Smábokki

Smábokki er árlegt mót sem hóf göngu sína árið 2017 og var hugsað sem low-stakes mótsvar við mótinu Stórbokki sem hóf göngu sína 2015.

Mótið hefur verið keyrt með svipuðu sniði frá upphafi, boðið er upp á tvo möguleika á að spila dag 1, á fimmtudegi og föstudegi, og síðan er dagur 2 spilaður á laugardegi.

Þannig geta þeir sem vilja spila mótið sem “freezout” mót spilað dag 1b og þeir sem vilja eiga “second chance” geta spilað dag 1a.

Reynt er að halda kostnaði við þetta mót í lágmarki og hafa spilarar sjálfir gefið á degi 1 og síðan komið gjafarar til leiks á degi 2. En í ár verður reynt að hafa gjafara á öllum borðum á degi 1a og 1b einnig.

Sigurvegarar á Smábokka frá upphafi:

2017Logi Laxdal
2018Helgi Elfarsson
2019Sævar Ingi Sævarsson
2020Sveinn Rúnar Másson

Sérstakar reglur sem gilda um Smábokkann:

  • Boðið er upp á eitt re-entry og er hægt að nýta það hvenær sem er, hvort sem er á degi 1a eða 1b.
  • Leikmaður getur gefið eftir stakk í lokin á degi 1a (forfeit) og spilað dag 1b frá grunni. Stakkur frá degi 1a er þá tekinn er úr umferð. Ekki er hægt að spila bæði dag 1a og 1b og velja stærri þann stakk sem er stærri.
  • Stakkur leikmanns sem er forskráður í mótið (í gegnum undanmót eða með skráningu á vef PSÍ) fer ekki inn á borð fyrr en leikmaður mætir eða skráningarfresti lýkur.