Smábokki

Smábokki er árlegt mót sem hóf göngu sína árið 2017 og var hugsað sem low-stakes mótsvar við mótinu Stórbokki sem hóf göngu sína 2015.

Mótið hefur verið keyrt með svipuðu sniði frá upphafi, boðið er upp á tvo möguleika á að spila dag 1, á fimmtudegi og föstudegi, og síðan er dagur 2 spilaður á laugardegi.

Reynt er að halda kostnaði við þetta mót í lágmarki og gefa spilarar sjálfir á degi 1 en síðan koma gjafarar til leiks á degi 2.

Sigurvegarar á Smábokka frá upphafi:

2017 Logi Laxdal
2018 Helgi Elfarsson
2019 Sævar Ingi Sævarsson