Farsímareglur

Eftirfarandi reglur gilda um notkun farsíma og spjaldtölva á öllum mótum á vegum PSÍ:
  • Hafa skal slökkt á hringitónum öllum stundum á mótsstað.
  • Einungis er heimilt að nota tækin þegar leikmaður er ekki með lifandi hönd.  Að öðrum kosti hefur gjafari heimild til að drepa hönd leikmanns.
  • Aldrei má tala í síma við leikborð.  Fara skal amk. 1 metra frá borði til að svara símtali. Ef leikmaður svarar í síma með lifandi hönd er hún umsvifalaust dauð.
  • Leikmenn skulu leitast við að hafa farsíma eða önnur tæki ekki inni á leikborði.
  • Gjafarar og mótsstjórar geta veitt aðvörun fyrir fyrstu brot á þessum reglum.  Við ítrekuð brot getur mótsstjóri beitt refsingum (penalty) eða jafnvel brottrekstri úr móti. 

(Síðast uppfært 5.maí. 2023)