Coolbet bikarinn hefst á sunnudag!!

COOLBET bikarinn 2021 hefst á sunnudag og verða 4 umferðir leiknar núna fram í miðjan júní og þá tökum við frí fram í lok ágúst og leikum seinni 4 umferðirnar þá og endum á lokaborði 26. september þar sem keppt verður um glæsilega aukavinninga (Added Value) frá Coolbet fyrir efstu 4 sætin:

 1. sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550) auk hótelgistingar + €200 í farareyri
 2. sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550) auk hótelgistingar + €200 í farareyri
 3. sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550)
 4. sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550)

Coolbet Open er nú ráðgert 8. – 14. nóvember 2021 í Tallinn, Eistlandi. Á Coolbet Cup 2020 voru einnig veittir miðar á mótið í verðlaun og gilda þeir miðar á mótið núna í haust. Það má því gera ráð fyrir góðri hópferð til Tallinn í nóvember en Coolbet Open fer fram í vikunni eftir Íslandsmótið í póker.

Þátttökugjald í hverri umferð verður €50 og verður boðið upp á eitt re-entry. Veitt verða stig fyrir öll sæti í hverri umferð, frá 20 og niður í 1 með sama hætti og í fyrra nema hvað nú höfum við þann háttinn á að 9 efstu komast á lokaborð, en í fyrra var stigatalan ein látin ráða úrslitum.

4 efstu á lokaborðinu skipta síðan á milli sín þessum glæsilegu aukavinningum sem eru samlagt yfir €3700 (550.000 ISK) virði og er hrein viðbót við verðlaunafé í mótaröðinni.

Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku í stigakeppninni og Coolbet og PSÍ áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn sigurvegara og verðlaunahafa.

Dagskrá mótanna og aðrar nánari upplýsingar má finna hér.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun!!

Val á landsliði PSÍ

Í apríl auglýsti stjórn PSÍ eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í landsliði í því sem við höfum valið að kalla “keppnispóker” (match poker). En samtökin IFMP (International Federation of Match poker) eru nú að fara af stað aftur með alþjóðleg mót í póker skv. því fyrirkomulagi sem samtökin hafa þróað og kalla “Match poker”. Þetta fyrirkomuleg er nokkuð frábrugðið hefðbundnum mótum í NL Holdem en í þessum mótum er spiluð nákvæmlega sama höndin samtímis á öllum borðum, á hverju borði situr einn úr hverju liði þannig að allir keppendur í sama liði spila öll spot í hverri hendi. Þannig er það eingöngu hæfni og ákvarðanir spilara sem ráða úrslitum en ekki heppni í því hvernig spilin falla. Og fyrir vikið þá hefur IFMP fengið þetta afbrigði af póker viðurkennt sem hugaríþrótt á alþjóðavettvangi.

25 einstaklingar sóttu um að fá að taka þátt í verkefninu og hefur stjórn PSÍ, með fulltingi mótanefndar, valið 10 úr þeim hóp til þess að skipa landsliðshóp. Valið byggir m.a. á þátttöku og árangri í mótum á vegum PSÍ auk þess sem IFMP gerir kröfu um að í hverju liði séu keppendur af báðum kynjum.

Landsliðshópinn skipa eftirfarandi:

 • Daníel Pétur Axelsson
 • Egill Þorsteinsson
 • Einar Þór Einarsson
 • Garðar Geir Hauksson
 • Gunnar Árnason
 • Halldór Már Sverrisson
 • Inga “Poko” Guðbjartsdóttir
 • Kristjana Guðjónsdóttir (Jana)
 • Magnús Valur Böðvarsson
 • Sævar Ingi Sævarsson

Fyrstu verkefni hópsins verða þátttaka í undanmótum fyrir heimsmeistaramót sem fyrirhugað er í lok nóvember 2021. Undanmótin fara fram núna í júní og verður keppt yfir netið þannig að hvert lið situr í sínu heimalandi en gert er ráð fyrir að HM fari fram live einhversstaðar í Evrópu. Már Wardum, formaður PSÍ, mun leiða þetta verkefni og sjá um utanumhald landsliðs, m.a. skipulagningu æfinga og samskipti við IFMP.

Bein útsending frá lokaborði ÍM 2020

Það verður glæsileg mynd-útsending frá lokaborðinu í póker í dag og Magnús Valur Böðvarsson verður með beina lýsingu úr myndveri.

> Bein útsending frá lokaborði ÍM í póker 2020 <

Lokaborð á ÍM 2020

Það voru alls 96 sem skráðu sig til leiks á Íslandsmótinu í póker sem hófst á miðvikudag og lýkur á morgun, sunnudag. 15 efstu munu skipta á milli sín tæpum 6,2 milljónum króna og fær Íslandsmeistarinn 1,4 milljónir í sinn hlut. Í kvöld var leikið þar til einungis 9 stóðu eftir og lokaborðsbúbblan sprakk um hálftólfleytið í kvöld og nú standa aðeins eftir þeir sem munu leika til þrautar þegar lokaborðið á ÍM 2020 hefst kl. 13:00 á morgun, sunnudaginn 7.mars.

Þeir 9 sem komust á lokaborðið voru eftirfarandi (ásamt stakkstærð og sætisnúmeri á lokaborðinu):

 1. Logi Laxdal, 862.000, sæti 2
 2. Gunnar Árnason, 616.000, sæti 4
 3. Óskar Þór Jónsson, 582.000, sæti 3
 4. Wilhelm Nordfjord, 463.000, sæti 5
 5. Halldór Már Sverrisson, 446.000, sæti 6
 6. Vignir Már Runólfsson, 433.000, sæti 7
 7. Jónas Nordquist, 287.000, sæti 9
 8. Andrés Vilhjálmsson, 76.000, sæti 1
 9. Sævaldur Harðarson, 53.000, sæti 8

Meðalstakkur er 430k / 53bb.

Magnús Valur Böðvarsson var með skemmtilega textalýsingu, eins og honum einum er lagið frá því síðdegis í dag og allt til loka dags 2. Hér má finna tímasetta lýsingu hans. Og hér er síðan að finna allar upplýsingar um stöðu og sæti hvers þátttakanda í mótinu.

Sýnt verður beint frá lokaborðinu í fyrsta sinn í mörg ár og verður Magnús Valur nú í hljóðverinu og mun gefa okkur innsýn í það sem fyrir augu ber. Við munum senda nánari upplýsingar hér og á facebook um það hvar hægt verður að nálgast útsendinguna.

Samhliða lokaborðinu verður glæsilegt hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Mótið verður með gjöfurum á öllum borðum, 20k stakk og 30 mín. levelum og að öðru leyti sama strúktúr og notaður er á Íslandsmótinu. Langt, hægt og djúsí mót sem enginn má missa af! Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer fram hér á vef PSÍ.

Við óskum lokaborðs hópnum til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskum þeim góðs gengis á morgun!

Bein lýsing frá degi 2 á ÍM 2020

Magnús Valur Böðvarsson er mættur í hús og mun halda úti beinni lýsingu frá degi 2 á ÍM 2020.

> Bein lýsing frá degi 2 á ÍM í póker 2020 <

Staðan eftir dag 1 á ÍM 2020

Degi 1C var að ljúka núna um miðnættið og af þeim 95 sem hófu leik þá standa nú 67 eftir í upphafi dags 2 sem hefst kl. 12:00 á morgun, laugardaginn 6. mars.

Björn Sigmarsson hefur talsverða forystu í upphafi dags 2 með 205.000 en upphafsstakkur var 40.000. Óskar Þór Jónsson er annar í röðinni með 144.200, Gunnar Gunnarsson er þriðji með 127.200 og nýbakaður PLO meistari, Egill Þorsteinsson fylgir fast á hæla hans með 125.400.

Bein lýsing hefst hér á vef PSÍ kl. 16:30 á degi 2 og er það hinn góðkunni Magnús Valur Böðvarsson sem mun sjá um lýsinguna. Á sunnudag verður síðan bein myndsending frá lokaborðinu og verður Magnús þá í myndverinu og gefur áhorfendum innsýn í það sem er að gerast við borðið.

Hér að neðan má sjá borðaskipan í upphafi dags 2 og stöðu allra keppenda má finna í þessu skjali hér undir flipanum “Entries”: https://cutt.ly/GkTXhXo

Íslandsmótið í PLO 2020

Næsta mót á dagskrá hjá okkur er síðbúið Íslandsmót í PLO fyrir 2020.

Mótið fer fram laugardaginn 27. febrúar hjá Poker Express, Nýbýlavegi 8, og hefst kl. 14:00.

Þátttökugjald er kr. 40.000 ef greitt er fyrir kl. 12:00 laugardaginn 27. febrúar.
Eftir það hækkar gjaldið í 45.000.

Boðið er upp á eitt re-entry í mótið.

Skráningarfrestur og frestur til að kaupa sig inn aftur rennur út eftir level 8 eða um kl. 18:30.

Mótsstjóri verður Einar Þór Einarsson.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag móts og strúktúr má finna hér.

Undanmót fyrir Íslandsmótið í PLO:

 • Sunnudag 20. feb. kl. 18:00 – Coolbet, €20 með re-entry.
 • Þriðjudag 22. feb. kl. 19:30 – Poker Express, Nýbýlavegi 8
 • Miðvikudag 23. feb. kl. 20:00 – Coolbet, €20 með re-entry.
 • Fimmtudag 24. feb. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið, Síðumúla 37

Einn miði tryggður í hverju undanmóti!!

Facebook event: https://www.facebook.com/events/451239512898528

Mótanefnd PSÍ áskilur sér rétt til þess að fella mótið niður ef fjöldi skráðra þátttakenda verður undir 12 við upphaf móts. Nýtt verður heimild í reglugerð PSÍ um mótahald til þess að tryggja að kostnaðarhlutfall fari ekki yfir 15%. Því er tryggt að amk. 85% af þátttökugjöldum fari í verðlaunafé.

Íslandsmót í póker 2020

Nú er loksins að opnast á mótahald hjá okkur og við ætlum að klára mótadagskrána fyrir 2020 með glæsibrag og blásum til Íslandsmóts í PLO 27. febrúar og Íslandsmótsins í póker dagana 3.-7. mars. nk.

Mótin fara fram í sal Póker Express við Nýbýlaveg 8 og verður dagur 1 á ÍM í póker nú þrískiptur þar sem hámarksfjöldi þátttakenda á hverjum degi verður 40. Hámarksfjöldi þátttakenda á PLO Íslandsmótinu verður einnig 40. Ef fjöldi fer upp fyrir það fara umframskráningar á biðlista.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda er hafin á vef PSÍ (www.pokersamband.is/shop)

Dagur 1a, miðvikudaginn 3. mars verður tekinn frá fyrir þá sem hafa unnið og munu vinna miða á undanmótum.

Dagur 1b, fimmtudaginn 4. mars er opinn fyrir skráningar og dagur 1c verður síðan opnaður þegar dagur 1b fyllist og við munum reyna eftir bestu getu að haga málum þannig að þeir sem koma utan af landi geti leikið dag 1c á föstudeginum.

Við viljum biðja félagsmenn um að sýna því skilning að strangar sóttvarnarreglur verða í gildi og allt skipulag mótsins mun bera keim af því. Við viljum einnig biðja þátttakendur að sýna því skilning ef færa þarf skráningar á dag 1 á milli daga. Núgildandi sóttvarnarreglur PSÍ má finna hér og verða þær nánar kynntar þegar nær dregur.

Strúktúr og dagskrá fyrir ÍM í póker 2020 má finna hér.

Skráið ykkur endilega á facebook event sem sett hafa verið upp:

ÍM í póker 2020 event á facebook

ÍM í PLO 2020 event á facebook

Staðan eftir dag 1 á Smábokkanum

Það voru alls 62 entry í Smábokkann að þessu sinni, 33 á degi 1a og 29 á degi 1b, og alls 49 leikmenn sem tóku þátt.

12 komust áfram af degi 1a og síðan 12 til viðbótar af degi 1b þannig að það eru 24 sem hefja leik á degi 2 sem hefst kl. 13:00 á morgun, laugardag.

Hér má sjá stöðu og sætaskipan í upphafi dags 2:

NafnStakkur eftir dag 1Borð Sæti
Halldór Már Sverrisson156.20056
Alexandru Marian Florea124.90058
Einar Þór Einarsson121.90055
Sveinn Rúnar Másson116.80051
Þórður Örn Jónsson109.30053
Örnólfur Smári Ingason108.20049
Micah Quinn107.20012
Júlíus Pálsson104.30047
Andrés Vilhjálmsson99.30019
Jón Gauti Arnason95.70014
Hafsteinn Ingimundarson77.00042
Örn Árnason70.60057
Guðmundur H. Helgason68.30054
Trausti Atlason67.80013
Brynjar Bjarkason63.30044
Trausti Pálsson63.20046
Jón Ingi Þorvaldsson54.50015
Egill Örn Bjarnason53.10017
Ingvar Sveinsson47.60043
Hafþór Sigmundsson44.40011
Friðrik Guðmundsson39.60045
Einar Eiríksson37.30018
Ívar Örn Böðvarsson15.50052
Sævaldur Harðarson14.60041

Verðlaunafé er samtals 1.280.000 kr. og mun skiptast á milli þeirra 9 efstu sem komast á lokaborð.

SætiVerðlaunafé
1364.000
2256.000
3180.000
4138.000
5104.000
680.000
762.000
852.000
944.000
1.280.000

Við óskum öllum góðs gengis á degi 2 og megi sá heppnasti/besti vinna… 😉

Smábokkinn 2020

Smábokkinn verður haldinn dagana 5.-7.mars í ár og fer að þessu sinni fram í sal Hugaríþróttafélagsins.

Það verður þétt röð undanmóta næstu daga og hefjast lætin með ókeypis undanmóti fyrir PSÍ félagsmenn!

Dagskráin næstu daga verður sem hér segir:

Lau. 29. feb. kl. 17:00 – Free-roll fyrir Smábokkann!!

Sun. 1. mars kl. 18:00 – €11 undanmót á Coolbet
Sun. 1. mars kl. 20:00 – €11 undanmót á Coolbet
Mán. 2. mars kl. 20:00 – €11 undanmót á Coolbet
Þri. 3. mars kl. 19:00 – 2k 1R1A Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu
Mið. 4. mars. kl. 20:00 – €11 undanmót á Coolbet

Fim. 5. mars kl. 19:00 – Smábokkinn 2020, dagur 1a
Fös. 6. mars kl. 19:00 – Smábokkinn 2020, dagur 1b
Lau. 7. mars kl. 13:00 – Smábokkinn 2020, dagur 2
Lau. 7. mars kl. 15:00 – 10k ótakm. re-entry hliðarmót

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer eins og venjulega fram hér á vef PSÍ.

Dagskrá og strúktúr mótsins má finna hér.

Sú breyting verður nú frá fyrri árum að einnig verða gjafarar á degi 1a og 1b, en ekki bara á degi 2 eins og undanfarin ár.

Mótsstjóri á Smábokkanum verður Viktor Lekve og Andri Geir mun sjá um mótsstjórn á Free-roll undanmótinu.