Úrslit á Smábokka 2018

Mótið Smábokki er nú orðið að árlegum viðburði hjá okkur og fór það fram núna um helgina á Casa.  Mótið var spilað á þremur dögum, boðið var upp á tvo möguleika á að spila dag eitt, 7. og 8. júní, og dagur tvö var síðan leikinn laugardaginn 9.júní.  Mótsstjóri var Ingi Þór Einarsson og gjafarar á degi 2 voru Sigurlín (Silla) Gústafsdóttir og Alexander Sveinbjörnsson.

Alls tóku 51 þátt í mótinu, 24 á degi 1A og 27 á degi 1B, og komust 18 yfir á dag 2.  Þátttökugjöld á mótinu voru kr. 1.020.00 og var kostnaður við mótið aðeins kr. 96.500 (9,5% kostnaðarhlutfall) og fóru því kr. 923.500 í verðlaunafé.

Það var Helgi Elfarsson sem stóð uppi sem sigurvegari þegar leik lauk um kl. 22:30 á laugardagskvöldið og hlaut að launum kr. 314.000 og verðlaunagrip til eignar.  Veitt var verðlaunafé fyrir 7 efstu sæti og voru þau skipuð eftirfarandi:

1. Helgi Elfarsson, kr. 314.000
2. Hlynur Sverrisson, kr. 212.500
3. Ingvar Óskar Sveinsson, kr. 129.500
4. Eysteinn Einarsson, kr. 92.500
5. Jón Ingi Þorvaldsson, kr. 74.000
6. Egill Þorsteinsson, kr. 55.500
7. Magnús Valur Böðvarsson, kr. 46.000

Við óskum Helga til hamingju með sigurinn og þökkum CASA og Pokerstore.is kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd fyrstu tveggja móta ársins en það er ekki síst fyrir tilstilli þeirra að hægt var að halda mótin með lágmarks tilkostnaði.

Við sjáumst síðan vonandi sem flest á næsta móti sem verður Stórbokki í byrjun september.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply