Coolbet bikarinn 2025

Coolbet býður enn og aftur til glæsilegrar veislu en Coolbet bikarinn hefur göngu sína að nýju 2.febrúar 2025! Eins og undanfarin ár býður Coolbet upp á ADDED aukaverðlaun og í þetta sinn fyrir öll 9 sætin á lokaborðinu, samtals að verðmæti €5050 eða vel yfir 700þúsund ISK!!

Þátttökugjald í hverju móti verður €50 með möguleika á einu re-entry og er greitt út verðlaunafé með venjulegum hætti í hverju móti, þ.e. ekkert er tekið úr prizepool í hverju móti vegna aukaverðlaunanna.

PSÍ veitir sigurvegaranum á lokaborðinu verðlaunagrip til eignar og Coolbet bætir síðan við aukaverðlaunum (Added Value!!) fyrir öll sætin á lokaborðinu:

  • 1. – 2. sæti:  €1600 pakki á Coolbet Open 2025 (miði á main event plús hótel)
  • 3. – 4. sæti:  €550 pakki á Coolbet Open 2025 (t.d. miði á main event eða samsvarandi upphæð í önnur mót)
  • 5. – 9. sæti:  Coolbet Passport ticket (€150)

Hægt verður að framselja verðlaun til annars aðila ef vinningshafar sjá sér ekki fært um að taka þátt í mótinu.

Coolbet stefnir að því að halda hina frábæru pókerveislu Coolbet Open að nýju í Tallinn síðar á þessu ári en nákvæmar dagsetningar eða staðsetning liggur ekki fyrir. Stór hópur frá Íslandi sótti Coolbet Open í fyrra og var gríðarlega vel tekið á móti hópnum af forsvarsmönnum Coolbet og var einróma ánægja með ferðina.

Allir geta tekið þátt í mótunum en aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku í stigakeppninni og möguleikanum á að vinna til hinna glæsilegu verðlauna sem Coolbet veitir í lokin, auk titilsins Coolbet bikarmeistarinn 2025!  Ganga þarf frá aðild fyrir upphaf 3. umferðar til þess að stig telji í stigakeppninni.

Ath. að PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta nöfn og notendanöfn á Coolbet hjá þátttakendum í mótaröðinni, eins og fram kemur í skilmálum fyrir hvert mót.

Ef tveir eða fleiri leikmenn eru jafnir að stigum í 9.sæti í lok mótaraðarinnar þá kemst sá á lokaborðið sem hefur náð hærra heildar verðlaunafé úr öllum mótunum.

Sigurvegarar í Coolbet bikarnum frá upphafi:

2020 Brynjar Bjarkason makk
2021 Magnús Valur Böðvarsson magnusvalue
2022 Atli Þrastarson Whiskymaster
2023 Einar Þór Einarsson MrDude
2024 Atli Þór Þorsteinsson Atli951
2025 Axel Hreinn Steinþórsson AxelHreinn

Smellið hér til að sjá stöðu í stigakeppninni í Coolbet bikarnum.

Mótin í ár fara fram eftirtalda daga:

Sun, 2 Feb 2025 Coolbet bikarinn – umferð 1
Sun, 9 Feb 2025 Coolbet bikarinn – umferð 2
Sun, 16 Feb 2025 Coolbet bikarinn – umferð 3
Sun, 23 Feb 2025 Coolbet bikarinn – umferð 4
Sun, 2 Mars 2025 Coolbet bikarinn – umferð 5
Sun, 9 mars 2025 Coolbet bikarinn – umferð 6
Sun, 16 mars 2025 Coolbet bikarinn – Lokaborð

Stigagjöfin verður á eftirfarandi hátt fyrir hvert mót og munu 4 bestu mót af 5 gilda.

1. sæti 20
2. sæti 16
3. sæti 13
4. sæti 11
5. sæti 10
6. sæti 9
7. sæti 8
8. sæti 7
9. sæti 6
10. sæti 5
11. sæti 4
12. sæti 3
13. sæti 2
14. sæti og upp úr 1