Úrslit á Smábokka 2018

Mótið Smábokki er nú orðið að árlegum viðburði hjá okkur og fór það fram núna um helgina á Casa.  Mótið var spilað á þremur dögum, boðið var upp á tvo möguleika á að spila dag eitt, 7. og 8. júní, og dagur tvö var síðan leikinn laugardaginn 9.júní.  Mótsstjóri var Ingi Þór Einarsson og gjafarar á degi 2 voru Sigurlín (Silla) Gústafsdóttir og Alexander Sveinbjörnsson.

Alls tóku 51 þátt í mótinu, 24 á degi 1A og 27 á degi 1B, og komust 18 yfir á dag 2.  Þátttökugjöld á mótinu voru kr. 1.020.00 og var kostnaður við mótið aðeins kr. 96.500 (9,5% kostnaðarhlutfall) og fóru því kr. 923.500 í verðlaunafé.

Það var Helgi Elfarsson sem stóð uppi sem sigurvegari þegar leik lauk um kl. 22:30 á laugardagskvöldið og hlaut að launum kr. 314.000 og verðlaunagrip til eignar.  Veitt var verðlaunafé fyrir 7 efstu sæti og voru þau skipuð eftirfarandi:

1. Helgi Elfarsson, kr. 314.000
2. Hlynur Sverrisson, kr. 212.500
3. Ingvar Óskar Sveinsson, kr. 129.500
4. Eysteinn Einarsson, kr. 92.500
5. Jón Ingi Þorvaldsson, kr. 74.000
6. Egill Þorsteinsson, kr. 55.500
7. Magnús Valur Böðvarsson, kr. 46.000

Við óskum Helga til hamingju með sigurinn og þökkum CASA og Pokerstore.is kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd fyrstu tveggja móta ársins en það er ekki síst fyrir tilstilli þeirra að hægt var að halda mótin með lágmarks tilkostnaði.

Við sjáumst síðan vonandi sem flest á næsta móti sem verður Stórbokki í byrjun september.

Staðan í Smábokka eftir dag 1

Degi 1B á Smábokka 2018 var að ljúka rétt í þessu.  Alls tóku 51 þátt í mótinu og komust 18 af þeim yfir á dag 2.  Það verða því tvö full borð sem hefja leik kl. 13:00 í dag.

Eftirtaldir eru ennþá inni í mótinu:

Egill Þorsteinsson 258.000
Brynjar Rafn 175.500
Ingvar Sveinsson 156.900
Einar Einarsson 155.900
Eysteinn Einarsson 152.800
Böðvar Lemacks 149.600
Ívar Guðmundsson 141.700
Arnar Sigurðsson 122.600
Magnús Böðvarsson 117.900
Ívar Böðvarsson 100.500
Júlíus Pálsson 94.300
Halldór Már Sverrisson 74.600
Hlynur Sverrisson 69.400
Helgi Elfarsson 60.400
Árni Gunnarsson 59.600
Viktor Franz Jónsson 58.500
Sindri Stefansson 51.600
Jón Ingi Þorvaldsson 50.200

Heildarupphæð þátttökugjalda er kr. 1.020.000 og fara kr. 923.500 af því í verðlaunafé.  Kostnaðarhlutfall er því aðeins 9,5% en tekist hefur að halda kostnaði við mótið í algeru lágmarki með samhentu framtaki stjórnar og mótanefndar og aðkomu samstarfsaðila okkar, CASA og Pokerstore.is.