Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha lauk rétt eftir miðnætti í gær með sigri Arnórs Más Mássonar. Í öðru sæti varð Vignir Már Runólfsson og í því þriðja varð Freysteinn G Jóhannsson. Mótið hófst klukkan 14:00 og fór fram í salarkynnum Poker Express. Þátttakendur voru 23 talsins og keyptu 9 þeirra sig inn aftur en eitt re-entry er leyft í þessu móti. Alls voru því 32 entry í mótið sem er mesti fjöldi frá upphafi. Kostnaðarhlutfall var 15% og var verðlaunafé því 1.090.000 og skiptist það á milli 5 efstu með eftirfarandi hætti:
Arnór Már Másson 400.000
Vignir Már Runólfsson 285.000
Freysteinn G Jóhannsson 195.000
Þórarinn Kristjánsson Ólafsson 130.000
Daníel Pétur Axelsson 80.000
Mótssjórn, undirbúningur og skipulag mótsins var í höndum Jóns Inga Þorvaldssonar, gjaldkera PSÍ, og í störfum gjafara var úrvalslið Omaha gjafara, þau Alexander, Rannveig og Þorbjörg.
Við óskum Arnóri til hamingju með sigurinn, hans fyrsta sigur í móti á vegum PSÍ, og öllum verðlaunahöfum einnig til hamingju með glæsilegan árangur. Við þökkum Poker Express fyrir að útvega okkur þessa frábæru aðstöðu fyrir mótið og Coolbet og Hugaríþróttafélaginu fyrir vel heppnuð undanmót og öllum sem komu að skipulagi og framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf!
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/09/IMG_8213_cropped-scaled.jpeg17482560Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-09-08 12:20:512024-09-08 12:21:10Arnór er Íslandsmeistari í PLO 2024
Það var Emmanuel Mamelin sem vann sigur á Stórbokkanum í ár eftir heads-up viðureign við Jóhann Pétur Pétursson sem varð í öðru sæti. Emmanuel var lengi vel með einn minnsta stakkinn á lokaborðinu en náði hægt og bítandi að bæta við stakkinn og sigla honum í höfn. Jóhann lenti í einhverju æfintýralegasta “rönni” í manna minnum. Á búbblunni flysjaðist hann niður í einn bb, póstaði síðan sb og foldaði og átti þá eftir 15k stakk í blindunum 15k/30k. Hann náði síðan á stuttum tíma að rúmlega 50falda stakkinn og komst á tíma í chip-lead þegar hann tók nánast allan stakkinn af Jesper sem endaði í þriðja sæti með KK á móti AA þar sem Jóhann hitti á sett.
Alls tóku 25 þátt í mótinu og voru re-entry 5 talsins þannig að heildarfjöldi skráninga (entries) í mótið voru 30. Heildarinnkoma var 4.350.000 og var heildarkostnaður við mótið 630.000 (14,5%) þannig að verðlaunaféð endaði í 3.720.000 og skiptist á milli 4 efstu sem hér segir:
Emmanuel Mamelin 1.560.000
Jóhann Pétur Pétursson 1.060.000
Jesper Sand Poulsen 700.000
Jón Óskar Agnarsson 400.000
Mótið var haldið í sal Hugaríþróttafélagsins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að hýsa mótið og einnig fyrir vel heppnuð undanmót vikuna fyrir mót. Í matarhléi var 3ja rétta máltíð í boði fyrir þátttakendur og starfsfólk en því miður hafði komið upp einhver misskilningur um það hvaða þjónustu við ættum að fá frá því fyrirtæki sem veitingaþjónustan var pöntuð frá og komu því ekki framreiðslumenn frá fyrirtækinu til að bera fram matinn og biðjum við alla hlutaaðeigandi velvirðingar á því. Árni okkar “Búddah” hljóp þá til og reddaði því sem redda þurfti og á bestu þakkir skilið fyrir.
Það voru þau Alexander, Dísa, Rannveig og Þorbjörg sem sáu um gjafarastörfin af sinni einstöku fagmennsku. Það var síðan Jón Ingi, gjaldkeri PSÍ, sem bar hitann og þungann af undirbúningi og skipulagi mótsins og sá um mótsstjórn.
Við þökkum öllum sem komu að Stórbokka þetta árið, starfsfólki, þátttakendum og gestgjöfum fyrir að gera gott mót með okkur, og einnig Coolbet fyrir að halda undanmót fyrir okkur, og sjáumst vonandi sem flest á næsta móti!
Stórbokki hefur verið að sækja í sig veðrið aftur síðustu tvö ár eftir að hafa þurft að fella mótið niður árin 2020 og 2021 vegna Covid, en í fyrra voru yfir 30 entry í mótið.
Mótið verður með sama sniði og fyrri ár, mótið hefst kl. 13:00 og mun standa eitthvað fram yfir miðnættið.
Þátttökugjald er 150.000 kr. og hægt er að kaupa sig aftur inn í mótið fyrir 120.000 kr. (unlimited re-entry).
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/05/Storbokki-2024-product-banner.jpg253450Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-05-02 10:49:032024-05-02 11:11:00Stórbokki er næstur á dagskrá!
Við þökkum félagsmönnum fyrir frábæra þátttöku í Smábokka sem lauk núna kl.21:00 í kvöld en aðsókn fór fram úr björtustu vonum mótshaldara. Alls tók 71 þátt í mótinu og voru endurkaup í mótið 34 talsins þannig að alls voru 105 entry í mótið. Þetta er mesta aðsókn á Smábokka síðan í fyrsta mótinu árið 2017 þegar 109 tóku þátt. Verðlaunaféð á Smábokka hefur hins vegar aldrei verið hærra eða samtals 2.680.000 sem skiptist á milli 11 efstu leikmanna. Kostnaðarhlutfall mótsins var slétt 15%.
Það var Steinar Edduson sem stóð uppi sem sigurvegari eftir vel rúmlega klukkustundar heads-up einvígi við Hannes Guðmundsson sem varð í öðru sæti. Steinar hóf dag tvö með rétt rúmlega tvöfaldan upphafsstakk, kom svo inn á lokaborðið með chip-lead og byrjaði heads-up leikinn með afgerandi forystu, eða 5faldan stakk Hannesar. Hannes náði síðan að saxa á forskotið og náði um tíma að jafna hann, en á endanum kom Steinar stakknum inn með AT á móti A7 og hafði betur.
Steinar er einn af okkar reyndari leikmönnum og lét talsvert til sín taka í íslenskri póker senu fyrir nokkrum árum og vann m.a. sigur á Stórbokka í annað sinn sem hann var haldinn árið 2016 eftir að hafa orðið í öðru sæti í sama móti árið áður. Steinar er síðan búinn að vera að sækja aftur í sig veðrið undanfarin misseri og er stefnan næst tekin á WSOP mótaröðina í sumar þar sem hann hyggst spila Main Eventið í fyrsta sinn. Steinar er sá þriðji sem tekst að vinna bæði Stórbokka og Smábokka, en áður hafa þeir Sveinn Rúnar Másson og Matte Bjarni Karjalainen afrekað það.
Már Wardum, formaður PSÍ, stóð í ströngu í mótsstjórninni en hin mikla aðsókn í mótið kom aðeins inn í hliðina á okkur og vorum við aðeins undirmönnuð á degi 1 fyrir vikið og á Már mikinn heiður skilinn fyrir að standast þetta álag. Við þökkum félagsmönnum þolinmæðina og þökkum sérstaklega þeim stóðu vaktina í gjafarahlutverkinu við erfiðar aðstæður, sér í lagi á degi 1 þar sem nánast allur gjafarahópurinn þurfti að gefa hvíldarlaust allt kvöldið. En það voru þau Alexander, Þórunn, Dísa, Bjarni, Edward, Korneliusz og Inga sem sáu um að þeyta spilunum með glæsibrag. Um skipulag mótsins og kynningarmál sá Jón Ingi, gjaldkeri PSÍ.
Þeir sem skiptu verðlaunasætunum með sér voru:
1
Steinar Edduson
700.000
2
Hannes Guðmundsson
500.000
3
Johan Rolfsson
380.000
4
Ingólfur Lekve
270.000
5
Egill Þorsteinsson
215.000
6
Tomasz Janusz Mroz
160.000
7
Steinar Snær Sævarsson
135.000
8
William Thomas Möller
95.000
9
Ívar Örn Böðvarsson
95.000
10
Grétar Már Steindórsson
65.000
11
Kristján Bragi Valsson
65.000
Við þökkum Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir samstarfið og fyrir að veita okkur aðgang að aðstöðu félagsins. Einnig þökkum við Coolbet fyrir að halda fyrir okkur undanmót eins og þeim einum er lagið en tíð undanmót vikurnar fyrir mótið voru tvímælalaust lykill að góðri þátttöku.
Að lokum óskum við Steinari til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að sjá félagsmenn á næsta móti, en Stórbokki er næstur á dagskrá þann 18.maí nk!
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/04/IMG_1940-1.jpeg15341536Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-04-07 01:57:572024-04-07 03:16:20Steinar er Smábokki 2024!
Það er óhætt að segja að þátttaka á Smábokka hafi farið fram úr okkar björtustu vonum í ár en alls mætti 71 til leiks og voru entry í mótið samtals 105 talsins. Þetta er mesta þátttaka í Smábokka síðan 2017 en fyrsta árið sem mótið var haldið voru keppendur 109 talsins. Verðlaunaféð endar í 2.680.000 og mun skiptast á milli 11 efstu. Kostnaðarhlutfáll mótsins er slétt 15%.
42 komast áfram á dag 2 og er staða þeirra eftirfarandi í upphafi dags 2:
Nafn
Stakkur í lok dags 1
Tadas Kaneckas
208.500
Sigurjón Þórðarson
196.000
Tomasz Janusz Mroz
163.500
Hilmar Björnsson
163.000
Johan Rolfsson
150.000
Örn Árnason
137.000
Ingólfur Lekve
131.500
William Thomas Möller
125.000
Friðrik Falkner
115.500
Kristján Loftur Helgason
115.000
Brynjar Þór Jakobsson
105.500
Hákon Baldvinsson
103.000
Egill Þorsteinsson
93.000
Kristján Bragi Valsson
93.000
Andri Már Ágústsson
81.500
Grétar Már Steindórsson
79.000
Jóhann Eyjólfsson
78.000
Gunnar Árnason
77.500
Ísar Karl Arnfinnsson
74.000
Steinar Edduson
66.500
Eyjólfur Steinsson
66.000
Gunnar Páll Leifsson
65.000
Steinar Snær Sævarsson
61.500
Hannes Guðmundsson
58.000
Arnór Einarsson
57.000
Benjamín Þórðarson
55.000
Fannar Ríkarðsson
53.000
Alexandru Marian Florea
52.500
Einar Þór Einarsson
45.000
Freysteinn G Jóhannsson
43.000
Garbriel
40.500
Seweryn Brzozowski
33.000
Júlíus Símon Pálsson
32.500
Halldór Már Sverrisson
30.000
Stefán Atli Ágústsson
30.000
Ívar Örn Böðvarsson
27.500
Sunna Kristinsdóttir
25.000
Brynja Sassoon
20.000
Borðaskipan í upphafi dags 2 verður eftirfarandi:
Leikar hefjast að nýju kl. 13:00 í dag, laugardag.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/03/Smabokki-2024-product-banner.jpg262450Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-04-06 02:21:002024-04-06 02:30:16Smábokki 2024 – Staða eftir dag 1
Coolbet bikarnum 2024 lauk sl. sunnudag með lokaborði 9 efstu í stigakeppninni. Það var Atli Rúnar Þorsteinsson, a.k.a. atli951 sem bar sigur úr býtum eftir að hafa verið algerlega óstöðvandi í stigakeppninni. Atli Rúnar er búinn að gera það gott á mörgum mótum að undanförnu og hampaði m.a. Íslandsmeistaratitlinum árið 2022. Hann kom inn á lokaborðið með næstum tvöfalt fleiri stig en næsti keppandi og hóf því leik á lokaborði með langstærsta stakkinn.
Þetta er í fimmta sinn sem þessi mótaröð fer fram og í þriðja sinn með þessu sniði þar sem leikið er sérstakt lokaborð um verðlaunasætin. Og þetta er í fyrsta sinn sem sami keppandi vinnur stigakeppnina og lokaborðið. Atli fær að launum €1600 pakka á Coolbet Open sem ráðgert er í lok ágúst í Tallinn í Eistlandi. Alls tóku 74 einhvern þátt í mótaröðinni að þessu sinni og er það besta þátttaka frá upphafi.
Í öðru sæti varð Jóhann Hafnfjörð Rafnsson, öðru nafni Peningagj, en hann kom inn á lokaborðið með minnsta stakkinn og náði að breyta honum í €1600 pakka á Coolbet Open. Í þriðja og fjórða sæti urðu Friðrik Falkner (MrBaggins) og Halldór Már Sverrisson (CASINOICE1) og fá þeir að launum €550 pakka á Coolbet Open, sem er verðgildi miða í main event á Coolbet Open.
Heildarúrstlit á lokaborðinu urðu þessi:
Sæti
Coolbet ID
Nafn
Stig
Upphafsstakkkur
Verðlaun
1
atli951
Atli Rúnar Þorsteinsson
78
15600
€1600 pakki á Coolbet Open
2
Peningagj
Jóhann Hafnfjörð Rafnsson
34
6800
€1600 pakki á Coolbet Open
3
MrBaggins
Friðrik Falkner
39
7800
€550 pakki á Coolbet Open
4
CASINOICE1
Halldór Már Sverrisson
43
8600
€550 pakki á Coolbet Open
5
Astonwilli19
Wilhelm Norðfjörð
42
8400
€130 Coolbet Passport ticket
6
Orninn
Örn Árnason
37
7400
€130 Coolbet Passport ticket
7
vedurgudinn
Jón Gauti Árnason
40
8000
€130 Coolbet Passport ticket
8
PhilMcIvey
Davíð Ómar Sigurbergsson
38
7600
€130 Coolbet Passport ticket
9
Smjorflugan
Hlynur Sverrisson
37
7400
€130 Coolbet Passport ticket
Við óskum Atla til hamingju með þennan glæsilega árangur og öðrum verðlaunahöfum sömuleiðis. Við þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku og Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótaraðarinnar.
Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér dagskrána á Coolbet Open 2024 þegar hún verður kynnt og slást í för með þeim hópi Íslendinga sem ætlar að leggja land undir fót og skella sér út.
Það var Hafþór Sigmundsson (ICELANDSnr1), sem stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í net-PLO sem fram fór á sunnudagskvöld á Coolbet. Í öðru sæti var Rúnar Rúnarsson (rudnar) og Halldór Már Sverrisson (CASINOICE1) vermdi þriðja sætið. Alls tóku 18 þátt í mótinu og voru 10 re-entry í mótið en leyfð voru tvö re-entry á mann. Þátttökugjald var €100 og endaði verðlaunaféð í €2548 sem skiptist á milli 5 efstu á eftirfarandi hátt:
ICELANDSnr1- €1019
rudnar – €688
CASINOICE1 – €382
Aimsland – €255
makk – €204
Það er óhætt að segja að það hafi verið sannkallað einvala lið sem skipaði öll verðlaunasætin í þessu móti. Þetta er í annað sinn sem Hafþór vinnur mót á vegum PSÍ en hann hampaði Stórbokka titlinum árið 2018. Rúnar hefur afrekað það að landa stærsta vinningi Íslendinga í erlendu móti, þrátt fyrir að hann hafi ekki unnið mót á vegum PSÍ ennþá. Halldór Már hefur amk. 4 sinnum komist á lokaborð á ÍM, vann ÍM í net-PLO fyrir tveimur árum og hefur auk þess unnið ÍM í PLO og Smábokka. Agnar Jökull sem varð í fjórða sætinu er nýbúinn að hampa Íslandsmeistaratitlinum auk þess sem hann var í 2.sæti á ÍM 2021. Og Brynjar, sem flestir þekkja sem “Makkarann” hefur tvisvar unnið ÍM í net-póker og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn af okkar allra bestu spilurum.
Við óskum Hafþóri til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2023/12/Hafthor-Storbokki-2018-scaled.jpg17962560Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2023-12-05 20:32:362023-12-05 20:36:22Hafþór sigurvegari á ÍM í net-PLO 2023
Brynjar Bjarkason (makk) gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmótið í net-póker sem fram fór á Coolbet í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem hann vinnur þennan sama titil en hann vann einnig Íslandsmótið í net-póker árið 2018 sem þá fór fram á PartyPoker. Brynjar hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn af okkar allra bestu leikmönnum en engu að síður magnaður árangur að vinna þetta mót tvisvar. Í öðru sæti í ár varð Þórarinn Kristjánsson Ólafsson (GolliPolli) og í því þriðja varð Örn Árnason (Orninn).
Agnar Jökull Imsland sem nýlega vann Íslandsmótið í póker kom inn á lokaborðið með chiplead og jók það síðan eftir því sem leið á lokaborðið og leit á tímabili út fyrir að hann væri að fara að sigla öðrum titli í röð í örugga höfn. En það er eins og alltaf skammt stórra högga á milli í þessum leik og Agnar þurfti á endanum að sætta sig við fjórða sætið. Síðan tók við löng barátta síðustu þriggja þar sem þeir skiptust nokkrum sinnum á að taka forystuna hver af öðrum og var Örn á tímabili með talsverða forystu og meira en helminginn af chipsunum. En eftir að Örninn féll úr leik tók einnig við löng heads-up barátta hjá Brynjari og Þórarni og það var að lokum Brynjar sem hafði betur.
Alls tóku 34 þátt í mótinu, þátttökugjald var €200 og endaði verðlaunapotturinn í €6188 sem skiptist á milli 6 efstu á eftirfarandi hátt:
makk- €2290
GolliPolli – €1547
Orninn – €928
Aimsland – €619
Peningagj – €464
OkeyDude77- €340
Við óskum Brynjari til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2021/02/11949291_1056966061001716_7974458314994645261_n.jpg540960Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2023-11-27 14:54:322023-11-27 14:54:34Brynjar (makk) er Íslandsmeistari í net-póker í annað sinn
Íslandsmótið í net-póker hefst kl. 18:00 sunnudaginn 26.nóvember og verður haldið á Coolbet! Þátttökugjald er €200.
Haldin verða undanmót á Coolbet nk. fimmtudag og sunnudag og síðan alla virka daga í næstu viku kl. 20:00.
Einnig verður haldið ÍM í net-PLO og fer það fram viku síðar, sunnudaginn 3.des. kl. 18:00. Þátttökugjald er €100 og boðið er upp á tvö re-entry.
Undanmót fyrir ÍM í net-PLO verða alla virka daga í vikunni fyrir mótið kl. 20:00.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi:
Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku á ÍM í net-póker en allir geta tekið þátt í undanmótum.
Til að tryggja þátttökurétt þarf að ganga frá aðild í síðasta lagi daginn fyrir hvorn keppnisdag.
Þegar gengið er frá aðild að PSÍ þarf að passa að Coolbet poker ID komi fram í skráningu. Ef það gleymist má senda Coolbet poker ID í tölvupósti á info@pokersamband.is
PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.