Smábokki 2024

Þá er komið að fyrsta live mótinu okkar í ár. Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu, tveggja daga stórmót á verði við flestra hæfi.

Þátttökugjald er kr. 30.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 33.000 kl. 12:00 á hádegi á föstudeginum).

ATH. að fyrirkomulag mótsins verður aðeins breytt í ár, dagur 1 verður nú leikinn á einum degi, föstudegi og dagur 2 síðan leikinn á laugardegi eins og venjulega. Semsagt engin skipting í dag 1a og 1b heldur fyllum við salinn með frábærri stemmingu á föstudeginum.

Mótið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins, Mörkinni 4 og hefst kl. 19:00 á föstudeginum 5.apríl. Skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1 og er leikið til miðnættis. Dagur 2 hefst kl. 13:00 á laugardeginum 6.apríl.

Boðið er upp á eitt re-entry. Í lok skráningarfrests er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) ef re-entry hefur ekki verið nýtt og hefja leik á síðasta leveli dags 1 með nýjan stakk.

Hægt verður að krækja í miða frá aðeins €10 á undanmótum sem Coolbet heldur eftirtalda daga:

  • Sunnudag 10. mars kl. 20:00
  • Sunnudag 17. mars kl. 20:00
  • Sunnudag 24.mars kl. 20:00
  • Fimmtudag 28.mars (skírdag) kl. 20:00
  • Föstudaginn (langa) 29.mars kl. 20:00
  • Laugardag 29.mars kl. 20:00
  • Sunnudag 30. mars (páskadag) kl. 20:00
  • Mánudag 31. mars (2. í páskum) kl. 20:00

Skráið ykkur á FB eventið til að fylgjast nánar með upplýsingum um undanmót og fleira í tengslum við Smábokka 2024!

Dagskrá og strúktúr mótsins má finna hér.

Atli Rúnar vinnur Coolbet bikarinn

Coolbet bikarnum 2024 lauk sl. sunnudag með lokaborði 9 efstu í stigakeppninni. Það var Atli Rúnar Þorsteinsson, a.k.a. atli951 sem bar sigur úr býtum eftir að hafa verið algerlega óstöðvandi í stigakeppninni. Atli Rúnar er búinn að gera það gott á mörgum mótum að undanförnu og hampaði m.a. Íslandsmeistaratitlinum árið 2022. Hann kom inn á lokaborðið með næstum tvöfalt fleiri stig en næsti keppandi og hóf því leik á lokaborði með langstærsta stakkinn.

Þetta er í fimmta sinn sem þessi mótaröð fer fram og í þriðja sinn með þessu sniði þar sem leikið er sérstakt lokaborð um verðlaunasætin. Og þetta er í fyrsta sinn sem sami keppandi vinnur stigakeppnina og lokaborðið. Atli fær að launum €1600 pakka á Coolbet Open sem ráðgert er í lok ágúst í Tallinn í Eistlandi. Alls tóku 74 einhvern þátt í mótaröðinni að þessu sinni og er það besta þátttaka frá upphafi.

Í öðru sæti varð Jóhann Hafnfjörð Rafnsson, öðru nafni Peningagj, en hann kom inn á lokaborðið með minnsta stakkinn og náði að breyta honum í €1600 pakka á Coolbet Open. Í þriðja og fjórða sæti urðu Friðrik Falkner (MrBaggins) og Halldór Már Sverrisson (CASINOICE1) og fá þeir að launum €550 pakka á Coolbet Open, sem er verðgildi miða í main event á Coolbet Open.

Heildarúrstlit á lokaborðinu urðu þessi:

SætiCoolbet IDNafnStigUpphafsstakkkurVerðlaun
1atli951Atli Rúnar Þorsteinsson7815600€1600 pakki á Coolbet Open
2PeningagjJóhann Hafnfjörð Rafnsson346800€1600 pakki á Coolbet Open
3MrBagginsFriðrik Falkner397800€550 pakki á Coolbet Open
4CASINOICE1Halldór Már Sverrisson438600€550 pakki á Coolbet Open
5Astonwilli19Wilhelm Norðfjörð428400€130 Coolbet Passport ticket
6OrninnÖrn Árnason377400€130 Coolbet Passport ticket
7vedurgudinnJón Gauti Árnason408000€130 Coolbet Passport ticket
8PhilMcIveyDavíð Ómar Sigurbergsson387600€130 Coolbet Passport ticket
9SmjorfluganHlynur Sverrisson377400€130 Coolbet Passport ticket

Við óskum Atla til hamingju með þennan glæsilega árangur og öðrum verðlaunahöfum sömuleiðis. Við þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku og Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótaraðarinnar.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér dagskrána á Coolbet Open 2024 þegar hún verður kynnt og slást í för með þeim hópi Íslendinga sem ætlar að leggja land undir fót og skella sér út.

Lokastöðuna í stigakeppni Coolbet bikarsins má finna hér.