Coolbet bikarinn 2023
Coolbet býður enn og aftur til glæsilegrar veislu! Að þessu sinni býður Coolbet upp á aukaverðlaun fyrir öll 9 sætin á lokaborðinu, samtals að verðmæti €5240 eða yfir 800þúsund ISK!!
Þátttökugjald í hverju móti verður €50 með möguleika á einu re-entry og er greitt út verðlaunafé með venjulegum hætti í hverju móti, þ.e. ekkert er tekið úr prizepool í hverju móti vegna aukaverðlaunanna.
PSÍ veitir sigurvegaranum á lokaborðinu verðlaunagrip til eignar og Coolbet bætir síðan við aukaverðlaunum (Added Value!!) fyrir öll sætin á lokaborðinu:
- 1. – 2. sæti: €1600 pakki á Poker North Masters í Bratislava (miði á main event plús hótel)
- 3. – 4. sæti: €800 pakki á Poker North Masters í Bratislava (t.d. miði á main event eða samsvarandi upphæð í önnur mót)
- 5. – 9. sæti: Coolbet Passport ticket (€130)
Hægt verður að framselja verðlaun til annars aðila ef vinningshafar sjá sér ekki fært um að taka þátt í mótinu.
Stór hópur frá Íslandi sótti Coolbet Open árið 2022 og var gríðarlega vel tekið á móti hópnum af forsvarsmönnum Coolbet og var einróma ánægja með ferðina. Coolbet Open verður ekki haldið í ár en þessi í stað er Coolbet einn af aðstandendum Poker North Masters, sem fram fer í Bratislava 23. mars – 2. apríl og það má gera ráð fyrir stórum hópi Íslendinga til Bratislava að þessu sinni!
Allir geta tekið þátt í mótunum en aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku í stigakeppninni og möguleikanum á að vinna til hinna glæsilegu verðlauna sem Coolbet veitir í lokin, auk titilsins Coolbet bikarmeistarinn 2023! Ganga þarf frá aðild fyrir upphaf 3. umferðar til þess að stig telji í stigakeppninni.
Ath. að PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta nöfn og notendanöfn á Coolbet hjá þátttakendum í mótaröðinni, eins og fram kemur í skilmálum fyrir hvert mót.
Ef tveir eða fleiri leikmenn eru jafnir að stigum í 9.sæti í lok mótaraðarinnar þá kemst sá á lokaborðið sem hefur náð hærra heildar verðlaunafé úr öllum mótunum.
Sigurvegarar í Coolbet bikarnum frá upphafi:
2020 | Brynjar Bjarkason | makk |
2021 | Magnús Valur Böðvarsson | magnusvalue |
2022 | Atli Þrastarson | Whiskymaster |
–
Smellið hér til að sjá stöðu í stigakeppninni í Coolbet bikarnum 2023.
(Hér má sjá lokastöðuna í Coolbet bikarnum 2022)
Mótin í ár fara fram eftirtalda daga:
Sun, 22 Jan 2023 | Coolbet bikarinn – umferð 1 |
Sun, 29 Jan 2023 | Coolbet bikarinn – umferð 2 |
Sun, 5 Feb 2023 | Coolbet bikarinn – umferð 3 |
Sun, 12 Feb 2023 | Coolbet bikarinn – umferð 4 |
Sun, 19 Feb 2023 | Coolbet bikarinn – umferð 5 |
Sun, 26 Feb 2023 | Coolbet bikarinn – Lokaborð |
Stigagjöfin verður á eftirfarandi hátt fyrir hvert mót og munu 4 bestu mót af 5 gilda.
1. sæti | 20 |
2. sæti | 16 |
3. sæti | 13 |
4. sæti | 11 |
5. sæti | 10 |
6. sæti | 9 |
7. sæti | 8 |
8. sæti | 7 |
9. sæti | 6 |
10. sæti | 5 |
11. sæti | 4 |
12. sæti | 3 |
13. sæti | 2 |
14. sæti og upp úr | 1 |