Mótahald enn í biðstöðu…

Stjórn PSÍ hefur verið að leita leiða til þess að koma mótahaldi á vegum sambandsins í gang aftur í samræmi við gildandi reglugerð um sóttvarnir og vonir standa enn til þess að hægt verði að halda Íslandsmót fyrir 2020 áður en við skiptum um gír og skipuleggjum mótadagskrá fyrir 2021.

Staðan er hins vegar ennþá sú að okkur eru settar of þröngar skorður til þess að hægt sé að halda mót með góðum hætti enda gera sóttvarnaryfirvöld ennþá kröfu um að haldið sé 2ja metra fjarlægð á milli leikmanna og að einungis 20 megi koma saman í sama rými.

Við verðum því að bíða enn um sinn og sjá hvernig staðan verður þegar ný reglugerð kemur út þann 17. febrúar og við sendum út nánari upplýsingar í framhaldi af því.

Hér má finna upplýsingar um gildandi sóttvarnarreglur til samræmis við reglugerð Heilbrigðisráðuneytisins og eru pókerklúbbar hvattir til þess að setja sér sambærilegar reglur um sína starfsemi á meðan þetta ástand var

Uppfærðar sóttvarnarreglur

Nú er þokkalegt útlit fyrir að mótahald geti hafist að nýju í samræmi við þá reglugerð sem tók gildi í dag, 13.janúar. Verið er að kanna möguleika á að halda ÍM fyrir 2020 og verða nánari upplýsingar um það sendar út innan fárra daga.

Sóttvarnarreglur PSÍ hafa verið uppfærðar til samræmis við reglugerðina og þær má finna hér. Vinsamlegast kynnið ykkur þær vel og við hvetjum alla klúbba og félög sem bjóða upp á póker sem hluta af starfsemi sinni til þess að nota sömu eða sambærilegar reglur um starfsemi sína.