Ársþing PSÍ 2020

Ársþing Pókersambands Íslands 2020 verður haldið í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku, sunnudaginn 26.janúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta hvort sem þið gefið kost á ykkur til starfa fyrir sambandið eður ei.

Lagðar verða fyrir þingið eftirfarandi lagabreytingar (viðbætur eru feitletraðar):

  1. Lagt er til að heiti 8.kafla laga PSÍ verði breytt í “8. kafli. Lagabreytingar og slit sambandsins.
  2. Lagt er til að nýrri grein verði bætt við lög PSÍ sem hljóðar svo:
    13. grein. – Tillaga um að leggja sambandið niður þarf að berast stjórn a.m.k. 3 vikum fyrir aðalfund og skal tillögunnar getið í fundarboði. Tillaga um að leggja sambandið niður telst aðeins samþykkt ef 3/4 atkvæðabærra fundarmana samþykkja tillöguna. Verði slík tillaga samþykkt skal boða til aukaaðalfundar innan 4 vikna til að staðfesta tillöguna og þarf jafnframt 3/4 atkvæðabærra fundarmanna þar til þess að staðfesta samþykki hennar. Verði sambandið lagt niður skulu eignir þess renna til verkefnisins “Frú Ragnheiður – Skaðaminnkun” á vegum Rauða Krossins í Reykjavík.
  3. Lagt er til að 9. grein laga PSÍ verði breytt í:  (viðbótarákvæði um að heimild til að hafna aðild og hins vegar lágmarksaldur).
    Til að teljast fullgildur meðlimur skal félagi hafa greitt árgjald til PSÍ á yfirstandandi ári. Þeir sem hafa greitt árgjald á undangengnu ári hafa atkvæðisrétt á ársþingi.
    Stjórn PSÍ áskilur sér rétt til þess að hafna aðild félaga sem á einhvern hátt hafa orðið uppvísir að agabrotum eða ósæmilegri hegðun á mótum á vegum PSÍ eða hjá aðildarfélögum/félögum sem PSÍ á í samstarfi við.
    Miða skal árgjöld við reikningsár sambandsins. Það er skilyrði fyrir þátttöku í mótum á vegum PSÍ, að viðkomandi félagi hafi greitt árgjald sitt til Pókersambandsins og hafi náð 18 ára aldri….…[restin er síðan eins] “.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórnin.

 

Ný stjórn PSÍ

Ársþing PSÍ var haldið í dag, sunnudaginn 3.febrúar 2019, og fór það fram í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku.

Ný stjórn sambandsins var kjörin á þinginu og skiptir hún þannig með sér verkum:

Már Wardum, formaður
Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
Einar Þór Einarsson, ritari
Ingi Þór Einarsson, varamaður
Ívar Örn Böðvarsson, varamaður

Í mótanefnd voru kjörnir:

Ingi Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson
Viktor Lekve

Í laga- og leikreglnanefnd voru kjörnir:

Ottó Marwin Gunnarsson
Jón Ingi Þorvaldsson
Einar Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson

Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum, m.a. þess efnis að stjórnarmönnum var fækkað í 3 og 2 til vara, í stað 5 og enginn varamaður eins og það var áður.

Fundurinn var sendur beint út á facebook síðu PSÍ og má nálgast upptöku af fundinum hér.

Hér má nálgast ársskýrslu PSÍ fyrir 2018 ásamt ársreikningi, og hér eru þær lagabreytingatillögur sem samþykktar voru á þinginu.

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Pókersambands Íslands 2019 verður haldinn í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku, sunnudaginn 3.febrúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta á fundinn og gefa kost á sér í stjórn og nefndir eða í önnur verkefni á árinu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórnin.

 

Ný stjórn PSÍ

Ársþing Pókersambands Íslands var haldið laugardaginn 24.mars sl. að CenterHotel í Þingholtsstræti og var metmæting á þingið að sögn þeirra sem til þekktu en alls mættu 6 félagsmenn á þingið 😉 (auk nokkurra sem fylgdust með beinni útsendingu). Það er vonandi til marks um aukinn áhuga á að taka þátt í störfum sambandsins og óvenju vel tókst einnig að manna stjórn og nefndir.

Stjórn sambandsins skipa nú eftirfarandi:
Sunna Kristinsdóttir, formaður
Jon Ingi Thorvaldsson, gjaldkeri
Bjarni Bequette, varaformaður
Már Wardum, ritari
Valdis Ósk Valsdóttir Meyer, meðstjórnandi

Í mótanefnd eru eftirfarandi:
Bjarni Bequette
Ingi Þór Einarsson
Einar Þór Einarsson
Jón Þröstur Jónsson
Anika Maí Jóhannsdóttir

Laga- og leikreglnanefnd skipa:
Ottó Marwin Gunnarsson
Jon Ingi Thorvaldsson

Athugið að enn er hægt að bæta við fólki í nefndir sem hefur áhuga á að starfa í þeim. Þeir sem eru í mótanefnd þurfa ekki að taka þátt í öllum verkefnum ársins og þeim mun fleiri sem taka þátt í skipulagningu og framkvæmd móta þeim mun minna mæðir á hverjum og einum.

Allar lagabreytingatillögur sem lagðar voru fram á þinginu voru samþykktar en nokkrar þeirra voru þó samþykktar með breytingum sem lagðar voru til á þinginu. Einnig var samþykkt ný reglugerð um mótahald með nokkrum minniháttar breytingum einnig. Hin breyttu lög og hin nýja reglugerð eru komin hér inn á vefinn.

Upptöku af ársþinginu má finna hér á fb síðu PSÍ. Glærur með lagabreytingatillögum (í endanlegri mynd, að teknu tilliti til breytingatillagna sem lagðar voru fram á þinginu) auk nýrrar reglugerðar um mótahald má finna hér: https://bit.ly/2G6tutQ. Aftast í skjalinu má síðan finna punkta um fjármál sambandsins sem fjallað var um undir liðnum önnur mál.

Við þökkum fyrir þann aukna áhuga sem sýndur hefur verið á að taka þátt í störfum sambandsins og hlökkum til að hlökkum til að starfa með ykkur á árinu!

Stjórnin.