Entries by Stjórn PSÍ

Sigurður Þengils vinnur Stórbokka 2025

Það var Sigurður Þengilsson sem vann sigur á Stórbokkanum í ár eftir heads-up viðureign við Einar Þór Einarsson sem varð í öðru sæti. Þegar þeir voru einir eftir gerðu þeir með sér samning um að skipta jafnt verðlaunafénu fyrir efstu tvö sætin og spila síðan upp á titilinn og verðlaunagripina. Alls tóku 30 þátt í […]

Steinar er Smábokki annað árið í röð!

Við þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku í Smábokka sem lauk núna kl.23:00 í kvöld en. Alls tóku 53 þátt í mótinu og voru endurkaup í mótið 25 talsins þannig að alls voru 78 entry í mótið. Verðlaunaféð endaði í 1.989.000 og var námundað upp í sléttar 2.000.000 sem skiptist á milli 9 efstu leikmanna. Kostnaðarhlutfall […]

Smábokki 2025 – Staðan eftir dag 1

Það voru 53 sem mættu til leiks á Smábokka sem hófst kl. 18:00 föstudaginn 6.júní. Endurkaup voru 25 talsins og verðlaunapotturinn endaði í 1.989.000 og við námundum hann upp sléttar 2.000.000 og verður honum skipt á milli 9 efstu sætanna. Kostnaðarhlutfall mótsins er 15%. 25 komast áfram á dag 2 og er staða þeirra eftirfarandi […]

Sigurður Brynjólfs og Már rúlluðu upp Coolbet Mystery Bounty mótinu

Við hófum Midnight Sun Poker hátíðina með látum í kvöld með Coolbet Mystery Bounty mótinu. 38 mættu til leiks og voru endurkaup 17 talsins og endaði hvor verðlaunapottur fyrir sig í 935.000. Tveir veglegir aukavinningar voru einnig í pottinum, €1600 pakki á Coolbet Open í boði Coolbet og 150.000 miði á Stórbokka. Það var Sigurður […]

Jesper vinnur Bræðing 2025

Bræðingur var haldinn í annað sinn nú í vikunni. Mótið hófst á Coolbet sl. sunnudag þar sem leikið var niður í 9 manna lokaborð og hélt mótið síðan áfram í sal Hugaríþróttafélagsins nú í kvöld þar sem lokaborðið var leikið til enda. Það var Jesper Sand Poulsen sem stóð uppi sem sigurvegari eftir dágóða heads-up […]

Bræðingur 2025 – Lokaborð

Bræðingur 2025 hófst í kvöld með net-hlutanum þar sem leikið var niður í 9 manna lokaborð. Alls tóku 40 manns þátt í mótinu og voru endurkaup 21 talsins og prizepoolið endaði í €2775 sem námundast í slétt 400.000 kr. og verður skipt á milli 5 efstu sætanna. Lokaborðið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins miðvikudaginn 4.júní […]

Midnight Sun Poker 2025

(For information in English, click here) Þetta árið sláum við í fyrsta sinn saman þremur mótum sem hafa verið á mótadagskránni, Bræðingi, Smábokka og Stórbokka og gerum úr því 5 daga pókerhátíð með nokkrum hliðarmótum. Bræðingur hefur aðeins einu sinni verið haldinn áður en í því móti bræðum við saman net-póker og live póker í […]

Axel Hreinn vinnur Coolbet bikarinn

Coolbet bikarnum 2025 lauk sunnudaginn 16.mars með lokaborði 9 efstu í stigakeppninni. Það var Axel Hreinn Steinþórsson, a.k.a. AxelHreinn sem bar sigur úr býtum en hann byrjaði lokaborðið með rétt u.þ.b. meðalstakk. Axel Hreinn hefur lítið látið sjá sig á live mótum en hann birtist þeim mun oftar á mótum á netinu. Þetta er í […]

Coolbet bikarinn hefst sunnudaginn 2. febrúar!

Coolbet býður enn og aftur til glæsilegrar veislu en Coolbet bikarinn verður fyrsti dagskrárliður í mótadagskrá PSÍ eins og fyrri ár og hefst sunnudaginn 2.febrúar! Eins og undanfarin ár býður Coolbet upp á ADDED aukaverðlaun og í þetta sinn fyrir öll 9 sætin á lokaborðinu, samtals að verðmæti €5050 eða vel yfir 700þúsund ISK!! Þátttökugjald […]

Ársþing PSÍ 2025

Við óskum félagsmönnum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir frábæra þátttöku í mótum á vegum PSÍ á liðnu ári. Nýliðið ár var það sjöunda sem núverandi stjórn hefur leitt sambandið og þátttaka í öllum mótum ársins var sú mesta sem við höfum séð í okkar stjórnartíð. Við hefjum nýja árið með föstum liðum eins og […]