Ársþing PSÍ 2020
Ársþing Pókersambands Íslands 2020 verður haldið í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku, sunnudaginn 26.janúar kl. 16:00.
Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.
Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta hvort sem þið gefið kost á ykkur til starfa fyrir sambandið eður ei.
Lagðar verða fyrir þingið eftirfarandi lagabreytingar (viðbætur eru feitletraðar):
- Lagt er til að heiti 8.kafla laga PSÍ verði breytt í “8. kafli. Lagabreytingar og slit sambandsins.“
- Lagt er til að nýrri grein verði bætt við lög PSÍ sem hljóðar svo:
“13. grein. – Tillaga um að leggja sambandið niður þarf að berast stjórn a.m.k. 3 vikum fyrir aðalfund og skal tillögunnar getið í fundarboði. Tillaga um að leggja sambandið niður telst aðeins samþykkt ef 3/4 atkvæðabærra fundarmana samþykkja tillöguna. Verði slík tillaga samþykkt skal boða til aukaaðalfundar innan 4 vikna til að staðfesta tillöguna og þarf jafnframt 3/4 atkvæðabærra fundarmanna þar til þess að staðfesta samþykki hennar. Verði sambandið lagt niður skulu eignir þess renna til verkefnisins “Frú Ragnheiður – Skaðaminnkun” á vegum Rauða Krossins í Reykjavík.“ - Lagt er til að 9. grein laga PSÍ verði breytt í: (viðbótarákvæði um að heimild til að hafna aðild og hins vegar lágmarksaldur).
“Til að teljast fullgildur meðlimur skal félagi hafa greitt árgjald til PSÍ á yfirstandandi ári. Þeir sem hafa greitt árgjald á undangengnu ári hafa atkvæðisrétt á ársþingi.
Stjórn PSÍ áskilur sér rétt til þess að hafna aðild félaga sem á einhvern hátt hafa orðið uppvísir að agabrotum eða ósæmilegri hegðun á mótum á vegum PSÍ eða hjá aðildarfélögum/félögum sem PSÍ á í samstarfi við.
Miða skal árgjöld við reikningsár sambandsins. Það er skilyrði fyrir þátttöku í mótum á vegum PSÍ, að viðkomandi félagi hafi greitt árgjald sitt til Pókersambandsins og hafi náð 18 ára aldri….…[restin er síðan eins] “.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórnin.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!