Covid-19 reglur PSÍ

Á meðan Covid-19 hættan steðjar að samfélagi okkar munu eftirfarandi reglur gilda um allt mótahald og aðra viðburði á vegum PSÍ.  Reglur þessar hafa verið uppfærðar til samræmis við nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem útgefin var af Heilbrigðisráðuneytinu og tók gildi þann 13. apríl 2021.

  1. Fjöldi á mótsstað takmarkast við 50 einstaklinga ef um er að ræða 100fm húsnæði eða stærra og á það við um samanlagðan fjölda keppenda og starfsfólks. Eingöngu er hægt að halda mót með meiri fjölda ef alger aðskilnaður er á milli rýma, þar með talinni aðskildri salernisaðstöðu, aðskildum búnaði og aðskildu starfsfólki.  Í smærri rýmum skal miða fjölda einstaklinga við einn á hverja tvo fermetra.
  2. Keppendur og starfsfólk skulu bera viðurkenndar andlitsgrímur inni á mótsstað. Ekki er grímuskylda fyrir leikmenn og gjafara þegar setið er við keppnisborð á meðan á leik stendur.
  3. Ekki er heimilt að veita áhorfendum aðgang að mótsstað.
  4. Allur búnaður skal þrifinn/sótthreinsaður í upphafi hvers mótsdags og amk. tvisvar á hverjum mótsdegi.  Sameiginlegir snertifletir og salernisrými skulu þrifin í upphafi/lok hvers mótsdags.
  5. Keppendur skulu sótthreinsa hendur í hvert sinn sem sest er til keppnisborðs og í hvert sinn sem staðið er upp frá borði.
  6. Keppendur og starfsfólk skulu varast alla snertingu við aðra einstaklinga á mótsstað.  Keppendur skulu einnig varast alla snertingu við andlit á meðan á leik stendur.
  7. Öll neysla matvæla við keppnisborð er óheimil.
  8. Mótshaldari skal halda skrá yfir nöfn, kennitölu og netfang allra keppenda, sætaskipan allra borða og færslur leikmanna á milli borða á meðan á móti stendur.
  9. Þeir sem hafa einhver einkenni sem gætu tengst Covid-19 (s.s. kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu) skulu halda sig heima og fá miða endurgreidda sem keyptir hafa verið á mót.
  10. Þeir sem greinast með Covid-19 smit eftir að hafa tekið þátt í móti á vegum PSÍ skulu tilkynna stjórn PSÍ það eins fljótt og auðið er í tölvupósti á pokersamband@pokersamband.is.

Félög og klúbbar sem bjóða upp á póker sem hluta af sinni starfsemi eru eindregið hvattir til þess að innleiða þessar reglur eða sambærilegar reglur.

Reglur þessar eru settar til þess að lágmarka smithættu og hafa verður í huga að aldrei er hægt að útrýma sýkingarhættu að öllu leyti og því eru þeir sem tilheyra viðkvæmum hópum hvattir til þess að sækja ekki mót eða aðrar samkomur á vegum PSÍ á meðan þetta ástand varir.

Sóttvarnafulltrúi PSÍ er Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ. Öllum spurningum og ábendingum varðandi reglur þessar skal beint til stjórnar PSÍ á netfangið pokersamband@pokersamband.is

Reglur þessa gilda frá 16. apríl2021 þar til tilkynnt verður um breytingar þar á.

(Síðast uppfært 16.apríl 2021)