Stórbokki

Stórbokki var fyrst haldinn árið 2015 og var þá fyrsta mótið sem haldið var á vegum PSÍ með yfir 100þús. kr þátttökugjaldi.  Mótið hefur síðan verið fastur liður í mótadagskrá PSÍ með buy-in sem að jafnaði er tvöfalt hærra en í Íslandsmóti sama árs.  Mótið hefur verið haldið á einum degi og er jafnan haldið með veglegri hætti en önnur mót og m.a. boðið upp á veglegar veitingar fyrir þátttakendur og starfsfólk mótsins.

Sigurvegarar í Stórbokka frá upphafi:

2015 Garðar Geir Hauksson
2016 Steinar Edduson
2017 Jón Ingi Þorvaldsson
2018 Hafþór Sigmundsson
2019 Sveinn Rúnar Másson