Staðan eftir dag 1 á Smábokka 2022

Þá er degi 1 lokið á Smábokka. Leikar hefjast aftur á morgun, laugardag kl. 13:00 og verður þá leikið til þrautar.

Talsvert færri tóku þátt nú í ár en undanfarin tvö ár og voru entry í mótið samtals 53, en voru 82 síðast þegar Smábokki var haldinn í september sl.

Alls tóku 40 manns þátt í mótinu og komust 18 þeirra á dag 2. Verðlaunafé er 1.125.000 og mun skiptast á milli 7 efstu leikmanna. Stjórn PSÍ ákvað að nýta ákvæði í reglugerð PSÍ um mótahald til að takmarka kostnaðarhlutfall við 15% en vegna smæðar mótsins í þetta sinn hefði hlutfallið annars endað í rúmlega 21%.

Matte Bjarne Karjalainen og Agnar Jökull Imsland Arason eru með stærstu stakkana í upphafi dags tvö og hafa umtalsvert forskot á næstu leikmenn.

Hér má sjá lista yfir þá 18 sem eftir standa og sætaskipan fyrir upphaf dags 2.

NafnChips eftir dag 1BorðSæti
Matte Bjarni Karjalainen181.50012
Agnar Jökull Imsland Arason175.00025
Vignir Þór Ásgeirsson138.50018
Kristján Valsson125.00029
Friðrik Guðmundsson113.50017
Jónas Tryggvi Stefánsson103.00022
Jón Óskar Agnarsson102.50013
Benedikt Óskarsson89.00027
Trausti Pálsson77.00019
Sævaldur Harðarson72.50023
Daníel Ingi Þorsteinsson70.00014
Jóhannes Karl Kárason68.00028
Brynjar Bjarkason59.00011
Þorgeir Karlsson58.50024
Halldór Már Sverrisson50.00016
Hafsteinn Ingimundarson45.50026
Jón Gauti Árnason39.50015
Grétar Már Steindórsson22.50021
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply