Bein lýsing frá Íslandsmótinu í póker

15:40 Góðan daginn kæru lesendur. Textalýsing frá Íslandsmótinu í póker hefst um leið og mótið hefst.

16:36 Styttist í mótið, sit n go sattelite í gangi. Möguleiki á fleirum ef sé áhugi.

17:02 Örlítil seinkun þar sem er verið að klára afgreiða fjölda spilara inní mótið. Vonandi komið af stað eftir tíu mínútur.

17:22 Biðjumst velvirðingar á þessari seinkun, smá tæknilegir örðuleikar. Mótið fer að hefjast. Spilarar ákváðu alltof margir að mæta á seinustu stundu.

17:36 Íslandsmótið í póker 2017 er hafið. Blindar 50/100   Byrjunarstafli 30.000

17:39 ViktorAK bendir á að hann byrji sem chipleader

Tók fyrsta pottinn í mótinu, að eigin sögn.

17:46 Samsæriskenningamaðurinn reynir að plata hnetur húsvíkings. 

Áhugaverður pottur milli Guðjóns Heiðars Valgarðssonar og Einars Más Þórólfsson. Þar hafði action verið hækkun og endurhækkun og kall. Actionið á floppi var bett og kall, Turn gerði það að verkum að AK var hnetur en það var nákvæmlega það sem Einar var með á meðan Harmageddon samsæriskenningarmaðurinn Guðjón Heiðar var í ruglinu með K6. Hann náði að sjálfsögðu ekki að plata Einar af hnetunum. Fín byrjun hja Húsvíkingnum.

17:49 Pókerhjónin að sjálfsögðu mætt á svæðið

Pókerhjónin Eydís og Þröstur eru mætt á svæðið. Þröstur hafði unnið sig inní mótið en selt hann þar sem hann sá sér ekki fært að mæta. Hann er mættur og sagði að plönin hefðu breyst. Anika Mai er að ég held eini fyrrum íslandsmeistari sem er mættur á svæðið. Sorglegt að gamlir meistarar séu ekki mættir á svæðið. Hvar er Viggi Jack íslandsmeistari seinasta árs?

17:58 Adrian tekur stingur af með hellings spilapeninga

Ég kom að borði sem las A 4 4 rainbow. Egill veðjaði 3200 fékk 3 köll. Turn datt 7h. Egill checkaði í þetta skiptið. Ingvar skák veðjaði 8700, Adrian og ónefndur spiluðu kölluðu en Egill lagði niður. River var 6 í spaða. Allir spiluðu tékkuðu. Adrian  sýndi Q4 í tígli fyrir þrjú eins. Sem var betra en AJ og AK hjá Ingvar og ónefnda spilararanum. Adrian staflar nýju spilapeningunum í stakkinn sinn, stendur upp og færir sig um borð.

18:07 Siggi Eyberg og Steinar Bragi í typpakeppni

Stend við borð þar sem Siggi hafði hækkað upp í 400, Steinar Bragi sett það í 1200, Sævaldur cold kallað, Siggi setti í 6400 og Steinar Bragi endurhækkað í 13.000. Sævaldur lagði en Siggi lagðist í djúpar hugsanir og endaði á að leggja. Steinar Bragi snýr við tveim kúrekum. Haffi spyr hvort hann sé orðinn áskrifandi af þeim en hann hafði stuttu áður fengið tvö stykki kónga.

18:15 Gunnar Örn tekur Agnar í heimsókn í Value Town. 

Kom að borði þar sem Gunnar Örn endurhækkar fyrir flop. Bettar svo öll þrjú strætin og Agnar kallar alla leið. Gunnar Örn með hina goðsagnakenndu American Airlaines hönd. AA. Þess má til gamans geta að ég held að Agnar sé ennþá með sömu Njarðvíkurhúfuna og á öllum öðrum Íslandsmótum.

18:23 Sturlungurinn stelur af ViktorAk

Höfundur Snorra Eddu  Snorri Sturluson hefur haft hægt um sig síðan 1263 en hann er mættur á svæðið og er byrjaður að ræna af ViktoriAK en ég kom að borði sem las 10J10AJ og 7k riverbett frá Snorra var nógu ódýrt fyrir Viktor sem kallaði. Snorri bæði með hús K10 á meðan Viktor henti muckaði.

18:30 Ísinn tekur af drottningunni og Anika fernar gegn Adrians plati

Halldór Már Sverrisson var að taka góðan pott af Eydísi þar sem ég rétt kom að borðinu en þar var 7k veðmál sem var nógu gott fyrir Ísinn. Á öðru borði missti ég af risa hönd milli Adrians og Aniku Mai þar sem Anika hitti fernu á endastræti en Adrian var að reyna bluffa hana af þeirri hönd með pörin sín tvö. Það gekk ekki.

18:35 Blindahækkun 75/150

18:41 Fyrsta allin dagsins, Siggi Dan með gott fold. 

Kom að borði þar sem Júlíus Pálsson var allur inni en borðið taldi meðal annars 6 7 og 10 ásamt öðru ónefndu spili en þar voru þrír spaðar. Siggi Dan hugsar sig lengi um enda með 89 fyrir röð en leggur það niður. Það var gott fold enda Júlíus með Ax bæði í spaða fyrir lit.

18:45 Fyrsti maður út. Magnús Birgir út

Fyrsti maður er út en það er Magnús Birgir sem var fyrstur út, Ég sá ekki actionið en þá endaði hann og Kári Kongo allir inni fyrir flopp. Kári með AA gegn QQ hjá Magnús Birgir sem náði ekki að tengjast borðinu.

18:59 Jón Freyr tvöfaldar sig í gegnum ViktorAK

Kom að borði sem las 6t 7t 6s 5l  og Jón Freyr fór allur inn. ViktorAK kallaði hann. Jón Freyr var með 67 fyrir fullt hús en ViktorAK með 34 í tígli og með röð og gat hitt litaröð ef tígul fimman kæmi á endastræti. Hún kom ekki og Jón Freyr tvöfaldaði sig.

19:01 Hafsteinn litar Einar Eiríks. Prumpaði Tommi?

Það var áhugaverður pottur þar sem Einar Eiríks hafði endurhækkað í 4200 fyrir floppið og fékk tvö köll. Borðið rann J3 Ah 5h Einar hélt áfram að veðja nú 7 þúsund. Báðir spilarar kölluðu. Turn kom 7 í laufi. Allir tékka. River kemur hjarta j. Einar tékka og Hafsteinn Ingólfs setur 11k út. Einar hugsar sig vel og lengi um og segir náðiru litnum? Hann foldaði að lokum. Á meðan Einar hugsaði spyr Adrian, Tomma hvort hann hafi verið að prumpa, Tómas Kórdrengur svarar neitandi en hann væri bara svo djúpt hugsi.

19:12 Brynjar settar settið hans Sævars Inga

Kem að borði sem las 5h 9s 4l 7h  Sævar setur út 3k. Brynjar kallar og Daníel Már snappchatstjarna kallar. River kom K í laufi. Sævar setti út 5,5k Brynjar kallaði og Danni Már sagðist ætla bluffa Sævar Inga af sjöu settinu sínu ef Brynjar hefði ekki kallað. Danni foldaði. Sævar var vissulega með sett en bara fjarkasett en Brynjar var með fimmusett. Ljótt scenario en ég held að Sævar hafi sloppið þokkalega ódýrt frá þessu. Fínn pottur fyrir Brynjar Guðmunds

19:17 Júlli tvöfaldar í gegnum Kemp

Júlíus ekki Kemp heldur Pálsson var að tvöfalda sig í gegnum Óskar Kemp, Júlli hafði farið allur inn með J8 gegn KJ hjá Óskari á borði sem las J 8 6. Turn og river gáfu Óskari engan Kóng og því tvöfaldaði hann sig.

19:27 Þröstur floppar húsi en miðstrætið afar ljótt

Þröstur Ólafs var í hönd með þrem öðrum spilurum. Borðið las QQ9. Miðstrætið las Q og kom bett upp á 3k og kall. Þröstur endurhækkaði og allir folduðu. Þröstur sýndi 99 og var frekar ánægður að ekki meira gerðist á borðinu þar sem húsið hans hefði ekki verið gott.

19:35 Egill bítur rykið

Egill fór allur inn fyrir floppið og Agnar Njarðvíkingur kallaði. Egill var með A6 gegn KQ

Glugginn leit ansi vel út fyrir Egil. A  svo 6 fyrir tvö pör en 10 fylgdi í kjölfarið fyrir smá svita. Turnið 3 og River J sem þýddi röð fyrir Agnar. Egill hefur því lokið leik á þessu Íslandsmóti en hann var orðinn verulega lítill

19:37 Kári Kongó byrjar vel eftir 7 ára fjarveru

19:40 Blindahækkun. 100/200 ante 25 Matarhlé fyrir fyrri hóp. 

Fyrri helmingurinn er kominn í mat á meðan seinni hópurinn spilar þetta level. Seinni hópurinn fer svo í mat og þá spilar fyrri hópurinn þetta level.

19:43 Brynjar eldar fram röð gegn Sigga Hall

Kom að borði sem las 10s 7t 9l 6l Brynjar Bjarkason veðjaði 4k ónefndur spilaði kallaði og Siggi Hall kallaði. River kom 3l sem gaf litamöguleika. Allir spilarar tékkuðu. Brynjar með J8 fyrir hneturöð en Siggi hafði hitt 10 sett á turn.

19:49 Viktor Helgi húsar Böðvarsson útúr mótinu

Viktor Helgi Benediktsson miðjumaðurinn knái hjá Fimleikafélaginu í Hafnarfirði var að taka Ívar Örn Böðvarsson út. Borð las 6 x A A þegar spilapeningarnir fóru allir inn. Viktor var með 66 gegn ónefndri hönd hjá Ívari. Ívar líklega með ás. En þess má geta þess að annar ónefndur spilari tjáði borðinu að hann hefði haft 6 á hönd og því one outer 6 á floppi. Alltaf jafn slæmt að missa Böðvarsson úr móti. Einungis einn eftir af þeim sem ég veit um.

20:01 Jón Ingi tekur nánast allt af Adrian.

Ég kom að borði sem las A A 8 4. Adrian bettaði 3k og Þröstur og Jón Ingi kölluðu. River var 10. Jón Ingi setti út 5k, bæði Þröstur og Adrian kölluðu. Adrian skildi sig eftir með um 3k. Jón Ingi sýndi AK sem var bullandi gott.

Á öðru borði reyndi Már Waardum að plata Guðmund Helga sem féll ekki í gildruna og tók inn nokkuð stóran pott.

20:13 Tommi af öllum mönnum tók Adrian út

Adrian var orðinn verulega lítill eða átti 1200 eftir. Hann fór allur inn. Tómas Arnarsson kallaði og Þröstur Ólafs kallaði. Borðið rann. 10 K J og Tommi setti 2500 út. Þröstur foldaði. Tommi sýndi K9 gegn 77 hjá Adrian. Engin 7 kom og því Adrian út.

20:22 Guðjón Heiðar raðar sig enn einu sinni

Kom að showdowni þar sem Guðjón Heiðar var að fá röð með K10 gegn Andrési Vilhjálms sem muckaði og spilarar á borðinu spurja hvernig hann geti alltaf verið með röð. Hann er að fá röð jafn oft og Raphael Nadal hittir tennisbolta.

20:24 Kemp hittir hnetuskotið og fær sitt frá Sturlunni.

Óskar Kemp hitti röð á turn með QJ á borði sem las K 9 x  en á turn kom 10. Þá tékkuðu allir þrír spilarar. Óskar setti 6625 á river og Snorri Sturluson kallaði einungis til að mökka fyrir röðinn hjá Óskari.

20:42 ViktorAK tvöfaldar sig í gegnum Kemp

Viktor Einarsson fór allur inn með 55 gegn Óskari Kemp sem var með QJ. Óskar náði ekki að tengjast borðinu.

20:50 Lengi lifir í gömlum glæðum

Einar Eiríks var að tvöfalda sig í gegnum Aniku Mai en hann hitti nut flush á turni.

20:55 Engin bræðraást, Jón Freyr tekur út bróðir sinn. 

Kom að borði sem las 6s 9s 10t  og Dalvíkingurinn Siggi Hall fór allur inn og Jón Freyr bróðir hans kallaði. Jón Freyr með rosalega hönd 7s8s fyrir röð og open ended straight flush draw á móti As4s hjá Sigga. Turn og river innihélt ekki spaða og Siggi því út. Jón Freyr var fljótur að tjá sig, “eins gott að við komum hér á mínum bíl”.

21:02 ÍÍíííssskaldur stokkur. Rosaleg tvöföld hjá Sævari

Ég kem að borði sem les A 9 7 með tvo tígla. Jónas Tryggvi setur 3k út. Sævar Valdimarsson setur í 9k og Jónas fer allur inn. Sævar snappkallar. Jónas sýnir 99 fyrir millisett gegn AA fyrir toppsett hjá Sævari. Seinasta nían í stokknum lét ekki sjá sig og Sævar tvöfaldaði sig. Jónas Tryggvi á aðeins um 5k eftir.

21:07 Seinni hópur kominn í mat og fyrri hópurinn kominn úr mat. Sömu blindar.

Já þá fékk ég ábendingu afhverju Óskar “spew” hefur ekkert komið fram í textalýsingunni en verið er að tala um Óskar Þór Jónsson en það er einfaldlega þar sem hann er bara nýmættur og ekki byrjaður að gefa peninga. Valdís helti reyndar niður á borðið og dealerinn kallaði á mig og óskaði eftir að ég mundi ná í servíettu, fráleitt kall.

21:21 Jónas Tryggvi lifir enn

Jónas var að tvöfalda sig var allur inn fyrir 4900 með QJ og fékk kall frá Kára Kongo með 33. AKx flopp, turn x river 10 sem gaf  Jónasi röð.

21:34 Nuddarar mættir og Steinar Bragi fyrstur til að taka boðinu, fær ekkert happy ending

Nuddarar voru að mæta á svæðið og Steinar Bragi var fyrstur til að nýta sér þá þjónustu. Í miðri hönd er hann önnum kafinn við að njóta nuddsins og kalla value bett frá Haffa sem var með tvö pör KJ gegn Kx hjá Steinari Braga. Ekkert Happy ending þar.

21:43 Random chipcounts

Tók random chipcounts á nokkrum spilurum sem virkuðu vera með skemmtilega stafla ásamt Danna the mouth bara svo ég geti hlegið að honum.

Valdís “anytwo” 70k

Guðjón Heiðar Valgarðsson 67k

Sævar 90k

Danni the mouth 6k

21:53 Matti er allur, fór inn með gutshot fékk kall frá A high

Matti fór allur inn með Q8 á borði sem innihélt 564 og fékk kall frá A2 hjá Valdísi. Valdís hélt, engin 7 8 eða Q lenti og Matthías Sigurðsson því úti.

21:59 Njarðvík vann kannski í körfunni í kvöld en fara tómhenntir úr þessu íslandsmóti

Agnar Mar var allur inn á river sem innihélt x x K Q K en hann var með AK því miður fyrir hann var Gunnar Örn Jóhannsson með KQ fyrir húsið fulla. Stuttu áður hafði hann bluffað stóran pott á móti Hlyn Sverris sem gerði erfitt kall með lægri mögulegu röðina en Agnar hafði verið í þvælunni.

22:13 Danni “the mouth” þrefaldar sig

Þetta var nú engin stórkostleg þreföldun hjá fyrrum íslandsmeistaranum í kata í karate (fyrir þá sem ekki vita þá er það ekki alvöru karate heldur svona sýningakarate ekki slagsmál) því Danni átti bara 3250 eftir þegar hann fór allur inn. Valdís og Ingi Þór kölluðu hann og tékkuðu niður. Danni var með A9 en borðið rann þannig að Danni hitti tvær níur en bæði Ingi og Valdís voru með 78 og hittu ekkert.

22:20 ViktorAK og Andrés Vilhjálms fallnir

Viktor AK var allur in á móti Dalvíkingnum Jóni Frey með JJ gegn KQ á borði sem las Qxx turn og river hjálpuðu ekki Viktori. Þá datt Andrés Vilhjálmsson út á ljótan hátt á móti Má Waardum en þeir fóru allir inn fyrir floppið. Andrés hafði 55 gegn A10 hjá Má. 5 í glugga fyrir sett. 10 4, turn 2 river 3 fyrir röð hjá Má.

22:29 Tveir gamlir hundar slást, annar særist hinn tvíeflist.

Þröstur Ólafsson hækkaði fyrir floppið, Pétur Dan ákvað að kalla og Einar Eiríksson endurhækkaði vel. Þröstur og Pétur kalla. Floppið er K 9 4 með tvo tígla. Einar Eíríks setti 9k út og Þröstur fór allur inn. Pétur nennti ekki að vera með í þvælunni þarna á milli og foldaði á meðan Einar snappkallar. Einar var með AA gegn AK hjá Þresti sem tókst ekki að tengjast miðstræti og endastræti. Þröstur ennþá lifandi með sæmilegan stakk en Einar stækkar vel.

22:42 Stórar hendur í gangi.

Fyrst var Gylfi tekinn út af Leon. Gylfi var með QQ gegn KK hjá Leon. Þá var rosalegur pottur milli Péturs Dan og Hafsteins Ingvarssonar þar sem allir peningarnir fóru allir inn fyrir flopp. Pétur með AA gegn KK hjá Hafsteini. Hafsteinn var með Pétur coveraðan um ca 10k. Pétur orðinn vel stór núna. Þá var Kári að tvöfalda sig í gegnum Arnar Pálsson, veit ekki hvers son Kári er en köllum hann Stefánsson þar sem þeir eru nokkuð líkir. Kári var með A5 í spaða gegn JJ allin á borði sem taldi 10 3 4 með tvo spaða. 2 á turn gaf Kára bestu höndina.

22:51 Danni “the mouth” tvöfaldar sig aftur

Daníel Pétur Axelsson var að tvöfalda sig aftur. Hann var með J10 gegn Óskari “spew” Jónssyni sem var með gutshot straight flush draw en hitti ekkert. Danni kominn í ca byrjunarstakk. Þá er Danni Már byrjaður að vera mjög aktívur gegn öllum nema Sævari en hann sagði: “Bara ekki að fokka í þessum gæja þá er ég góður kúturinn moi”

23:05 Guðni Rúnar tvöfaldar í gegnum Hauk

Fóru allin fyrir flopp, Guðni Ólafs með AA gegn QQ hjá Hauki Má. Ás á floppi og Haukur var drawing dead. Næstu hönd á eftir nær Haukur að taka smá til baka af Guðna og Sævaldi. Haukur kallaði þá Sævald á river með A9 en ás var í borði en Sævaldur var með KQ high. Þess má til gamans geta að Guðni var einu sinni nokkuð efnilegur framherji hjá Fylki og seinna Elliða í 4.deild karla. Held ég hafi rekið hann útaf í einum leik.

23:12 Styttist í blindahækkun 200/400 ante 50.

Gleymdi að sjálfsögðu að tilkynna seinustu hækkun en hún er alveg að klárast núna það er 150 300 með 50 ante.

23:14 Einar klárar Þröstinn. 

Höndin á milli þeirra var ansi ljót AA vs AK á K high borði, þessi var ekkert mikið fallegri þar sem Þröstur bettar öll stræti með KQ á K high borði, river var 5 og þar sem Einar hafði tvær slíkar í sinni hönd saug hann ansi duglega út á Þröstinn. Einn gamall út, annar gamall orðinn nokkuð stór. Seigur kallinn.

23:19 Jón Aldar út á móti litaröð og Óskar útaf ruglinu í sér

Á borði 8 datt Jón Aldar út þegar hann fór allur inn með floppaða röð með J8 en borðið las 9 10 7  á móti 8 10 í laufi hjá Jóhanni Klemenz. Jóhann open ended straight flush draw og hitti á turn ekki bara flush drawið heldur straight flushið.  Óskar Þór datt hinsvegar út með K5 á móti KJ hjá Agnari en Óskar hafði raisað pre og báðir hitt topp par. Peningarnir enduðu inni en Óskar náði ekki að hitta fimmu.

23:23 Hafsteinn hefnir sín á Pétri Dan

Hafsteinn endar allur inn fyrir flopp með 88 gegn Pétri Dan með AK. Pétur hittir K á floppi sem taldi tvö lauf. Tvö önnur lauf létu sjá sig á mið og endastræti og laufa 8 var eina laufið í þessum tveim höndum og Hafsteinn Ingvarsson tvöfaldar sig í gegnum Pétur Dan.

Þá var Júlíus Pálsson að tvöfalda sig í svona 4x í dag nú gegn Jón Frey á borði 7. Júlli fór allur inn á floppi með QQ gegn AJ á J high floppi. Enginn ás eða gosi létu sjá sig og Júlli tvöfaldar sig. Mikið action í gangi.

23:28 Tommi enginn Kórdrengur og er refsað. 

Tommi hækkaði fyrir floppið, Brynjar Bjarkason endurhækkaði, Tommi fór allur inn og Brynjar var ekkert að elska það að þurfa að kalla en gerði það að lokum með AQ. Tommi var í þvælunni eins og við mátti búast og var með 34 í hjarta. Ás kom á borðið og það parað þar að auki og Tommi dauður. Þess má til gamans geta að ég og Tómas skiptum bróðurlega á milli okkur hægri horna stöðunni í utandeildinni í handbolta með lifi Kórdrengja

23:45 Már Waardum og Húsavíkur Gummi fallnir úr leik. 

Loftbólustrákur seinasta árs Guðmundur Óli Steingrímsson einn 6 bræðra frá Húsavík er dottinn úr leik en hann var með AK gegn 33 á borði sem innihélt 3AQ á floppi. Einar Eiríksson hinn gamlreyndi hundur er að hlaupa eins og Darwin Moon á hestasterum þessa stundina.

Þá datt Már Waardum út gegn Sævaldi.  Þar hafði komið raise og Sævaldur kallað, Már hækkað mjög mikið og bara Sævaldur kallað. Borðið kom 3 4 5 rainbow, peningarnir enduðu inni þar sem Már hafði AA gegn 33 hjá Sævaldi.

23:51 Jón Ingi sparkar Jónasi Tryggva út. 

Fyrrum íslandsmeistari í karate (alvöru karate í þetta skiptið) Jón Ingi Þorvaldsson var að senda Jónas Tryggva út í dimma nóttina. Jónas fór allur inn með J9 gegn AQ hjá Jónasi. Báðir hittu en Jón með hærri spilin hitti betur. Jónas Tryggvi því allur.

00:11 S(eyberginn) Barry Greensteinar Trausta Páls

Það var rólegt seinustu tuttugu mínútur aðeins Trausti Pálsson sem datt út. Hann var með 1010 gegn A8 hjá Sigga Eyberg Selfyssingnum knáa sem tókst að sjálfsögðu að hitta A á endastræti.

Guðmundur Kristján er einnig dottinn út en hann var með tvö pör A3 gegn hærri tveim pörum hjá Danna “the mouth” sem var með A6 borðið las A 3 x 6 x. Kjafturinn kominn á skrið.

Reyndar var ekkert svakalega rólegt, ég var bara fá mér tíu mínútna nudd. Átti það skilið.

00:21 Óskar sýgur Júlla Páls illa

Rosalega ljótt var að eiga sér stað. Júlli Páls fór allur inn með QQ og fékk kall frá Óskari Kemp með J9. Borðið rann 2 3 4 eins gott borð fyrir Júlla og hægt var. Turn J river J. Já Kempan fann loksins G blettinn. “G fyrir gosa” segir Óskar.

00:23 Leon heppinn að vera á lífi. 

León fór allur inn á turni. Kristján Bragi kallaði. Kristján með KK á 10 high borði. Leon með A10. River 10. Leon heppinn að vera lifandi.

00:26 Danni Már tekur Sævar Inga út. 

Einn okkar reyndasti spilari Sævar Ingi Sævarsson er dottinn út. Hann á þrjú lokaborð á íslandsmóti að baki var allur inn með A9 á móti 1010 hjá Daníel Má og náði Sævar ekki að tengjast borðinu

00:35 Kári Guðmunds og Hafsteinn Ingvars tapa hlutkesti og eru út

Báðir spilarar voru með gott par á móti AK. Kári var með 99 gegn AK hjá Loga shortstack en Hafsteinn var með 1010 gegn AK hjá Steinari Braga. Steinar Bragi hitti sinn ás á floppi en Logi sinn á river. Hafsteinn og Kári út. Dagurinn er alveg að klárast. Late reg út fyrsta level á morgun. Full chipsa staða kemur undir lok dags.

00:39 Arnar Freyr út á seinust hönd dagsins

Sá ekki höndina en það var Inga Poko sem tók hann út.

00:40 Kempan einnig út á seinustu hönd dagsins

Óskar hafði nokkrum höndum áður tapað stórum potti gegn Sigga Dan. Þar hafði Siggi Dan 99 gegn J8 á borði sem las J 8 9 og náði ekki að tengjast nú tapaði hann restinni sem var samt slatti á móti Brynjari Bjarkasyni með A9 í laufi gegn K4 í laufi á borði sem innihélt K og 2 lauf. Ekkert annað lauf lét sjá sig og Óskar út. Þá tvöfaldaði Viktor Helgi sig á móti Pétri Dan með A7 gegn Q4.

00:43 Ingvar tekur Ísinn út í seinustu höndinni. 

Mikið action á seinustu hönd dagsins á mismunandi borðum. Ingvar með KQ gegn K7 og KQ vinnur. Chipcounts fyrir dag 2 kemur von bráðar.Halldór Már Sverrisson út. Chipcount kemur eftir örstutta stund. Leikar hefjast að nýju kl. 11:00 á morgun.

01:05 Chipcount eftir dag 1 Brynjar leiðir með miklum yfirburðum

Brynjar Bjarkason 176.250

Jón Freyr Halldórsson 123.975

Guðmundur Helgi Ragnarsson 99.250

Hlynur Sverrisson 94.950

Sævar 91.450

Jóhann Klemenz 91.325

Gunnar Örn Jóhannsson 71.800

Steinar Bragi 71.400

Guðjón Heiðar Valgarðsson 68.750

Sigurður Eyberg Guðlaugsson 64.675

Valur Heiðar 64.175

Daníel Pétur Axelsson 60.000

Haukur Már Böðvarsson 59.900

Einar Eiríksson 55.200

Ísak Finnbogason 55.175

Ingi Þór 53.950

Jón Ingi Þorvaldsson 50.650

Kristján Bragi Valsson 48.850

Valdís 64.425

Garðar Geir Hauksson 46.250

Anika Mai Jóhannsdóttir 45.200

Agnar Imsland 44.500

Leon Paul Sugba 41.850

Daníel Már Pálsson 39.900

Hafþór Sigtryggsson 39.575

Siggi Dan 39.400

Kári Sigurðsson 39.175

Logi Unnarsson Jónsson 37.525

Kalman Csaa 32.150

Sverrir Á 31.925

Arnar Már 31.450

Snorri Sturluson 29.900

Steinar Geir Ólafsson 27.075

Inga Poko 26.600

Ingvar Sveinsson 25.025

Brynjar Guðmundsson 23.750

Viktor Helgi Benediktsson 19.500

Einar Már Þórólfsson 19.400

Hlöðver Þórarinsson 18.350

Sævaldur Harðarson 16.950

Guðni Rúnar Ólafsson 15.350

Sverrir Karl 13.500

Pétur Dan 5000

1 reply

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply