Ísak Atli Finnbogason er Íslandsmeistari 2017

Íslandsmótið í póker fór fram dagana 20.-22. október sl. í Hótel Borgarnesi og var lokaborðið leikið viku síðar hjá Hugaríþróttafélagi Reykjavíkur í Síðumúla.   Leik lauk um kl. 3:20 aðfararnótt sunnudags og var það Ísak Atli Finnbogason sem stóð uppi sem sigurvegari og hlaut að launum kr. 1.427.000 auk glæsilegra verðlaunagripa, bæði armband og bikar til eignar auk farandbikars.

Þeir sem komust á lokaborð og skipuðu 9 efstu sætin voru eftirfarandi:

1. Ísak Atli Finnbogason, kr. 1.427.000
2. Einar Már Þórólfsson, kr. 913.000
3. Sigurður Dan Heimisson, kr. 641.000
4. Hafsteinn Ingimundarson, kr. 468.000
5. Guðmundur Helgi Ragnarsson, kr. 313.000
6. Jón Freyr Hall, kr. 253.000
7. Ingvar Óskar Sveinsson, kr. 196.000
8. Garðar Geir Hauksson, kr. 173.000
9. Einar Eiríksson, kr. 154.000

Hér má finna ítarlega lýsingu á gang leiksins frá upphafi til enda lokaborðsins sem Magnús Valur Böðvarsson ritaði af sinni alkunnu snilld. Hér má einnig finna upptökur af lokaborðinu í fjórum hlutum: hluti 1, hluti 2, hluti 3, hluti 4.

Við óskum Atla til hamingju með árangurinn og þökkum öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir þeirra framlag!

Beint textalýsing: Íslandsmótið í póker 2017 lokaborð

Góðann daginn kæru lesendur. Lokaborðið frá Íslandsmótinu í póker hefst kl:13:00 Því miður var ekki hægt að hafa beina útsendingu á facebook líkt og í fyrra.

11:50 Sætaskipan á lokaborðinu klár.

 1. Hafsteinn Ingmundarson 82.000
 2. Guðmundur Helgi Ragnarsson 250.800
 3. Jón Freyr Hall 72.700
 4. Sigurður Dan Heimisson 251.000
 5. Ingvar Óskar Sveinsson 447.000
 6. Einar Már Þórólfsson 318.400
 7. Ísak Finnbogason 615.000
 8. Einar Eiríksson 65.900
 9. Garðar Geir Hauksson 233.900

11;56 Blindalevel 1500/3000 ante 300

12:42 Landsbyggðin fyrst á svæðið

Dalvíkingurinn Jón Freyr og Sauðkrækingurinn/Hnífsdælingurinn Ísak voru fyrstu spilararnir á svæðið. Jón Freyr dró bróður sinn Sigga Hall með sér en þeir komu í gær. Jón tók einmitt bróðir sinn útúr mótinu í skemmtilegum potti. Ísak lagði af stað frá Króknum í morgun með kærustu sína með sér. Garðar Geir er næsti maður á svæðið með konuna sína, ekki langur akstur úr Hafnarfirðinum hjá uppalda Garðbæingnum. Gjafari dagsins er svo tvíburara mamman Rannveig.

12:58 Lokaborðið að fara hefjast, spilarar komnir við borðið

Allir mættir nema Siggi Dan sýnist mér. Flestir með andlegan stuðning með sér.

13:00 Lokaborðið hafið

Siggi Dan náði að mæta fyrir fyrstu hönd. Guðmundur Helgi hækkar á hnappnum í fyrstu hönd. Jón Freyr foldar en Siggi Dan kallaði í stóra. Báðir spilarar tékkuðu flopp sem las 897 7 á turn með þrem laufum. Gummi bettaði og Siggi kallaði. 4 í spaða á riverog Siggi Dan bettaði 8k út, Guðmundur Helgi foldar. Siggi Dan tekur fyrsta pott lokaborðsins.

13:02  Allin og kall. Jón Freyr tvöfaldar sig. 

Allir folduðu að Jón Frey sem hækkaði á hnappnum. Siggi Dan foldar litla og Ingvar kallar ís tóra.  6 Q 10 flopp með tvö rainbow. Ingvar donkbettaði 14.500 og Jón Freyr kallaði. 8 í spaða á turn. Ingvar setti 28,5k á turn og Jón Freyr fer allur inn. Ingvar kallar. Ingvar með 89 í hjarta fyrir par og double belly gutshot á meðan Jón var í góðum málum með QQ fyrir sett. River kom 9 og Jón Freyr byrjar vel og tvöfaldar sig.

13;17 Myndavél kominn í gang

að er komin útsending í gang á facebook live, engin lýsing samt, ein Camera bara vonum að það virki. Glampar smá á skallan á Einari en það veðrur að hafa það.

13:20 Jón Freyr kominn í gang. 

Guðmundur Helgi hækkar í 8k, Jón Freyr kallar. QJ7 rainbow borð. Gummi betta 10,5k og Jón kallar. Turn kemur Js sem gefur möguleika á flushdraw. Gummi tékkar og Jón Freyr setur í 16k sem er nóg til að taka pottinn niður. Á sama tíma var flautað til leiks í leik United gegn Tottenham sem United vann 1-0.

13:25 Virknis update. 

Jón Freyr búinn að vera aktívasti spilarinn hingað til, Haddi er líka búinn að taka nokkra potta. Chipleaderinn Ísak búinn að sitja þægur og tekur þátt í fáum pottum. Einar Eiríks sem er lægstur er ennþá ekki búinn að spila hönd. Gæti orðið hættulegt dottinn á rauða svæðið með undir 20 bbs

13:31 Allar dömurnar lenda í höndum tveggja aðila. Split. 

Einar Már hækkar í 7500, foldað að Hadda sem setur í 20k. Málarinn búinn að vera ansi málglaður og segist sýna ef Einar foldar en Einar endar á því að kalla. Borðið rennur 6 6 7. Málarinn setur í 35k. Einar spyr  hversu mikið hann á. Haddi svarar því og Einar segist vera allinn. Haddi snappkallar og segir ég er með drottningar, já ég líka segir Einar. Báðir með QQ og því split.

13:34 Drottningarnar duglegar að láta sjá sig

Kom að river sem las 6686J og Jón Freyr hafði veðjað 25k á river. Siggi Dan kallaði og muckaði þegar Jón Freyr sýndi dömurnar. Á meðan var Haddi eitthvað að fokkast í fréttaritara eftir skemmtiatriði seinustu helgar.

13:36 Lítið að ganga upp hjá Sigga Dan. 

Siggi Dan hækkaði í 7k, Ingvar setti uppí 18 k á hnappnum. Siggi Dan kallar. Borðið rennur, 7 10 3 tvö lauf. Siggi tékkar, Ingvar setur í 26,5k. Siggi foldar. Gengur lítið upp hjá Sigga það sem af er.

Næstu hönd á eftir hækkar Siggi aftr í 7 k og Ingvar kallar aftur. Floppið er QJJ. Siggi setur í 8,5k. Ingvar kallar strax. Turnið rennur 3 í laufi sem breytir í raun engu. Siggi tékkar og Ingvar setur í 13,5k og Siggi foldar. Eins og áður sagði gengur ekkert upp hjá Sigga.

13:45 Menn að leggja Sigga í einelti. 

Siggi Dan hækkaði í 7k foldað að Garra sem setur í 24k og Siggi kallar. Borðið kemur 8 5 5 tvö hjörtu.  Siggi tékkar og Garri setur 35k. Siggi tankar í góðan tíma áður en hann foldar.

13:55 Rólegt þessa stundina

Búið að vera rólegt seinustu stundina, pottar að vinnast preflop með single raise. Einar Eiríks vann einn pott áðan og tók niður blinda annars lítið að frétta. Ísak hefur verið þægur en unnið nokkra potta en enginn vildi leika við chipleaderinn.

14:13 En níðast menn Sigga Dan

Siggi var ekki búinn að hreyfa sig í lengri tíma áður en hann hækkar í 7k, í þetta sinn endurhækkaði Ísak hann. Siggi kallaði. C bet á floppi frá Ísaki var nóg. Farið að sjá verulega mikið á stakknum hjá Sigga. Ætli þetta sé vegna þess hann vann fyrsta pott dagsins. Menn stundum talað að það boði ógæfu.

14:18 9.sætið Einar Eiríksson. Einar út í klassísku hlutkesti.

Haddi hækkar í 7,5k Ísak kallar og Einar Eiríksson fer allur inn fyrir 39,5k. Haddi fer allur inn líka og Ísak foldar. Haddi með JJ gegn AK í klassísku hlutkesti. Einar náði ekki að tengjast borðinu sem las 64489 og er því fyrsti maður út. 8 spilarar eftir.

14:20 Blinkahækkun 2000/4000 ante 500

Ingvar hækkar og Einar Már endurhækkar í 19k. Ingvar kallar. Floppið 3 10 2 með tvö hjörtu. Einar Már setur út 20k og Ingvar kallar. Turn kemur 10 í laufi. Báðir spilarar tékka. River kemur tígul 5. Ingvar setur 35k á endastrætið og Einar kallar. Gott kall hjá þér segir Ingvar og sýnir 99, Einar sýnir JJ.

14:29 Létt update

Guðmundur Helgi og Siggi Dan vinna smá. Siggi Dan tók smá aftur þegar hann vann pott af Jóni Frey, Þá fann Gummi endurhækkunartakkann og tók smá af málglaða málaranum. Þá er Garri búinn að vera rólegur og taka einn og einn pott sem eru aðallega blindar og ante.

14:35 Ingvar flattar með hnetur

Pottur milli Ingvars og Gumma þar sem borðið las 888×8 og Gummi bettaði og Ingvar flattaði með AJ fyrir hnetur. Hann fær eina hönd í víti fyrir að kalla bara með hnetur.

14:45 Siggi endurhækkar þrjár í röð

Siggi Dan er aðeins búinn að jafna sig eftir erfiða byrjun, hann endurhækkaði tvær hendur í röð, fyrst gegn Jóni Frey svo gegn Guðmundi Helga og fékk respect í bæði skiptin. Ekkert action. Lítið action í gangi, þarf líklega 1-2 að fara detta út til þess að það komi alvöru action í þetta.

Siggi ekkert hættur og endurhækkar þriðju höndina í röð. Guðmundur Helgi hækkaði og Siggi lét í 17,5k í þetta skiptið og fékk kall frá Gumma sem hafði hækkað. Borð AK7 með 2 spöðum. Siggi setur í 14,5k og tók niður pottinn.

14:50 Gummi tekur dauðan pott.

Siggi hækkar svo fjórðu höndina í röð og fær nú tvö köll, frá blindunum Hadda og Gumma, það er tékkað niður á river sem les 5 8 4 7 Q. Gummi bettaði 15k á river og tekur niður pottinn, Haddi sagðist átt að endurhækka pre og foldaði AK.

14:58 Einar reynir að bluffa Ísak. Tekst ekki

Einar hækkaði fyrir flopp og Ísak kallaði. Borðið kom 583, Einar tékkar og Ísak setti út 12k. Einar kallaði, Turn kom 2 og aftur tékk kallar Einar veðmál Ísaks uppá 12k. River kom 7 og Einar tékkar. Ísak setur út 15k en Einar endurhækkar 27k betur og Ísak kallar með 77 sem var gott. Einar sagðist hafa verið með A high.

15:03 Er Jón Freyr að tilta???

Jón Freyr hafði tapað um 60k af stakknum sínum með bluff á móti Guðmundi Helga sem hafði kallað ansi light frá honum, reynir að veiða af Garra í næstu hönd sem kom með stórt river bet sem Jón Freyr foldaði. Farið að sjá verulega á stakknum hjá Jóni sem er dottinn niður í ca 100k ish.

15:09 Haddi fer allur inn, fær ekki kall

Einar Már hafði hækkað í 10k og Haddi málari fór allur inn fyrir 91k. Einar tankaði en foldaði, sagðist samt hafa verið með góða hönd.

 

15:14 Jón Freyr tekur smá pott. 

Einar Már hækkaði í 10k, Guðmundur Helgi kallaði, Jón Freyr í litla blind endurhækkaði í 27k Einar foldaði en Guðmundur Helgi kallaði. Borðið kemur 9 4 3. Báðir spilarar tékka 2 á turn, tékk tékk, river 9. Báðir tékka. Jón Freyr sýnir AQ sem er gott.

Sömu tveir fara í smá keppni í höndinni á eftir og aftur hefur Jón Freyr betur þar. Jón Freyr búinn að vera vel aktífur á seinustu mínútum. MEðan Ingvar, Garri og Haddi hafa verið frekar á bremsunni.

15:19 Payout structure

 1. 1.427.000
 2. 913.000
 3. 641.000
 4. 468.000
 5. 313.000
 6. 253.000
 7. 196.000
 8. 173.000
 9. Einar Eiríksson 154.000

15:23 Siggi Dan heldur áfram að endurhækka menn

Siggi Dan búinn að endurhækka 2 hendur í röð, fyrst gegn Guðmundi Helga sem setti í 10k og Siggi endurhækkaði í 32k svo var það

Jón Freyr sem hækkar í 12k, Siggi Dan endurhækkar í 35,5k  í hvorug skiptið fékk hann kall.

15;30 Smá break. Blindahækkun 2500/5000 ante 500

Garðar Geir 253k

Haddi 91k

ÍSak 704k

Guðmundur Helgi 176k

Jón freyr 241k

Siggi Dan 231,5k

Einar Már 289k

Ingvar 347,5k

 

avg stakk er 292k

15:48 Leikar hefjast að nýju eftir stutt break

Spilarar eru komnir aftur við borðið. Í seinustu hönd fyrir break hafði Jón Freyr fengið Quads á turn. Hann hafði kallað endurhækkun frá Ísaki, floppað setti og turnað Quads en fékk ekkert value frá ísaki sem checkaði flopp og check foldaði turn.

15:50 Málarinn allur inn en ekkert kall

Ingvar hafði hækkað en foldaði mjög snögglega þegar málarinn málglaði fór allur inn fyrir 91k sín.

15:53 Garðabær tekur frá Dalvík. 

Garri hækkar 12,5k, Jón kallar. A 2 8. Garri bettar 16k Jón kallar. Turn kemur K. Báðir spilarar tékka. River kemur annar K. Garri bettar 40k, Jón spyr hvað hann eigi mikið eftir, Garri segir ekkert. Jón djúpt í tankinum og endar á að folda. Garri scoopar ágætis pott til sín.

15:57 Einar húsar sig gegn Ísaki

Einar hækkar í 11k og Ísak endurhækkar í 22k. Einar kallar það. Flopp kemurK J 9 Báðir spilarar tékka. Q í spaða á turn. Tvö lauf og tveir spaðar í borði. Ísak setur 35k út. Einar kallar. River K í hjarta sem parar borðið en ekkert flush í boði. Einar tékkar, Ísak gefur sér smá tíma áður en hann Setur út lítið 20k bett. Mjög grunsamlegt. Einar setur í 65k og Ísak kallar. Einar sýnir KJ fyrir fullt hús og fær vel borgað frá Ísaki sem muckaði.

16:00 Hliðarmót að fara hefjast.  7 plús 3k bounty

16:06 Fyrsti 4 way potturinn, samt mjög óáhugaverður

Guðmundur Helgi hækkar í 12,5k. Einar, Garri og Haddi spila með. 6,2,5 flopp, allir tékka 10 kemur á turn. Allir checka að Einari sem setur 16k. Garri og Haddi folda snöggt en Gummi hugsar sig smá um og folda. Fyrsti 4 way potturinn. Einar búinn að vera á smá siglingu.

Action á river milli Jóns og Ingvars endar í choppi.

Kem að borði sem les 7 9 9 7 A  Jón hafði sett 54k á river, Ingvar endurhækkaði í 130k, Jón Freyr fór allur inn og Ingvar kallaði. Jón Freyr með 59 gegn Q9 hjá Ingvari og því chop pot.

Ég verð að viðurkenna að ég hef séð áhugaverðari lokaborð, alltof oft að enda í chop. Jón Freyr og Ingvar samt að mixa upp.

16:15 Suga á móti endursugu þegar Haddi tvöfaldar

Ingvar hafði hækkað í 12,5k fyrir flopp. Garri endurhækkaði í 40k. Haddi málari fór strax allur inn. Ingvar spurði Garra hversu miklu hann æti eftir og endaði á að folda. Garri kallaði með QQ gegn KK hjá Hadda.

J Q 5 flopp. Turnið kom 10, river A fyrir röð hjá Hadda sem tvöfaldar sig. Garri dottinn í um 120k.

 

16:35 Garri tekur smá til baka

Ísak hafði hækkað fyrir flopp, Garri og Guðmundur Helgi kölluðu. Floppið kom 9 10 í spaða 3 tígli. Tékkað að Garra sem setti 24k og hinir spilararnir folduðu. Garri átti um 115k fyrir þá hönd þannig að hverjir chipsar skipta um 30k í viðbót fyrir Garra.

16:49 Ísak setur pressu á Garra.

Ísak hækkaði fyrir flopp í cutoff, Garri endurhækkaði í 32k. Ísak spyr hvað hann eigi mikið, Garri segist eiga um 140k. Ísak segist bara vera allur inni. Garri tankar í góðann tíma og segir ég hata að kalla með þessa hönd og endar á að folda. Stuttu áður hafði Garri tekið smá af Ísak í sb bb action.

16:53 Siggi Dan sýnir styrk

Kem að borði sem las 8 2 J 7. Siggi Dan hafði hækkað pre og Ísak kallað. Siggi bettað flop og Ísak kallað. Turnið 7 hægði á Sigga sem tékk kallaði 25k bett frá Ísaki. River kom 3 og Siggi donkbettaði 35k sem var nóg til að fá ísak til að folda.

Næstu hönd á eftir eru það Jón Freyr og Siggi Dan að battla, kom að borði sem les 7 4 2 6 10 enginn litur í borði. Báðir tékkuðu, Siggi sýndi 10 7 fyrir riveruð tvö pör. Jón var ekki sáttur með riverið en fínn pottur fyrir Sigga sem er kominn með flottan stafla.

Höndina eftir hana endurhækkar Siggi Dan úr bb hnappahækkun Guðmunds Helga sem er búinn að vera ansi rólegur og virðist lítið ganga hj´honum í dag. Er einn af lægstu stökkunum.

Þess má geta þess að það er late reg í hliðarmótinu til 18:50

17:00 Blindahækkun 3000/6000 ante 1000

Gerðist fyrir ca 10 mínútum, tók ekki eftir því.

17:04 8.sæti Garðar Geir Hauksson. Barry Greenstein á endastræti endaði ævintýri Garra

Siggi Dan hafði hækkað fyrir floppið. Ísak á hnappnum endurhækkaði í 26k og Garri fór allur inn úr litla blind fyrir 117k. Ísak hugsar sig um og segist svo verða að kalla. Garri var með KJ í spaða gegn A10 í laufi hjá Ísaki. Floppið heldur betur gott fyrir Garra.  KQ7   Drottningin og 7 í spaða fyrir flushdraw hjá Garra. Turnið blank og river hjarta ás sem endaði mótið hjá Garðari.

17:13 Siggi litar sig á endastræti

Einar hafði hækkað fyrir flopp og Siggi Dan og Ingvar kallað í blindunum. 3 4 9 með tveim spöðum. Einar setti út 18k og báðir spilarar kallað. 10 í hjarta á turn og Einar veðjar 35k. Siggi Dan kallar en Ingvar foldar. Q í spaða á river sem gefur möguleika á lit. Einar chekar og Siggi Dan setur út 58k. Einar googlar höndina sína, grípur í nefið á sér og telur stakkinn sinn og kallar Siggi sýnir K10 í spaða og Einar muckar. Góður pottur fyrir Kópavogsbúann.

17:20 Ingvar mjólkar Einar

Ingvar hækkar í 14k og Einar kallar. 6c 4c Qh  27k hjá Ingvari og kall frá Einari. Turn Ad. Ingvar setur aftur 27k og aftur kallar Einar. 6s á river. Ingvar setur aftur 27k. Einar kallar, Ingvar sýnir AJ og tekur niður góðan pott. Fín mjólkun hjá Ingvari sem hefði einungis átt um 50k hefði hann tapað þessum potti. Einar á ca 150k eftir. avg er núna 335k.

17:24 “Ég kalla bara” Guðmundur Helgi tvöfaldar

Ísak hækkar í 15k og Guðmundur Helgi fer allur inn fyrir 100k slétt. Ísak spyr hvað þetta er mikið. 100 ish segir Gummi. Rannveig taldi og það er 100k slétt. Ég kalla bara segir Ísak. Ísak  með AJ gegn AQ hjá Gumma. “Þetta er ekki alveg jafn gott og áðan” segir Ísak. Lítill sviti á floppi þar sem Q lætur sjá sig. Turn gaf Gumma smá straum í liminn þegar 10 lét sjá sig en enginn K á river fyrir Ísak í þetta skiptið.

17:28 Einar tekur smá til baka af Ingvari. 

Kem að borðinu A 2 9 þrjú hjörtu. Ingvar setur út 23k og Einar kallar. Báðir cécka spaða áttu á turn en Einar bettar 35k á tígul ás á river. Tekur smá til baka frá Ingvari.

17;36 Siggi Dan mjög aggressífur

Siggi hækkar á hnapnum. Ingvar endurhækkar í litla blind. Siggi Dan setur Ingvar allan inn en er ekki tilbúinn að þiggja það tilboð og Siggi heldur áfram að raka til sín pottum. Er ekki frá því að Siggi sé orðinn chipleader. Þarf að fara fá chipcount bráðum.

Næst hækkar Siggi í co og Einar endurhækkar á hnappnum. Siggi biður um talningu hjá Einari sem á um 200 betur en þessi 37k sem hann endurhækkaði í. Siggi gefur Einari respect. Í þetta skiptið allavega.

17:43 Ísak tekur góðan pott gegn Sigga

Siggi hafði hækkað og Ísak kallað. Borðið las K 9 4. Báðir spilarar tékkuðu. Turn kom annar K. Siggi bettaði út í þetta sinn 12k og Ísak kallaði. River kom 7 og Siggi Dan bettaði 22k í þetta skiptið. Ísak hækkaði það uppí 50k og muldraði við sjálfan sig hvort 9 sé nóg og endaði með að kalla. Ísak sýndi KQ sem var bullandi gott.

í næstu hönd á eftir nær Ísak að mjólka smá útúr Guðmundi Helga þegar hann hitti röð á river og kom með lítið sætt value bet sem var tilboð sem Gummi gat ekki hafnað en kostaði hann smá pening.

17:47 Blindahækkun 4000 / 8000 ante 1000. Chip count

Ísak Finnbogason 845k

Einar Már Þórólfsson  240k

Guðmundur Helgi Ragnarsson 130k

Ingvar 256k

Jón Freyr Hall 120k

Siggi Dan 500k

Hafsteinn Ingimundarson 216k

17:57  Ræðst enginn á stóra blindinn hans Ísaks.

Ingvar hækkar 18k á hnappnum, Ísak endurhækkar í 42k. Ísak búinn að vera mjög duglegur að endurhækka þegar hann er í stóra blinda. Ég man allavega ekki eftir einu foldi úr stóra þegar hann hefur verið hækkaður þar.

18:07 Einar tekur smá pott.

Siggi hækkar í 18,5k, Einar kallar á hnappnum og Haddi gerir það sama í stóra blinda. Floppið kemur K 8 9 í regnboga. Allir tékka. Turnið kemur með laufa 8 sem gefur laufa flushdraw. Haddi og Siggi tékka en Einar setur út 20k. Haddi og Siggi folda og Einar tekur smá pott.

Þá er augljóst að Danni the mouth er mættur í hliðarmótið, heyrist í honum langar leiðir úr næsta herbergi.

18:10 Ingvar þorir ekki í allin frá Gumma. 

Ingvar hækkar undir byssu í 22k, Guðmundur Helgi fer allur inn fyrir 93k. og foldað að Ingvari sem hugsar sig um í góðan tíma, googlar höndina sína og foldar svo. Haddi segist hafa foldað AQ en ekki viljað kalla eða raisa svona hátt raise.

18;15 Blindar og ante farnir að bíta.

Gummi og Jón Freyr sérstaklega farnir að finna fyrir því. báðir eru í kringum 100k eða rétt undir. þá er Haddi með um 170k. Bæði Haddi og Gummi eru búnir að fara allin og taka blinda og ante með stuttu millibili. Hver hringur er hinsvegar dýr enda kostar hver hringur 19k

18:20 Dalvík er allinn en ekkert kall

Jón Freyr fór allur inn 80k en enginn vildi leika. Hann bætir um 20k við staflann sinn.

Stuttu seinna fer Haddi, Gummi og Jón Freyr allir inn en fá engin köll. Jón Freyr tvær hendur í röð. Allar hendur að vinnast preflop og tekur ca 1 mín hver ef það nær því.

18:31 Siggi Dan reynir að búa til fleiri lowstacka

Siggi hafði hækkað fyrir flopp og Einar kallað. Báðir tékkuðu flop sem leit út .

A K 3 2 Siggi Dan veðjaði 23k, kall hjá Einari. River J. Siggi bettar út 28k og Einar gefst þar upp.  Siggi vel aktífur og er að taka dauðan pening ítrekað.

Hann hækkar einnig næstu hönd undir byssu. Jón Freyr er hinsvegar ekki að láta koma svona fram við sig og fer allur inn. Siggi Dan fer að telja spilapeningana sína en endar á því að folda.

18:38 Siggi hækkaði ekki á hnappnum.

Það eru tíðindi hér, Siggi Dan hækkaði ekki þegar var foldað að honum á hnappnum, Ingvar í litla blind var örugglega svo sjokkeraður yfir þessu að hann foldaði líka litla blinda og Einar fékk walk. Hvað er í gangi hérna.

18:42 Er Ísak orðinn þreyttur á shortstökkunum?

Shorstakkarnir þrír eru allir á vinstri hönd Ísaks og voru nokkrum sinnum búnir að fara allir inn eftir hækkanir frá honum. Nú er hann farinn að koma með nýja nálgun á hnappnum og co og farinn að raisa 250k preflopp. Sem sagt setja þá allinn og setja alla ákvörðun yfir á þá. Ég verð að segja að ég er að fíla þetta.

18:45 “Ég var með verri hönd” No shit Sherlock.

Á sama tíma er Einar ekki að gera það sama, raisti í 17k og Haddi fór allur inn yfir þessa hækkun. Einar foldaði. Haddi sýndi AA. Einar sagði “ég var með verri hönd” Hann sagði svo stuttu seinna að hann hefði verið með 66

18:47 Ingvar lætur ekki vaða yfir sig

Siggi hækkar fyrir flopp og Ingvar kallar. Floppið kemur J 4 2 með tveim tíglum. Siggi setur út 31k og Ingvar setur 50k betur. Siggi foldar og fínn pottur til Ingvars.

18:51 Einar fer allur á floppi. 

Siggi hækkar og Einar endurhækkar úr stóra blind í 50k. Siggi kallar. Borðið kemur 9 10 K rainbow. Einar fer allur inn fyrir 151,5k. Siggi foldar.

 

18:55  Dinner break. Það verður 45 mínútur. Blindar 5000/10.000 ante 1000

Haddi 169k

Guðmundur Helgi 125k

Ingvar 272

Jón Freyr 111,5k

Ísak 855k

Siggi Dan 520k ish

Einar 260k ish

 

19:45 Leikar hefjast að nýju

Menn búnir að fá sér í svanginn og þá er hægt að hefja leika að nýju og nýjustu tölur úr Reykjavík suður er að það eru ennþá 7 spilarar eftir og Ísak leiðir hópinn með 855k stafla.

19:48 Málarinn en einu sinni allur inni. Gummi fer líka allur stuttu seinna. 

Siggi Dan hækkar í 23k og allir folda að Hadda sem fer allinn fyrir samtals 163k, erfið ákvörðun fyrir Sigga sem ákveður svo að folda.

Höndina eftir hækkar Ísak í 20k á hnappnum. Gummi kallar í bb. J 2 8 tvö hjörtu. Ísak setur í 15k og Gummi kallar. Turn er 3c og Ísak veðjar 25k. Gummi tankar og fer allur inn. 75k betur og Ísak foldar frekar fljótlega.

Litlu stakkarnir að bæta við sig.

19:53 Siggi tekur fínan pott. 

Siggi hækkar í 23k, Ingvar endurhækkar í 58k.  Siggi kallar. Floppið kemur Ac Kc 2c. Siggi tékkar og Ingvar setur út 30k. Siggi kallar. Turn kemur 6h. Aftur tékkar Siggi, Ingvar fylgir. River Jh. Báðir spilarar tékka. AQ hjá Sigga sem er gott. Menn vildu greinilega ekki taka of mikla áhættu. Ingvar segist hafa verið með 1010 með 10c

19:56 Jón Freyr tvöfaldar í gegnum Guðmund Helga.

Gummi hækkar í 22k og Jón Freyr fer allur inn fyrir 72k. 50 betur fyrir Gumma sem kallar. 99 hjá Gumma gegn KK hjá Jóni.  3 4 7 Q  Q og Jón Freyr tvöfaldar sig. Skil þetta ekki níur eru vanalega nuts.

20:00 Vil ekki að menn séu að kalla eins og gömul ryksuga. Haddi tvöfaldar í gegnum Ingvar.

Haddi hafði raisað í 32k. Ingvar var að tanka þegar Haddi segir: “Annað hvort ferðu allin eða foldar, þú ert ekkert að fara kalla eins og Bjáni.” Ingvar telur stakkinn sinn og kallar og segist kalla eins og Bjáni. Floppið kemur Ks 7h 5h. Floppið er varla komið þegar Haddi fer allur inn 155k. Ingvar er djúpt hugsi. Hallar sér aftur í sætið og setur hendurnar aftan á hnakka. “Ertu með mig Haddi” Ertu með kónginn?” Ég vona það segir Haddi. “Fíla ekki það þegar menn eru að kalla eins og einhver gömul ryksuga” Kall segir Ingvar. AA hjá Hadda en KcQc turn 2h 8h.

20:02 7.sæti Ingvar Óskar Sveinsson 0,6 bb allin er frekar auðvelt kall. Fékk samt bara kall frá BB

Ingvar fer allur inn fyrir síðust 6k sín. Með Q8. Enginn kallar Gummi er í bb með A3 sem heldur og Ingvar er dottinn út. Slæm ákvörðun með KQ áðan gerði þetta að verkum, hann átti 1 bb eftir að hafa tapað þessu.

20:11 Einar tekur af Sigga Dan. 

Siggi hækkar í 22k, Einar kallar í co og Gummi kallar í stóra. Floppið kemur Kd Kh 5h. Sigg veðjar 31k. Einar kallar. Guðmundur Helgi er djúpt hugsi en foldar. Turn kemur 4h. siggi tékkar. Einar setur út 40k. Siggi endar á að folda.

20:13 Ísak litar málarann

Siggi hækkar undir byssu í 22k, Guðmundur Helgi í litla blind kallar, Jón Freyr foldar í stóra. Borðið kemur 10s Ah 2c. Siggi setur út 33k sem er nóg til að taka pottinn niður.

Ísak hækkar í 20k undir byssu, Haddi í næsta sæti endurhækkar í 60k. Ísak er tilbúinn að leika og kallar. Borðið kemur 7s7d3d báðir tékka. Turn Ks ÍSak tékkar og Haddi setur í 55k. Ísak snapp kallar. River 5s báðir tékka. Haddi með AK gegn AQ í spaða hjá Ísaki sem hitti litinn á river. Smá deilumál um hvort Ísak hafi verið að mucka en spilin snéru allavega rétt þannig að það stendur.

20:18 Ísak sópar fleiri og fleiri chipsum til sín

Ísak virðist vera grinda chipsana alla til sín, það virðist sífellt vera minnka hinir stakkarnir og Ísak að stækka. 6 eftir og avg er 390k það eru 2 spilarar yfir þeirri upphæð. Ísak og Siggi. Ísak örugglega kominn með um milljón og Siggi með svona 500k. Aðrir miklu minna.

Í einum pottinnum hækkar Ísak uppí 20k og foldað að Jóni Frey í bb sem spyr “Hvað áttu mikið eftir?” Jón Freyr með verulega lítinn stakk.

20:22 6.sæti Jón Freyr Hall. Enginn íslandsmeistaratitill til Dalvíkur. 

Haddi hækkaði í 25k, Jón Freyr fer allur inn fyrir 83k total. Haddi kallar. 99 hjá Jóni gegn K10 hjá Hadda. Floppið kemur K 10 x tvö lauf, turn lauf fyrir þrjú lauf í borði river blank og Dalvíkingurinn endar sína veru á þessu íslandsmóti.

20:26 Ekkert fæst frítt í Hnífsdal. 

Einar haltrar í litla og Ísak setur 20k betur. Einar kallar. Borðið kemur Jc 3d 7c. Ísak setur óvart bara 10k.  stringbettaði. Einar kallar það. 7h á turn. Báðir tékka. Ah á river og Ísak veðjar 50k. Það er of mikið fyrir Einar.

20:33 Allin og kall. Gummi tvöfaldar

Foldað að Hadda í Sb sem hækkar uppí 25k. Gummi fer allur fyrir 75k og Haddi kallar. A5 hjá Hadda gegn 55 hjá Gumma og það heldur. Tvöföldun hjá Gumma.

20:37 Hús vs hús = split

Haddi raisar og Ísak kallar.  Borðið kemur 9s 4c 10s Haddi setur 35k og ÍSak kallar. Turn kemur 4s. Báðir tékka.  4h á river og haddi bettar 35k á river og Ísak kallar. Báðir spilarar með A10 og choppa.

Höndina eftir raisar Ísak í 20k úr sb og Haddi kallar í bb. As 8h 7h. Ísak betta og tekur niður pottinn.

20:40 Ish chip count. Blindahækkun 6000/12.000 ante 2000

Einar 411k. Gummi 132k. Haddi 281k. Siggi Dan 533k, Ísak 988k

avg 468k

20:55 Gummi að shippa sig í fleiri chipsa

Hann er búinn að fara allur inn 2 hendur í röð, það munar um þessa blinda 27k fyrir hvora hönd 54k fyrir tvær hendur er góð bæting á 120k stakk.

21:02 Ísak hleypur í röð

Guðmundur helgi hækkar í 25k. Einar og Ísak kalla báðir í blindunum. Flopp kemur Ad 8s 4h allir tékka 10h turn og allir tékka 7s á river. Einar setur út 35k. Ísak hækkar uppí 75k. Gummi foldar og Einar kallar. 69 fyrir röð hjá Ísaki. Einar muckar. Sagðist hafa hitt sett á river.

21:07 5.sætið Guðmundur Helgi Ragnarsson. Dömurnar sviku Gumma. 

ÍSak hækkar í 25k, Haddi foldar sb og Guðmundur Helgi fer allur inn fyrir 93k. Ísak kallar. Gummi snýr við QQ, ÍSak segist ekkert vera í góðum málum með A7 í laufi. Flopp A í glugganum, A í kjöfarið og 8. Turn 8 til að drepa höndina. Gummi út í 5.sætið.

Hlutirnir að gerast frekar hratt núna. Erfitt að reyna skrifa allt, Mætti halda að dílerinn fái borgað fyrir hverja hönd sem hún gefur. Fínt að hraða þessu aðeins upp eftir aðeins 2 út á fyrstu 7 tímunum.

21:14 Húsavík fær meiri lit en Hnífsdalur

Einar hækkar á hnappnum í 25k. Ísak kallar í litla. 3d 7d Qd. Einar setur út 30k. Ísak hækkar í 100k. Húsvíkingurinn gefur sér góðan tíma í að hugsa málið og fer allur inn og fær kall. 10d 6d hjá Ísaki gegn Qs Jd hjá Einari. FLush hjá Ísaki, topp par og hærra flushdraw hjá Einari. Turn kom Ah river 2d fyrir hærri lit hjá Einari rosaleg tvöföldun.

Ísak hækkar í 25k og Siggi Dan kallar í litla blind. Js 9c 8d 3c eftir að báðir tékkuðu flopp. River 4c Báðir tékka. Siggi með Kc Jc fyrir lit. Liturinn að fara ansi illa með Ísak núna.

21:25 Siggi kroppar meira í staflann hjá Ísak. 

Ísak hækkar undir byssu og Siggi Dan kallar í litla blind. 10cKcJh. Báðir tékka. Jd báðir tékka. 4d Siggi veðjar 31k. Ísak foldar.  Siggi búinn að vinna 6 hendur í röð. Ætli það sé komið smá stress í Ísak.

21:26 Siggi með 10 hendur í röð,

Einar hækkar í 25k, Ísak kallar á hnappnum. Borðið rennur 2h 7d Jd. Einar bettar og ÍSak foldar, fyrir þessa hönd var Siggi búinn að vinna 10 hendur í röð. Eigum við að ræða það eitthvað? Einar tekur svo tvær í röð.

21;29 Áttu áttu?

Ísak hækkar úr litla í 25k. Haddi málari kallar í stóra. Borðið kemur 7s 10c Jc báðir tékka. 9h á turn. Ísak setur í 25k. Málarinn spyr “áttu áttu” og sýnir 9 og foldar.

21;34 4.sætið Hafsteinn Ingimundarson. Þrengslin fóru illa með málarann að lokum. 

Einar hækkar á hnappnum í 25k og Haddi kallar í stóra. 10d 8c 6s kemur á floppi og Einar setur í 35k. Haddi fer allur inn. 124k Total. Einar kallar. K10 hjá Einar gegn K6 hjá Hadda. 5c 9s á turn og river og málarinn er allur.

3 spilarar eftir Sigurður Dan Heimisson Kópavogsbúi, Einar Már Þórólfsson Húsvíkingur og Ísak Finnbogason búsettur á Sauðárkróki en frá Hnífsdal.

21:38. ÍSak tekur smá af Einari, allir með fína stakka.

Allir spilarar haltra inn. 7h Kd 10c. Ísak setur út 20k. Einar kallar. Turn 10s. Báðir tékka, River 8d. Ísak setur í 60k. Einar foldar. Allir þrír með healthy stakka. Gæti tekið sinn tíma að fá endalokin þegar einungis 3 eru eftir allir með fínan stakk.

21:41 Ísak fær Sigga til að bluffa

Ísak hækkar í 25k úr litla, Siggi kallar í stóra. 2c 5c7d. báðir tékka 9s á turn ísak hendir út 50k. Siggi kallar. River kemur Kd. Ísak tékkar, Siggi hleður í stórt bett. 87k. Snapp kall frá Ísaki. Þú átt það segir Siggi. KQ hjá Ísaki.

Ísak hækkar í 25k á hnappnum. Einar kallar í stóra blind. Borðið kemur 2h 5s 8c. Báðir tékka. Turn Qc. Ísak setur út 25k. Einar kallar. River 5d. Einar tékkar, Ísak hendir í 75k Einar kallar. Einar með QJ, Ísak ekki neitt. Vel bluff cathcað hjá Einari.

Einar hækkar í 25k á hnappnum, Ísak setur í 75k úr litla. Einar kallar. Js 5s Ks. Ísak setur í 130k. Einar foldar.

21:45 Stutt break. Blindar 8000/16.000 ante 2000

Sigurður Dan Heimisson 463k

Einar Már Þórólfsson 810k

Ísak Finnbogason 1.067 k

Avg 780k.

22:03 Leikar hefjast að nýju. 

Ekki hægt að afskrifa neinn á þessari stundu.

22:07 Hversu góður varst þú? Ég lagði pari. “Hversu lélegur varst þú”

Siggi hækkar í 35k á hnappnum, Einar undirbýr byssuna og hendir þessu í 85k. Ísak vill ekki leika sér, Siggi dregur fram fallbyssuna og fer allur inn. 451k allt í allt. Einar fer djúpt inní hugsanir sýnar, mér sýnist hann fara með bænir líka. En að lokum leggur hann niður höndinni. Einar spyr hversu góður hann hafi verið og fær svarið, Hversu lélegur varst þú. Góður pottur fyrir “shortstakkinn” Sigga.

Stærsti pottur kvöldsins. Siggi Dan kominn með stærsta stakkinn. 

Einar hækkar úr stóra í 39k. Siggi kallar úr litla. 3c 4s Ah. Einar hendir í 40k. Siggi leitar að endurhækkunartakkanum og smellir þessu í 95k. Einar fer einungis í tankinn núna ekki bænahugleiðingar og kallar. Turnið kemur Qh. Siggi  fer í tankinn í góðan tíma og hendir svo út 112k. Ísak fylgist spenntur með höndinni á meðan Einar tankar. Hann er byrjaður að naga neglurnar og hendir ´svo í kall. Endastrætið Qs. Siggi þefar af lófanum á sér og telur stakkinn sinn. Einar andar mjög djúpt. Siggi spyr hvað hann eigi mikið eftir. Meira en ég. Júbb segir einar. Rosa pottur í gangi hérna. Siggi hendir í 115k. Einar bítur í vörina á sér, er með krosslagðar hendur, andar mjög ört telur svo stakkinn sinn. Crucial pottur á þessu stigi. Klárlega stærsti pottur kvöldsins. Hann tekur til calling ships. og kallar. 33 hjá Sigga fyrir fullt hús. Einar orðinn frekar short eftir þetta. Einar sagðist hafa verið með AK.

Næstu hönd á eftir fer Einar allinn fyrir um 300k. Fær engan leikfélaga.

22:20 Næstu hendur

Siggi hækkar í 32k. Einar foldar, Ísak ver blindan sinn. 5d 9c 5h Báðir tékka. 10d turn. Ísak setur 60k. Siggi foldar.

Ísak haltrar inní litla. Siggi hækkar uppí 32k og Ísak foldar.

Einar fær walk í bb. Sýnir AK

Siggi hækkar á hnappnum í 32k. Einar foldar, Ísak foldar. Siggi sýndi spaða ás

Ísak hækkar úr litla blind í 32k. Siggi kallar úr stóra blind. Ad 8h 10s Ísak veðjar og Siggi foldar.

Ísak hækkar á hnappnum í 32k. Siggi foldar. Einar kallar. 10c Ac 4h. Ísak setur 50k. Einar foldar

Siggi hækkar á hnappnum í 32k. Einar foldar, Ísak hækkar uppí 80k. Siggi kallar. As 5d 4s. Báðir tékka. 5h. Ísak tékkar, Siggi Dan bettar 80k og tekur niður pottinn.

Einar foldar hnappnum. Ísak kallar úr litla. Siggi checkar. 10c Jd 4s. Ísak bettar 16k og tekur niður pottinn.

Ísak foldar hnappnum. Siggi kallar úr litla. Einar checkar. 3c 8h Ah báðir tékka 3s báðir tékka Ks. Báðir með veikan Kóng og choppa.

22:30 Bettaru alltaf út svona stórt þegar þú ert að bluffa?

Siggi hækkar á hnappnum í 32k. Einar foldar, Ísak kallar. 10s 7d Jh. Siggi setur 28k. ísak hækkarí 80k. Siggi kallar. 10h. Ísak Bombar út 165k.  Siggi er hissa og spyr hann hvort hann betti alltaf út svona stórt þegar hann er að bluffa. Ísak svarar engu. Siggi foldar að lokum.

“Varstu með þetta” spurði Siggi. Mér fannst það líklegt svarar Ísak.

Einar foldar á hnappnum. Ísak kallar og Siggi tékkar.  2s As 7h. Ísak setur 16 og tekur pottinn.

Ísak hækkar í 32k á hnappnum. Siggi foldar Einar fer allur inn. Ísak biður ekki einu sinni um talningu og foldar.

Siggi hækkar í 32k á hnappnum. Einar foldar en Ísak kallar. 9s 7c 7d. Siggi setur út 38k. Ísak kallar. Jh. Báðir tékka. 2d. Ísak setur út 80k. Siggi stundar fingraleikfimi á borðinu eins og grunnskólabarn að reikna áður en hann foldar.

Einar foldar á hnappnum og það gerir Ísak í litla líka. Göngutúr á Sigga.

Ísak hækkar á hnappnum í 32k. Siggi og Einar folda báðir.

22:39 A10 vs AJ og 10 í glugga. Ekki fallegt en reddaðist. Einar tvöfaldar. 

Siggi hækkar í 32k á hnappnum.  Einar telur stakkinn sinn,  og fer allur inn. Ísak foldar og Siggi biður um talningu. 271k samkvæmt nýjustu talningu. Siggi borar höndum sínum í hausinn og kallar. AJ hjá Einari gegn A10 hjá Sigga. 10 í glugganum J  7  7 5. Ekki fallegt að sjá þessa 10 í glugganum segir Einar sem tvöfaldar sig sanngjarnt upp.

Ísak hækkar í 33k úr litla og Siggi kallar í stóra. 2h Jc 8s. Báðir tékka. 3c  Ísak tékkar, Siggi setur 36k og tekur pottinn

Siggi haltrar inn. Einar bankar í borðið. Báðir tékka AA4 borð. Turn 5 18k frá Sigga sem Einar kallar. 9d river ekkert flush í boði. Siggi hendir út 42k. “Þú hefur ekki verið í bullinu hingað til” Einar að reyna sannfæra sig um að kalla ekki. “En ég ætla að vona að þú sért í bullinu núna. “Jájá eitt par er gott. sagði siggi. Gott kall hjá Einari.

Siggi haltrar á hnappnum. Ísak tékkar. 6c 10s 9d. Siggi setur 20k og tekur pottinn.

Ísak haltrar úr litla, Siggi checkar. Qd 9h Qh. Báðir tékka, 5d báðir tékka. 3s. Ísak setur 25k. Siggi foldar.

Ísak hækkar í 32k á hnappnum. Siggi foldar, Einar kallar. Jh 5d Qs. báðir tékka. Ks Einar tékkar, ÍSak setur 35k og tekur pottinn.

Siggi setur í 32k á hnappnum. Einar kallar í litla. Ísak kallar. Vúhú family pot. 3s Ad 5s. Allir tékka. 4s. Siggi setur 36k. Einar foldar, Ísak kallar. Qh. Ísak tékkar, Siggi setir 47k. Ísak foldar.

Einar hækkar í 35k á hnappnum. Ísak foldar litla, Siggi foldar líka.

Ísak hækkar í 32k á hnappnum. Siggi dregur endurhækkun og hækkar í 91k. Einar fer í símann og foldar, Ísak foldar.

22:51 Menn að berjast grimmt.

Einar haltrar úr litla. Ísak hækkarí 40k og Einar kallar. Kc 3h 9h. Ísak setur í 55k. Einar kallar. miðstrætið kemur með Kh. Báðir tékka. endastræti Kd. Einar blikkar augunm 17 sinnum að ég taldi og setur svo 60k og tekur niður pottinn.

Einar foldar hnappnum, Ísak haltrar úr litla, Siggi hækkar um 20k betur. ísak foldar.

22:56 Ísak riverar fernu gegn litnum hjá Einari. 

Ísak hækkar á hnappnum í 32k. Siggi kallar úr litla og Einar úr stóra. Fjölskylda aftur. Qh 10s 2s. Checkað að Ísaki sem hendir í 55k. Siggi foldar strax, Einar hugsar málið aðeins lengur og kallar svo. 9s á miðstræti. Báðir tékka. 10d á endastræti. Ísak setur 60k á river og sýnir 10 10 Quads. Einar kallaði ss með lit, K6 á spaða. Rosaleg hönd hefði getað orðið stærri.

Siggi hækkar á hnappnum , Einar foldar og Ísak kallar. Qh 6h 5d. Siggi bettar 40k. Ísak kallar. 9d.  Báðir tékka. 2c. Ísak veðjar 76k á river. Siggi foldar. Ísak sýnir Q.

Einar hækkar í 35k á hnappnum. Ísak foldar. Siggi foldar líka. Styttist í blindahækkun.

Ísak hækkar í 32k á hnappnum. Siggi kallar í litla, Einar foldar. 3d Ad 8s. Báðir tékka. Kc. Ísak setur 35k. Siggi foldar.

23;07 Ísak eykur forystuna. 10.000 /20.000 Ante 2000

Siggi Dan 583k

Einar Már 488 k

Ísak. 1,27 milljón

Siggi haltrar inn af hnappnum. Ísakk lætur 50k betur úr BB. Siggi kallar. 6h Kc 5h. Ísak setur 75k á floppi.  Siggi kallar. 2c Ísak tékkar. Siggi tékkar. 3d báðir tékka. Ísak með AQ gegn 85. 5 góð hjá Sigga.

Einar kallar á hnappnum, ísak í litla og Siggi chekcar. 5s Ks 4h. Siggi bettar út 28k. Einar foldar en Ísak kallar. 5d. Báðir tékka. 9s báðir tékka. 5 hjá Ísaki fyrir trips. Gat ekki fundið bluff frá Sigga.

Siggi haltrar úr litla. Einar hækkar 55k betur úr stóra. Siggi foldar.

23:17 Magnþrungin spenna í hönd milli Sigga og Ísaks. 

Siggi hækkar af hnappnum í 48k. Einar foldar, Ísak tilkynnir hækkun og hækkar uppí 120k. Það er í raun allin eða fold hjá Sigga, sé í raun ekkert annað, hann er allavega að hollywooda á meðan hann tankar til að undirbúa væntanlegt fold. Hann telur stakkinn sinn, ekta hollywood hjá honum. En hann kallar, jahérna. 2c Js 4d. Ísak dregur fram seðlaveskið og hendir 150k í pottinn. Það er allavega allinn eða folda núna, ekki nema Siggi sé monster sterkur og vilji mjólka meira. Aftur telur Siggi chipsana. Magnþrungin spenna hérna. Ísak er farinn að anda Örar og skelfur alveg, Siggi virkar sallarólegur og kallar. Hvað gerir Ísak núna. 6c. Hann snögg tékkar. Ég gjörsamlega sé æðarnar á Ísaki titra, hann andar mjög ört. Siggi setur út 150k. Ísak foldar strax. Þvílík hönd.

ÍSak tók næsta pott var of upptekinn að ýta á update til þess að geta skrifað hana niður.

Þessi pottur áðan var alveg högg á Ísak.. Siggi haltrar úr litla og Einar tékkar. Q 2 5 7 J þegar loksins gerist eitthvað að siggi tekur pottinn með betti. Eins óáhugaverður pottur og gat gerst.

Ísak fær göngutúr.

Einar foldar á hnappnum. Ísak haltrar úr litla. Siggi tékkar. 3d 9c 3c báðir tékka. 7s Ísak hendir í 20k Siggi foldar.

Ísak hækkar í 40k á hnappnum. Siggi kallar snögglega úr litla. Einar foldar. Kc 6c 8d. ÍSak setur aftur 40k. Siggi kallar. 9d. Báðir tékka. Qh. Báðir tékka.  Ísak með 8 10 gegn ás high hjá Sigga. Ísak orðinn smá smeykur við sigga held ég.

23:26 Ísak með 2 pör gegn 2 pörum

Siggi hækkarí 41 k á hnappnum. Einar foldar, Ísak kallar í stóra. Einar spyr hvort þeir geti ekki slegið hvorn annan út. Borðið kemur 3h 6s 7c. Siggi hendur út 38k. Ísak kallar snögglega. Kc. Ísak tékkar Siggi líka. As Ísak tékkar, Siggi hleður byssuna og hendur út 101k Ísak googlar höndina sína aftur. Ísak titrar rosalega. Hann er allavega farinn að finna fyrir stressinu og kallar. Siggi með A3 fyrir tvö pör. Ísak með A6 fyrir hærri tvö pör. Siggi hefur pottþétt haldið allan tíman að hann væri bullandi góður.

23;29 Einar tekur líka slatta af Sigga. 

Einar hækkar í 50k á hnappnum. Siggi kallar. Ac Kh 5d. Einar setur 55k. Siggi kallar snögglega. 9c á turn. Siggi spyr hvað Einari eigi mikið, hann telur 289k. Siggi tékkar. Einar fer allur inn. Ég sé óánægjusvipinn hjá Sigga við þetta. Hann fer að telja stakkinn sinn. etta er ekki auðveld ákvörðun fyrir sigga en hann endar á að folda. Siggi lang aktífasti spilarinn á borðinu.

Siggi hækkar úr litla og Einar foldar stóra.

Siggi foldar hnappnum, Einar litla. Göngutúr hjá Ísaki. Hversu oft er ég búinn að gefa þér walk í kvöld, svona 15 sinnum segir Einar við Ísak.

Ísak haltrar úr litla. Siggi endurhækkar 45k betur. Ísak foldar.

Ísak hækkar í 40k af hnappnum, Siggi foldar. Einar kallar. Ac Ks 9s. Ísak setur út 60k. Einar fer allur inn. 437k. Ísak foldar.

Siggi hækkar úr stóra blind í 40k. Ísak kallar. Kh 7s Jc Siggi setur út 60k. Ísak kallar. 4s á turn. Siggi setur út 80k. Ísak kallar. 3d. Er siggi búinn að tæma vopnabúrið eða hvað gerir hann. Tékka behind. J 9 gegn KQ. Siggi tekur fínan pott með K.

Þetta tekur endalausan tíma. Næsta blindahækkun er eftir hálftíma.

Einar hækkar á hnappnum í 50k, fær ekkert kall.

Ísak foldar hnappnum. Siggi kallar úr litla og Einar tékkar. 5h 10s 8c báðir tékka Jh báðir tékka 7c báðir tékka. Einar með ás high vinnur K high hjá Sigga.

23:37 Áfram heldur þetta. 

Siggi hækkar uppí 40k á hnappnum. Einar foldar Ísak kallar í stóra. 4d 9s Ah. Báðir tékka. 3s Ísak tékkar, Siggi setur út 40k. Ísak kallar sn0gglega. 9c  Ísak setur í 100k. Einar biður um vodka í red bull á meðan Siggi tankar á þessu river betti hjá Ísaki. Siggi foldar.

Einar foldar hnappnum. Ísak haltrar. Siggi hækkar 45k betur. Meðan er Einar rukkaður um 500 kr fyrir vodka í red bull sem var steinhissa, ekki meira en það. Þá hefði ég verið löngu farinn í þetta.

ÍSak foldar hnappnum. Siggi haltrar. Einar tékkar. 2d 9c 8c Einar setur 25k. Siggi foldar.

Siggi kallar á hnappnum. Einar foldar, Ísak hækkar 55k betur. Siggi foldar.

Einar foldar hnappnum. Ísak haltrar úr litla. Siggi tékkar. 9s Jh Jd  Ísak tékkar, Siggi setur 27k. Ísak kallar. As Ísak tékkar, Siggi tékkar. 10c Ísak tékkar, Siggi setur 43k. Ísak foldar.

Ísak hækkar á hnappnum í 40k. Small ball poker hér. Tekur blinda og ante.

Siggi foldar á hnappnum. Einar hækkar úr litla í 42k. Ísak kallar. 3c 6c Ah. Einar hendir í 35k. Ísak kallar. Ks. Einar setur 50k ísak foldar.

Nálgumst 11 klst spilun hérna.

Einar haltrar á hnappnum. Ísak fylgir. fjölskyldupottur vííí. 2h 3d As. Þetta geta verið hættulegustu pottarnir, allir tékka. 9s. checkað að Einari sem setur 35k. Báðir folda.

Menn ekki mikið að gambla. Ísak foldar hnappnum. Siggi Haltrar og Einar tékkar. Ísak fær sér próteinsúkkulaði á meðan. Qc Qs 7h. Siggi setur út 20k. Einar kallar. 4s bbáðir tékka. 4d Siggi setur 30k. Einar kallar. Báðir með 7. J í kicker hjá Sigga sem er gott.

Siggi hækkar í 40k á hnappnum, Ísak kallar í stóra. 9d 5d 2d. báðir tékka. Qh. Ísak setur 55k. Siggi foldar.

23:55 Ísak eykur pressuna á Sigga. 

Einar foldar hnappi, Ísak haltrar og Siggi hækkar 30k betur. Ísak lætur slíkt tilboð ekki framhjá sér fara og setur í 140k. Jahérna sjaldséð sjón raise og reraise. Mix it up. Er ísak í rugilnu eða trapp eða hvað. Siggi kallar allavega. 9h 4h 6d. Ísak spyr hvað Siggi eigi eftir. 540k ca. Ísak setur Sigga allan inn. Ég ætla að giska að ísak sé annað hvort með AK eða hærra par en borðið sýnir. Ísak tekur allavega annan bita af próteinsúkklaðinu sínu. Hann andar ört en virkar samt confident. Ég giska hátt par. Siggi maður eða mús. pung eða vagínu, hann er allavega djúpt hugsi þetta er fyrir tournament lífið. Hann foldar. 540k ennþá spilanlegur stakkur.

Ísak foldar hnappnum. Siggi foldar litla, göngutúr á Einar, afar sjaldséð.

Einar foldar hnappnum, ekki í fyrsta sinn líklega ekki það síðasta. Ísak kallar úr litla, Siggi hækkar 45k betur. Ísak foldar.

Með þessu áframhaldi verðum við komin með lokatölur úr kosningunum.

Ísak hækkar í 40k á hnappnum. Siggi foldar en Einar kallar. Qc 10h 5s. Báðir tékka. Ac. Einar tékkar, Ísak setur út 40k. Einar foldar.

Hugsandi um það ég gæti verið búinn að horfa á 5 bíómyndir á þessum tíma sem þetta lokaborð hefur tekið. Rosalegt.

Siggi hækkar á hnappnum í 40k. Einar endurhækkar í 110k úr litla. Siggi gefur respect á það. Ég hefði kallað ship sagði Einar. Finnst það ekki skrítið enda hann búinn að endurhækka ca 2x í seinustu 3804 höndum.

Einar foldar hnapp. Ísak hækkar í 40k og Siggi kallar. 4c Jh 10d. Báðir tékka. 2d Ísak setur út 40k. Siggi kallar. 3d. Ísak setur 50k. Siggi kallar. Báðir spilarar með 2. Siggi með K með því Ísak Q. Siggi vinnur á bottom pari með K kicker þvílíkt hetjukall.

Ísak hækkar ´hnappnum og tekur blinda og ante

Vá missti af hönd, var að updeita.

Einar hækkar í 45k á hnappnum. Ísak kallar í litla. 5h 7c 6c. Einar setur út 50k. Vú hyssan á loft, Ísak hækkar í 150k. Einar telur staflann sinn og fer allur inn. 450k. Ísak foldar.

00:07 Blindahækkun 12.000/24.000 ante 3000.

Ísak 929k

Einar 874k

Siggi 534k

Siggi hækkar á hnappnum og tekur niður blinda og ante.

Einar hækkar á hnappnum. Ísak kallar. Siggi kallar. Family once again. Kd Qs 9c Einar setur 55k. Ísak snappkallar, Siggi foldar. 6d Einar tékkar líka. 3c. Ísak setur 125k. Einar foldar.

Ísak hækkar í 60k. Siggi foldar. Einar kallar. Jd 2c 10h. Ísak hendir út 75k. Einar kallar. 6s Ísak setur út 125k. Einar kallar. 7c. Ísak klórar sér í auganu, er hann búinn með skotfærin sín í þessari hönd? Já 88 hjá Ísaki 8 10 hjá Einari sem tekur pottinn.

Siggi hækkar í 48k á hnappnum. Ísak kallar í stóra. 5s 6c 3h. Siggi setur 80k. Ísak foldar.

Einar leggur hnappnum. Ísak setur í 62k úr litla. Siggi kallar í stóra. 9s 3s Ad Ísak setur 75k. Siggi kallar það. As Báðir tékka. 6s báðir tékka. KQ hjá ísaki. Q9 hjá Sigga sem tekur pottinn.

Siggi og Einar farnir að kroppa vel í stakkinn hjá ísaki. Held þetta sér orðið hrikalega jafnt núna.

Ísak foldar hnappnum, siggi setur í 65k. Einar kallar það úr stóra. 8h Ah 3d. Siggi setur út 49k. Einar foldar.

Ísak fékk göngutúr.

Einar hækkar í 55k af hnappnum. Siggi kallar. Qh Jd 9d báðir tékka 4d. Báðir tékka. Jc. Siggi setur 80k. Einar nagar á sér neglurnar meðan hann hugsar. Fyrsta sinn sem ég sé hann anda svona djúpt.  Hann lítur á höndina og kallar. Einar kallar með A high sem var gott.

Ísak foldar hnappnum. Siggi haltrar inn og Einar tékkar. Ad 3d 9h Qd 9s tékka niður K high vinnur hjá Sigga.

Siggi hækkar uppí 50k á hnappnum. Einar foldar. Ísak setur headfone í símann og kallar. 7h3h 3d. Siggi setur 38k og Ísak foldar.

Einar setur í 50k á hnappnum. báðir spilarar kalla. 5s 6s Qc allir tékka. 6h Siggi bettar út 67k. Einar foldar sem og Ísak.

Ísak setur í 50k á hnappnum og Einar kallar í stóra. Ks8d 5s Ísak setur 80k og Einar foldar.

00:32 Leikar hrikalega jafnir.

Held að allir séu í kringum 800k stakk núna þetta er rosalegt.

Siggi setur í 50k á hnappnum. Einar er greinlega með fína hönd því hann tankar í góðan tíma og endurhækkar í 130k, Ísak foldar. Siggi fer í tankinn, hef heyrt að greindir menn taki sér lengri tíma í að hugsa út í erfiðar aðstæður og hann tekur þá ákvörðun að folda.

Einar foldar hnappnum. Ísak kallar. Siggi tékkar. Ac 7s Ah.Jd 4d Ísak setur 25k á river og fær kall. 7 hjá ísaki gosi hjá Sigga. Þetta var kall á ca 0,007 nanósekúndu.

Ísak setur í 50k á hnappnum. Einar kallar. Qc2sAh. báðir tékka. 9h. Einar setur út 60k. Ísak foldar. ÍSaki búinn að blæða chipsum held hann sé orðinn lægstur í fyrsta sinn á lokaborðinu.

Siggi hækkar í 50k á hnappnum. Ísak kallar. 6c 4s Qd Báðir tékka. 2c. Ísak setur 50k. Siggi foldar.

00:43 Ísak fer allur inn í fyrsta sinn á lokaborðinu

Einar foldar hnappnum. Ísak hækkar í 62k úr litla. Siggi kíkir á eistun á sér, sér augljóslega að þau hafa stækkað. hann endurhækkar í 167k. Ísak spyr hvað þetta sé mikið. Ísak ætlar að fara allur inn en segir það ekki og setti stringbet þannig að það var í raun og veru bara kall. Kd 5d Qd Núna fer Ísak all inn. 427k.  Það er stór hluti af stakknum hans Sigga ætli hann að kalla. Stór ákvörðun.. Þessir tíglar eru örugglega lítið að hjálpa þeirri ákvörðun og hann foldar að lokum.

Ísak hækkar í 50k Báðir spilarar folda.

Einar hækkar úr litla blind og tekur blinda og ante

Einar haltrar inn, Ísak fylgir Siggi tékkar. 10d 4h 3h. Einar setur 25k og tekur pottinn.

Ísak setur í 50k á hnappinum. Siggi kallar, Einar leggur. 8s Qd 9d 3h Js tékkað niður. Ísak með A8 sem er gott.

Siggi foldar hnapp. og Ísak fær göngutúr frá Einari.

Einar foldar hnapp. Ísak kallar, Siggi hækkar, Ísak foldar.

Það verður að fara gerast eitthvað stórt bráðum annars missi ég geðheilsuna.

Ísak foldar hnapp. Siggi limpar einar tékkar. Qc 9s 5h K s 9h tékkað niður. Siggi með 5x og tekur niður pottinn.

Siggi raisar 50k á hnapp. Ísak kallar. As 2s Kc báðir tékka. Jc báðir tékka. 9c. Siggi skýtur 60k og tekur pottinn.

Einar foldar hnapp. Ísak hækkar í 50k. Siggi foldar.

Ísak foldar hnapp Siggi foldar sb. Einar fær göngutúr. Respect á chipleaderinn.

Siggi foldar hnapp. Einar foldar. 2 göngutúrar í röð.

Einar hækkar hnapp í 55k. Ísak endurhækkar í 150k. Siggi foldar. Einar foldar.

Ísak foldar hnapp og Siggi litla, 2 göngutúrar í röð hjá Einari.

Siggi foldar hnapp, Einar hækkar úr litla í 55k. Ísak kallar. Kh 6c 8d. Einar hleður í 60k. ísak snappkallar. 10c. Einar stígur á bremsu, ísak checkar líka 4c á river. Báðir tékka. 2 10 hjá Einari sem var gott.

Einar hækkar í 55k. Ísak foldar, Siggi kallar. Ad 5s 6h. Einar veðjar55k. Siggi foldar.

Ísak hækkar á hnapp í 55k. Siggi foldar. Einar kallar. 8c 5d 4c Kc Ísak skýtur út 100k og Einar foldar strax.

Siggi setur í 50k á hnapp. Einar foldar. Ísak spyr hvað Siggi eigi mikið eftir. 460 var fljótt svar. Allinn hjá Ísak. Siggi foldar.

Einar hækkar á hnapp 55k. Allir folda. Siggi dottinn inná rauðasvæðið þeas undir 20bb.

Ísak foldar hnapp. Siggi kallar, Einar tékkar. 4c6h5s10h Einar setur 30k. Siggi foldar.

Siggi foldar hnapp. Einar hækkar í 55k. Ísak kallar. 9h 2h 9c báðir tékka. 3d Ísak hendir í 55k. Einar kallar. 6c Einar tékkar, ÍSak tékkar. K high hjá einari er gott gegn 87 high hjá Ísaki.  Einar með góða forystu í mótinu núna.

Einar hækkar í 55k á hnapp. Ísak kallar. Siggi foldar. Kh2h3c. Einar setur 55k. Ísak kallar. 8s. Ísak skýtur út 130k Einar foldar.

Ísak hækkar í 55k á hnapp. Siggi foldar. Hendurnar á Einari skjálfa smá, Hann hendir í endurhækkun, 135k. Ísak snapp foldar.

Siggi foldar blinda, Einar haltrar og Ísak tékkar. 6h 3c Ks. Einar setur 25k og ÍSak kallar. 4d Einar setur 50k Ísak kallar. Ad. Einar tékkar. Ísak setur 75k snapp kall. Ísak sýnir 64 á móti K6 hjá Einari fyrir tvö hærri pör.

Einar foldar hnapp. Ísak gefur Sigga göngutúr.

Ísak hækkar hnapp og báðir folda

01:09 Einar kominn með yfirburðar forystu

Siggi foldar hnapp, Einar hækkar litla blind í 55k. Ísak kallar. 6s Ad 8c Jc tékkað floppið. Einar hendir svo 60k á turn. Ísak kallar það. Qc Báðir tékka. Einar með J9 fyrir tvö pör sem er gott. Einar kominn með yfirburðarforystu.

Næstum 4klst síðan seinasti maður datt út.

01:11 3.sætið Sigurður Dan Heimisson. Cooler hönd. 

Einar hækkar í 55k . Ísak kallar. Siggi Dan fer allur, Éinar líka og Ísak foldar. AQ hjá Sigga. AA hjá Einari. Borðið hjálpaði Sigga ekkert og því komið að heads up.  Fyrst örstutt break.

01;14 Íslandsmeistaratitillinn fer útá land. Húsavík (aftur) eða Sauðárkrókur/Hnísdalur

Einar Már Þórólfsson 1886K

Ísak Finnbogason 551k

01:20 Heads up hafið

Einar hækkar á hnappnum í 55k. Ísak foldar

Ísak kallar á hnappnum. Einar tékkar. 10d Jc 5s. Ísak bettar og tekur pottinn

Einar hækkar í 55k á hnapp. Ísak fer allur, Einar foldar

Ísak hækkar í 55k. Einar kallar. Fyrsta floppið. 10d 2s As. ÍSak setur 60k Einar foldar.

Einar kallar. Ísak tékkar. JhQc5s. Einar setur 25k. Ísak kallar. Ks Báðir tékka. 6d. Ísak setur 100k. Einar foldar.

ÍSak hækkar í 55k og tekur blinda.

01:25 Blindahækkun 15.000 / 30.000 3000 ante

Einar foldar, walk fyrir Ísak.

Ísak drekkur nocco eins og enginn sé morgun dagurinn og flattar. Einar tékkar. Qc4s2 tékk tékk. 10c Ísak setur 30k. Einar kallar. 4h. Báðir tékka. Einar með 2 sem er gott.

Einar hækkar í 65k. Ísak kallar. 3c 2c 6h. Báðir tékka. Ks. Einar setur út 60k. Ísak kallar. 9c. Einar setur 85k, Ísak setur heyrnartólinn í eyrun og endurhækkar í 250k. Einar googlar spilin sín og foldar svo. Ísak að byrja þetta hu rosalega

Ísak hækkar í 65k. Einar kallar. 4d Ks 6s báðir tékka Qc ÍSak setur 75k og Einar foldar.

Ísak hækkar í 60k, Einar endurhækkar í 130k. Ísak foldar.

Einar hækkar í 65k. Ísak kallar. 2h 9h Qd. Einar setur 75k. Ísak foldar.

Ísak hækkar í 60k. Einar foldar

Einar gefur ísaki walk.

Ísak hækkar í 60k Einar kallar. 7c 4d 6c. Ísak setur 60k. Einar kallar. 3c Báðir tékka. Qd. Einar setur 75k og Ísak kallar. Ísak með Q9 hitti Q á river Einar var með 6.

ÍSak fær walk. Isak búinn að éta upp forystuna, þeir eru svipaði núna.

Ísak raisar í 65k og Einar foldar.

Einar raisar í 65k Ísak foldar.

Ísak raisar í 60k. Einar kallar. 10c Jh 9d 6d Qc tékkað niður. Einar með J og tekur þetta niður

Einar virkar smá hræddur, ísak að spila eins og höfðingi þessa stundina.

Ísak fær walk.

Ísak raisar í 60k. Einar endurhækkar í 155k. Ísak foldar.

Weird. Ísak foldar stóra blindanum sínum án þess að Einar gerði. Easy money.

Ísak kallar, Einar tékkar. 5c Qc Ah 5h Einar setur 40k Ísak foldar.

Ísak fær walk.

Ísak flattar. AhJh4h. Ísak bettar Einar foldar.

Einar hækkar í 65k. Ísak kallar. 6d 6s 2s 9s Ísak setur í 75k. Einar kallar. Jd Ísak tékkar. Einar tékkar. 9 hjá Ísaki J hjá Einari.

Ísak setur í 65k. Einar  setur í 160k. Ísak kallar. Vú fyrsta rr og kall. 10h As Kd Einar setur út 175k. Ísak foldar.

Einar setur í 65k. Ísak kallar. 2h 10c 9h. Einar setur í 75k. Ísak foldar.

Ísak setur í 60k. Einar kallar. 5h10cQd. ÍSak setur 60k út. Einar kallar. 3h. Ísak setur 100k. Einar kallar. Jd Ísak finnur skotfæri og það er sprengja, hann fer allur. Einar er ekki sprengju bardaga. Góður pottur til Ísaks.

Einar hækkaði, Ísak foldaði.

Ísak setur í 60k. Einar kallar. 5s 2s 6d. Ísak setur 60, Einar foldar.

Einar hækkar í 65k. Ísak foldar

Ísak kallar. Einar tékkar. 4s 9s 9h. Ísak setur 60k. Einar foldar.

Einar hækkar í 65k. Ísak kallar. 5c 3d 4h. Einar setur 65k. Ísak kallar. 8d Einar setur í 75k. Ísak hækkar og setur í 150k. Einar kallar. 3h. Báðir tékka. Ísak með A8. Einar sýnir 8 og muckar.

Ísak setur í 60k. Einar endurhækkar. Setur í 155k. Ísak foldar.

ÍSak fær walk.

Ísak  kallar. Einar tékkar. Js2hQd Ísak bettar og Einar foldar.

Einar kallar. Ísak hækkar í 80k. Einar kallar. JcKs5h. Ísak setur 80k. Einar kallar. Qd. Ísak 160k Einar foldar.

Samkvæmt chipsa auganu mínu mundi ég segja ð þeir væru alveg jafnir. Ísak orðinn aðeins hærri líklega 1,3 vs 1,1

ÍSak raisti og tók blinda

Einar raisar 65k. Ísak kallar. 5s As 4h. Einar setur 65k. Ísak kallar. Ah. Einar setur 100k. Ísak foldar. Hnífjafnt hérna.

Ísak raisar í 60k. Einar kallar. 3h 6h 10s. Ísak setur 60k. Einar endurhækkar í 150k. Ísak foldar.

Einar gefur Ísaki walk.

Ísak limpar. Qc 8c 9s Einar endurhækkar. í 150k. Ísak foldar.

Ísak fær walk

Ísak kallar. Einar tékkar. JdJcQc Ísak setur í 60k Einar foldar.

Ísak kallar. Einar setur í 120k. Ísak foldar.

02:11 Stál í stál

Ísak fær walk.

Ísak hækkar í 60k. Einar kallar. 4s 2s 10s Ísak setur 75k. Einar fer allur inn, jahérna. Dáltið stórt allinn. Allur sagði hann það. Ísak lítur á höndina sína, þeir eru mjög even. ÍSak foldar.

Ísak fær walk

Ísak kallar. Einar hækkar uppí 155k Ísak foldar.

Sé að Einar er orðinn þreyttur og vill fara klára þetta af.  Vodkinn og red bullið farið að kicka inn?

Einar hækkar í 90k. Ísak foldar.

Ísak gefur Einari walk. Kannski að hann skynji þetta og vilji ekki spila drasl.

Einar raisar í 65k. Ísak foldar.

Ísak raisar í 65k. Einar foldar

Einar hækkar í 65k. Ísak kallar. 9h 10s 8s. Báðir tékka. Ad Ísak veðjar 100k. Einar kallar, 2d báðir tékka. 89 hjá Ísaki bullandi gott gegn ásnum hans Einars.

Ísak hækkar, einar foldar.

Einar setur í 65k. Ísak kallar. 8c KhQh Einar setur 65k. ÍSak foldar.

Ísak hækkar í 60k. Einar kallar. 9sKd8c. Einar setur út 75k. Ísak foldar.

02:28 Æ fokkit ég kalla bara. Ísak tvöfaldar. 

Einar setur í 65k. Ísak endurhækkar í 160k. Einar fer allur inn. Ísak spyr hvað þetta sé mikið. Einar er með Ísak coveraðan, líklega með 1,5milljón. Er þetta tíminn???? Ísak fer að telja stakkinn sinn. Ísak er djúpt djúpt djúpt hugsi. “Ég á bara ekkert það mikið af chipsum” Fokkit  KALL. Fokki t kall. AK vs AQ  Borðið rennur 9 a 2 7 5

Ísak með 895k. Núna um 1,6 milljón.

02:30 Blindahækkun 20.000 / 40.000 ante 5000

Ísak raisar í 80k. Einar kallar. 3d 10h 3s. Ísak setur80k. Einar foldar.

Ísak fær walk.

Ísak hækkar, Einar fer allur ísak foldar.

02:34 Aftur allin og kall. Núna tvöfaldar Einar. 

Einar fer allur inn.  KALLL. A9 hjá Einar KQ hjá Ísaki. A 9 3 8 3. Einar tvöfaldar. 570.k Fer í 1,14 milljón gerir even stakk aftur. Avg 1,170 ég held þeir séu nákvæmlega jafnir.

Ísak limpar. Einar tékkar. Jd 10h 9d  Ísak bettar Einar foldar.

Einar hækkar í 85k. ísak kallar. 6c 6 d 3d. Einar setur í 100k. Ísak foldar.

Einar fær walk

Ísak fær walk.

Ísak limpar. Einar tékkar. 5d Ah Jc. Ísak bettar Einar foldar.

Einar hækkar í 85k. Ísak foldar.

Ísak hækkar í 80k. Einar kallar. 9s 10d Qc Ac. Ísak bettar 100k. Einar foldar.

Einar raisar í 85k. Ísak foldar

Ísak kallar. Einar tékkar. 8s 4s Qs. Ísak bettar 40k. Einar kallar. Kc. Ísak bettar 150k. Einar foldar

Einar raisar í 85k. Ísak kallar. 8s Jc 10h. Einar bettar 80k. ÍSak kallar. Ah. Einar bettar 125k. Ísak foldar.

Ísak kallar. Einar tékkar. 8h 7c 7s Qc. Ísak bettar 80k. Einar kallar. 5d. Ísak bettar150k. Einar tékkar á klukkna, telur stakkinn sinn, Telur til 150k og kallar. 72 fyrir Ísak fyrir trips.

Einar limpar. 9c 4c Qs. Einar veðjar 55k. Ísak kallar. Qc. Ísak donkbettar. 55k. Einar kallar. 2s.  Ísak setur 175k. Einar telur chipsin sinn og kallar. Einar með Q5 sem er bullandi gott get K2 hjá Ísaki. Stór pottur.

Ísak raisar í 80k. Einar foldar

Einar raisar í 85k. Ísak foldar.

Ísak kallar. Einar tékkar. 7h 5c Qh 7d. Ísak setur 50 sem er nóg.

Einar hækkar í 85k. Ísak raisar í 180k. Einar foldar

Ísak raisar í 80k. Einar kallar. Qs 2s 8c. Ísak betta 80k. Einar kallar. Js Báðir tékka. 4c Einar setur 100k. Ísak foldar.

Ísak limpar, Einar checkar. Q c3d 4 srainbow. Ísak setur 60k . Einar  setur í 160k. Ísak foldar.

Búið að spila í 14 klst.

Einar hækkar í 85k. Ísak kallar. 5d 7h Qh. Báðir tékka. 5h.  Báðir tékka. 2s. Ætti ekki að breyta neinu. Einar setur 85k. Ísak kallar. Ísak með 7 sem er gott gegn K high.

Ísak kallar. Einar tékkar. 8c9s7d Ísak setur 40k. Einar kallar. Qc Báðir tékka. 5d. Ísak setur 60k. Einar kallar. Ísak með 6 fyrir röð.

03:07 Ísak floppar húsi. Einar heppinn að sleppa “ódýrt”

Einar hækkar í 85k. Ísak kallar. Qc Qs 10d. Einar setur 75k. Ísak kallar. Kc. Ísak donkbettar 150k. Einar kallar. 10c. Báðir tékka. Ísak með Q10 gegn AK hjá Einari. Ísak floppaði húsi. Einar heppinn að hitta ekki röð.

Ísak  hækkar og tekur blindana

Ísak fær walk.

Ísak setur í 80k Einar kallar. 2c 7d 9s 4s. Ísak setur 60k. Einar kallar. 3d. Ísak setur 200k. Einar foldar.

Einar fer allur inn um 600k. ÍSak foldar

Ísak hækkar uppí 80k. Einar kallar. Ac5h4h. Ísak setur 60k. Einar fer allur inn. Ísak foldar.

03:19 ÍSLANDSMEISTARI Í PÓKER 2017 Ísak Finnbogason

03:19 2.sætið. Einar Már Þórólfsson

 

Ísak kallar. Einar tékkar. Ah 8c 7d Ísak bettar 65k. Einar kallar. 5h. 8h Einar bettar 125k Ísak fer allur inn. Einar þarf að hugsa sig vel um. Búinn að setja  um 200k í pottinn. Hann telur stakkinn sinn. Hann á alveg 600-700k eftir. Hvað gerir hann. Hjartslátturinn hjá ÍSaki er rosalegur. Andar rosalega ört. Einar ennþá í tankinum. Einar byggir indjánakofa með höndunum. Held einhvern vegin að Ísak sé með lágt flush eða algjört bluff, Dauðaþögn í salnum. KALL.  Q2 í hjarta gegn 96 í hjarta. Flush gegn flush en Einar var með röð á turn líka.

Þvílíkur endir á þessu. Svakalegt einvígi. ÞEssu er því lokið að sinni takk fyrir mig.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslandsmótið í póker 2017 Bein textalýsing dagur 3

Já góðan daginn kæru lesendur. Dagur 3 er hafinn

12:03 Dagurinn byrjaður

ætla koma með chipcount:

Anika Mai 42.500

Einar Eiríksson 43.000

Brynjar Bjarkason 176.000

Hafsteinn Inigmundarsson 131.800

Ísak Finnbogason 398.000

Eysteinn Einarsson 113.000

 

Borð 2

Garðar Geir Hauksson 314.000

Jón Freyr Hall 157.700

Haukur Már Böðvarsson 84.700

Guðmundur Helgi Ragnarsson 151.200

Jóhann Klemenz Björnsson 97,100

Sigurður Dan 174.000

 

12:08 Allir mættir

Allir spilarar mótsins eru mættir á réttum tíma en það var mikið fjör í gærkvöldi

12:11 Seinasta konan dottinn út

Það var all inn og kall og ég kallaður til. Anika Mai fór allinn með seinustu 40k sín. Hún var kölluð af chipleadernum Ísaki. Ísak var með KJ gegn 88 hjá Aniku. Borðið kom Q6J34 og Anika er út. 13 spilarar eftir. 10 fá borgað og spilað er fram í seinustu 9

12;20 Einar tekur vel af Garra

Kom að borði sem las 9 9 9 Q J og Garri hafði veðjað út 51k . Einar kallaði með AQ á meðan Garri hafði 44

12:43 Rólegt þessa stundina. Hliðarmót hefst kl 13:00

Hliðarmót 10k second chance á að hefjast kl 13.00. Annars er allt frekar rólegt í gangi í aðalmótinu. 13 eftir.

12;53 Siggi Dan tekur af Jóni

Kem að borði sem les 7 5 3. Action hafði verið raise og reraise preflop. Jón bettar 41,7k á flopp og siggi kallar. tur kom K river 9 en báðir tékkuðu niður. Siggi með 87 fyrir par sem var gott. Jón sagðist hafa verið með AQ

12:57 Brynjar Bjarkason fórnarlamb Ingvars

Kem að borði sem les 10 Q 8. Brynjar Bjarkason fór allur inn og Ingvar Ragnarsson kallar. Hvorugir voru með par. Brynjar með AJ gegn KJ hjá Ingvari. Ingvar open ended og 9 lét sjá sig á turn fyrir röð hjá Ingvari. Brynjar þurfti K fyrir hærri röð en hún lét ekki sjá sig.

12:59 Einar Eiríkss tvöfaldar

Höndina á eftir fer Einar Eiríksson allur inn og aftur var það Ingvar sem kallaði. Einar var með AK gegn AJ hjá Ingvari. Floppið datt 882 turn K og höndin því búin. Einar að ná í mikilvæga tvöföldun.

13:07 Hornafjörður kveður

Það verður ekkert back to back lokaborð hjá Jóhanni Klemens þar sem hann er dotinn úr leik. Garðar Geir hækkaði fyrir floppið og Einar Már og Jón Freyr kölluðu. Jóhann Klemens var í bb og fór allur inn fyrir um 54 k. Garðar hugsar sig smá um og kallar, Einar foldar hann var víst með 88 og Jón Freyr tankar smá og endar með að folda með 1010. Svo komu hendurnar. Klemmi með K7 gegn 77 hjá Garra báðir spilarar sem folduðu með betri hönd en Garri. Svo kom borðið x x x x 7 og Garri tekur Jóhann Klemens út. Bubblan að fara í gang. 11 spilarar eftir. Avg er 212k

13:17 Blindahækkun 1500/3000 ante 300 Hand for hand. 

13:25 Einar krakkar ása

Kem að borði sem er að fara í showdown. Það var merkilega lítill pottur í miðjunni þegar maður sá hendurnar. Þar var einar með 55 og hafði hitt sett gegn AA hjá Jóni Frey. Giska að það hafi verið undir 30k.

13:28 Bubblan sprungin. Loftbólustrákur 2017 Haukur Már Böðvarsson

Einar hafði hækkað og Haukur fór allur inn. Einar kallaði. Haukur var með AQ gegn JJ hjá Einari. Haukur náði ekki að tengjast borðinu sem las 5 3 10 6 9 og Haukur því út. Núna þarf bara einn í viðbót til að ná fram lokaborði sem mun vera haldið í Reykjavík um næstu helgi. Það verður sjónvarpað beint á facebook live.

13;35 Guðmundur Helgi tekur slatta af Jóni

Kom að borði á river sem las 6 3 3 Q 8. Gummi setti 43k á river og Jón Freyr kallaði. Gummi sýndi 43 fyrir trips sem var mjög gott. Lægstu stakkarnir eru núna Einar Eiríksson með 67k, og Jón Freyr og Haddi með um 80-90k.

13:38 Haddi fyrstur allin á lokaborðsbubblu

Haddi málari var fyrstur allur inn á lokaborðsbubblunni en fékk ekki kall. Hand for hand heldur áfram.

13:42 Lokaborðið klárt. 10.sæti Eysteinn Einarsson 141.000

Eysteinn hafði hækkað pre. Ingvar endurhækkaði, Ísak cold kallar og Eysteinn kallar. Borðið les 2 3 4. Eysteinn fer allur inn og Ingvar foldar. Ísak kallar. Eysteinn með 8 8  gegn 10 10 hjá Ísaki. Turn 10 svona til að taka alla spennu úr þessu. Chipcount kemur eftir smá.

13:50 Stakkastærðir fyrir lokaborðið. Hnífsdælingurinn Ísak leiðir

Ísak Finnbogason 615k (Hnífsdalur)

Ingvar Óskar Sveinsson 447k (Ísafjörður)

Einar Már Þórólfsson 318k (Húsavík)

Sigurður Dan Heimisson 251k (Kópavogur)

Guðmundur Helgi Ragnarsson (251k) (Akureyri)

Garðar Geir Hauksson 233k (Garðabær)

Hafsteinn Ingimundarsson 82k (Reykjavík)

Jón Freyr Hall 72 k (Dalvík)

Einar Eiríksson 66k (Reykjavík)

 

 

Bein textalýsing frá Íslandsmótinu í póker. Dagur 2

Góðan daginn kæru lesendur dagur 2 er að hefjast

11:00 Dagur 2 hafinn

Dagur 2 er hafinn. Skal koma með borðaskipan eftir smá stund.

11:06 Pétur Dan út strax á degi 2

Shovaði seinustu 5k sínum með JQ gegn A10 hjá Jóhanni Klemenz og náði ekki að tengjast borðinu.

11:07 Borðaskipan

Borð 1

 1. Haukur Már Böðvarsson
 2. Hafþór Sigtryggsson
 3. Arnar Þór
 4. Steinar Geir
 5. Daníel Már Pálsson
 6. Guðni Rúnar
 7. Einar Eiríksson
 8. Einar Már Þórólfsson

Borð 2

 1. Daníel Pétur Axelsson
 2. Sigurður Dan Heimisson
 3. Steinar Bragi
 4. Ísak Finnbogason
 5. Brynjar Bjarkason
 6. Sævar Valdimarsson
 7. Brynjar Guðmundsson

Borð 3

 1. Gunnar Örn Jóhannsson
 2. Valur Heiðar Sævarsson
 3. enginn
 4. Snorri Sturluson
 5. Jóhann Klemenz
 6. Valdís
 7. Garðar Geir Hauksson
 8. Hrannar Fernandez

Borð 4.

 1. Leon Sucha
 2. Kalmann Caba
 3. Sverrir Karl
 4. Hlöðver Þórarinsson
 5. Guðmundur Helgi Ragnarsson
 6. Sverrir Berg
 7. Anika Mai

Borð 5.

 1. Guðjón Heiðar Valgarðsson
 2. Agnar Jökull
 3. Hlynur Sverrisson
 4. Viktor Helgi Benediktsson
 5. Kári Sigurðsson
 6. Ingvar Óskar Sveinsson
 7. Sigurður Eyberg Guðlaugsson

Borð 6.

 1. Logi Unnarsson Jónsson
 2. Jón Freyr
 3. Ingi Þór Einarsson
 4. Inga poko
 5. Jón Ingi Þorvaldsson
 6. Kristján Bragi Valsson
 7. Sævaldur Harðarson

11:21 Sævaldur og Sverrir fljótir að falla

Sævaldur var allur inn á floppi sem las 10 J Q og Logi Unnarsson Jónsson var eini kallarinn. Sævaldur sýndi  8 9 fyrir floppaða röð. Því miður fyrir hann þá var Logi með AK fyrir hærri floppaða röð. Turn kom 10 river A

Þá datt Sverrir Matthíasson út þegar hann fór allur inn fyrir flopp með Q10 í hjarta gegn A9 í hjarta hjá Kalmanni. Sverrir náði ekki að tengjast borðinu og er dottinn út.

Q10 hh gegn A9 Sverrir Matthíasson, Kalmann.

11:30 Steinar Edduson og Eysteinn komnir inn

Steinar Edduson og fyrrum íslandsmeistarinn Eysteinn Einarsson eru komnir inn í mótið. Það er víst late reg til 16:00 í dag.

11:32 Guðni Rúnar tvöfaldar sig

Fyrrum Elliða leikmaðurinn var að tvöfalda sig. Hann var allur inni með A10 gegn AQ hjá Einari Eiríkssyni á borði sem las A10x K á turn gaf smá svita en Guðni hélt og tvöfaldaði sig.

11:38 Hvar er Danni Már????

Menn eru farnir að hafa áhyggjur af einum okkar ástsælustu spilurum. Danni Már er ennþá ekki mættir. Spurning hvort hann hafi verið í góða heiminum í gær og eigi erfitt með að vakna. Ætlar enginn að vekja drenginn?

11:46 Ísak tvöfaldar sig í gegnum kjaftinn

Ísak Finnbogason var rétt í þessu að tvöfalda sig. Hann og Daníel Pétur Axelsson voru að battla á borði sem las J x x. Spilapeningarnir enduðu inni. Danni “the mouth” var með QQ fyrir yfirpar gegn JJ hjá Ísaki fyrir topp setti. Danni dottinn niður í 13k í vondum málum.

11:51 Another one bites the dust

Sverrir Berg er dottinn út, rétt kom að borðinu þegar hann var að standa upp. Hann hafði haft 1010 gegn K4 í laufi hjá Guðmundi Helga, þeir höfðu farið allir inn á floppinu þar sem Guðmundur Helgi átti þennan bullandi fína litadrátt og að sjálfsögðu kom laufið fyrir Gumma og Sverrir er dottinn úr leik.

11:56 Haukur kjaftar Arnar til að folda

Kom að borði sem las A 2 7 með 2 hjörtum. Haukur hafði bettað og Arnar endurhækkað, Haukur setti Arnar allan inn. Arnar var djúpt hugsi og leit á höndina sína aftur og aftur enda búinn að láta um það bil helming af stakknum sínum í pottinn. Haukur gat ekki hætt að tala til að reyna sannfæra hann um að leggja höndinni og nokkuð ljóst að hann vildi alls ekki kall. Arnar lagði að lokum og sýndi AQ fyrir topp par en Haukur sýndi þó A2 fyrir tvö pör en hann vildi alls ekki kall og var sáttur við pottinn eins og hann var. Haukur Már að byrja daginn ágætlega.

12:00 Kjafturinn er allur

Daníel Pétur Axelsson okkar uppáhalds karakter er dottinn út. Hann hennti seinustu 11k sínum inn með A8 og fékk kall frá Sigga Dan með 99. Danni náði ekki að tengjast borðinu og er dottinn út.

12:14 Hús á móti litaröð

Sá ekki þá hönd en hún var á milli Kára Kongo og Viktors Helga en þá var í borði 88 10 J 8 með þrjá tígla. Kári var með Q9 í tígli fyrir litaröð gegn fullu húsi hjá Viktori. Potturinn varð þó ekki það stór.

12:16 Húsvíkingur að tvöfalda sig

Einar Már Þórólfsson var að tvöfalda sig í gegnum Guðmund Helga. Gummi var opinn í báða enda með Q10 á borði sem las J 9 x gegn AJ hjá Einari Má. Gummi náði ekki að hitta og því tvöfaldaði Einar sig.

12:24 Tveir Jónar og Sunna í rosalegum potti. 

Ég kom að borði sem las Kh 2h 10t Jh 10h. Það var ca 40k í pottinum og Jón Freyr sem hafði leitt pottinn allan tíman ákvað að tékka. Jón Ingi Þorvalds fór allur inn fyrir 24k og Sunna sem kom inní mótið rétt áðan var djúpt hugsi og tankaði í góðan tíma. Ég trúi ekki að ég sé að hugsa um að folda en endar á því að folda. Hún sýndi eftir á Q3 í hjarta fyrir 3d nut lit. Jón Freyr fór í tankinn einnig og mumblaði mér sjálfum sér. “Það sem þú sagðir áðan um að þú færir ekki allinn nema vera með þetta fer dáltið með mig” sagði Jón Freyr enda var Jón Ingi með alveg vel healthy stack. Hann endaði á að folda. 10 á river var ekkert að hjálpa sunnu se hefði átt auðvelda ákvörðun ef eitthvað annað en tía í hjarta hefði sýnt sig.

12:38 Blindahækkun 300/600 ante 75

Blindar hækkuðu fyrir ca korteri uppí 300/600 43 spilarar eftir og avg er 53k

12:39 Blönduós og Dalvík í forystu

Norðurlandið er að gera góða hluti en tveir stærstu mennirnir eru Brynjar Bjarkason frá Blönduósi og Jón Freyr frá Dalvík.

Brynjar Bjarkason 165k

Jón Freyr 130k

Valdís 98k

Hlynur Sverris 100k

Jóhann Klemens 95k

Guðjón Heiðar 95k

Guðmundur Helgi Ragnarsson 88k

Haukur Már Böðvarsson 90k

Siggi Dan 85k

Steinar Bragi 82k

Valur Heiðar Sævarsson 80k

12:53 Danni Már ennþá ZzZzZ

Daníel Már Pálsson er ennþá ekki mættur þó tveir tímar séu búnir af degi 2. Spilararnir á borðinu hans segjast ekki sakna hans sem er vel skiljanlegt.

13:02 “Nú væri gott að vera með drottningar”

Það var skemmtileg hönd í gangi milli Valdísar og Jóhanns Klemenz. Borðið las A Q 2 2. Valdís sem hafði tveim höndum áður verið með drottningar segir ” nú væri gott að vera með drottningar”. Hún bettar svo 4k og Jóhann Klemenz kallar. River er blank. Valdís bettar aftur 4k á river og Klemmi kallar. Valdís sýnir og hvað annað en drottningar QQ fyrir fullt hús.

13:05 3 way allinn og ógeðslegur cooler Vá!!!

Er kallaður á borð 5 þar sem er 3 way allinn preflop. Selfyssingur Siggi Eyberg, Agnar og Kári “kongo” Sigurðsson. Hendurnar rosalegar. Siggi Eyberg með AA, Kári með AK og Agnar með AQ. Floppið rosalegt K K J turn J river blank. Kári tekur tvo spilara út. Ógeðslegt borð og Kári bætir vel við staflann sinn.

13:07 Kristján Bragi í Sunnudagsskapi á laugardegi

Ég kem að borði sem les Qd 3h Kd 4d og spilara peningarnir fara allir inn. Sunna með QQ fyrir toppsett gegn AJdd fyrir flush og royal flushdraw. Sunna nær ekki að fylla uppí á endastrætinu og er úr.

13:13 Vilt kannski frekar vera með AK vs AA þessa stundina

Kem að borði sem las 9h5h7h og actionið mikið milli Brynjars Bjarkasonar og Ísaks. Ísak fer allur inn og Brynjar snapp kallar. Brynjar með AA ekkert hjarta en Ísak með AK með hjarta Kónginn. Turn kom 3c og river 10h. Ísak riverar lit.

13:17 Hús á móti hnetulit

Ég kom að borði sem las 5hQh8hKd5c  potturinn var orðinn frekar stór líklega 35k. Logi “shortstack” Unnarsson Jónsson var allur inn fyrir um 18k og Kristján Bragi Valsson aka mellann á pokerstars var verulega pirraður og sagði að lokum “ég get ekki foldað þessu” en var ekki að elska það að þurfa að kalla. Kiddi með AK í hjarta fyrir hnetulit gegn 88 hjá Loga sem fyllti uppí húsið að endastræti eftir að hafa floppað setti. Logi kominn í fín mál með um 70k en Kiddi er ennþá með 20-30k eftir.

13:27 Gummi rænir af Kongo

Kom að borði sem las Qs 6h Js 3s 5d og slatti af peningum í pottinum. Guðmundur Helgi setur út 18k og Kári kongo hugsar sig vel um kallar. Gummi snýr við 45ss fyrir lit og Kári muckar.

Þá var Steinar Edduson og Sævar Valdimarsson að battla, Sævar lét Steinar allinn sem þurfti góðar mínútur til þess að taka ákvörðun sem endaði með að hann foldaði.

13:44 Smá break. Nýtt level að fara hefjast 400/800 ante 100 Hliðarmót einnig að fara hefjast

Hliðarmótið er 7k bounty mót með leyfilegu rebuy detti maður út á fyrstu 6 levelum.

13:57 Sturlungasaga ekki endurskrifuð

Snorri Sturluson var allur inn með AJ fyrir flopp og fékk kall frá Valdísi með K8.  QJx kom á borðið, turn x river K og Valdís sýgur Snorra út. Það er samt enginn dauði því Snorri getur hoppað beint yfir í hliðarmótið sem er að hefjast.

13:57 Einar styrkir Arnar

Einar Eiríksson ákvað að styrkja Arnar P. Þeir fóru allir inn fyrir flopp. Arnar var með AA gegn A7 hjá Einari sem sagði “ég er bara að styrkja hann” Borðið bauð samt alveg uppá smá svita enda kom 7 á floppið. Önnur 7 lét ekki sjá sig hinsvegar kom A á river f tvö pör hjá Einari en það var ekki gott gegn ásasettinu.

14:03 Ekkert ljón lengur á veginum né mella

Leon var að detta út. Hann fór allur inn yfir hnappahækkun frá Gunnari Erni sem kallaði. Gunnar Örn var með A4 gegn KQ hjá Leon. Gunnar Örn hitti 4 en annars hitti ekkert sem menn þurftu og því Leon dottinn út. Á nákvæmlega sama tíma datt Kristján Bragi Valsson aka mellann en hann var allur inn með AJ gegn A4 hjá Ingu poko. 4 kom á floppið og enginn gosi ákvað að láta sjá sig.

14;05 Leikmenn Hrannast út

Hrannar er dottinn út hann fór allur inn og fékk kall frá bæði Klemma og Valdísi. Borðið rann í gegn og enginn hitti neitt. Jóhann Klemenz sýndi AQ high sem var nógu gott.

Þá datt Viktor Helgi Benediktsson út en hann var allur inn með AJ gegn 77 hjá Guðmundi Helga. Enginn hitti neitt og Viktor datt út. Fjögur knockout á innan við 5 mínútum. Nóg að gerast

14:10 Ottó Marwin vil að spilarar séu duglegri að updeita á twitter.

Hann er allavega að fylgjast vel með.

14:13 Haukur þrjátíuprósentar Arnar út

Haukur Már setti Arnar Smárason allan inn sem kallaði. Arnar með AK gegn A10 hjá Hauki. Lítil tía lét sjá sig á turni og það var nóg gegn Arnari.

14:29 Ísak ekki búinn að átta sig að reyna ekki að bluffa Valdísi

Kom að potti þar sem Ísak setti 12k á river og Valdís snappkallaði með 34 en hún hafði hitt 4 á borðinu sem var bottom par. Það var bullandi gott gegn A5 high hjá ísaki.

14:31 Danna Má update

Daníel Már er búinn að vera þægur í dag og folda öllum höndum dagsins, hann er ennþá ekki mættur.

14:32 Guðni Rúnar getur farið að rúlla í Elliðadalinn

Guðni Rúnar Ólafsson var að detta út. Hann fór allur inn og fékk kall frá Hauki. Haukur er búinn að gera þrjár aðrar tilraunir til að taka hann út og alltaf náði Guðni að tvöfalda sig, í þetta skiptið fór svo ekki. Haukur var með A10 í tígli en Guðni KQ í tígli. Borðið kom J 9 3 allt í hjarta sem gaf auka outs fyrir röð. Turn kom hinsvegar Ás í spaða sem gerði það að verkum að einungis 10 mundi bjarga Guðna. Hún var alls ekki stuðningsmaður Fylkis og lét því ekki sjá sig og Guðni er fallinn úr leik. Hann getur nú einbeitt sér að því að halda áfram í spiladjúsnum.

14:41 Ingi Þór nýjasta fórnarlamb Valdísar

Valdís er gjörsamlega bæði að fá hendur og að spila hverja einustu hönd við borðið. Ingi fór allur inn yfir raise frá henni og Valdís snappkallaði. Ingi spurði “ertu loksins með hönd núna” Já sagði valdís og sýndi AK gegn A9 hjá Inga. Ás kom í borðið en það hjálpaði Inga ekki neitt og Ingi datt út.

Á öðru borði datt Kalmann út en hann átti 5k eftir og fékk kall frá Aniku sem tók hann út. Veit ekki um hendur því miður. Sameining í 4 borð.

14:47 Haddi málari tekur út spilara

Hafsteinn Ingimundarson sem kom seint inní mótið var að taka út Brynjar Guðmundsson. Hendurnar voru AK hjá Hadda gegn AJ og enginn hitti neitt og því AK nóg fyrir málarann.

15:12 Haukur farinn að vera verulega pirraður út í Einar

Haukur og Einar Eiríks hafa verið í svolitlu battli á borðinu og Haukur farinn að vera verulega pirraður eftir að hafa tapað þrisvar sinnum á móti Einari með hátt par 10+ gegn Ax drasli K8 og slíkum höndum.

15:13 Guðmundur Helgi fór illa með Guðjón

Guðmundur Helgi er búinn að vera vel aktífur á borði 5 og að runna vel og fá borgað vel. Áðan floppaði hann 2 pörum gegn Guðjóni Heiðari sem hafði endurhækkað hann fyrir floppið og Gummi kallað með 10 7 off. Hann fékk vel borgað en riverbettið var um 17 k.

15:16 Blindahækkun 500/1000 ante 100

Avg stakkur er 77k eins og er. Ætla fara tékka á stöðu manna.

15:22 Hvað segir þú í dag Hlöðver ……

Hlöðver var að detta út. Fór allur inn með KJ gegn QQ hjá Jóni Frey sem er með skrímslastafla. Hlöðver hitti gosa á floppi en náði ekki að tengjast mið eða endastræti

15:23 Tvær drasl hendur, tveir með tvö pör flushdraw allt í gangi og Kári bítur rykið

Ég kom að borði þar sem í borði var 7 10 3 x með tveim tíglum. Kári Kongó hafði farið allur inn gegn Guðmundi Helga sem kallaði. Gummi var með 7 10 en Kári með 7 3 í tígli og því með tvö lægri pör en flush draw. Kári náði ekki að hitta litinn og því fallinn úr leik. Gummi er hinsvegar að nálgast chipleaderinn.

15:25 Meira meira dót meira dót meiri spilapeningar

Valur “buttercup” Sævarsson var að tvöfalda sig í gegnum Loga Unnarsson Jónsson en hann fór allur inn með AK gegn AJ hjá Loga. K kom á floppið og Logi fékk enga hjálp. Logi kominn í kunnulega stöðu “shortstack” eins og nicknameið hans segir til um.

15:27 Einar Þórólfs tekur af chipleadernum

Húsvíkingurinn Einar Már Þórólfsson eða InarMar eins og sumir þekkja hann var allur inn á borði sem taldi AA106 rainbow gegn Jóni Frey. Einar var með A9 gegn A4 riverið var ekki 4 eða hærra en 9 og því tvöfaldaði Einar sig. Fleiri spilapeningar til Húsavíkur en það eru ennþá nóg af chipsum á Dalvík líka.

15:29 Smá chip updates. 

Jón Freyr 210k

Valdís 195k

Guðmundur Helgi 200k

Siggi Dan 140k

Ingvar Sveinsson 130k.

15:35 Eitt stórt samsæri

Já það hlýtur að vera eitt stórt samsæri þar sem Guðjón Heiðar Valgarðsson er dottinn út. Hann var allur inni með 55 gegn 66 hjá Ingvari. Borðið kom lágt, allt spaði og eini spaðinn sem var í boði var í hönd Ingvars, Guðjón átti einungis 1 spil í stokknum sem gat bjargað honum en það lét ekki sjá sig. Hlýtur að vera samsæri. Býst allavega við einhverjum kenningum frá Guðjóni eftir þetta.

15:45 Logi ekki shortstack lengur, heldur tómur

Svaka preflop action milli Loga og Ísaks. Þeir enduðu allir inni, Logi með KK gegn AA hjá Ísaki. Rosalegur cooler að lenda í því. Logi náði ekki að tengjast borðinu og er því orðinn tómur.

15:46 Siggi Dan platar ekki málarann

Kom að borði sem innihélt K J 10 K x og Siggi Dan veðjaði 14k á river sem var næstum allur stakkur Hadda málara. Hann endaði á að kalla með röð en Siggi Dan hafði verið í ruglinu með drasl og náði ekki að plata málarann.

15:57 Er sæplast að styrkja Jón Frey

Ég veit ekki hvað er í gangi þarna á Dalvík en Jón Freyr getur varla tapað pottum. Hann kallaði Steinar Geir allan inn. Steinar var með raketturnar AA gegn 99 hjá Jóni. X x x flop x turn og svo BOOM! 9 á river og vonir Steinars um íslandsmeistaratitil eru úti.

15:58 Ingvar ” Þú ert ennþá lifandi ….  ef þú foldar

Kom að áhugaverðu borði sem las 10d 2s 4s. Preflop action hafði verið ansi saklaust. Hlynur bettaði út, Ingvar raisti í 12,5k Hlynur reraisti í 31k og Ingvar fór allur inn. Hlynur tankaði lengi. Ingvar sagði “Þú ert ennþá lifandi ef þú foldar”. Hlynur sagði svo þú getur bara verið með tvær hendur og foldar svo.

16:00 Ísak tekur meirhlutan af Gunnar Erni

Kom að borði sem las 10 7 5 4 5 ekkert flushdraw í borði og Ísak setti út 15k value bett en hann hafði veðjað 17k á turn. Gunnar Örn kallaði en var ekki að elska það. Ísak með 10 7 sem var gott. Gunnar Örn með um 30k eftir.

16:17 Steinar Edduson tekinn út af verstu hönd í póker. Garri dobblar sig

Steinar Edduson var allur inn á borði sem las Q x x þrjú hjörtu. Hann var með Q10 með 10 í hjarta. Brynjar Bjarkason var hins vegar með verstu hönd í póker 72 en í hjarta og því með litinn. Steinar náði ekki að hitta runner runner hús eða annað hjarta.

Á sama tíma tvöfaldaði Garðar Geir Hauksson sig í gegnum Valdísi með KJ gegn QJ. Garri hitti flush í leiðinni en þurfti þess ekki.

16:22 Valdís valdís valdís.

Valdís var enn einu sinni að taka mann út, í þetta sinn var það Gunnar Örn Jóhannsson sem féll fyrir hennar hendi. Gunnar Örn var með Q8 í spaða allinn fyrir 29k. Valdís hafði kallað með 66. 6 í glugganum drap höndina og Gunnar Örn getur farið að kíkja í heimsókn til systkina konunnar sinnar sem búa að sjálfsögðu hér í Borgarnesi.

16:37 Break í mótinu

Chipcount svona ca

Haukur Már 148k

Einar Eiríksson 53k

Jón Freyr 230k

Hafsteinn Sigtryggs 44k

Daníel Már Pálsson 1400 (blindast út í næstu hönd)

Einar Már Þórólfsson 67k

Brynjar Bjarkason 120k

Sævar Valdimarsson 94k

Eysteinn Einarsson 55k

Hafsteinn ingimundarson 100k

Sigurður Dan 115k

Jón Ingi Þorvaldsson 61k

ÍSak 160k

Valdís 250k

Jóhann Klemenz 108k

Garðar Geir Hauksson 20k

Ingvar 205k

Valur buttercup 70k

Guðmundur Helgi 195k

Anika 120k

Hlynur 30k

Inga Poko 5900

Kristinn Pétursson 30k

16:50 Blindar 600/1200 ante 200

16:53 Daníel Már svaf út úr mótinu (staðfest)

Danni greyið var vaknaður en sofnaði aftur í morgun og svaf værum blundi. Synd að detta útúr móti án þess að spila hönd á degi tvö.

16:57 Garðar Geir tvöfaldar sig aftur í gegnum Valdísi

Garri var með AA gegn Q9 hjá Valdísi sem náði ekki að tengjast borðinu.

17:05 Dvergastafli Ingu poko lifir enn

Hún var að tvöfalda sig uppí ca 12k eftir að hún hitti 2 á river með A2 gegn AK hjá Steinari Braga.

17:09 Stutt gaman hjá Hunternum

Nýtti sér villu í kerfinu og fékk að kaupa sig inn í breakinu. Dottinn út með J10 open ended á borði sem taldi 8 9 x gegn Einari Má Þórólfsson sem var með A9. Einar hitti einnig hlaupandi lit. Kristinn Pétursson út. 22 spilarar eftir.

17:24 Allt rólegt

Lítið að gerast þessa stundina, fá flopp sem menn eru að sjá.

17:38  Váááá AA vs KK vs QQ

Kem að borði þar sem Eysteinn hækkaði, Sævar Valdimarsson endurhækkaði og Hafsteinn Ingimundarsson fór allur inn. Eysteinn tankaði í smá tíma og foldaði. Sævar snappkallar. Eysteinn sýndi að hann hefði foldað QQ. Haddi var með AA en Sævar KK. Borðið AKx allt tíglar. 4 tígullinn kom í borð á turn. River var svo hjarta tvistur og Haddi með góða tvöfoldun og rúmlega það.

17:41 Gummi kann að mjólka Valdísi

Ég kom að borði sem las 2d Kh Jd Qs Gummi bettaði 17k út og Valdís kallaði. River kom 5d og Gummi setur út 75k sem var fáranlegt overbet. Valdís tankar heillengi og var við það að folda en endar á að kalla 75k hjá Gumma. Gummi snýr við K9 í tígli fyrir lit. Valdís hristir hausinn og muckar.

17:49 Hlynur litaður út úr mótinu

Hlynur fór allur inn og var með miklu betri hönd KK gegn Ingvari sem var með KJ í spaða. Floppið bauð hinsvegar upp á tvo spaða og smá svita. ÞAð var enginn sviti fyrir Ingvar á turn enda kom spaði og meira segja á river líka.

18:00 Hadda langar úr að neðan í nuddi

Haddi er gjörsamlega að fara á kostum við borðið, hann var nú að henda sér í nudd og spurði hvort hann mætti ekki fara úr að neðan. Þá er hann búinn að fá ása sex sinnum í dag sem veðrur að teljast rugluðu tölfræði.

18:03 Brynjar tekur Steinar Braga út

Steinar Bragi flattaði raise frá Brynjari Bjarkasyni með A8. Floppið kom A Q 10. Steinar shippaði inn Brynjar sem snappkallaði með AQ. Steinar nánast dauður og fékk enga hjálp.

18:04 Inga poko spilar go go

Hún fór allin með A4 gegn AK hjá Hadda málara. Sá er að runna. Inga náði ekki að tengjast borðinu og er dottinn út

18:05 Jón Ingi vinnu hlutkesti

Jón Ingi fór allur inn með 44 og var kallaður af Ingvari með J10. Það var nóg af svita straight draw og lifandi spil hjá Ingvari en náði ekki að tengjast og Jón Ingi tvöfaldaði. Avg stakk er núna 123k.

18:06 Blindahækkun 800/1600 ante 200 avg´117k

18:11 Áin bítur Hafsteinn illa

Hafsteinn Sigtryggsson var allur inn með AK og var kallaður af Einari Eiríkssyni með A10. Borðið hafði lestið A x x. Turn var blank og riverið kom 10 og Haffi því dottinn út. 18 spilarar eftir í mótinu. 10 sæti eru borguð. Það er stutt break í kjölfarið þar sem er verið að fara stilla í tvö 9 manna borð.

18:27 Sævar er allur

Sævar var orðinn verulega lítill þegar hann fór allur inn. Ingvar sem er að rað taka menn út þessa stundina kallaði með AK gegn KQ hjá Sævari. Ás á floppi gerði vonir Sævars að engu. Hann er út. 17 eftir avg 137k.

18:34 Ekkert meira fjörefni fyrir Val

Valur Heiðar Sævarsson sem var söngvari hljómsveitarinnar Buttercup er dottinn úr leik. Hann var allur inn á floppi með AA gegn Sigga Dan með 87 í laufi. Borðið var 89x tvö lauf. Þriðja laufið kom á turn og enginn ás eða annað lauf á river fyrir val sem hefur sungið sitt síðasta í þessu móti.

18:38 Tvö allinn og köll enginn út. 

Fyrst fór Einar Már allur inn með KK og var kallaður af Jóhanni Klemenz með 44. Báðir enduðu með flush en K er auðvita hærri en 4. Einar með 26k núna, Klemmi meira.

Þá var Jón Ingi allur inn með 1010 gegn AK hjá Eysteini. 10 á Floppi og leikar voru búnir á turni. Jón með um 60k núna. Eysteinn minni.

18:44 Einar tvöfaldar aftur, Anika tvöfaldar sig líka í stelpuslag

Einar Már Þórólfsson fór allur inn með AQ og var kallaður af Garðari Geir Haukssyni með JJ. Ás kom á floppi og drottning á turn var nóg til að vinna höndina

Þá var Anika allinn á floppi gegn Valdísi. Anika var með 22 fyrir sett á borði sem las 2 4 57  Valdís var með 67 fyrir open ended og par. Hún náði ekki að hitta enda kom 10 á river. Farið að sjá verulega á stakknum hjá Valdísi sem var kominn uppí 280k á einum tímapunkti.

18:54 “Ef ég væri þú mundi ég kalla, ég er ekki með neitt”

Kom að borðinu þar sem Jón Freyr var búinn að endurhækka Einar Eiríksson uppí 19,8k sem er rosaleg hækkun. Einar kallaði. Floppið kom 6h 4h 9h Jón Freyr bettaði 24k og Einar kallaði. Turn kom 8s báðir tékkuðu 2h kom á river og Jón veðjaði 36k. Einar fór í tankinn og Jón Freyr sagði ef ég væri þú þá mundi ég kalla, ég er ekki með neitt. Eitthvað fór þetta í hausinn á Einari sem hugsaði sig um í svona 3-4 mínútur og endaði með að kalla. Jón Freyr sýndi A6 með ásinn í hjarta. Stór pottur.

19:08 Eysteinn tvöfaldar sig í gegnum Brynjar

Það var foldað að Eysteini í litlablind sem haltrar inn. Brynjar setur Eystein all inn sem snappkallar. Eysteinn með AJ gegn A7 hjá Brynjari sem náði ekki að tengjast borðinu.

19:26 Matarhlé klst

Guðmundur Helgi 360k

Jón Freyr 200k

Haukur Már 152k

Jóhann Klemens 110k

Sigurður Dan 180k

Einar Már 41k

Garðar Geir 28k

Einar Eiríksson 110k

 

Borð 2

Haddi 142k

Valdís 147k

Ísak 250k

Eysteinn 70k

Brynjar Bjarkason 185k

Jón Ingi 18k

Anika Mai 88k

Ingvar 240k

20:30 Matarhléi lokið og mótið byrjað að nýju. Blindar 1000/2000 ante 300

Eitt tweet sem mér finnst viðeigandi

20:36 Guðmundur Helgi heldur áfram að crusha

Kom að borði sem las Ks8c10c 5s Jc

Guðmundur helgi veðjaði 53k og Haukur kallaði. Haukur var með AA en Guðmundur Helgi riveraði tvö með KJ.

20:42 Garri étur af staflanum hans Jóns

Garðar Geir Hauksson var að tvöfalda sig þegar hann fór allur inn yfir hnattahækkun Jóns. Garri var með AQ gegn KJ hjá Jóni Frey Jón náði ekki að tengjast borðinu, Garri hitti hinsvegar Q á river en var með bestu höndina fyrir.

20:45 Eysteinn trappar Ingvar

Ingvar hækkar undir byssu og Eysteinn kallar á hnappinum. Floppið kemur K Q 8 og Ingvar setur Eystein allan inn. Eysteinn Snappkallar með AK en Ingvar hafði K10. Engin tía datt á mið eða endastræti og því tvöföldun hjá Eysteini.

20:50 Jón Ingi sparkaður út úr mótinu. 

Valdís limpar og Jón Ingi shippar A9 suited.  Valdís kallar með 10 10 borðið rann   10 K 9 rainbow. Q K

21:03 Litlu stakkarnir mjög virkir

Garri er búinn að vera frekar aktífur þrátt fyrir takmarkaðan stafla. Hann er búinn að taka tvo fína potta nú með stuttu millibili án þess að þurfa að sýna höndina, hann virðist vera kominn í eitthvað Zone sem erfitt er að átta sig á. Þá er Anika búin að vera í svipuðum pakka. Haukur, Valdís og  Klemmi eru að sogast í neðri pakkann ásamt Einari, Garra og Aniku.

21:13 Anika tvöfaldar sig í gegnum Eystein

Talandi um lægri stakkana. Eysteinn raisti á hnappnum og Brynjar og Anika kölluðu bæði. Borðið rann 7 3 6 rainbow. Eysteinn hélt áfram og einungis Anika kallaði. Turn kom 7. ÞAr enduðu peningarnir allir inni. Anika var með 7 10 fyrir trips gegn 78 hjá Eysteini. Rosalegt turn. Eysteinn hitti ekki 8 á river og Anika því búin að tvöfalda sig.

Á hinu borðinu voru Siggi Dan og Garri að battla þar sem Garri náði að betta nógu stórt til þess að Garri foldaði.

21:33 Garðar Geir tvöfaldar sig í gegnum Guðmund Helga

Ég kem að borðinu sem les 3 6 6 5 Garri fer allur inn og Guðmundur Helgi kallar eftir mikla umhugsun, sagði að það væri “added value” líklega sidebet þar í gangi. Guðmundur Helgi með J5 fyrir par. Garri með QQ og nær að tvöfalda sig.

21:34 Ísak fellir Valdísi

Kem að borði sem les 4 10 2 4  . Valdís fer öll inn, Ísak tankar í langa stund og endar með að kalla seinustu 70k hjá Valdísi. Ísak var með JJ. Valdís sagði um leið og hann kallar, fyrst þú kallar þá ertu líklega með mig. Valdís með A10 og nær ekki að hitta A eða 10 á river

21:37 Húsvíkingurinn er köttur á endalaus aukalíf

Foldað var að Einari í sb sem fór allur inn. Siggi Dan í BB kallar. Einar með K9 gegn 88 hjá Sigga Dan. Borðið kemur KKx turn 9 til að drepa höndina endanlega.

21:43 Einar Már heldur áfram, önnur tvöföldun

Kem að borði sem les 8 9 J. Einar Már setti í 9k, Haukur Már endurhækkaði í 30k, Garri foldaði og Einar fór allur inn fyrir 43k betur. Haukur kallaði. Haukur með KJ en Einar Már floppaði hnetum með 10 7. Ég er ekki frá því að 10 7 sé hönd mótsins. Shit hvað þessi hönd er búinn að vinna stóra potta.

21:45 Blindahækkun 1200/2400 ante 300. 

Það verður einungis spilaðar 15 mínútur af þessu leveli í dag og svo stoppað og haldið áfram á morgun.

21:59 Andrúmslofið gjörsamlega magnþrungið. Garri eru ótrúlegur

Guðmundur Helgi hafði hækkað fyrir floppið, Jóhann Klemenz kallaði. Garri hækkar uppí 32,5k. Gummi kallar. Borðið les 5 8 Q. Garri veðjar út 25k. Gummi kallar. Turn kemur 9. Garri fer allur inn fyrir 86.400. Gummi tankar í ca 4 mínútur og endar á að kalla. Garri með KK gegn AQ hjá Gumma. Garri er búinn að fara úr því að eiga 30k chips í að nálgast chiplead. Þvílík endurkoma hjá stakkaétaranum.

Höndina eftir floppar Garri húsi í potti á móti Gunna og Einari og fær ágætlega borgað. Ég held að Garri sé orðinn chipleader, hvað er í gangi 1 og hálfur tími úr því að vera lægstur í stærstur.

22:01 Degi 2 er lokið. Chipcounts koma eftir smá stund. 14 eftir avg 167k. 

Bein lýsing frá Íslandsmótinu í póker

15:40 Góðan daginn kæru lesendur. Textalýsing frá Íslandsmótinu í póker hefst um leið og mótið hefst.

16:36 Styttist í mótið, sit n go sattelite í gangi. Möguleiki á fleirum ef sé áhugi.

17:02 Örlítil seinkun þar sem er verið að klára afgreiða fjölda spilara inní mótið. Vonandi komið af stað eftir tíu mínútur.

17:22 Biðjumst velvirðingar á þessari seinkun, smá tæknilegir örðuleikar. Mótið fer að hefjast. Spilarar ákváðu alltof margir að mæta á seinustu stundu.

17:36 Íslandsmótið í póker 2017 er hafið. Blindar 50/100   Byrjunarstafli 30.000

17:39 ViktorAK bendir á að hann byrji sem chipleader

Tók fyrsta pottinn í mótinu, að eigin sögn.

17:46 Samsæriskenningamaðurinn reynir að plata hnetur húsvíkings. 

Áhugaverður pottur milli Guðjóns Heiðars Valgarðssonar og Einars Más Þórólfsson. Þar hafði action verið hækkun og endurhækkun og kall. Actionið á floppi var bett og kall, Turn gerði það að verkum að AK var hnetur en það var nákvæmlega það sem Einar var með á meðan Harmageddon samsæriskenningarmaðurinn Guðjón Heiðar var í ruglinu með K6. Hann náði að sjálfsögðu ekki að plata Einar af hnetunum. Fín byrjun hja Húsvíkingnum.

17:49 Pókerhjónin að sjálfsögðu mætt á svæðið

Pókerhjónin Eydís og Þröstur eru mætt á svæðið. Þröstur hafði unnið sig inní mótið en selt hann þar sem hann sá sér ekki fært að mæta. Hann er mættur og sagði að plönin hefðu breyst. Anika Mai er að ég held eini fyrrum íslandsmeistari sem er mættur á svæðið. Sorglegt að gamlir meistarar séu ekki mættir á svæðið. Hvar er Viggi Jack íslandsmeistari seinasta árs?

17:58 Adrian tekur stingur af með hellings spilapeninga

Ég kom að borði sem las A 4 4 rainbow. Egill veðjaði 3200 fékk 3 köll. Turn datt 7h. Egill checkaði í þetta skiptið. Ingvar skák veðjaði 8700, Adrian og ónefndur spiluðu kölluðu en Egill lagði niður. River var 6 í spaða. Allir spiluðu tékkuðu. Adrian  sýndi Q4 í tígli fyrir þrjú eins. Sem var betra en AJ og AK hjá Ingvar og ónefnda spilararanum. Adrian staflar nýju spilapeningunum í stakkinn sinn, stendur upp og færir sig um borð.

18:07 Siggi Eyberg og Steinar Bragi í typpakeppni

Stend við borð þar sem Siggi hafði hækkað upp í 400, Steinar Bragi sett það í 1200, Sævaldur cold kallað, Siggi setti í 6400 og Steinar Bragi endurhækkað í 13.000. Sævaldur lagði en Siggi lagðist í djúpar hugsanir og endaði á að leggja. Steinar Bragi snýr við tveim kúrekum. Haffi spyr hvort hann sé orðinn áskrifandi af þeim en hann hafði stuttu áður fengið tvö stykki kónga.

18:15 Gunnar Örn tekur Agnar í heimsókn í Value Town. 

Kom að borði þar sem Gunnar Örn endurhækkar fyrir flop. Bettar svo öll þrjú strætin og Agnar kallar alla leið. Gunnar Örn með hina goðsagnakenndu American Airlaines hönd. AA. Þess má til gamans geta að ég held að Agnar sé ennþá með sömu Njarðvíkurhúfuna og á öllum öðrum Íslandsmótum.

18:23 Sturlungurinn stelur af ViktorAk

Höfundur Snorra Eddu  Snorri Sturluson hefur haft hægt um sig síðan 1263 en hann er mættur á svæðið og er byrjaður að ræna af ViktoriAK en ég kom að borði sem las 10J10AJ og 7k riverbett frá Snorra var nógu ódýrt fyrir Viktor sem kallaði. Snorri bæði með hús K10 á meðan Viktor henti muckaði.

18:30 Ísinn tekur af drottningunni og Anika fernar gegn Adrians plati

Halldór Már Sverrisson var að taka góðan pott af Eydísi þar sem ég rétt kom að borðinu en þar var 7k veðmál sem var nógu gott fyrir Ísinn. Á öðru borði missti ég af risa hönd milli Adrians og Aniku Mai þar sem Anika hitti fernu á endastræti en Adrian var að reyna bluffa hana af þeirri hönd með pörin sín tvö. Það gekk ekki.

18:35 Blindahækkun 75/150

18:41 Fyrsta allin dagsins, Siggi Dan með gott fold. 

Kom að borði þar sem Júlíus Pálsson var allur inni en borðið taldi meðal annars 6 7 og 10 ásamt öðru ónefndu spili en þar voru þrír spaðar. Siggi Dan hugsar sig lengi um enda með 89 fyrir röð en leggur það niður. Það var gott fold enda Júlíus með Ax bæði í spaða fyrir lit.

18:45 Fyrsti maður út. Magnús Birgir út

Fyrsti maður er út en það er Magnús Birgir sem var fyrstur út, Ég sá ekki actionið en þá endaði hann og Kári Kongo allir inni fyrir flopp. Kári með AA gegn QQ hjá Magnús Birgir sem náði ekki að tengjast borðinu.

18:59 Jón Freyr tvöfaldar sig í gegnum ViktorAK

Kom að borði sem las 6t 7t 6s 5l  og Jón Freyr fór allur inn. ViktorAK kallaði hann. Jón Freyr var með 67 fyrir fullt hús en ViktorAK með 34 í tígli og með röð og gat hitt litaröð ef tígul fimman kæmi á endastræti. Hún kom ekki og Jón Freyr tvöfaldaði sig.

19:01 Hafsteinn litar Einar Eiríks. Prumpaði Tommi?

Það var áhugaverður pottur þar sem Einar Eiríks hafði endurhækkað í 4200 fyrir floppið og fékk tvö köll. Borðið rann J3 Ah 5h Einar hélt áfram að veðja nú 7 þúsund. Báðir spilarar kölluðu. Turn kom 7 í laufi. Allir tékka. River kemur hjarta j. Einar tékka og Hafsteinn Ingólfs setur 11k út. Einar hugsar sig vel og lengi um og segir náðiru litnum? Hann foldaði að lokum. Á meðan Einar hugsaði spyr Adrian, Tomma hvort hann hafi verið að prumpa, Tómas Kórdrengur svarar neitandi en hann væri bara svo djúpt hugsi.

19:12 Brynjar settar settið hans Sævars Inga

Kem að borði sem las 5h 9s 4l 7h  Sævar setur út 3k. Brynjar kallar og Daníel Már snappchatstjarna kallar. River kom K í laufi. Sævar setti út 5,5k Brynjar kallaði og Danni Már sagðist ætla bluffa Sævar Inga af sjöu settinu sínu ef Brynjar hefði ekki kallað. Danni foldaði. Sævar var vissulega með sett en bara fjarkasett en Brynjar var með fimmusett. Ljótt scenario en ég held að Sævar hafi sloppið þokkalega ódýrt frá þessu. Fínn pottur fyrir Brynjar Guðmunds

19:17 Júlli tvöfaldar í gegnum Kemp

Júlíus ekki Kemp heldur Pálsson var að tvöfalda sig í gegnum Óskar Kemp, Júlli hafði farið allur inn með J8 gegn KJ hjá Óskari á borði sem las J 8 6. Turn og river gáfu Óskari engan Kóng og því tvöfaldaði hann sig.

19:27 Þröstur floppar húsi en miðstrætið afar ljótt

Þröstur Ólafs var í hönd með þrem öðrum spilurum. Borðið las QQ9. Miðstrætið las Q og kom bett upp á 3k og kall. Þröstur endurhækkaði og allir folduðu. Þröstur sýndi 99 og var frekar ánægður að ekki meira gerðist á borðinu þar sem húsið hans hefði ekki verið gott.

19:35 Egill bítur rykið

Egill fór allur inn fyrir floppið og Agnar Njarðvíkingur kallaði. Egill var með A6 gegn KQ

Glugginn leit ansi vel út fyrir Egil. A  svo 6 fyrir tvö pör en 10 fylgdi í kjölfarið fyrir smá svita. Turnið 3 og River J sem þýddi röð fyrir Agnar. Egill hefur því lokið leik á þessu Íslandsmóti en hann var orðinn verulega lítill

19:37 Kári Kongó byrjar vel eftir 7 ára fjarveru

19:40 Blindahækkun. 100/200 ante 25 Matarhlé fyrir fyrri hóp. 

Fyrri helmingurinn er kominn í mat á meðan seinni hópurinn spilar þetta level. Seinni hópurinn fer svo í mat og þá spilar fyrri hópurinn þetta level.

19:43 Brynjar eldar fram röð gegn Sigga Hall

Kom að borði sem las 10s 7t 9l 6l Brynjar Bjarkason veðjaði 4k ónefndur spilaði kallaði og Siggi Hall kallaði. River kom 3l sem gaf litamöguleika. Allir spilarar tékkuðu. Brynjar með J8 fyrir hneturöð en Siggi hafði hitt 10 sett á turn.

19:49 Viktor Helgi húsar Böðvarsson útúr mótinu

Viktor Helgi Benediktsson miðjumaðurinn knái hjá Fimleikafélaginu í Hafnarfirði var að taka Ívar Örn Böðvarsson út. Borð las 6 x A A þegar spilapeningarnir fóru allir inn. Viktor var með 66 gegn ónefndri hönd hjá Ívari. Ívar líklega með ás. En þess má geta þess að annar ónefndur spilari tjáði borðinu að hann hefði haft 6 á hönd og því one outer 6 á floppi. Alltaf jafn slæmt að missa Böðvarsson úr móti. Einungis einn eftir af þeim sem ég veit um.

20:01 Jón Ingi tekur nánast allt af Adrian.

Ég kom að borði sem las A A 8 4. Adrian bettaði 3k og Þröstur og Jón Ingi kölluðu. River var 10. Jón Ingi setti út 5k, bæði Þröstur og Adrian kölluðu. Adrian skildi sig eftir með um 3k. Jón Ingi sýndi AK sem var bullandi gott.

Á öðru borði reyndi Már Waardum að plata Guðmund Helga sem féll ekki í gildruna og tók inn nokkuð stóran pott.

20:13 Tommi af öllum mönnum tók Adrian út

Adrian var orðinn verulega lítill eða átti 1200 eftir. Hann fór allur inn. Tómas Arnarsson kallaði og Þröstur Ólafs kallaði. Borðið rann. 10 K J og Tommi setti 2500 út. Þröstur foldaði. Tommi sýndi K9 gegn 77 hjá Adrian. Engin 7 kom og því Adrian út.

20:22 Guðjón Heiðar raðar sig enn einu sinni

Kom að showdowni þar sem Guðjón Heiðar var að fá röð með K10 gegn Andrési Vilhjálms sem muckaði og spilarar á borðinu spurja hvernig hann geti alltaf verið með röð. Hann er að fá röð jafn oft og Raphael Nadal hittir tennisbolta.

20:24 Kemp hittir hnetuskotið og fær sitt frá Sturlunni.

Óskar Kemp hitti röð á turn með QJ á borði sem las K 9 x  en á turn kom 10. Þá tékkuðu allir þrír spilarar. Óskar setti 6625 á river og Snorri Sturluson kallaði einungis til að mökka fyrir röðinn hjá Óskari.

20:42 ViktorAK tvöfaldar sig í gegnum Kemp

Viktor Einarsson fór allur inn með 55 gegn Óskari Kemp sem var með QJ. Óskar náði ekki að tengjast borðinu.

20:50 Lengi lifir í gömlum glæðum

Einar Eiríks var að tvöfalda sig í gegnum Aniku Mai en hann hitti nut flush á turni.

20:55 Engin bræðraást, Jón Freyr tekur út bróðir sinn. 

Kom að borði sem las 6s 9s 10t  og Dalvíkingurinn Siggi Hall fór allur inn og Jón Freyr bróðir hans kallaði. Jón Freyr með rosalega hönd 7s8s fyrir röð og open ended straight flush draw á móti As4s hjá Sigga. Turn og river innihélt ekki spaða og Siggi því út. Jón Freyr var fljótur að tjá sig, “eins gott að við komum hér á mínum bíl”.

21:02 ÍÍíííssskaldur stokkur. Rosaleg tvöföld hjá Sævari

Ég kem að borði sem les A 9 7 með tvo tígla. Jónas Tryggvi setur 3k út. Sævar Valdimarsson setur í 9k og Jónas fer allur inn. Sævar snappkallar. Jónas sýnir 99 fyrir millisett gegn AA fyrir toppsett hjá Sævari. Seinasta nían í stokknum lét ekki sjá sig og Sævar tvöfaldaði sig. Jónas Tryggvi á aðeins um 5k eftir.

21:07 Seinni hópur kominn í mat og fyrri hópurinn kominn úr mat. Sömu blindar.

Já þá fékk ég ábendingu afhverju Óskar “spew” hefur ekkert komið fram í textalýsingunni en verið er að tala um Óskar Þór Jónsson en það er einfaldlega þar sem hann er bara nýmættur og ekki byrjaður að gefa peninga. Valdís helti reyndar niður á borðið og dealerinn kallaði á mig og óskaði eftir að ég mundi ná í servíettu, fráleitt kall.

21:21 Jónas Tryggvi lifir enn

Jónas var að tvöfalda sig var allur inn fyrir 4900 með QJ og fékk kall frá Kára Kongo með 33. AKx flopp, turn x river 10 sem gaf  Jónasi röð.

21:34 Nuddarar mættir og Steinar Bragi fyrstur til að taka boðinu, fær ekkert happy ending

Nuddarar voru að mæta á svæðið og Steinar Bragi var fyrstur til að nýta sér þá þjónustu. Í miðri hönd er hann önnum kafinn við að njóta nuddsins og kalla value bett frá Haffa sem var með tvö pör KJ gegn Kx hjá Steinari Braga. Ekkert Happy ending þar.

21:43 Random chipcounts

Tók random chipcounts á nokkrum spilurum sem virkuðu vera með skemmtilega stafla ásamt Danna the mouth bara svo ég geti hlegið að honum.

Valdís “anytwo” 70k

Guðjón Heiðar Valgarðsson 67k

Sævar 90k

Danni the mouth 6k

21:53 Matti er allur, fór inn með gutshot fékk kall frá A high

Matti fór allur inn með Q8 á borði sem innihélt 564 og fékk kall frá A2 hjá Valdísi. Valdís hélt, engin 7 8 eða Q lenti og Matthías Sigurðsson því úti.

21:59 Njarðvík vann kannski í körfunni í kvöld en fara tómhenntir úr þessu íslandsmóti

Agnar Mar var allur inn á river sem innihélt x x K Q K en hann var með AK því miður fyrir hann var Gunnar Örn Jóhannsson með KQ fyrir húsið fulla. Stuttu áður hafði hann bluffað stóran pott á móti Hlyn Sverris sem gerði erfitt kall með lægri mögulegu röðina en Agnar hafði verið í þvælunni.

22:13 Danni “the mouth” þrefaldar sig

Þetta var nú engin stórkostleg þreföldun hjá fyrrum íslandsmeistaranum í kata í karate (fyrir þá sem ekki vita þá er það ekki alvöru karate heldur svona sýningakarate ekki slagsmál) því Danni átti bara 3250 eftir þegar hann fór allur inn. Valdís og Ingi Þór kölluðu hann og tékkuðu niður. Danni var með A9 en borðið rann þannig að Danni hitti tvær níur en bæði Ingi og Valdís voru með 78 og hittu ekkert.

22:20 ViktorAK og Andrés Vilhjálms fallnir

Viktor AK var allur in á móti Dalvíkingnum Jóni Frey með JJ gegn KQ á borði sem las Qxx turn og river hjálpuðu ekki Viktori. Þá datt Andrés Vilhjálmsson út á ljótan hátt á móti Má Waardum en þeir fóru allir inn fyrir floppið. Andrés hafði 55 gegn A10 hjá Má. 5 í glugga fyrir sett. 10 4, turn 2 river 3 fyrir röð hjá Má.

22:29 Tveir gamlir hundar slást, annar særist hinn tvíeflist.

Þröstur Ólafsson hækkaði fyrir floppið, Pétur Dan ákvað að kalla og Einar Eiríksson endurhækkaði vel. Þröstur og Pétur kalla. Floppið er K 9 4 með tvo tígla. Einar Eíríks setti 9k út og Þröstur fór allur inn. Pétur nennti ekki að vera með í þvælunni þarna á milli og foldaði á meðan Einar snappkallar. Einar var með AA gegn AK hjá Þresti sem tókst ekki að tengjast miðstræti og endastræti. Þröstur ennþá lifandi með sæmilegan stakk en Einar stækkar vel.

22:42 Stórar hendur í gangi.

Fyrst var Gylfi tekinn út af Leon. Gylfi var með QQ gegn KK hjá Leon. Þá var rosalegur pottur milli Péturs Dan og Hafsteins Ingvarssonar þar sem allir peningarnir fóru allir inn fyrir flopp. Pétur með AA gegn KK hjá Hafsteini. Hafsteinn var með Pétur coveraðan um ca 10k. Pétur orðinn vel stór núna. Þá var Kári að tvöfalda sig í gegnum Arnar Pálsson, veit ekki hvers son Kári er en köllum hann Stefánsson þar sem þeir eru nokkuð líkir. Kári var með A5 í spaða gegn JJ allin á borði sem taldi 10 3 4 með tvo spaða. 2 á turn gaf Kára bestu höndina.

22:51 Danni “the mouth” tvöfaldar sig aftur

Daníel Pétur Axelsson var að tvöfalda sig aftur. Hann var með J10 gegn Óskari “spew” Jónssyni sem var með gutshot straight flush draw en hitti ekkert. Danni kominn í ca byrjunarstakk. Þá er Danni Már byrjaður að vera mjög aktívur gegn öllum nema Sævari en hann sagði: “Bara ekki að fokka í þessum gæja þá er ég góður kúturinn moi”

23:05 Guðni Rúnar tvöfaldar í gegnum Hauk

Fóru allin fyrir flopp, Guðni Ólafs með AA gegn QQ hjá Hauki Má. Ás á floppi og Haukur var drawing dead. Næstu hönd á eftir nær Haukur að taka smá til baka af Guðna og Sævaldi. Haukur kallaði þá Sævald á river með A9 en ás var í borði en Sævaldur var með KQ high. Þess má til gamans geta að Guðni var einu sinni nokkuð efnilegur framherji hjá Fylki og seinna Elliða í 4.deild karla. Held ég hafi rekið hann útaf í einum leik.

23:12 Styttist í blindahækkun 200/400 ante 50.

Gleymdi að sjálfsögðu að tilkynna seinustu hækkun en hún er alveg að klárast núna það er 150 300 með 50 ante.

23:14 Einar klárar Þröstinn. 

Höndin á milli þeirra var ansi ljót AA vs AK á K high borði, þessi var ekkert mikið fallegri þar sem Þröstur bettar öll stræti með KQ á K high borði, river var 5 og þar sem Einar hafði tvær slíkar í sinni hönd saug hann ansi duglega út á Þröstinn. Einn gamall út, annar gamall orðinn nokkuð stór. Seigur kallinn.

23:19 Jón Aldar út á móti litaröð og Óskar útaf ruglinu í sér

Á borði 8 datt Jón Aldar út þegar hann fór allur inn með floppaða röð með J8 en borðið las 9 10 7  á móti 8 10 í laufi hjá Jóhanni Klemenz. Jóhann open ended straight flush draw og hitti á turn ekki bara flush drawið heldur straight flushið.  Óskar Þór datt hinsvegar út með K5 á móti KJ hjá Agnari en Óskar hafði raisað pre og báðir hitt topp par. Peningarnir enduðu inni en Óskar náði ekki að hitta fimmu.

23:23 Hafsteinn hefnir sín á Pétri Dan

Hafsteinn endar allur inn fyrir flopp með 88 gegn Pétri Dan með AK. Pétur hittir K á floppi sem taldi tvö lauf. Tvö önnur lauf létu sjá sig á mið og endastræti og laufa 8 var eina laufið í þessum tveim höndum og Hafsteinn Ingvarsson tvöfaldar sig í gegnum Pétur Dan.

Þá var Júlíus Pálsson að tvöfalda sig í svona 4x í dag nú gegn Jón Frey á borði 7. Júlli fór allur inn á floppi með QQ gegn AJ á J high floppi. Enginn ás eða gosi létu sjá sig og Júlli tvöfaldar sig. Mikið action í gangi.

23:28 Tommi enginn Kórdrengur og er refsað. 

Tommi hækkaði fyrir floppið, Brynjar Bjarkason endurhækkaði, Tommi fór allur inn og Brynjar var ekkert að elska það að þurfa að kalla en gerði það að lokum með AQ. Tommi var í þvælunni eins og við mátti búast og var með 34 í hjarta. Ás kom á borðið og það parað þar að auki og Tommi dauður. Þess má til gamans geta að ég og Tómas skiptum bróðurlega á milli okkur hægri horna stöðunni í utandeildinni í handbolta með lifi Kórdrengja

23:45 Már Waardum og Húsavíkur Gummi fallnir úr leik. 

Loftbólustrákur seinasta árs Guðmundur Óli Steingrímsson einn 6 bræðra frá Húsavík er dottinn úr leik en hann var með AK gegn 33 á borði sem innihélt 3AQ á floppi. Einar Eiríksson hinn gamlreyndi hundur er að hlaupa eins og Darwin Moon á hestasterum þessa stundina.

Þá datt Már Waardum út gegn Sævaldi.  Þar hafði komið raise og Sævaldur kallað, Már hækkað mjög mikið og bara Sævaldur kallað. Borðið kom 3 4 5 rainbow, peningarnir enduðu inni þar sem Már hafði AA gegn 33 hjá Sævaldi.

23:51 Jón Ingi sparkar Jónasi Tryggva út. 

Fyrrum íslandsmeistari í karate (alvöru karate í þetta skiptið) Jón Ingi Þorvaldsson var að senda Jónas Tryggva út í dimma nóttina. Jónas fór allur inn með J9 gegn AQ hjá Jónasi. Báðir hittu en Jón með hærri spilin hitti betur. Jónas Tryggvi því allur.

00:11 S(eyberginn) Barry Greensteinar Trausta Páls

Það var rólegt seinustu tuttugu mínútur aðeins Trausti Pálsson sem datt út. Hann var með 1010 gegn A8 hjá Sigga Eyberg Selfyssingnum knáa sem tókst að sjálfsögðu að hitta A á endastræti.

Guðmundur Kristján er einnig dottinn út en hann var með tvö pör A3 gegn hærri tveim pörum hjá Danna “the mouth” sem var með A6 borðið las A 3 x 6 x. Kjafturinn kominn á skrið.

Reyndar var ekkert svakalega rólegt, ég var bara fá mér tíu mínútna nudd. Átti það skilið.

00:21 Óskar sýgur Júlla Páls illa

Rosalega ljótt var að eiga sér stað. Júlli Páls fór allur inn með QQ og fékk kall frá Óskari Kemp með J9. Borðið rann 2 3 4 eins gott borð fyrir Júlla og hægt var. Turn J river J. Já Kempan fann loksins G blettinn. “G fyrir gosa” segir Óskar.

00:23 Leon heppinn að vera á lífi. 

León fór allur inn á turni. Kristján Bragi kallaði. Kristján með KK á 10 high borði. Leon með A10. River 10. Leon heppinn að vera lifandi.

00:26 Danni Már tekur Sævar Inga út. 

Einn okkar reyndasti spilari Sævar Ingi Sævarsson er dottinn út. Hann á þrjú lokaborð á íslandsmóti að baki var allur inn með A9 á móti 1010 hjá Daníel Má og náði Sævar ekki að tengjast borðinu

00:35 Kári Guðmunds og Hafsteinn Ingvars tapa hlutkesti og eru út

Báðir spilarar voru með gott par á móti AK. Kári var með 99 gegn AK hjá Loga shortstack en Hafsteinn var með 1010 gegn AK hjá Steinari Braga. Steinar Bragi hitti sinn ás á floppi en Logi sinn á river. Hafsteinn og Kári út. Dagurinn er alveg að klárast. Late reg út fyrsta level á morgun. Full chipsa staða kemur undir lok dags.

00:39 Arnar Freyr út á seinust hönd dagsins

Sá ekki höndina en það var Inga Poko sem tók hann út.

00:40 Kempan einnig út á seinustu hönd dagsins

Óskar hafði nokkrum höndum áður tapað stórum potti gegn Sigga Dan. Þar hafði Siggi Dan 99 gegn J8 á borði sem las J 8 9 og náði ekki að tengjast nú tapaði hann restinni sem var samt slatti á móti Brynjari Bjarkasyni með A9 í laufi gegn K4 í laufi á borði sem innihélt K og 2 lauf. Ekkert annað lauf lét sjá sig og Óskar út. Þá tvöfaldaði Viktor Helgi sig á móti Pétri Dan með A7 gegn Q4.

00:43 Ingvar tekur Ísinn út í seinustu höndinni. 

Mikið action á seinustu hönd dagsins á mismunandi borðum. Ingvar með KQ gegn K7 og KQ vinnur. Chipcounts fyrir dag 2 kemur von bráðar.Halldór Már Sverrisson út. Chipcount kemur eftir örstutta stund. Leikar hefjast að nýju kl. 11:00 á morgun.

01:05 Chipcount eftir dag 1 Brynjar leiðir með miklum yfirburðum

Brynjar Bjarkason 176.250

Jón Freyr Halldórsson 123.975

Guðmundur Helgi Ragnarsson 99.250

Hlynur Sverrisson 94.950

Sævar 91.450

Jóhann Klemenz 91.325

Gunnar Örn Jóhannsson 71.800

Steinar Bragi 71.400

Guðjón Heiðar Valgarðsson 68.750

Sigurður Eyberg Guðlaugsson 64.675

Valur Heiðar 64.175

Daníel Pétur Axelsson 60.000

Haukur Már Böðvarsson 59.900

Einar Eiríksson 55.200

Ísak Finnbogason 55.175

Ingi Þór 53.950

Jón Ingi Þorvaldsson 50.650

Kristján Bragi Valsson 48.850

Valdís 64.425

Garðar Geir Hauksson 46.250

Anika Mai Jóhannsdóttir 45.200

Agnar Imsland 44.500

Leon Paul Sugba 41.850

Daníel Már Pálsson 39.900

Hafþór Sigtryggsson 39.575

Siggi Dan 39.400

Kári Sigurðsson 39.175

Logi Unnarsson Jónsson 37.525

Kalman Csaa 32.150

Sverrir Á 31.925

Arnar Már 31.450

Snorri Sturluson 29.900

Steinar Geir Ólafsson 27.075

Inga Poko 26.600

Ingvar Sveinsson 25.025

Brynjar Guðmundsson 23.750

Viktor Helgi Benediktsson 19.500

Einar Már Þórólfsson 19.400

Hlöðver Þórarinsson 18.350

Sævaldur Harðarson 16.950

Guðni Rúnar Ólafsson 15.350

Sverrir Karl 13.500

Pétur Dan 5000

Umfjöllun um Íslandsmótið 2017 í Brennslunni FM957

Íslandsmótið í póker 2017 – Umfjöllun

Sunna formaður, Maggi BÖ fréttaritari og Snapchat/Póker goðsögnin Djaniel Már skelltu sér í heimsókn í Brennsluna á FM957.

Smellið á hnappinn hér fyrir neðan og njótið.

[sc_embed_player fileurl=”https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2017/10/Brennslan-12-10-17.mp3″]

Nýr vefur og Íslandsmótið í póker 2017

Vefur Pókersambandins fer í loftið.

 

Það er okkur mikill heiður að segja frá því að glærnýr vefur okkar hefur verið tekinn í notkun þar sem mögulegt er að skrá sig í mót og greiða mótsgjald.

Vonin er að við getum nýtt okkur þennan vettvang til þess að miðla upplýsingum um íþróttina okkar og efla starf sambandsins.

Read more