Skilmálar – Terms and Conditions

Hægt er að greiða fyrir móts- og aðildargjöld með kredit- og debetkorti í gegnum greiðslugátt á vef PSÍ.  Aðildargjöld telja til þess almanaksárs sem gjaldið er greitt á. Viðkomandi er þá skráður í félagaskrá Pókersambands Íslands (PSÍ) og getur þannig tekið þátt í öllum mótum og viðburðum félagsins á því ári. Einungis er tekið við greiðslu mótsgjalda og félagsgjalda í gegnum greiðslugátt á vef PSÍ, ekki er tekið við greiðslum í reiðufé.  Greiða skal þátttökugjald og félagsgjald áður en mætt er til leiks.  Þegar þátttakandi er skráður í mót fær viðkomandi staðfestingu á greiðslu í tölvupósti.

Pókersamband Íslands heldur til haga skrá yfir þá meðlimi sem hafa greitt félagsgjöld, m.a. nafn, heimili, símanúmer og netfang.  Félagsmenn eru skráðir á póstlista PSÍ en geta afskráð sig af þeim lista hvenær sem er.  Óski félagsmaður eftir að verða tekinn af félagaskrá PSÍ skal berast skrifleg tilkynning um það á netfangið pokersamband@pokersamband.is.  Óski meðlimur PSÍ eftir því að öllum gögnum um hann verði eytt skal óskað eftir því sérstaklega og skal stjórn PSÍ þá afmá þær upplýsingar sem skráðar hafa verið um viðkomandi meðlim.  Stjórn PSÍ gætir öryggis gagna um meðlimi sambandsins eins og frekast er unnt og lætur þau ekki undir nokkrum kringumstæðum í hendur annarra aðila.

Þegar greitt er með korti fer færslan í gegnum örugga greiðslusíðu Borgun.is og fær Pokersamband.is engar kortaupplýsingar viðskiptavina.
Skv. öryggisskilmálum Borgunar eru upplýsingar um korthafa ekki gefnar upp til þriðja aðila.

Pókersamband Íslands ber ekki ábyrgð á því ef viðkomandi kaupir sig inn á mót en nýtir sér svo ekki miðann. Skilafrestur er á miðum á mót er allt þar til 24 klst. áður en mót hefst.
Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu innan 7 daga ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.

Pókersamband Íslands áskilur sér rétt til þess að birta upplýsingar um atburði á vegum sambandsins, vinningshafa móta og verðlaunafé á vef, samfélagsmiðlum, fjölmiðlum eða með hverjum þeim hætti sem talið er henta hverju sinni.  PSÍ áskilur sér einnig rétt til þess að taka myndir á atburðum á vegum sambandsins og birta á fyrrgreindum miðlum.

Þessi ákvæði og skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.

Síðan er í eigu og rekin af Pókersambandi Íslands sem er skráð til heimilis að Laugavegi 53b, 101 Reykjavík, og er allur texti í eigu þess og er ekki ætlaður til afritunar eða endurbirtingar án samþykkis stjórnar PSÍ.