðra þátttakenda verður undir 12 við upphaf móts. Nýtt verður heimild í reglugerð PSÍ um mótahald til þess að tryggja að kostnaðarhlutfall fari ekki yfir 15%. Því er tryggt að amk. 85% af þátttökugjöldum fari í verðlaunafé.

Íslandsmót í póker 2020

Nú er loksins að opnast á mótahald hjá okkur og við ætlum að klára mótadagskrána fyrir 2020 með glæsibrag og blásum til Íslandsmóts í PLO 27. febrúar og Íslandsmótsins í póker dagana 3.-7. mars. nk.

Mótin fara fram í sal Póker Express við Nýbýlaveg 8 og verður dagur 1 á ÍM í póker nú þrískiptur þar sem hámarksfjöldi þátttakenda á hverjum degi verður 40. Hámarksfjöldi þátttakenda á PLO Íslandsmótinu verður einnig 40. Ef fjöldi fer upp fyrir það fara umframskráningar á biðlista.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda er hafin á vef PSÍ (www.pokersamband.is/shop)

Dagur 1a, miðvikudaginn 3. mars verður tekinn frá fyrir þá sem hafa unnið og munu vinna miða á undanmótum.

Dagur 1b, fimmtudaginn 4. mars er opinn fyrir skráningar og dagur 1c verður síðan opnaður þegar dagur 1b fyllist og við munum reyna eftir bestu getu að haga málum þannig að þeir sem koma utan af landi geti leikið dag 1c á föstudeginum.

Við viljum biðja félagsmenn um að sýna því skilning að strangar sóttvarnarreglur verða í gildi og allt skipulag mótsins mun bera keim af því. Við viljum einnig biðja þátttakendur að sýna því skilning ef færa þarf skráningar á dag 1 á milli daga. Núgildandi sóttvarnarreglur PSÍ má finna hér og verða þær nánar kynntar þegar nær dregur.

Strúktúr og dagskrá fyrir ÍM í póker 2020 má finna hér.

Skráið ykkur endilega á facebook event sem sett hafa verið upp:

ÍM í póker 2020 event á facebook

ÍM í PLO 2020 event á facebook

Ársþing PSÍ 2021

Ársþing Pókersambands Íslands 2020 verður haldið á veitingastaðnum Hereford, Laugavegi 53b. sunnudaginn 28. febrúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Áður en þingið hefst mun fara fram verðlaunaafhending fyrir nokkur mót sem haldin voru 2020 og ekki var búið að ná að halda afhenda verðlaun fyrir, það eru Coolbet bikarinn, Bikarmótið, Quarantine Cup, ÍM í net-póker og ÍM í net-PLO.

Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta hvort sem þið gefið kost á ykkur til starfa fyrir sambandið eður ei.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Zoom með þessum tengli hér.

Mótahald enn í biðstöðu…

Stjórn PSÍ hefur verið að leita leiða til þess að koma mótahaldi á vegum sambandsins í gang aftur í samræmi við gildandi reglugerð um sóttvarnir og vonir standa enn til þess að hægt verði að halda Íslandsmót fyrir 2020 áður en við skiptum um gír og skipuleggjum mótadagskrá fyrir 2021.

Staðan er hins vegar ennþá sú að okkur eru settar of þröngar skorður til þess að hægt sé að halda mót með góðum hætti enda gera sóttvarnaryfirvöld ennþá kröfu um að haldið sé 2ja metra fjarlægð á milli leikmanna og að einungis 20 megi koma saman í sama rými.

Við verðum því að bíða enn um sinn og sjá hvernig staðan verður þegar ný reglugerð kemur út þann 17. febrúar og við sendum út nánari upplýsingar í framhaldi af því.

Hér má finna upplýsingar um gildandi sóttvarnarreglur til samræmis við reglugerð Heilbrigðisráðuneytisins og eru pókerklúbbar hvattir til þess að setja sér sambærilegar reglur um sína starfsemi á meðan þetta ástand var

Uppfærðar sóttvarnarreglur

Nú er þokkalegt útlit fyrir að mótahald geti hafist að nýju í samræmi við þá reglugerð sem tók gildi í dag, 13.janúar. Verið er að kanna möguleika á að halda ÍM fyrir 2020 og verða nánari upplýsingar um það sendar út innan fárra daga.

Sóttvarnarreglur PSÍ hafa verið uppfærðar til samræmis við reglugerðina og þær má finna hér. Vinsamlegast kynnið ykkur þær vel og við hvetjum alla klúbba og félög sem bjóða upp á póker sem hluta af starfsemi sinni til þess að nota sömu eða sambærilegar reglur um starfsemi sína.

Daníel Pétur Axelsson tvöfaldur Íslandsmeistari í net-póker!!

Íslandsmótið í net-PLO var haldið í fyrsta sinn í nokkur ár og lauk því rétt í þessu eftir tæplega fjögurra klukkustunda leik. Þátttakendur voru 21 talsins og keyptu sig samtals 37 sinnum inn í mótið en boðið var upp á tvö re-entry. Prizepool fór í €2590 og skiptist á milli þeirra 6 efstu sem komust á lokaborð.

Það var enginn annar en Daníel Pétur Axelsson sem vann sigur í mótinu og er því tvöfaldur Íslandsmeistari í net-póker þetta árið!

Þeir sem komust á lokaborð og skiptu með sér verðlaunafénu voru:

  1. Daníel Pétur Axelsson, €958
  2. Haukur Már Böðvarsson, €648
  3. Hafþór Sigmundsson, €389
  4. Kristján Valsson, €259
  5. Þorgeir Karlsson, €194
  6. Þórarinn Kristjánsson, €142

Við óskum Danna til hamingju með þennan magnaða árangur og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og COOLBET fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!

Daníel Pétur Axelsson er Íslandsmeistari í net-póker 2020!

Íslandsmótinu í net-póker (NLH) var að ljúka kl. 23:40 og það var Daníel Pétur Axelsson sem stóð uppi sem sigurvegari og hlaut að launum €2330 eftir tæplega 6 klst. leik. Í öðru sæti varð Piotr Wojciechowski með €1529 og í því þriðja Atli Þrastarson með €1092. Heildarverðlaunafé var €7280 og skiptist það á milli 8 efstu sem komust á lokaborð.

Þátttakendur voru 52 talsins og er það smá fjölgun frá fyrra ári þegar 48 tók þátt, þrátt fyrir að sú breyting hafi nú verið gerð að í fyrsta sinn var aðild að PSÍ skilyrði fyrir þátttöku og þátttökugjald hækkað verulega, úr €88 í €150. Á meðal þátttakenda voru 19 sem ekki höfðu tekið þátt í mótum á vegum PSÍ áður og við bjóðum þessa nýju félagsmenn velkomna í hópinn.

Þeir sem komust á lokaborð og skiptu með sér verðlaunafénu voru:

  1. Daníel Pétur Axelsson – €2330
  2. Piotr Wojciechowski – €1529
  3. Atli Þrastarson – €1092
  4. Alexandru Florea – €735
  5. Einar Eiríksson – €553
  6. Eysteinn Einarsson – €408
  7. Halldór Már Sverrisson – €335
  8. Einar Blandon – €298

Við óskum Danzel til hamingju með titilinn og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og COOLBET fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!

Daníel sigurreifur eftir sigur í hliðarmóti á GUKPT í London 2017
Lokaborð á ÍM í net-póker 2020

Íslandsmót í net-póker 2020

Íslandsmótið í net-póker (NLH) fer fram sunnudaginn 29.nóvember og hefst kl. 18:00. Þátttökugjald er €150 og verður mótið með freezout fyrirkomulagi. Skráningarfrestur í mótið verður til ca. 20:30.

Íslandsmótið í net-PLO fer fram sunnudaginn 6. des. og hefst einnig kl. 18:00. Þátttökugjald er €75 og verður boðið upp á tvö re-entry. Skráningarfrestur verður til ca. 20:40.

Bæði mótin auk undanmóta verða haldin á Coolbet.

Félagsaðild að PSÍ fyrir 2020 er skilyrði fyrir þátttöku í báðum mótunum og þeir sem ekki hafa tekið þátt í neinum mótum á vegum PSÍ á árinu geta gengið frá því hér í vefverslun PSÍ.

Coolbet og PSÍ munu áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.

Til að hægt sé að veita félagsmönnum í PSÍ aðgang að mótunum þarf að fylla út þetta skráningareyðublað hér. Þið getið gert það hvenær sem er fram til föstudagsins 27. nóvember kl. 14:00 fyrir NLH mótið og fyrir sama tíma föstudaginn 4. desember fyrir PLO mótið. Ath að skráning í gegnum þetta form er ekki bindandi fyrir þátttöku í mótinu heldur eingöngu til að tryggja að þið verðið gjaldgeng í mótið á mótsdag.

Undanmót fyrir ÍM í net-póker verða haldin alla sunnudaga og fimmtudaga kl. 20:00 fram að mótinu og fyrir PLO mótið verða undanmót alla þriðjudaga kl. 20:00.

Hér má finna nánari upplýsingar um hvort mót fyrir sig og undanmótin.

Plan C

Nú er þegar orðið ljóst að ekki verði búnar að skapast aðstæður til þess að halda ÍM í lok nóvember og næsta skref er því að skipta yfir í plan C og stefna að því að ÍM 2020 verði haldið í lok janúar. Við gerum því hlé á undanmótum fyrir ÍM og skiptum um fókus og einbeitum okkur að Íslandsmótum í net-póker sem verða skv. áætlun í NLH 29.nóv. og PLO 6. des. (No-Limit-Holdem annars vegar og Pot-Limit-Omaha hins vegar).

Frá og með sunnudeginum 25.október verðum við því með regluleg undanmót fyrir Íslandsmótin í net-póker alla fimmtudaga og sunnudaga kl. 20:00 fyrir ÍM í net-póker (NLH) og alla þriðjudaga kl. 20:00 fyrir ÍM í PLO.