Smábokki
Smábokki er árlegt mót sem hóf göngu sína árið 2017 og var hugsað sem low-stakes mótsvar við mótinu Stórbokki sem hóf göngu sína 2015 og er einstakt tækifæri til að spila tveggja daga mót með góðum strúktúr með hóflegu þátttökugjaldi.
Mótið var fyrstu 7 árin spilað með degi 1 tvískiptum á fimmtudegi og föstudegi en árið 2024 er mótið í fyrsta sinn spilað með degi 1 í einu lagi á föstudegi. Fyrstu árin var einungis leyft re-entry á milli daga þannig að þeir sem völdu að spila dag 1b höfðu ekki möguleika á re-entry. Þessu fyrirkomulagi var breytt árið 2021 og varð það til þess að endurkaupum í mótið fjölgaði verulega og verðlaunapotturinn hækkaði að sama skapi.
Hér má sjá yfirlit yfir þátttöku á Smábokka og sigurvegara frá upphafi
Ár | Sigurvegari | Þátttakendur | Re-entries | Total entries | Þátttökugjald | Verðlaunafé | Verðlaunasæti |
2017 | Logi Laxdal | 109 | ? | ? | 15.000 | ? | ? |
2018 | Helgi Elfarsson | 46 | 5 | 51 | 20.000 | 923.500 | 7 |
2019 | Sævar Ingi Sævarsson | 59 | 10 | 69 | 20.000 | 1.212.000 | 9 |
2020 | Sveinn Rúnar Másson | 49 | 13 | 62 | 25.000 | 1.280.000 | 9 |
2021 | Ívar Örn Böðvarsson | 57 | 25 | 82 | 25.000 | 1.756.000 | 11 |
2022 | Matte Bjarni Karjalainen | 40 | 13 | 53 | 25.000 | 1.125.000 | 7 |
2023 | Halldór Már Sverrisson | 45 | 20 | 65 | 30.000 | 1.650.000 | 8 |
2024 | Steinar Edduson | 71 | 34 | 105 | 30.000 | 2.680.000 | 11 |
Reglur sem gilda um Smábokka eru m.a.:
- Boðið er upp á eitt re-entry.
- Leikmaður getur gefið eftir stakk í lokin á skráningarfresti og keypt sig inn að því gefnu að re-entry hafi ekki þegar verið nýtt.
- Stakkur leikmanns sem er forskráður í mótið (í gegnum undanmót eða með skráningu á vef PSÍ) fer ekki inn á borð fyrr en leikmaður mætir eða skráningarfresti lýkur.