Ný stjórn PSÍ

Ársþing Pókersambands Íslands var haldið laugardaginn 24.mars sl. að CenterHotel í Þingholtsstræti og var metmæting á þingið að sögn þeirra sem til þekktu en alls mættu 6 félagsmenn á þingið 😉 (auk nokkurra sem fylgdust með beinni útsendingu). Það er vonandi til marks um aukinn áhuga á að taka þátt í störfum sambandsins og óvenju vel tókst einnig að manna stjórn og nefndir.

Stjórn sambandsins skipa nú eftirfarandi:
Sunna Kristinsdóttir, formaður
Jon Ingi Thorvaldsson, gjaldkeri
Bjarni Bequette, varaformaður
Már Wardum, ritari
Valdis Ósk Valsdóttir Meyer, meðstjórnandi

Í mótanefnd eru eftirfarandi:
Bjarni Bequette
Ingi Þór Einarsson
Einar Þór Einarsson
Jón Þröstur Jónsson
Anika Maí Jóhannsdóttir

Laga- og leikreglnanefnd skipa:
Ottó Marwin Gunnarsson
Jon Ingi Thorvaldsson

Athugið að enn er hægt að bæta við fólki í nefndir sem hefur áhuga á að starfa í þeim. Þeir sem eru í mótanefnd þurfa ekki að taka þátt í öllum verkefnum ársins og þeim mun fleiri sem taka þátt í skipulagningu og framkvæmd móta þeim mun minna mæðir á hverjum og einum.

Allar lagabreytingatillögur sem lagðar voru fram á þinginu voru samþykktar en nokkrar þeirra voru þó samþykktar með breytingum sem lagðar voru til á þinginu. Einnig var samþykkt ný reglugerð um mótahald með nokkrum minniháttar breytingum einnig. Hin breyttu lög og hin nýja reglugerð eru komin hér inn á vefinn.

Upptöku af ársþinginu má finna hér á fb síðu PSÍ. Glærur með lagabreytingatillögum (í endanlegri mynd, að teknu tilliti til breytingatillagna sem lagðar voru fram á þinginu) auk nýrrar reglugerðar um mótahald má finna hér: https://bit.ly/2G6tutQ. Aftast í skjalinu má síðan finna punkta um fjármál sambandsins sem fjallað var um undir liðnum önnur mál.

Við þökkum fyrir þann aukna áhuga sem sýndur hefur verið á að taka þátt í störfum sambandsins og hlökkum til að hlökkum til að starfa með ykkur á árinu!

Stjórnin.