Coolbet bikarinn hefst sunnudaginn 28. janúar!

Coolbet býður enn og aftur til glæsilegrar veislu en Coolbet bikarinn hefur göngu sína að nýju 28.janúar! Eins og undanfarin ár býður Coolbet upp á ADDED aukaverðlaun og í þetta sinn fyrir öll 9 sætin á lokaborðinu, samtals að verðmæti €4820 eða yfir 700þúsund ISK!!

Þátttökugjald í hverju móti verður €50 með möguleika á einu re-entry og er greitt út verðlaunafé með venjulegum hætti í hverju móti, þ.e. ekkert er tekið úr prizepool í hverju móti vegna aukaverðlaunanna.

Allir geta tekið þátt í mótunum en stig telja aðeins í stigakeppninni fyrir aðila að PSÍ. Ganga þarf frá aðild að PSÍ fyrir upphaf þriðju umferðar til að stig telji. Það er skotfljótlegt að ganga frá aðild að PSÍ hér: www.pokersamband.is/shop

PSÍ veitir sigurvegaranum á lokaborðinu verðlaunagrip til eignar og Coolbet bætir síðan við aukaverðlaunum (Added Value!!) fyrir öll sætin á lokaborðinu.

1. – 2. sæti: €1600 pakki á Coolbet Open í ágúst 2024 (miði á main event plús hótel)
3. – 4. sæti: €550 pakki á Coolbet Open í ágúst 2024 (t.d. miði á main event eða samsvarandi upphæð í önnur mót)
5. – 9. sæti: Coolbet Passport ticket (€130)

Hægt verður að framselja verðlaun til annars aðila ef vinningshafar sjá sér ekki fært um að taka þátt í mótinu.

Coolbet stefnir að því að halda hina frábæru pókerveislu Coolbet Open að nýju í ágúst á þessu ári en nákvæmar dagsetningar eða staðsetning liggur ekki fyrir.

Dagskrá mótaraðarinnar er eftirfarandi:

28. jan. kl. 20:00 1. umferð
4. feb. kl. 20:00 2. umferð
11. feb. kl. 20:00 3. umferð
18. feb. kl. 20:00 4. umferð
25. feb. kl. 20:00 5. umferð
3. mars. kl. 20:00 6. umferð
10. mars. kl. 20:00 LOKABORÐ

5 bestu mót af 6 telja til stiga í stigakeppninni. Ath. að ganga þarf frá aðild að PSÍ áður en þriðja umferð hefst til að stig telji.

Nánari upplýsingar má finna hér á vef PSÍ.

Ársþing PSÍ 2024

Ársþing Pókersambands Íslands 2023 verður haldið sunnudaginn 14.janúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.

Ársþingið verður að þessu sinni eingöngu í net-heimum. Smellið hér til að tengjast fundinum.