Sigurður Þengils vinnur Stórbokka 2025

Það var Sigurður Þengilsson sem vann sigur á Stórbokkanum í ár eftir heads-up viðureign við Einar Þór Einarsson sem varð í öðru sæti. Þegar þeir voru einir eftir gerðu þeir með sér samning um að skipta jafnt verðlaunafénu fyrir efstu tvö sætin og spila síðan upp á titilinn og verðlaunagripina.

Alls tóku 30 þátt í mótinu og er þetta fjölmennasta Stórbokka mótið síðan 2016. Endurkaup voru 12 talsins þannig að heildarfjöldi skráninga (entries) í mótið var 42. Verðlaunaféð endaði í 5.040.000 og kostnaðarhlutfall 15%. Ráðgert var að skipta verðlaunafé á milli 6 efstu en þegar 7 voru eftir var gert samkomulag um að borga 7. sætinu einnig. Þeir sem unnu til verðlauna voru:

  1. Sigurður Þengilsson 1.405.000
  2. Einar Þór Einarsson 1.405.000
  3. Egill Þorsteinsson 770.000
  4. Róbert Gíslason 560.000
  5. Jón Óskar Agnarsson 400.000
  6. Friðrik Falkner 300.000
  7. Guðjón Ívar Jónsson 200.000

Mótið var haldið í sal Hugaríþróttafélagsins sem hluti af póker hátíðinni Midnight Sun Poker 2025 og kunnum við þeim Hugar-mönnum bestu þakkir fyrir að hýsa mótið og einnig fyrir vel heppnuð undanmót vikuna fyrir mót. Í matarhléi var farið með alla þátttakendur og starfsfólk í 3ja rétta máltíð á veitingastaðnum Vox.

Það voru þau Alexander, Dísa, Erika, Berglaug, Bart og Korneliusz sem sáu um gjafarastörfin af sinni einstöku fagmennsku. Það var síðan Jón Ingi, gjaldkeri PSÍ, sem bar hitann og þungann af undirbúningi og skipulagi mótsins og sá um mótsstjórn.

Við þökkum öllum sem komu að Stórbokka þetta árið, starfsfólki, þátttakendum og gestgjöfum fyrir að gera gott mót með okkur, og einnig Coolbet fyrir að halda undanmót fyrir okkur, og sjáumst vonandi sem flest á næsta móti!

Einnig fór fram 20K turbo hliðarmót þar sem 17 tóku þátt og endurkaup voru 8 talsins og verðlaunafé fór í 420.000 sem skiptist á milli 6 sæta eftir samninga sem gerðir voru á milli leikmanna á lokametrunum. Það var Kanadamaðurinn Dominick French sem hreppti fyrsta sætið eftir hörku heads-up viðureign við Árna Gunnarsson og eftirfarandi skiptu með sér verðlaunafénu:

  1. Dominick French 160.000
  2. Árni Gunnarsson 100.000
  3. Marcus Schröder 65.000
  4. Jónas Nordquist 45.000
  5. Andrew Leathem 30.000
  6. Már Wardum 20.000

Steinar er Smábokki annað árið í röð!

Við þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku í Smábokka sem lauk núna kl.23:00 í kvöld en. Alls tóku 53 þátt í mótinu og voru endurkaup í mótið 25 talsins þannig að alls voru 78 entry í mótið. Verðlaunaféð endaði í 1.989.000 og var námundað upp í sléttar 2.000.000 sem skiptist á milli 9 efstu leikmanna. Kostnaðarhlutfall mótsins var slétt 15%.

Það var Steinar Edduson sem stóð uppi sem sigurvegari annað árið í röð eftir hálftíma heads-up viðureign við Brynjar Bjarkason. Það út af fyrir sig er sögulegur árangur að vinna mótið tvö ár í röð en ekki síður í ljósi þess að hann hóf dag 2 með aðeins 4 BB.

Mótið var í þetta sinn haldið sem hluti af pókerhátíðinni Midnight Sun Poker 2025, þar sem Bræðingi, Smábokka og Stórbokka er slegið saman í 5 daga póker veislu ásamt nokkrum hliðarmótum. Hátíðin var lítillega kynnt á erlendum vettvangi og komu 5 erlendir gestir á mótið, þar af 4 í top 20 á lista Hendon Mob yfir svokallaða “flaghunters”.

Það var Steinar Edduson sem stóð uppi sem sigurvegari annað árið í röð eftir hálftíma heads-up viðureign við Brynjar Bjarkason. Það út af fyrir sig er sögulegur árangur að vinna mótið tvö ár í röð en ekki síður í ljósi þess að hann hóf dag 2 með aðeins 4 BB.

Þeir sem skiptu verðlaunasætunum með sér voru:

  1. Steinar Edduson, 565.000
  2. Brynjar Bjarkason, 400.000
  3. Daniel Jacobsen, 280.000
  4. Steinar Geir Ólafsson, 215.000
  5. Gunnar Árnason, 165.000
  6. Karol Polewaczyk, 125.000
  7. Rhonda Shepek, 100.000
  8. Örn Árnason, 80.000
  9. Daníel Pétur Axelsson, 70.000

Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ sá um skipulagningu mótsins og mótsstjórn og í hlutverkum gjafara voru þau Alexander, Edward, Dísa, Rannveig, Tobba, Erika, Korneliusz og Bart.

Við þökkum Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir samstarfið og fyrir að veita okkur aðgang að aðstöðu félagsins. Einnig þökkum við Coolbet fyrir að halda fyrir okkur undanmót eins og þeim einum er lagið en tíð undanmót vikurnar fyrir mótið voru tvímælalaust lykill að góðri þátttöku.

Að lokum óskum við Steinari til hamingju með þennan sögulega árangur og hlökkum til að sjá félagsmenn á lokamóti Midnight Sun Poker, Stórbokka sem hefst kl. 13:00 á morgun, sunnudag!

Einnig fór fram mjög líflegt 20K re-entry hliðarmót samhliða degi 2 á Smábokka og þar sem 23 tóku þátt og endurkaup voru 22 talsins. Verðlaunafé var 765.000 og skiptist á milli 6 efstu sæta og það voru þeir Alexander Njálsson og Sigurður Þengilsson sem skiptu með sér efstu tveimur sætum og spiluðu svo upp á fyrsta sætið og hafði Alexander betur heads-up.

  1. Alexander Njálsson 225.000
  2. Sigurður Þengilsson 225.000
  3. Koen Roos 120.000
  4. Björn Þór Jakobsson 85.000
  5. Rúnar Rúnarsson 60.000
  6. Dominick French 45.000

Smábokki 2025 – Staðan eftir dag 1

Það voru 53 sem mættu til leiks á Smábokka sem hófst kl. 18:00 föstudaginn 6.júní. Endurkaup voru 25 talsins og verðlaunapotturinn endaði í 1.989.000 og við námundum hann upp sléttar 2.000.000 og verður honum skipt á milli 9 efstu sætanna. Kostnaðarhlutfall mótsins er 15%.

25 komast áfram á dag 2 og er staða þeirra eftirfarandi í upphafi dags 2:

NafnStakkur í lok dags 1
Daniel Jacobsen260.000
Khoi Nguyen Thi Nguyen196.500
Árni Gunnarsson167.000
Daníel Pétur Axelsson153.000
Gunnar Árnason150.500
Jón Óskar Agnarsson130.000
Dmytro Kalitovskyi118.500
Örn Árnason118.500
Brynjar Bjarkason112.000
Hannes Guðmundsson108.000
Már Wardum77.000
Adam Óttarsson76.500
Kristinn Pétursson76.500
Ingi Þór Einarsson74.000
Freysteinn G Jóhannsson68.000
Egill Þorsteinsson66.500
Halldór Már Sverrisson60.500
Rhonda Shepek58.500
Trausti Atlason55.500
Ásgrímur Guðnason53.500
Koen Roos48.000
Steinar Geir Ólafsson42.500
Karol Polewaczyk29.500
Ástþór Ryan Fowler28.000
Steinar Edduson11.500

Við stokkum upp borðin fyrir dag 2 og borðaskipan í upphafi dags 2 verður eftirfarandi:

Leikar hefjast að nýju kl. 16:00 í dag, laugardag.

Sigurður Brynjólfs og Már rúlluðu upp Coolbet Mystery Bounty mótinu

Við hófum Midnight Sun Poker hátíðina með látum í kvöld með Coolbet Mystery Bounty mótinu. 38 mættu til leiks og voru endurkaup 17 talsins og endaði hvor verðlaunapottur fyrir sig í 935.000. Tveir veglegir aukavinningar voru einnig í pottinum, €1600 pakki á Coolbet Open í boði Coolbet og 150.000 miði á Stórbokka.

Það var Sigurður Brynjólfsson sem endaði í 1.sæti og hann og Már Wardum hreinlega sópuðu til sín öllum bounty-um sem í boði voru. Það voru 9 sem skiptu með sér verðlaunapottinum og það voru einnig 9 bounty í boði sem enduðu öll í vasa þeirra tveggja. Úrslit mótsins urðu þessi:

  1. Sigurður Brynjólfsson 260.000 + €1600 pakkinn + 150k + 150k + 30k
  2. Már Wardum 180.000 + Stórbokka miði + 200k + 150k + 150k + 100k
  3. Ingólfur Lekve 130.000
  4. Andrew Leathem 100.000
  5. Halldór Már Sverrisson 75.000
  6. Alfreð Clausen 60.000
  7. Gunnar Árnason 50.000
  8. Egill Þorsteinsson 45.000
  9. Björn Þór Jakobsson 40.000

Mótsstjóri var Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ og sá hann einnig um undirbúning og skipulag mótsins.

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum félagsmönnum góða þátttöku og Hugaríþróttafélaginu fyrir frábæra aðstöðu sem endranær.

Jesper vinnur Bræðing 2025

Bræðingur var haldinn í annað sinn nú í vikunni. Mótið hófst á Coolbet sl. sunnudag þar sem leikið var niður í 9 manna lokaborð og hélt mótið síðan áfram í sal Hugaríþróttafélagsins nú í kvöld þar sem lokaborðið var leikið til enda. Það var Jesper Sand Poulsen sem stóð uppi sem sigurvegari eftir dágóða heads-up viðureign við Friðrik Falkner.

Það var Árni Gunnarsson sem kom inn á borðið með gott chip-lead eftir að hafa lent röð á river og kallað stórt blöff frá Jesper þegar 10 voru eftir í net-hluta mótsins. Jesper náði síðan að svara til baka þegar 5 voru eftir í mótinu og Jesper lenti lit á river og setti Árna all-in sem kallaði með yfirpar og var í ljósi þess sem á undan hafði gengið viss um að Jesper væri að blöffa. Árni var þar með úr leik í 5.sæti og Jesper kominn með gott chip-lead sem hann hélt allt til enda.

Alls tóku 40 þátt í mótinu og endurkaup voru 21 talsins. Það voru 400þús. kr. sem enduðu í prizepoolinu en þess má geta að í þessu móti tekur PSÍ ekkert fyrir að halda mótið og Coolbet tekur aðeins 9% fyrir að halda mótið fyrir okkur þrátt fyrir ærna fyrirhöfn þeim megin þar sem um mjög sérstakt setup er að ræða.

Verðlaunaféð skiptist á milli 5 efstu með eftirfarandi hætti:

  1. Jesper Sand Poulsen – 140.000
  2. Friðrik Falkner – 100.000
  3. Jón Ingi Þorvaldsson – 75.000
  4. Kristján Loftur Helgason – 55.000
  5. Árni Gunnarsson – 40.000

Það var Einar Þór Einarsson, ritari PSÍ, sem var mótsstjóri á lokaborðinu og Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ, sem hafði veg og vanda að því að skipuleggja mótið.

Við óskum Jesper til hamingju með sigurinn og þökkum félagsmönnum fyrir stórskemmtilegt mót og Coolbet sérstaklega fyrir að standa í þessu með okkur.

Bræðingur 2025 – Lokaborð

Bræðingur 2025 hófst í kvöld með net-hlutanum þar sem leikið var niður í 9 manna lokaborð. Alls tóku 40 manns þátt í mótinu og voru endurkaup 21 talsins og prizepoolið endaði í €2775 sem námundast í slétt 400.000 kr. og verður skipt á milli 5 efstu sætanna.

Lokaborðið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins miðvikudaginn 4.júní og er einn af upphafsviðburðum pókerhátíðarinnar Midnight Sun Poker sem PSÍ heldur nú í fyrsta sinn.

Þeir 9 sem náðu á lokaborðið eru eftirfarandi:

NafnCoolbet IDStakkur
Árni Gunnarssonkingbuddha166500
Jesper Sand PoulsenJesperSand119500
Kristján Loftur HelgasonBlakaldur78000
Jón Ingi ÞorvaldssonThorvaldz58500
Finnur Hrafnssontazzmadurinn53000
Ragnar Þór BjarnasonRitcXX36500
Karol PolewaczykKarlitoJoker34000
Steinar Eddusonkettlingurinn34000
Friðrik FalknerMrBaggins29500

Leikmenn hefja leikinn á miðvikudag kl. 19:00 með sama stakk og þeir enduðu með í kvöld og leikur heldur áfram á sama leveli, eða 1000/2000 og verða leikin 20 mín. level á miðvikudagskvöldið skv. eftirfarandi strúktúr:

Midnight Sun Poker 2025

(For information in English, click here)

Þetta árið sláum við í fyrsta sinn saman þremur mótum sem hafa verið á mótadagskránni, Bræðingi, Smábokka og Stórbokka og gerum úr því 5 daga pókerhátíð með nokkrum hliðarmótum.

Bræðingur hefur aðeins einu sinni verið haldinn áður en í því móti bræðum við saman net-póker og live póker í skemmtilegri samsetningu sem hefst á Coolbet sunnudaginn 1.júní og lýkur svo með live lokaborði miðvikudaginn 4.júní.

Á fimmtudeginum verður veglegt 40k mystery bounty mót þar sem Coolbet og PSÍ gefa glæsilega aukavinninga. Coolbet gefur €1600 pakka á Coolbet Open og PSÍ gefur aukamiða á Stórbokka.

Föstudaginn 6.júní hefst svo Smábokki með sama sniði og í fyrra þar sem dagur 1 er leikinn í einu lagi og dagur 2 hefst síðan kl. 16:00 á laugardeginum 7.júní.

Hátíðinni lýkur síðan með Stórbokka sem verður hápunktur vikunnar. Þátttökugjaldið er 150.000 kr. eins og fyrri ár og hægt að kaupa sig aftur inn ótakmarkað fyrir 120.000 kr. Innifalið í Stórbokka er vegleg þriggja rétta máltíð í hléi.

Sjá allar nánari upplýsingar á upplýsingavef hátíðarinnar (á ensku).

Síðustu undanmótin fyrir Smábokka og Stórbokka verða leikin samhliða Bræðingi, sunnudaginn 1.júní.

Axel Hreinn vinnur Coolbet bikarinn

Coolbet bikarnum 2025 lauk sunnudaginn 16.mars með lokaborði 9 efstu í stigakeppninni. Það var Axel Hreinn Steinþórsson, a.k.a. AxelHreinn sem bar sigur úr býtum en hann byrjaði lokaborðið með rétt u.þ.b. meðalstakk. Axel Hreinn hefur lítið látið sjá sig á live mótum en hann birtist þeim mun oftar á mótum á netinu.

Þetta er í sjötta sinn sem þessi mótaröð fer fram og í fjórða sinn með þessu sniði þar sem leikið er sérstakt lokaborð um verðlaunasætin. Axel fær að launum €1600 pakka á Coolbet Open sem ráðgert er í ágúst í Tallinn í Eistlandi. Alls tóku 73 einhvern þátt í mótaröðinni að þessu sinni og er það svipuð þátttaka og í fyrra.

Í öðru sæti varð Halldór Már Sverrisson, öðru nafni CASINOICE1, en hann kom inn á lokaborðið með langstærsta stakkinn eftir glæsilegan sigur í stigakeppninni og fær einnig að launum €1600 pakka á Coolbet Open. Í þriðja og fjórða sæti urðu Wilhelm Norðfjörð (AstonWilli19) og Kristján Loftur Helgason (Blakaldur) og fá þeir að launum €550 pakka á Coolbet Open, sem er verðgildi miða í main event á Coolbet Open.

Heildarúrstlit á lokaborðinu urðu þessi:

SæltiNafnCoolbet IDVerðlaun
1Axel HreinnAxelhreinn€1600 pakki á Coolbet Open
2Halldór Már SverrissonCASINOICE1€1600 pakki á Coolbet Open
3Wilhelm NorðfjörðAstonwilli19€550 pakki á Coolbet Open
4Kristján Loftur HelgasonBlakaldur€550 pakki á Coolbet Open
5Atli ÞrastarsonWhiskyMaster€150 Coolbet Passport ticket
6Ragnar Þór BjarnasonRitcXX€150 Coolbet Passport ticket
7Brynjar Bjarkasonmakk€150 Coolbet Passport ticket
8Dmytro Kalitovskyidsaliente€150 Coolbet Passport ticket
9Júlíus Símon Pálssonmatrixfrank345€150 Coolbet Passport ticket

Við óskum Axel Hreini til hamingju með þennan glæsilega árangur og öðrum verðlaunahöfum sömuleiðis. Við þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku og Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótaraðarinnar.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér dagskrána á Coolbet Open 2025 þegar hún verður kynnt og slást í för með þeim hópi Íslendinga sem ætlar að leggja land undir fót og skella sér út.

Lokastöðuna í stigakeppni Coolbet bikarsins má finna hér.

Agnar (Aimsland) vinnur sigur á ÍM í net-PLO

Agnar Jökull Imsland Arason (Aimsland) vann sigur á Íslandsmótinu í net-PLO (Pot-Limit-Omaha) sem fram fór á Coolbet nú í kvöld og lauk kl. 23:30. Agnar hefur náð frábærum árangri á mótum síðustu ára, bæði í net-heimum og raun-heimum. Hann varð Íslandsmeistari í póker árið 2023, í öðru sæti á ÍM 2021 og á lokaborði í báðum net-póker meistaramótunum 2023 auk þess að ná langt í fjölda annarra móta.

Agnar kom inn á lokaborðið með meðalstakk og var Rúnar Rúnarsson þá með yfirburðastöðu. Það var ekki fyrr en þrír voru eftir sem Agnar komst í forystu og náði að halda henni til leiksloka. Í öðru sæti varð Friðrik Falkner (MrBaggins) og Rúnar Rúnarsson (rudnar) í því þriðja. Í fjórða sætinu varð síðan Þórarinn Ólafsson Kristjánsson (GolliPolli) og hefur með því afrekað það að komast á öll lokaborð á öllum fjórum Íslandsmeistaramótum þessa árs.

Alls tók 36 þátt í mótinu og eru það tvöfalt fleiri þátttakendur en í fyrra (18) og mesti fjöldi sem vitað er um í þessu móti, Einnig varð nokkur fjölgun þátttakenda á ÍM í PLO sem fram fór í september og má etv. draga þá ályktun að áhugi á PLO sé að aukast. þátttökugjald í mótinu í kvöld var €100 og tryggði Coolbet verðlaunafé upp á €7500 í sárabætur fyrir ófarirnar sl. sunnudag og var því overlay upp á €1100. Verðlaunafénu var skipt á milli 9 efstu sem hér segir:

  1. Aimsland – €2250
  2. MrBaggins – €1500
  3. rudnar – €1125
  4. Gollipolli – €750
  5. CASINOICE1 – €563
  6. OtherFkr – €413
  7. JesperSand – €338
  8. Deingsi – €300
  9. OkeyDude77 – €263

Við óskum Agnari til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

Endurtökum ÍM í net-PLO á fimmtudag

Íslandsmótið í net-PLO sem fór af stað sl. sunnudag kl. 18:00 misfórst því miður vegna tæknilegra vandamála hjá iPoker sem rekur poker netþjóna Coolbet. Um kl. 20 fór að bera á tengingavandræðum hjá nokkrum leikmönnum, sumir náðu að tengjast aftur en aðrir læstust úti og náðu ekki aftur inn. Um kl. 21:00 misstu flestir samband og um 21:30 var mótinu endanlega slaufað. Þegar skráningarfresti lauk í mótið voru 30 mættir til leiks sem er mesti fjöldi sem heilmildir eru til um í þessu móti frá upphafi.

Okkur þykir að sjálfsögðu mjög miður að svona skyldi fara en verðum samt að sýna því skilning að tæknileg vandamál sem þessi geta komið upp á bestu bæjum og er þetta í raun í fyrsta sinn sem einhver veruleg vandamál koma upp í móti sem Coolbet heldur fyrir PSÍ.

Stjórn PSÍ og fulltrúar Coolbet helltu sér í það strax í kjölfarið að gera það besta úr stöðunni sem mögulegt er. Coolbet bauðst til að endurgreiða öll þátttökugjöld og miða sem notaðir voru inn í mótið. Og fulltrúar Coolbet buðust einnig til að tryggja verðlaunafé upp á €7500 þegar mótið yrði endurtekið en það er 50% umfram það sem verðlaunapotturinn var kominn í þegar skráningarfresti lauk, þannig að það verður að teljast rausnarleg sárabót.

Haldin var könnun meðal félagsmanna um hentuga dagsetningu fyrir endurtekningu mótsins og hlutu miðvikudagur og fimmtudagur jafn mörg atkvæði og var því ákveðið að kýla á fimmtudaginn til að hafa aðeins lengri tíma til undirbúnings. Að sjálfsögðu er viðbúið að enhverjir sem tóku þátt á sunnudag komist ekki þegar mótið verður endurtekið og þykir okkur það að sjálfsögðu mjög miður en við vonum að með þessu séum við þó að velja þann kost sem flestum hentar.

Eftir sem áður gilda sömu skilyrði fyrir þátttöku í mótinu:

  • Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku á ÍM í net-póker rétt eins og öðrum mótum á vegum PSÍ.
  • Til að tryggja þátttökurétt þarf að ganga frá aðild í síðasta lagi daginn fyrir keppnisdag.
  • Þegar gengið er frá aðild að PSÍ þarf að passa að Coolbet poker ID komi fram í skráningu. Ef það gleymist má senda það í tölvupósti á info@pokersamband.is
  • PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.

Eins og venjulega er gengið frá aðild að PSÍ á www.pokersamband.is/shop

Við vonum að flestir félagsmenn séu sáttir við þessa úrlausn mála og óskum öllum góðs gengis í mótinu á fimmtudag!