Íslandsmótið í póker 2022

Íslandsmótið í póker 2022 verður haldið dagana 3.-6. nóv. og mun það fara fram í nýjum glæsilegum sal Hugaríþróttafélagins, Mörkinni 4.

Dagur 1 verður leikinn í tvennu lagi líkt og síðast, dagur 1a fimmtudaginn 3. nóv. og dagur 1b föstudaginn 4. nóv. Leikur hefst kl. 17:00 báða dagana. Dagur 2 hefst síðan kl. 13:00 laugardaginn 5. nóv.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer að venju fram á vef PSÍ  (www.pokersamband.is/shop)

Við minnum á að PSÍ tekur ekki við greiðslum í reiðufé en hægt er að greiða með bæði debet- og kreditkortum á vef PSÍ.

Þátttökugjaldið er kr. 80.000, fram til miðnættis miðvikudaginn 2. nóv. og hækkar þá í kr. 88.000.

Vikuleg undanmót hefjast á Coolbet sunnudaginn 25. september kl. 20:00.

Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu hefjast þriðjudaginn 27. september kl. 19:00.

Nánari upplýsingar um dagskrá og strúktúr má finna hér.

Dagskrá undanmóta:

  • Sun. 25. sept. kl. 20:00 – Coolbet
  • Þri. 27. sept. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Sun. 2. okt. kl. 20:00 – Coolbet
  • Fim. 6. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Sun. 9. okt. kl. 20:00 – Coolbet
  • Fim. 13. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fös. 14. okt. kl. 19:00 – Poker Express
  • Sun. 16. okt. kl. 20:00 – Coolbet (Freebuy kl. 19:30)
  • Þri. 18. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fim. 20. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Sun. 23. okt. kl. 20:00 – Coolbet (Freebuy kl. 19:30)
  • Þri. 25. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fim. 27. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Lau. 29. okt. kl. 16:00 – Hugaríþróttafélagið – Mega satellite! – 2 miðar added!
  • Sun. 30. okt. kl. 20:00 – Coolbet (Freebuy kl. 19:30)
  • Mán. 31. okt. kl. 20:00 – Coolbet (Freebuy kl. 19:30)
  • Mán. 31. okt. kl. 21:30 – Coolbet (€10 Re-buy mania!)
  • Þri. 1. nóv. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið

Róbert tekur Íslandsmeistaratitilinn í PLO 2022

Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha lauk um kl. 2 í nótt með sigri Róberts Gíslasonar. Í öðru sæti varð Jón Gauti Árnason og í því þriðja varð Stefán Hjalti Garðarsson. Mótið hófst klukkan 14:00 og fór fram í nýjum glæsilegum salarkynnum Hugaríþróttafélagsins í Mörkinni. Þátttakendur voru 22 talsins og keyptu 9 þeirra sig inn aftur en eitt re-entry er leyft í þessu móti. Alls voru því 31 entry í mótið. Kostnaðarhlutfall var 15% og var verðlaunafé því 1.055.000 og skiptist það á milli 5 efstu með eftirfarandi hætti:

  1. Róbert Gíslason, 380.000
  2. Jón Gauti Árnason, 275.000
  3. Stefán Hjalti Garðarsson, 190.000
  4. Kristján Bragi Valsson, 125.000
  5. Grétar Már Steindórsson, 85.000

Lokaborðið var skipað 7 síðustu leikmönnum eins og reglur gera ráð fyrir og auk verðlaunahafanna þá komust einnig á lokaborð þeir Hafþór Sigmundsson sem endaði í 6.sæti og Haukur Einarsson í 7.sæti. Hart var tekist á þegar 6 voru eftir, eða “á búbblunni” og tók 2 og hálfan tíma að sprengja búbbluna.

Mótsstjóri var Daníel Jóhannsson sem þreytti frumraun sína í mótsstjórn fyrir PSÍ með glæsibrag og í störfum gjafara var úrvalslið Omaha gjafara, þau Alexander, Silla og Rannveig.

Við óskum Róberti til hamingju með sigurinn, þann fyrsta í móti á vegum PSÍ, og öllum verðlaunahöfum einnig til hamingju með glæsilegan árangur. Við þökkum Hugaríþróttafélaginu fyrir að útvega þessa frábæru aðstöðu fyrir mótið og öllum sem komu að skipulagi og framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf!

Róbert með sigurhöndina og verðlaunagripinn
Lokaborð á ÍM í PLO 2022
Lokaborð á ÍM í PLO 2022
Róbert og Jón Gauti heads-up á ÍM í PLO 2022

Íslandsmótið í PLO 2022

Íslandsmótavertíðin er orðin fastur liður á haustin hjá okkur og fyrsta mót haustsins er Íslandsmótið í Pot-Limit-Omaha.

Mótið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins laugardaginn 17. september og hefst kl. 14:00.

Þátttökugjald er kr. 40.000 og hækkar fyrir seinar skráningar eftir kl. 18:00 föstudaginn 16.sept í kr. 45.000.

Skráningarfrestur rennur síðan út í matarhléi kl. 18:15-18:45.

Skráning fer að vanda fram hér á vef PSÍ.

Nánari upplýsingar um strúktúr mótsins má finna hér.

Coolbet hefur haldið undanmót sl. sunnudaga og live undanmót verða hjá Hugaríþróttafélaginu þriðjudaginn 13. sept og fimmtudaginn 15.sept kl. 19:00.