Um Pókersamband Íslands
Félagssamtök pókerspilara á Íslandi.
Félagssamtök pókerspilara á Íslandi.
frá stjórn PSÍ
Pókersamband Íslands eru félagasamtök sem eru öllum opin og hefur það að megin markmiði að stuðla að kynningu á mótapóker og eflingu póker sem íþróttar á Íslandi. PSÍ hefur frá árinu 2009 haldið Íslandsmót í póker árlega og jafnt og þétt hafa bæst fleiri regluleg mót á dagskrá sambandsins.
Á árinu 2019 voru auk Íslandsmótsins í póker haldin Íslandsmót í Pot-Limit-Omaha og net-póker auk mótanna Smábokka og Stórbokka sem einnig hafa náð að festast í sessi í mótadagskránni.
Mótadagskrá fyrir árið 2020 liggur nú fyrir og er bæði á henni fastir liðir og einnig gætir þar nokkurra nýjunga. Á Íslandsmótinu 2019 náðist annað árið í röð að fjölga þátttakendum á milli ára og standa vonir okkar í stjórn sambandsins til þess að við náum að auka og efla þátttöku á öllum mótum sem eru á dagskrá þessa árs.
Við hvetjum allt áhugafólk um póker íþróttina á Íslandi að gerast meðlimir í PSÍ og taka virkan þátt í starfi sambandsins og stuðla þannig að því að auka veg og vanda póker íþróttarinnar á komandi árum.
Kjörin á ársþingi 3.febrúar 2019
Már Wardum, formaður
Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
Einar Þór Einarsson, ritari
Jónas Tryggvi Stefánsson, varamaður
Guðmundur Helgi Helgason, varamaður