Stórbokki 2022!

Stórbokki rís upp frá dauðum laugardaginn 7.maí 2022! Mótið verður að þessu sinni haldið í samstarfi við Hugaríþróttafélagið og fer fram í nýjum glæsilegum salarkynnum félagsins að Mörkinni 4.

Mótið hefst kl. 13:00 og mun standa eitthvað fram yfir miðnættið.

Þátttökugjald er 150.000 kr. og hægt er að kaupa sig aftur inn í mótið ótakarmarkað fyrir 120.000 kr.

Innifalinn í mótsgjaldi er glæsilegur kvöldverður frá Veislunni sem verður framreiddur á mótsstaðnum.

 • Forréttur: Sjávarréttadiskur: Reyklaxamósaic, hörpuskel á vagamesalati, humarfroða í staupi, silungatartar og ferskt salat
 • Aðalréttur: Heilsteikt nautalund með kartöflugratíni og grænpiparsósu.
 • Eftirréttur: Súkkulaði brownies með hvítri súkkulaði skyrmús og berjum.

Hér má sjá nánari upplýsingar um strúktúr og dagskrá mótsins.

Smellið ykkur endilega inn á facebook eventið sem komið er hér.

Undanmót hafa verið undanfarna sunnudaga á Coolbet og verður síðasta mótið á Coolbet sunnudaginn 1.maí kl. 20:00. Eins og undanfarna sunnudaga verður FREEbuy mót kl. 19:15 þar sem hægt er að vinna miða inn í undanmótið fyrir lítið og jafnvel ekkert.

Fyrsta live undanmótið verður hjá Hugaríþróttafélaginu miðvikudaginn 27.apríl.

Matte er Smábokki 2022!

Smábokka lauk núna í kvöld með sigri Matte Bjarna Karjalainen. Matte hafði forystu eftir dag1, var enn með chip-lead á búbblunni þegar 8 voru eftir og sigldi stakknum sínum örugglega í höfn eftir heads-up leik við Benedikt Óskarsson sem hafnaði í öðru sæti.

Þátttakendur voru 40 talsins að þessu sinni og keyptu 13 sig inn aftur þannig að alls voru 53 entry í mótið. Kostnaðarhlutfall mótsins var fest í 15% og var það því lítillega niðurgreitt af PSÍ. Heildarverðlaunafé var 1.125.000 og skiptist það á milli 7 efstu sem hér segir:

 1. Matte Bjarni Karjalainen, 400.000
 2. Benedikt Óskarsson, 255.000
 3. Sævaldur Harðarson, 160.000
 4. Jónas Tryggvi Stefánsson, 110.000
 5. Daníel Ingi Þorsteinsson, 85.000
 6. Agnar Jökull Imsland Arason, 65.000
 7. Jón Óskar Agnarsson, 50.000

Mótsstjórar voru Viktor Lekve, Már Wardum og Einar Þór Einarsson. Í störfum gjafara voru þau Silla, Sasa, Dísa, Rannveig og Guðmundur Helgi. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf.

Við þökkum Poker Express kærlega fyrir samstarfið og að veita okkur aðgang að aðstöðu félagsins. Einnig þökkum við Coolbet fyrir að halda fyrir okkur undanmót eins og þeim einum er lagið.

Að lokum óskum við Matte til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að sjá félagsmenn á næsta móti, en Stórbokki verður reistur upp frá dauðum þann 7.maí nk!

Matte heldur hróðugur á lokahöndinni, tvist-sjöu
Matte og Benedikt íbyggnir á svip á lokasprettinum

Staðan eftir dag 1 á Smábokka 2022

Þá er degi 1 lokið á Smábokka. Leikar hefjast aftur á morgun, laugardag kl. 13:00 og verður þá leikið til þrautar.

Talsvert færri tóku þátt nú í ár en undanfarin tvö ár og voru entry í mótið samtals 53, en voru 82 síðast þegar Smábokki var haldinn í september sl.

Alls tóku 40 manns þátt í mótinu og komust 18 þeirra á dag 2. Verðlaunafé er 1.125.000 og mun skiptast á milli 7 efstu leikmanna. Stjórn PSÍ ákvað að nýta ákvæði í reglugerð PSÍ um mótahald til að takmarka kostnaðarhlutfall við 15% en vegna smæðar mótsins í þetta sinn hefði hlutfallið annars endað í rúmlega 21%.

Matte Bjarne Karjalainen og Agnar Jökull Imsland Arason eru með stærstu stakkana í upphafi dags tvö og hafa umtalsvert forskot á næstu leikmenn.

Hér má sjá lista yfir þá 18 sem eftir standa og sætaskipan fyrir upphaf dags 2.

NafnChips eftir dag 1BorðSæti
Matte Bjarni Karjalainen181.50012
Agnar Jökull Imsland Arason175.00025
Vignir Þór Ásgeirsson138.50018
Kristján Valsson125.00029
Friðrik Guðmundsson113.50017
Jónas Tryggvi Stefánsson103.00022
Jón Óskar Agnarsson102.50013
Benedikt Óskarsson89.00027
Trausti Pálsson77.00019
Sævaldur Harðarson72.50023
Daníel Ingi Þorsteinsson70.00014
Jóhannes Karl Kárason68.00028
Brynjar Bjarkason59.00011
Þorgeir Karlsson58.50024
Halldór Már Sverrisson50.00016
Hafsteinn Ingimundarson45.50026
Jón Gauti Árnason39.50015
Grétar Már Steindórsson22.50021

Viskýmeistarinn fer með sigur af hólmi

Lokaborðið í Coolbet bikarnum fór fram í gær en þar öttu 9 stigahæstu keppendur kappi um stórglæsilega aukavinninga frá Coolbet upp á samtals 850.000 ISK. Það var Atli Þrastarson (WiskyMaster) sem bar sigur af hólmi og fær ásamt Sævari Inga og Gunnari Árnasyni €1300 pakka fyrir hóteli og miða á Coolbet Open Main Event, sem fram fer í Talinn í Eistlandi 23.-29.maí nk.

Allir sem komust á lokaborðið voru leystir út með glæsilegum vinningum en næstu þrír hljóta miða á Coolbet Open Main Event og þrír neðstu fá €130 miða á undanmót fyrir Coolbet Open. Atli fær að auki verðlaunagrip fyrir sigur í mótaröðinni og verður hann afhentur við fyrsta tækifæri.

Röðin á 9 efstu endaði svona:

 1. Atli Þrastarson (WhiskyMaster)
 2. Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS)
 3. Gunnar Árnason (OtherFkr)
 4. Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue)
 5. Inga Kristín Jónsdóttir (pingz)
 6. Þórarinn Kristjánsson (Gollipolli)
 7. Andrés Vilhjálmsson (Nurdieh)
 8. Már Wardum (DFRNT)
 9. Kristján Óli Sigurðsson (Hofdinginn2021)

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur og Atla til hamingju með titilinn Coolbet bikarmeistarinn 2022!

Að lokum þökkum við COOLBET fyrir ómetanlegt samstarf og rausnarlega vinninga og hlökkum til að heimsækja þá í Tallinn í lok maí.

Nánari upplýsingar um mótaröðina og vinninga má finna hér.