Hafþór sigurvegari á ÍM í net-PLO 2023

Það var Hafþór Sigmundsson (ICELANDSnr1), sem stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í net-PLO sem fram fór á sunnudagskvöld á Coolbet. Í öðru sæti var Rúnar Rúnarsson (rudnar) og Halldór Már Sverrisson (CASINOICE1) vermdi þriðja sætið. Alls tóku 18 þátt í mótinu og voru 10 re-entry í mótið en leyfð voru tvö re-entry á mann. Þátttökugjald var €100 og endaði verðlaunaféð í €2548 sem skiptist á milli 5 efstu á eftirfarandi hátt:

 1. ICELANDSnr1- €1019
 2. rudnar – €688
 3. CASINOICE1 – €382
 4. Aimsland – €255
 5. makk – €204

Það er óhætt að segja að það hafi verið sannkallað einvala lið sem skipaði öll verðlaunasætin í þessu móti. Þetta er í annað sinn sem Hafþór vinnur mót á vegum PSÍ en hann hampaði Stórbokka titlinum árið 2018. Rúnar hefur afrekað það að landa stærsta vinningi Íslendinga í erlendu móti, þrátt fyrir að hann hafi ekki unnið mót á vegum PSÍ ennþá. Halldór Már hefur amk. 4 sinnum komist á lokaborð á ÍM, vann ÍM í net-PLO fyrir tveimur árum og hefur auk þess unnið ÍM í PLO og Smábokka. Agnar Jökull sem varð í fjórða sætinu er nýbúinn að hampa Íslandsmeistaratitlinum auk þess sem hann var í 2.sæti á ÍM 2021. Og Brynjar, sem flestir þekkja sem “Makkarann” hefur tvisvar unnið ÍM í net-póker og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn af okkar allra bestu spilurum.

Við óskum Hafþóri til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

Brynjar (makk) er Íslandsmeistari í net-póker í annað sinn

Brynjar Bjarkason (makk) gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmótið í net-póker sem fram fór á Coolbet í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem hann vinnur þennan sama titil en hann vann einnig Íslandsmótið í net-póker árið 2018 sem þá fór fram á PartyPoker. Brynjar hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn af okkar allra bestu leikmönnum en engu að síður magnaður árangur að vinna þetta mót tvisvar. Í öðru sæti í ár varð Þórarinn Kristjánsson Ólafsson (GolliPolli) og í því þriðja varð Örn Árnason (Orninn).

Agnar Jökull Imsland sem nýlega vann Íslandsmótið í póker kom inn á lokaborðið með chiplead og jók það síðan eftir því sem leið á lokaborðið og leit á tímabili út fyrir að hann væri að fara að sigla öðrum titli í röð í örugga höfn. En það er eins og alltaf skammt stórra högga á milli í þessum leik og Agnar þurfti á endanum að sætta sig við fjórða sætið. Síðan tók við löng barátta síðustu þriggja þar sem þeir skiptust nokkrum sinnum á að taka forystuna hver af öðrum og var Örn á tímabili með talsverða forystu og meira en helminginn af chipsunum. En eftir að Örninn féll úr leik tók einnig við löng heads-up barátta hjá Brynjari og Þórarni og það var að lokum Brynjar sem hafði betur.

Alls tóku 34 þátt í mótinu, þátttökugjald var €200 og endaði verðlaunapotturinn í €6188 sem skiptist á milli 6 efstu á eftirfarandi hátt:

 1. makk- €2290
 2. GolliPolli – €1547
 3. Orninn – €928
 4. Aimsland – €619
 5. Peningagj – €464
 6. OkeyDude77- €340

Við óskum Brynjari til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

Íslandsmótið í net-póker 2023

Íslandsmótið í net-póker hefst kl. 18:00 sunnudaginn 26.nóvember og verður haldið á Coolbet! Þátttökugjald er €200.

Haldin verða undanmót á Coolbet nk. fimmtudag og sunnudag og síðan alla virka daga í næstu viku kl. 20:00.

Einnig verður haldið ÍM í net-PLO og fer það fram viku síðar, sunnudaginn 3.des. kl. 18:00. Þátttökugjald er €100 og boðið er upp á tvö re-entry.

Undanmót fyrir ÍM í net-PLO verða alla virka daga í vikunni fyrir mótið kl. 20:00.

Vinsamlegast athugið eftirfarandi:

 • Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku á ÍM í net-póker en allir geta tekið þátt í undanmótum.
 • Til að tryggja þátttökurétt þarf að ganga frá aðild í síðasta lagi daginn fyrir hvorn keppnisdag.
 • Þegar gengið er frá aðild að PSÍ þarf að passa að Coolbet poker ID komi fram í skráningu. Ef það gleymist má senda Coolbet poker ID í tölvupósti á info@pokersamband.is
 • PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.

Eins og venjulega er gengið frá aðild að PSÍ á www.pokersamband.is/shop

Undanmót fyrir ÍM í net-póker:

 • Fimmtudagur 16.nóv. kl. 20:00 – €10 re-buy/add-on – 5 miðar tryggðir!
 • Sunnudagur 19.nóv. kl. 20:00 – €20 re-entry – 10 miðar tryggðir!
 • Mán-Lau 20.-25..nóv. kl. 20:00 – FREE-buy mót með €10 re-buy/add-on – 2 miðar tryggðir

Undanmót fyrir ÍM í net-PLO:

 • Mán.-Lau. 27.nóv-2.des kl. 20:00 – €10 re-entry – 2 miðar tryggðir!

Agnar er Íslandsmeistari í póker 2023

Íslandsmótið í póker fór fram dagana 2.-5. nóvember í sal Hugaríþróttafélagsins og var haldið með svipuðu sniði og undanfarin ár, dagur eitt var tvískiptur á fimmtudegi og föstudegi, dagur 2 á laugardegi og lokaborð á sunnudegi. Alls tóku 101 félagsmaður þátt í mótinu og 50 þeirra komust á dag 2. Þetta er fjölgun um 12 frá því í fyrra en þá tóku 89 þátt í mótinu. Heildarverðlaunafé var 6.800.000 kr. og skiptist á milli 15 efstu og sá sem lenti í búbblusætinu fær að auki frían miða á ÍM 2024 í sárabætur skv. hefð sem hefur skapast. Kostnaðarhlutfall mótsins var 15,8%.

Það var Agnar Jökull Imsland Arason sem bar sigur úr býtum eftir rúmlega tveggja klukkustunda heads-up leik við Loga Laxdal. Logi vann Íslandsmeistaratitilinn fyrir árið 2020 (mótið var haldið í mars 2021) og Agnar hafði áður komist í heads-up á Íslandsmóti en hann varð í 2.sæti árið 2021 þegar Guðmundur Auðun varð Íslandsmeistari. Í þriðja sæti varð síðan Óskar Örn Eyþórsson.

Röð efstu þátttakenda og verðlaunafé var sem hér segir:

1Agnar Jökull Imsland Arason1.500.000
2Logi Laxdal1.100.000
3Óskar Örn Eyþórsson850.000
4Johnro Derecho Magno680.000
5Atli Rúnar Þorsteinsson550.000
6Hávar Albinus430.000
7Freysteinn G Jóhannsson350.000
8Þórir Snær Hjaltason280.000
9Gizur Gottskálksson220.000
10Rúnar Rúnarsson160.000
11Vytatutas Rubezius160.000
12Árni Gunnarsson140.000
13Óskar Páll Davíðsson140.000
14Hafþór Sigmundsson120.000
15Kári Þór Matthiasson120.000
16Hjalti Már ÞórissonMiði á ÍM 2024
Haldin voru tvö hliðarmót, á laugardeginum var haldið 20K re-entry mót og á sunnudeginum 30K re-entry mót. Bæði mótin voru með dýpri strúktúr en sambærileg mót fyrri ára enda var þátttökugjaldið einnig hækkað frá fyrri árum. Bæði mótin tókust einkar vel og var verðlaunafé í þeim báðum vel yfir milljón, 1.270.000 á laugardeginum og 1.430.000 á sunnudeginum. Á laugardeginum vory entry 73 talsins og á sunnudeginum voru þau 56. Í laugardagsmótinu skiptu þeir Hafsteinn Ingimundarsson og Korneliusz Jelinski með sér efstu tveimur sætunum og í sunnudagsmótinu gerðu þrír efstu samning um verðlaunaféð, þeir Hávar Albinus, Korneliusz Jelinski og Jón Ingi Þorvaldsson.

Mótsstjóri að þessu sinni var Már Wardum, formaður PSÍ, og honum til halds og trausts í hlutverki ritara og meðdómara var Daníel Jóhannsson. Gjafarar á mótinu voru þau Alexander, Berglaug, Dísa, Bjarni, Kristjana, Bryndís, Edward, Kristján Bragi og Silla. Um skipulag og undirbúning mótsins sá Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ.

Við þökkum Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir frábæran stuðning, bæði með einstaklega þéttri undanmótadagskrá og að láta okkur í té hin glæsilegu húsakynni sem félagið hefur yfir að ráða. Einnig kunnum við Coolbet bestu þakkir fyrir að styðja við bakið á okkur með reglulegum undanmótum í aðdraganda ÍM en það hefur sýnt sig að regluleg undanmót eru lykillinn að góðri þátttöku í þessu móti.

Að lokum minnum við á að mótadagskránni er ekki alveg lokið enn. Íslandsmótin í net-póker eru eftir en þau fara fram á Coolbet í lok nóvember og byrjun desember.

Við óskum Agnari til hamingju með titilinn og öðrum verðlaunahöfum helgarinnar til hamingju með árangurinn, þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti!

Lokaborðið á ÍM í póker 2023

Það var klukkan 21:20 núna í kvöld sem lokaborðsbúbblan sprakk á Íslandsmótinu í póker 2023. Þeir sem komust á lokaborð voru eftirfarandi:

StakkurSæti á lokaborði
Logi Laxdal897.0001
Johnro Derecho Magno817.0002
Þórir Snær Hjaltason784.0004
Hávar Albinus719.0005
Agnar Jökull Imsland Arason606.0007
Gizur Gottskálksson487.0003
Atli Rúnar Þorsteinsson407.0009
Freysteinn G Jóhannsson296.0006
Óskar Örn Eyþórsson96.0008
Þeir hefja leik að nýju klukkan 13:00 á morgun og leika til þrautar. Tveir fyrrverandi Íslandsmeistarar eru meðal þeirra 9 efstu sem komust á lokaborðið, þeir Logi Laxdal og Atli Rúnar Þorsteinsson. Agnar Jökull hefur áður komist á lokaborðið en hann varð í 2.sæti árið 2021. Þrír leikmenn gerðu sér ferð hingað frá Færeyjum í þetta sinn og komust tveir þeirra í verðlaunasæti og Hávar Albinus kemur inn á lokaborð með 4.stærsta stakkinn.

Við óskum þessum hópi til hamingju með glæsilegan árangur og óskum þeim góðs gengis á morgun!

ÍM 2023 – Staðan eftir dag 1

Fjöldi þátttakenda á ÍM endaði í 101 í ár og komust 50 þeirra yfir á dag 2 sem hefst í dag, laugardag kl. 13:00. Verðlaunafé er kr. 6.800.000 og mun skiptast á milli 15 efstu leikmanna. Kostnaðarhlutfall er 15,8%.

Þrír af Íslandsmeisturum fyrri ára voru meðal þátttakenda og eru tveir þeirra eftir á degi 2, þeir Logi Laxdal (2020) og Atli Rúnar Þorsteinsson (2022), en Ívar Örn Böðvarsson (2018) er fallinn úr leik.

Hér má sjá lista yfir þá 50 sem komust áfram og stærð stakksins sem þeir fara með yfir á dag 2.

Johnro Deracho Magno322.000
Gizur Gottskálksson260.500
Þórir Snær Hjaltason235.500
Agnar Jökull Imsland Arason232.500
Hávar Albinus219.500
Gunnar Páll Leifsson177.500
Árni Gunnarsson173.000
Kári Þór Matthiasson170.500
Birkir Blær Laufdal Kristinnsson167.000
Freysteinn G Jóhannsson164.500
Logi Laxdal147.000
Sveinn Lárus Hjartarson145.000
Sævar Ingi Sævarsson141.000
Óskar Örn Eyþórsson124.500
Steinn Thanh Du Karlsson123.500
Gunnar Árnason122.000
Hafþór Sigmundsson106.000
Róbert Blanco106.000
Leó Sigurðsson96.000
Fionn Sherry91.000
Kalle Gertsson90.000
Karol Polewaczyk88.000
Jesper Sand Poulsen81.500
Vytatutas Rubezius81.000
Hlynur Sverrisson79.500
Óskar Páll Davíðsson78.500
Hjalti Már Þórisson73.000
Fannar Ríkarðsson71.000
Davíð Þór Rúnarsson70.500
Eiríkur Garðar Einarsson66.500
Viktor Bjarnason66.000
Högni Freyr Gunnarsson65.000
Atli Rúnar Þorsteinsson60.000
Steinar Snær Sævarsson57.000
Jón Ingi Þorvaldsson55.500
Halldór Már Sverrisson54.000
Óskar Þór Jónsson53.500
Alexandru Marian Florea52.500
Róbert Gíslason52.000
Rúnar Rúnarsson52.000
Steinar Edduson51.500
Seweryn Brzozowski49.500
Andrés Vilhjálmsson47.500
Hafsteinn Ingimundarson45.500
Andri Guðmundsson40.500
Hlynur Árnason35.000
Júlíus Símon Pálsson31.500
Guðmundur Helgi Sigurðsson29.000
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson26.500
Vignir Már Runólfsson26.000
Og hér má sjá borðaskipan í upphafi dags 2:

Íslandsmótið í póker – 2023 – Icelandic poker championship

(Information in English below)

Íslandsmótið í póker 2023 verður haldið dagana 2.-5. nóv. og mun það fara fram í sal Hugaríþróttafélagins, Mörkinni 4. (Google Maps link)

Dagur 1 verður leikinn í tvennu lagi líkt og undanfarin ár, dagur 1a fimmtudaginn 2. nóv. og dagur 1b föstudaginn 3. nóv. Leikur hefst kl. 17:00 báða dagana. Dagur 2 hefst síðan kl. 13:00 laugardaginn 4. nóv.

Hliðarmót verða á laugardag og sunnudag, 20k re-entry á laugardeginum og 30k re-entry á sunnudeginum.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer að venju fram á vef PSÍ  (www.pokersamband.is/shop)

Við minnum á að PSÍ tekur ekki við greiðslum í reiðufé en hægt er að greiða með bæði debet- og kreditkortum á vef PSÍ.

Þátttökugjaldið er kr. 80.000, fram til kl. 23:00 miðvikudaginn 1. nóv. og hækkar þá í kr. 88.000.

Vikuleg undanmót hefjast á Coolbet sunnudaginn 17. september kl. 20:00.

Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu hefjast fimmtudaginn 28. september kl. 19:00.

Nánari upplýsingar um dagskrá og strúktúr má finna hér.


The Icelandic poker championship will be held 2-5 Nov 2023 at Hugaríþróttafélagið, Mörkin 4, Reykjavik (Google Maps link)

Day 1 will be played on Thursday and Friday at 17:00, Day 2 will commence on Saturday at 13:00 and the final table will be played on Sunday.

Side-events will be available on Saturday and Sunday, ISK 20k re-entry on Saturday at 15:00 and ISK 30k re-entry on Sunday at 14:00.

Registration and buy-in will only be available through our website with credit/debit card payments  (www.pokersamband.is/shop)

Buy-in for the main event is ISK 80k. Late registration (after 23:00 GMT Wednesday 1 Nov): ISK 88k.

Coolbet and Hugaríþróttafélagið will be running weekly satellites according to the schedule below.

Click here for information on tournament schedule and structure.


Dagskrá undanmóta – Satellites schedule:

 • Sun. 17. sept. kl. 20:00 – Coolbet
 • Sun. 24. sept. kl. 20:00 – Coolbet
 • Fim. 28. sept. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
 • Sun. 1. okt. kl. 20:00 – Coolbet
 • Þri. 3. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
 • Fim. 5. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
 • Sun. 8. okt. kl. 20:00 – Coolbet
 • Þri. 10. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
 • Fim. 12. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
 • Sun. 15. okt. kl. 20:00 – Coolbet
 • Þri. 17. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
 • Fim. 19. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
 • Sun. 22. okt. kl. 20:00 – Coolbet
 • Þri. 24. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
 • Fim. 26. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
 • Lau. 28. okt. kl. 16:00 – Hugaríþróttafélagið – Mega satellite! – 2 tickets added!
 • Sun. 29. okt. kl. 20:00 – Coolbet
 • Mán. 30. okt. kl. 20:00 – Coolbet
 • Þri. 31. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið

Ingvar er Íslandsmeistari í PLO 2023

Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha lauk rétt fyrir miðnætti í gær með sigri Ingvars Óskars Sveinssonar. Í öðru sæti varð Örn Árnason og í því þriðja varð Sævar Ingi Sævarsson. Mótið hófst klukkan 14:00 og fór fram í salarkynnum Poker Express. Þátttakendur voru 19 talsins og keyptu 8 þeirra sig inn aftur en eitt re-entry er leyft í þessu móti. Alls voru því 27 entry í mótið. Kostnaðarhlutfall var 15% og var verðlaunafé því 915.000 og skiptist það á milli 4 efstu með eftirfarandi hætti:

 1. Ingvar Óskar Sveinsson, 365.000
 2. Örn Árnason, 275.000
 3. Sævar Ingi Sævarsson, 165.000
 4. Ágúst Þorsteinsson, 110.000

Lokaborðið var skipað 7 efstu leikmönnum eins og reglur gera ráð fyrir og þess má til gamans geta að einn þeirra, og reyndar sá sem endaði í búbblusætinu, hafði yfirgefið mótið í matarhléinu og skilið stakkinn eftir og var aðeins hársbreidd frá að hneppa verðlaunasæti engu að síður.

Mótsstjóri var Einar Þór Einarsson og í störfum gjafara var úrvalslið Omaha gjafara, þau Alexander, Rannveig og Kornelíusz. Um undirbúning og skipulagningu mótssins sá Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ.

Við óskum Ingvari til hamingju með sigurinn, hans fyrsta sigur í móti á vegum PSÍ, og öllum verðlaunahöfum einnig til hamingju með glæsilegan árangur. Við þökkum Poker Express fyrir að útvega okkur þessa frábæru aðstöðu fyrir mótið og Coolbet og Hugaríþróttafélaginu fyrir vel heppnuð undanmót og öllum sem komu að skipulagi og framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf!

Ingvar sigurreifur með lokahöndina í ÍM í PLO 2023
Ingvar og Örn heads-up á ÍM í PLO 2023
Lokaborðið á ÍM í PLO 2023. Á myndina vantar Kristinn Pétursson en hann hafði skilið stakkinn eftir frá því í matarhléi en endaði engu að síður í búbblusætinu.

Íslandsmótið í PLO 2023

Íslandsmótavertíðin er orðin fastur liður á haustin hjá okkur og fyrsta mót haustsins er Íslandsmótið í Pot-Limit-Omaha.

Mótið fer fram í sal Poker Express laugardaginn 2. september og hefst kl. 14:00. Sjá staðsetningu hér á Google Maps.

Þátttökugjald er kr. 40.000 og hækkar fyrir seinar skráningar eftir kl. 10:00 að morgni mótsdags í kr. 45.000.

Boðið er upp á eitt re-entry eins og verið hefur undanfarin ár.

Skráningarfrestur rennur síðan út í matarhléi kl. 18:15-18:45.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer að vanda fram hér á vef PSÍ.

Nánari upplýsingar um strúktúr mótsins má finna hér.

Skráið ykkur endilega inn á FB eventið sem finna má hér.

Coolbet verður með undanmót sunnudaginn 27.sept kl. 20:00 og föstudaginn 1.sept kl. 20:00.

Egill er Stórbokki 2023

Það var Egill Þorsteinsson sem vann sigur á Stórbokkanum í ár eftir stutta og snarpa heads-up viðureign við Halldór Má Sverrisson sem varð í öðru sæti. Egill hafði fallið úr leik skömmu fyrir hlé og keypti sig aftur inn í matarhléinu og náði jafnt og þétt að byggja upp góðan stakk. Halldór Már fór gríðarlega vel af stað í mótinu og var með gott chip-lead allan daginn og vel inn á lokaborðið en þegar 4 voru eftir fór Egill jafnt og þétt að saxa á forskotið.

Það er óhætt að segja að bæði Egill og Halldór Már séu með þessu búnir að stimpla sig enn betur inn sem okkar fremstu leikmenn, en Egill hefur áður náð Íslandsmeistaratitli í PLO auk þess sem hann varð í öðru sæti á ÍM í póker árið 2019. Halldór már hefur nokkrum sinnum komist á lokaborð á ÍM auk þess sem hann hefur líkt og Egill unnið PLO titilinn, bæði live og online og er nýbakaður Smábokki í ár þar að auki.

Alls tóku 22 þátt í mótinu og voru re-entry 11 talsins þannig að heildarfjöldi skráninga (entries) í mótið voru 33. Heildarinnkoma var 4.620.000 og var heildarkostnaður við mótið 620.000 (13,4%) þannig að verðlaunaféð endaði í sléttum 4 milljónum og skiptist á milli 5 efstu sem hér segir:

 1. Egill Þorsteinsson, 1.400.000
 2. Halldór Már Sverrisson, 1.000.000
 3. Þórarinn Kristjánsson Ólafsson, 720.000
 4. Jón Ingi Þorvaldsson, 520.000
 5. Jakub Jakubowksi, 360.000

Mótið var haldið í salarkynnum Poker Express og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að hýsa mótið. Í matarhléi var það Veislan sem bar fram 3ja rétta máltíð fyrir þátttakendur og starfsfólk og var ekki annað að heyra en að rífandi ánægja hafi verið með matinn.

Einar Þór, ritari PSÍ, stóð vaktina sem mótsstjóri með glæsibrag og Alexander, Dísa og Bjarni Veigar sáu um gjafarastörfin af einstakri fagmennsku. Það var síðan Jón Ingi, gjaldkeri PSÍ, sem bar hitann og þungann af undirbúningi og skipulagi mótsins.

Við þökkum öllum sem komu að Stórbokka þetta árið, starfsfólki, þátttakendum og gestgjöfum fyrir að gera gott mót með okkur og sjáumst sem flest á næsta móti!