Emmanuel vinnur Stórbokka 2024

Það var Emmanuel Mamelin sem vann sigur á Stórbokkanum í ár eftir heads-up viðureign við Jóhann Pétur Pétursson sem varð í öðru sæti. Emmanuel var lengi vel með einn minnsta stakkinn á lokaborðinu en náði hægt og bítandi að bæta við stakkinn og sigla honum í höfn. Jóhann lenti í einhverju æfintýralegasta “rönni” í manna minnum. Á búbblunni flysjaðist hann niður í einn bb, póstaði síðan sb og foldaði og átti þá eftir 15k stakk í blindunum 15k/30k. Hann náði síðan á stuttum tíma að rúmlega 50falda stakkinn og komst á tíma í chip-lead þegar hann tók nánast allan stakkinn af Jesper sem endaði í þriðja sæti með KK á móti AA þar sem Jóhann hitti á sett.

Alls tóku 25 þátt í mótinu og voru re-entry 5 talsins þannig að heildarfjöldi skráninga (entries) í mótið voru 30. Heildarinnkoma var 4.350.000 og var heildarkostnaður við mótið 630.000 (14,5%) þannig að verðlaunaféð endaði í 3.720.000 og skiptist á milli 4 efstu sem hér segir:

  1. Emmanuel Mamelin 1.560.000
  2. Jóhann Pétur Pétursson 1.060.000
  3. Jesper Sand Poulsen 700.000
  4. Jón Óskar Agnarsson 400.000

Mótið var haldið í sal Hugaríþróttafélagsins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að hýsa mótið og einnig fyrir vel heppnuð undanmót vikuna fyrir mót. Í matarhléi var 3ja rétta máltíð í boði fyrir þátttakendur og starfsfólk en því miður hafði komið upp einhver misskilningur um það hvaða þjónustu við ættum að fá frá því fyrirtæki sem veitingaþjónustan var pöntuð frá og komu því ekki framreiðslumenn frá fyrirtækinu til að bera fram matinn og biðjum við alla hlutaaðeigandi velvirðingar á því. Árni okkar “Búddah” hljóp þá til og reddaði því sem redda þurfti og á bestu þakkir skilið fyrir.

Það voru þau Alexander, Dísa, Rannveig og Þorbjörg sem sáu um gjafarastörfin af sinni einstöku fagmennsku. Það var síðan Jón Ingi, gjaldkeri PSÍ, sem bar hitann og þungann af undirbúningi og skipulagi mótsins og sá um mótsstjórn.

Við þökkum öllum sem komu að Stórbokka þetta árið, starfsfólki, þátttakendum og gestgjöfum fyrir að gera gott mót með okkur, og einnig Coolbet fyrir að halda undanmót fyrir okkur, og sjáumst vonandi sem flest á næsta móti!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply