Coolbet bikarinn hefst sunnudaginn 22. janúar!

Coolbet býður enn og aftur til glæsilegrar veislu! Eins og síðast býður Coolbet upp á ADDED aukaverðlaun fyrir öll 9 sætin á lokaborðinu, samtals að verðmæti €5240 eða yfir 800þúsund ISK!!

Þátttökugjald í hverju móti verður €50 með möguleika á einu re-entry og er greitt út verðlaunafé með venjulegum hætti í hverju móti, þ.e. ekkert er tekið úr prizepool í hverju móti vegna aukaverðlaunanna.

Allir geta tekið þátt í mótunum en stig telja aðeins í stigakeppninni fyrir aðila að PSÍ. Það er skotfljótlegt að ganga frá aðild að PSÍ hér: www.pokersamband.is/shop

PSÍ veitir sigurvegaranum á lokaborðinu verðlaunagrip til eignar og Coolbet bætir síðan við aukaverðlaunum (Added Value!!) fyrir öll sætin á lokaborðinu:

1. – 2. sæti: €1600 pakki á Poker North Masters í Bratislava (miði á main event plús hótel)
3. – 4. sæti: €800 pakki á Poker North Masters í Bratislava (t.d. miði á main event eða samsvarandi upphæð í önnur mót)
5. – 9. sæti: Coolbet Passport ticket (€130)

Hægt verður að framselja verðlaun til annars aðila ef vinningshafar sjá sér ekki fært um að taka þátt í mótinu.

Dagskrá mótaraðarinnar er eftirfarandi:

22. jan. kl. 20:00 1. umferð
29. jan. kl. 20:00 2. umferð
5. feb. kl. 20:00 3. umferð
12. feb. kl. 20:00 4. umferð
19. feb. kl. 20:00 5. umferð
26. feb. kl. 20:00 LOKABORÐ

4 bestu af 5 telja til stiga í stigakeppninni.

Nánari upplýsingar má finna hér á vef PSÍ.

Ársþing PSÍ 2023

Ársþing Pókersambands Íslands 2023 verður haldið sunnudaginn 5. febrúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.

Ársþingið verður að þessu sinni eingöngu í net-heimum. Smellið hér til að tengjast fundinum.

Viskýmeistarinn fer með sigur af hólmi

Lokaborðið í Coolbet bikarnum fór fram í gær en þar öttu 9 stigahæstu keppendur kappi um stórglæsilega aukavinninga frá Coolbet upp á samtals 850.000 ISK. Það var Atli Þrastarson (WiskyMaster) sem bar sigur af hólmi og fær ásamt Sævari Inga og Gunnari Árnasyni €1300 pakka fyrir hóteli og miða á Coolbet Open Main Event, sem fram fer í Talinn í Eistlandi 23.-29.maí nk.

Allir sem komust á lokaborðið voru leystir út með glæsilegum vinningum en næstu þrír hljóta miða á Coolbet Open Main Event og þrír neðstu fá €130 miða á undanmót fyrir Coolbet Open. Atli fær að auki verðlaunagrip fyrir sigur í mótaröðinni og verður hann afhentur við fyrsta tækifæri.

Röðin á 9 efstu endaði svona:

  1. Atli Þrastarson (WhiskyMaster)
  2. Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS)
  3. Gunnar Árnason (OtherFkr)
  4. Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue)
  5. Inga Kristín Jónsdóttir (pingz)
  6. Þórarinn Kristjánsson (Gollipolli)
  7. Andrés Vilhjálmsson (Nurdieh)
  8. Már Wardum (DFRNT)
  9. Kristján Óli Sigurðsson (Hofdinginn2021)

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur og Atla til hamingju með titilinn Coolbet bikarmeistarinn 2022!

Að lokum þökkum við COOLBET fyrir ómetanlegt samstarf og rausnarlega vinninga og hlökkum til að heimsækja þá í Tallinn í lok maí.

Nánari upplýsingar um mótaröðina og vinninga má finna hér.

Stigakeppni lokið í Coolbet bikarnum

Lokaumferð í stigakeppni Coolbet bikarsins fór fram í gær og liggur nú fyrir hvaða 9 leikmenn muni etja kappi um 9 aukavinninga í boði Coolbet að verðmæti 850.000 ISK!

Þeir sem komast á lokaborðið eru:

  1. Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS)
  2. Inga Kristín Jónsdóttir (pingz)
  3. Þórarinn Kristjánsson (Gollipolli)
  4. Gunnar Árnason (OtherFkr)
  5. Kristján Óli Sigurðsson (Hofdinginn2021)
  6. Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue)
  7. Andrés Vilhjálmsson (Nurdieh)
  8. Már Wardum (DFRNT)
  9. Atli Þrastarson (WhiskyMaster)

Lokaborðið hefst kl. 20:00, sunnudaginn 3.apríl og hvetjum við félagsmenn til að fylgjast með gangi leiksins á Coolbet.com.

Við óskum 9 efstu til hamingju með glæsilegan árangur og óskum þeim góðs gengis á lokaborðinu.

Nánari upplýsingar um mótaröðina og vinninga má finna hér.

Coolbet bikarinn hefst 6.febrúar!

Mótaröðin Coolbet bikarinn hefst 6. febrúar kl. 20:00 og Coolbet gerir enn betur við félagsmenn PSÍ en nokkru sinni fyrr!

Að þessu sinni verða 9 verðlaunasæti á lokaborðinu sem fram fer 3. apríl 2022:

  1. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event + Hótel gisting að verðmæti €1300
  2. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event + Hótel gisting að verðmæti €1300
  3. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event + Hótel gisting að verðmæti €1300
  4. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event að verðmæti €550
  5. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event að verðmæti €550
  6. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event að verðmæti €550
  7. sæti: Miði á Coolbet Open satellite að værðmæti €130
  8. sæti: Miði á Coolbet Open satellite að værðmæti €130
  9. sæti: Miði á Coolbet Open satellite að værðmæti €130

Semsagt, added value upp á samtals €5940 eða 850.000 ISK!!!

Dagskrá mótanna má finna hér á vef PSÍ.

Coolbet býður nú einnig öllum félgasmönnum sem ganga frá árgjaldinu á næstu vikum sérstakan bónuspakka sem felur í sér tvo €20 miða á mótaröð Höfðingjans sem hefst á sama tíma og Coolbet bikarinn!!

Gangið frá árgjaldinu fyrir hádegi á sunnudag og verða miðarnir þá lagðir inn á reikninginn ykkar áður en mótin hefjast á sunnudagskvöld kl. 20:00.

Ársþing PSÍ 2022

Ársþing Pókersambands Íslands 2022 verður haldið sunnudaginn 16. janúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.

Uppfærsla 15. janúar:

Í ljósi aðstæðna verður ársþingið í formi net-fundar að þessu sinni og geta allir félagsmenn sótt þingið með því að smella hér.

https://us02web.zoom.us/j/84971012802?pwd=UTJWQjZFYXpxRDBLYmd5MiszdXJvQT09

Meeting ID: 849 7101 2802

Passcode: 174438

Frá ársþingi 2021

Ársþing PSÍ var haldið í gær, sunnudaginn 28.febrúar 2021.  Þingið fór fram á veitingastaðnum Hereford og mættu 4 félagsmenn til fundar en einnig var hægt að fylgjast með fundinum á Zoom.  Það er oft sagt að það sé merki um almenna ánægju með stjórnun félagasamtaka þegar fáir mæta til aðalfundar og vonum við að fámennið megi túlka sem svo.

Allir aðalmenn í stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og kom einn nýr varamaður inn í stjórn.

Stjórn PSÍ skipa nú:

  • Már Wardum, formaður
  • Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
  • Einar Þór Einarsson, ritari
  • Guðmundur Helgi Helgason, varamaður
  • Sunna Kristinsdóttir, varamaður

Í mótanefnd eru:

  • Viktor Lekve
  • Einar Þór Einarsson
  • Guðmundur Helgi Helgason

Laga- og leikreglnanefnd skipa:

  • Jón Ingi Þorvaldsson
  • Sunna Kristinsdóttir
  • Einar Þór Einarsson

Skoðunarmenn reikninga eru:

  • Ottó Marwin Gunnarsson
  • Jónas Tryggvi Stefánsson

Tvær breytingar voru gerðar á reglugerð sambandsins um mótahald og eru þær þegar komnar hér inn á vef PSÍ. Annars vegar var bætt inn grein 5 sem lýtur að hreinlæti og neyslu matar og drykkjar við keppnisborð. Hins vegar var grein 7. breytt til samræmis við reglur TDA um fjölda á lokaborði.

106 félagsmenn greiddu árgjald á árinu 2020, heildarvelta sambandsins var 3,9 mkr. og afkoma af rekstri var neikvæð um 492 þús kr. á árinu.

Ársþing PSÍ 2021

Ársþing Pókersambands Íslands 2020 verður haldið á veitingastaðnum Hereford, Laugavegi 53b. sunnudaginn 28. febrúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Áður en þingið hefst mun fara fram verðlaunaafhending fyrir nokkur mót sem haldin voru 2020 og ekki var búið að ná að halda afhenda verðlaun fyrir, það eru Coolbet bikarinn, Bikarmótið, Quarantine Cup, ÍM í net-póker og ÍM í net-PLO.

Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta hvort sem þið gefið kost á ykkur til starfa fyrir sambandið eður ei.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Zoom með þessum tengli hér.

Ársþing PSÍ 2020

Ársþing Pókersambands Íslands 2020 verður haldið í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku, sunnudaginn 26.janúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta hvort sem þið gefið kost á ykkur til starfa fyrir sambandið eður ei.

Lagðar verða fyrir þingið eftirfarandi lagabreytingar (viðbætur eru feitletraðar):

  1. Lagt er til að heiti 8.kafla laga PSÍ verði breytt í “8. kafli. Lagabreytingar og slit sambandsins.
  2. Lagt er til að nýrri grein verði bætt við lög PSÍ sem hljóðar svo:
    13. grein. – Tillaga um að leggja sambandið niður þarf að berast stjórn a.m.k. 3 vikum fyrir aðalfund og skal tillögunnar getið í fundarboði. Tillaga um að leggja sambandið niður telst aðeins samþykkt ef 3/4 atkvæðabærra fundarmana samþykkja tillöguna. Verði slík tillaga samþykkt skal boða til aukaaðalfundar innan 4 vikna til að staðfesta tillöguna og þarf jafnframt 3/4 atkvæðabærra fundarmanna þar til þess að staðfesta samþykki hennar. Verði sambandið lagt niður skulu eignir þess renna til verkefnisins “Frú Ragnheiður – Skaðaminnkun” á vegum Rauða Krossins í Reykjavík.
  3. Lagt er til að 9. grein laga PSÍ verði breytt í:  (viðbótarákvæði um að heimild til að hafna aðild og hins vegar lágmarksaldur).
    Til að teljast fullgildur meðlimur skal félagi hafa greitt árgjald til PSÍ á yfirstandandi ári. Þeir sem hafa greitt árgjald á undangengnu ári hafa atkvæðisrétt á ársþingi.
    Stjórn PSÍ áskilur sér rétt til þess að hafna aðild félaga sem á einhvern hátt hafa orðið uppvísir að agabrotum eða ósæmilegri hegðun á mótum á vegum PSÍ eða hjá aðildarfélögum/félögum sem PSÍ á í samstarfi við.
    Miða skal árgjöld við reikningsár sambandsins. Það er skilyrði fyrir þátttöku í mótum á vegum PSÍ, að viðkomandi félagi hafi greitt árgjald sitt til Pókersambandsins og hafi náð 18 ára aldri….…[restin er síðan eins] “.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórnin.

 

Ný stjórn PSÍ

Ársþing PSÍ var haldið í dag, sunnudaginn 3.febrúar 2019, og fór það fram í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku.

Ný stjórn sambandsins var kjörin á þinginu og skiptir hún þannig með sér verkum:

Már Wardum, formaður
Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
Einar Þór Einarsson, ritari
Ingi Þór Einarsson, varamaður
Ívar Örn Böðvarsson, varamaður

Í mótanefnd voru kjörnir:

Ingi Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson
Viktor Lekve

Í laga- og leikreglnanefnd voru kjörnir:

Ottó Marwin Gunnarsson
Jón Ingi Þorvaldsson
Einar Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson

Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum, m.a. þess efnis að stjórnarmönnum var fækkað í 3 og 2 til vara, í stað 5 og enginn varamaður eins og það var áður.

Fundurinn var sendur beint út á facebook síðu PSÍ og má nálgast upptöku af fundinum hér.

Hér má nálgast ársskýrslu PSÍ fyrir 2018 ásamt ársreikningi, og hér eru þær lagabreytingatillögur sem samþykktar voru á þinginu.