Coolbet bikarinn hefst sunnudaginn 2. febrúar!
Coolbet býður enn og aftur til glæsilegrar veislu en Coolbet bikarinn verður fyrsti dagskrárliður í mótadagskrá PSÍ eins og fyrri ár og hefst sunnudaginn 2.febrúar! Eins og undanfarin ár býður Coolbet upp á ADDED aukaverðlaun og í þetta sinn fyrir öll 9 sætin á lokaborðinu, samtals að verðmæti €5050 eða vel yfir 700þúsund ISK!!
Þátttökugjald í hverju móti verður €50 með möguleika á einu re-entry og er greitt út verðlaunafé með venjulegum hætti í hverju móti, þ.e. ekkert er tekið úr prizepool í hverju móti vegna aukaverðlaunanna.
Allir geta tekið þátt í mótunum en stig telja aðeins í stigakeppninni fyrir aðila að PSÍ. Ganga þarf frá aðild að PSÍ fyrir upphaf þriðju umferðar til að stig telji. Það er skotfljótlegt að ganga frá aðild að PSÍ hér: www.pokersamband.is/shop
PSÍ veitir sigurvegaranum á lokaborðinu verðlaunagrip til eignar og Coolbet bætir síðan við aukaverðlaunum (Added Value!!) fyrir öll sætin á lokaborðinu.
1. – 2. sæti: €1600 pakki á Coolbet Open í ágúst 2025 (miði á main event plús hótel)
3. – 4. sæti: €550 pakki á Coolbet Open í ágúst 2025 (t.d. miði á main event eða samsvarandi upphæð í önnur mót)
5. – 9. sæti: Coolbet Passport ticket (€150)
Hægt verður að framselja verðlaun til annars aðila ef vinningshafar sjá sér ekki fært um að taka þátt í mótinu.
Coolbet stefnir að því að halda hina frábæru pókerveislu Coolbet Open að nýju í Tallinn síðar á þessu ári en nákvæmar dagsetningar eða staðsetning liggur ekki fyrir. Stór hópur frá Íslandi sótti Coolbet Open í fyrra og var gríðarlega vel tekið á móti hópnum af forsvarsmönnum Coolbet og var einróma ánægja með ferðina.
.
Dagskrá mótaraðarinnar er að þessu sinni eftirfarandi:
2. feb. kl. 20:00 1. umferð
9. feb. kl. 20:00 2. umferð
16. feb. kl. 20:00 3. umferð
23. feb. kl. 20:00 4. umferð
2. mars. kl. 20:00 5. umferð
9. mars. kl. 20:00 6. umferð
16. mars. kl. 20:00 LOKABORÐ
4 bestu mót af 6 telja til stiga í stigakeppninni. Ath. að ganga þarf frá aðild að PSÍ áður en þriðja umferð hefst til að stig telji.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!