Smábokki 2024

Þá er komið að fyrsta live mótinu okkar í ár. Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu, tveggja daga stórmót á verði við flestra hæfi.

Þátttökugjald er kr. 30.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 33.000 kl. 12:00 á hádegi á föstudeginum).

ATH. að fyrirkomulag mótsins verður aðeins breytt í ár, dagur 1 verður nú leikinn á einum degi, föstudegi og dagur 2 síðan leikinn á laugardegi eins og venjulega. Semsagt engin skipting í dag 1a og 1b heldur fyllum við salinn með frábærri stemmingu á föstudeginum.

Mótið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins, Mörkinni 4 og hefst kl. 19:00 á föstudeginum 5.apríl. Skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1 og er leikið til miðnættis. Dagur 2 hefst kl. 13:00 á laugardeginum 6.apríl.

Boðið er upp á eitt re-entry. Í lok skráningarfrests er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) ef re-entry hefur ekki verið nýtt og hefja leik á síðasta leveli dags 1 með nýjan stakk.

Hægt verður að krækja í miða frá aðeins €10 á undanmótum sem Coolbet heldur eftirtalda daga:

  • Sunnudag 10. mars kl. 20:00
  • Sunnudag 17. mars kl. 20:00
  • Sunnudag 24.mars kl. 20:00
  • Fimmtudag 28.mars (skírdag) kl. 20:00
  • Föstudaginn (langa) 29.mars kl. 20:00
  • Laugardag 29.mars kl. 20:00
  • Sunnudag 30. mars (páskadag) kl. 20:00
  • Mánudag 31. mars (2. í páskum) kl. 20:00

Skráið ykkur á FB eventið til að fylgjast nánar með upplýsingum um undanmót og fleira í tengslum við Smábokka 2024!

Dagskrá og strúktúr mótsins má finna hér.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply