ÍM í póker 2022 – Staðan eftir dag 1

Alls tóku 89 þátt í Íslandsmótinu í póker að þessu sinni og komust 38 yfir á dag 2 sem hefst í dag, laugardaginn 5.nóv. kl. 13:00.

Á degi 2 verður leikið niður í 9 manna lokaborð og fer það fram á morgun, sunnudag kl. 13:00. Mótið fer fram í nýjum og glæsilegum sal Hugaríþróttafélagsins að Mörkinni 4.

Staða leikmanna og sætaskipan í upphafi dags 2 er eftirfarandi:

NafnChip countBorðSæti
1Jesper Sand Poulsen338.10028
2Julius Griežė302.40053
3Róbert Gíslason184.40015
4Atli Rúnar Þorsteinsson179.50044
5Friðrik Falkner171.80042
6Hjalti Már Þórisson157.50052
7Leó Sigurðsson146.60032
8Sigurjón Kevinsson141.10022
9Atli Þrastarson135.00043
10Raphael Verdugo132.60026
11Andri Már Ágústsson123.10045
12Kalle Gertsson105.30054
13Kristján Óli Sigurðsson91.40041
14Daníel Pétur Axelsson88.70051
15Kristinn Pétursson86.70037
16Árni Guðbjörnsson86.20035
17Ásgrimur Karl Gröndal85.50056
18Ívar Örn Böðvarsson84.20055
19Gunnar Árnason81.50016
20Einar Þór Einarsson73.20033
21Haraldur Matej Runólfsson69.70021
22Daníel Guðmundsson68.40014
23Egill Þorsteinsson61.40047
24Bjarki Þór Guðjónsson53.60012
25Daniel Jacobsen53.40027
26Finnur Sveinbjörnsson52.40046
27Finnur Hrafnsson46.10013
28Marías Leó Daníelsson43.90036
29Arnar Björnsson41.70023
30Jóhann Pétur Pétursson40.80024
31Sveinn Rúnar Másson40.40034
32Þröstur Ólafsson36.20025
33Hafsteinn Ingimundarson32.30017
34Grétar Már Steindórsson32.00018
35Auðunn Örn Gylfason30.20011
36Matte Bjarni Karjalainen27.80057
37Júlíus Pálsson19.00038
38Vignir Már Runólfsson16.10031

Íslandsmótið í póker 2022

Íslandsmótið í póker 2022 verður haldið dagana 3.-6. nóv. og mun það fara fram í nýjum glæsilegum sal Hugaríþróttafélagins, Mörkinni 4.

Dagur 1 verður leikinn í tvennu lagi líkt og síðast, dagur 1a fimmtudaginn 3. nóv. og dagur 1b föstudaginn 4. nóv. Leikur hefst kl. 17:00 báða dagana. Dagur 2 hefst síðan kl. 13:00 laugardaginn 5. nóv.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer að venju fram á vef PSÍ  (www.pokersamband.is/shop)

Við minnum á að PSÍ tekur ekki við greiðslum í reiðufé en hægt er að greiða með bæði debet- og kreditkortum á vef PSÍ.

Þátttökugjaldið er kr. 80.000, fram til miðnættis miðvikudaginn 2. nóv. og hækkar þá í kr. 88.000.

Vikuleg undanmót hefjast á Coolbet sunnudaginn 25. september kl. 20:00.

Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu hefjast þriðjudaginn 27. september kl. 19:00.

Nánari upplýsingar um dagskrá og strúktúr má finna hér.

Dagskrá undanmóta:

  • Sun. 25. sept. kl. 20:00 – Coolbet
  • Þri. 27. sept. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Sun. 2. okt. kl. 20:00 – Coolbet
  • Fim. 6. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Sun. 9. okt. kl. 20:00 – Coolbet
  • Fim. 13. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fös. 14. okt. kl. 19:00 – Poker Express
  • Sun. 16. okt. kl. 20:00 – Coolbet (Freebuy kl. 19:30)
  • Þri. 18. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fim. 20. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Sun. 23. okt. kl. 20:00 – Coolbet (Freebuy kl. 19:30)
  • Þri. 25. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fim. 27. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Lau. 29. okt. kl. 16:00 – Hugaríþróttafélagið – Mega satellite! – 2 miðar added!
  • Sun. 30. okt. kl. 20:00 – Coolbet (Freebuy kl. 19:30)
  • Mán. 31. okt. kl. 20:00 – Coolbet (Freebuy kl. 19:30)
  • Mán. 31. okt. kl. 21:30 – Coolbet (€10 Re-buy mania!)
  • Þri. 1. nóv. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið

Róbert tekur Íslandsmeistaratitilinn í PLO 2022

Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha lauk um kl. 2 í nótt með sigri Róberts Gíslasonar. Í öðru sæti varð Jón Gauti Árnason og í því þriðja varð Stefán Hjalti Garðarsson. Mótið hófst klukkan 14:00 og fór fram í nýjum glæsilegum salarkynnum Hugaríþróttafélagsins í Mörkinni. Þátttakendur voru 22 talsins og keyptu 9 þeirra sig inn aftur en eitt re-entry er leyft í þessu móti. Alls voru því 31 entry í mótið. Kostnaðarhlutfall var 15% og var verðlaunafé því 1.055.000 og skiptist það á milli 5 efstu með eftirfarandi hætti:

  1. Róbert Gíslason, 380.000
  2. Jón Gauti Árnason, 275.000
  3. Stefán Hjalti Garðarsson, 190.000
  4. Kristján Bragi Valsson, 125.000
  5. Grétar Már Steindórsson, 85.000

Lokaborðið var skipað 7 síðustu leikmönnum eins og reglur gera ráð fyrir og auk verðlaunahafanna þá komust einnig á lokaborð þeir Hafþór Sigmundsson sem endaði í 6.sæti og Haukur Einarsson í 7.sæti. Hart var tekist á þegar 6 voru eftir, eða “á búbblunni” og tók 2 og hálfan tíma að sprengja búbbluna.

Mótsstjóri var Daníel Jóhannsson sem þreytti frumraun sína í mótsstjórn fyrir PSÍ með glæsibrag og í störfum gjafara var úrvalslið Omaha gjafara, þau Alexander, Silla og Rannveig.

Við óskum Róberti til hamingju með sigurinn, þann fyrsta í móti á vegum PSÍ, og öllum verðlaunahöfum einnig til hamingju með glæsilegan árangur. Við þökkum Hugaríþróttafélaginu fyrir að útvega þessa frábæru aðstöðu fyrir mótið og öllum sem komu að skipulagi og framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf!

Róbert með sigurhöndina og verðlaunagripinn
Lokaborð á ÍM í PLO 2022
Lokaborð á ÍM í PLO 2022
Róbert og Jón Gauti heads-up á ÍM í PLO 2022

Íslandsmótið í PLO 2022

Íslandsmótavertíðin er orðin fastur liður á haustin hjá okkur og fyrsta mót haustsins er Íslandsmótið í Pot-Limit-Omaha.

Mótið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins laugardaginn 17. september og hefst kl. 14:00.

Þátttökugjald er kr. 40.000 og hækkar fyrir seinar skráningar eftir kl. 18:00 föstudaginn 16.sept í kr. 45.000.

Skráningarfrestur rennur síðan út í matarhléi kl. 18:15-18:45.

Skráning fer að vanda fram hér á vef PSÍ.

Nánari upplýsingar um strúktúr mótsins má finna hér.

Coolbet hefur haldið undanmót sl. sunnudaga og live undanmót verða hjá Hugaríþróttafélaginu þriðjudaginn 13. sept og fimmtudaginn 15.sept kl. 19:00.

Landsliðið okkar á HM í Makedóníu

Úrslitakeppni International Federation of Match Poker (IMFP) fer fram í næstu viku í Makedóníu. Landslið okkar vann öruggan sigur í sínum riðli í undankeppni sem fram fór í júní 2021 og tryggði sér þannig sæti í úrslitakeppninni ásamt 14 öðrum þjóðum.

Vorið 2021 var valinn 10 manna landsliðshópur og fara 7 þeirra utan ásamt formanni PSÍ, Má Wardum, sem fer með sem fararstjóri og team manager. Þau sem keppa fyrir Íslands hönd í Makedóníu eru:

  • Egill Þorsteinsson
  • Einar Þór Einarsson
  • Garðar Geir Hauksson
  • Gunnar Árnason
  • Halldór Már Sverrisson
  • Kristjana Guðjónsdóttir
  • Már Wardum
  • Sævar Ingi Sævarsson

Auk þeirra eru í landsliðshópnum Daníel Pétur Axelsson, Inga Guðbjartsdóttir og Magnús Valur Böðvarsson en þau gátu ekki tekið þátt í þessu verkefni.

Við óskum okkar fólki góðs gengis á mótinu og fylgjumst spennt með á Twitch rás IFMP en þar verður hægt að fylgjast með gangi mála.

Áfram Ísland!!!

—— Uppfært 26.maí ——-

Landslið okkar í keppnispóker (match poker) lauk keppni í 10. sæti í gær, á degi 2, og komst því ekki í hóp þeirra 6 sem leika til úrslita í á lokadegi mótsins í dag.


14 lið tóku þátt í úrslitakeppni IFMP (Nations Cup 2021) að þessu sinni og fóru öll liðin áfram yfir á dag tvö en á þeim degi féllu 4 lið úr keppni á fyrri hluta dagsins og síðan önnur 4 lið á síðari hluta dagsins.


Liðið okkar átti því miður brösótta byrjun á degi 1 og byrjaði dag 2 í 12.sæti. Okkar fólk átti síðan góða byrjun á degi 2 og tókst að hífa liðið upp í 9. sæti og komast þannig í gegnum fyrri niðurskurðinn en góður árangur á degi 2 dugði ekki til og íslenska liðið endaði daginn 10.sæti.


Við erum að sjálfsögðu stolt af okkar fólki og vonum að reynslan af þessu móti verði gott veganesti inn í næsta mót!

Staðan eftir dag 2 þegar kom að niðurskurði í 6 liða úrslit.

Matte vinnur Stórbokkann…líka!

Já, Matte Bjarni Karjalainen gerði sér lítið fyrir og vann Stórbokkann líka, eftir að hafa tekið niður Smábokkann fyrir aðeins 4 vikum síðan. Þetta er í fyrsta sinn sem sami einstaklingur vinnur báða titlana sama árið, en áður hafði Sveinn Rúnar unnið báða titlana á sitt hvoru árinu og verður hvort tveggja að teljast magnaður árangur hjá þeim báðum. Það er líklega óhætt að segja að þetta sé lukkubolur, en Matte skartaði sama broskallinum fyrir fjórum vikum þegar hann sat fyrir á mynd sem sigurvegari Smábokkans 😉

Alls tóku 29 þátt í mótinu og voru auk þess 14 re-entry þannig að samtals voru 43 entry í mótið sem er besta þátttaka á Stórbokka síðan 2016! Verðlaunafé var samtals 5.235.000 og var kostnaðarhlutfall 13,2%. Verðlaunaféð skiptist á milli 6 efstu leikmanna sem hér segir:

  1. Matte Bjarni Karjalainen, 1.500.000
  2. Gunnar Árnason, 1.150.000
  3. Wilhelm Nordfjord, 865.000
  4. Jónas Tryggvi Stefánsson, 655.000
  5. Tomasz Janusz Mroz, 565.000
  6. Ingólfur Lekve, 500.000

Það var ekki annað að heyra á þátttakendum að rífandi ánægja hefði verið með mótið og það var ekki síst að þakka frábærri aðstöðu í nýjum salarkynnum Hugaríþróttafélagsins í Mörkinni 4.

Einar Þór, ritari PSÍ, stóð vaktina sem mótsstjóri með glæsibrag og Silla, Alexander og Þórunn sáu um gjafarastörfin af einstakri fagmennsku. Það var síðan Jón Ingi, gjaldkeri PSÍ, sem bar hitann og þungann af undirbúningi og skipulagi mótsins.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir að gera þetta að jafn vel heppnuðum viðburði og raun bar vitni og Veislan.is fær bestu þakkir fyrir glæsilegan 3ja rétta kvöldverð sem þau báru okkur. Hugaríþróttafélagið á miklar þakkir skildar fyrir að leyfa okkur að vígja nýja húsnæðið með Stórbokkanum og við þökkum mótsstjóra og gjöfurum fyrir vel unnin störf!!

Við óskum Matte til hamingju með glæsilegan árangur og Hugaríþróttafélaginu með nýja húsnæðið.

Sjáumst í haust á Íslandsmótunum í PLO og NLH.

Stórbokki 2022!

Stórbokki rís upp frá dauðum laugardaginn 7.maí 2022! Mótið verður að þessu sinni haldið í samstarfi við Hugaríþróttafélagið og fer fram í nýjum glæsilegum salarkynnum félagsins að Mörkinni 4.

Mótið hefst kl. 13:00 og mun standa eitthvað fram yfir miðnættið.

Þátttökugjald er 150.000 kr. og hægt er að kaupa sig aftur inn í mótið ótakarmarkað fyrir 120.000 kr.

Innifalinn í mótsgjaldi er glæsilegur kvöldverður frá Veislunni sem verður framreiddur á mótsstaðnum.

  • Forréttur: Sjávarréttadiskur: Reyklaxamósaic, hörpuskel á vagamesalati, humarfroða í staupi, silungatartar og ferskt salat
  • Aðalréttur: Heilsteikt nautalund með kartöflugratíni og grænpiparsósu.
  • Eftirréttur: Súkkulaði brownies með hvítri súkkulaði skyrmús og berjum.

Hér má sjá nánari upplýsingar um strúktúr og dagskrá mótsins.

Smellið ykkur endilega inn á facebook eventið sem komið er hér.

Undanmót hafa verið undanfarna sunnudaga á Coolbet og verður síðasta mótið á Coolbet sunnudaginn 1.maí kl. 20:00. Eins og undanfarna sunnudaga verður FREEbuy mót kl. 19:15 þar sem hægt er að vinna miða inn í undanmótið fyrir lítið og jafnvel ekkert.

Fyrsta live undanmótið verður hjá Hugaríþróttafélaginu miðvikudaginn 27.apríl.

Matte er Smábokki 2022!

Smábokka lauk núna í kvöld með sigri Matte Bjarna Karjalainen. Matte hafði forystu eftir dag1, var enn með chip-lead á búbblunni þegar 8 voru eftir og sigldi stakknum sínum örugglega í höfn eftir heads-up leik við Benedikt Óskarsson sem hafnaði í öðru sæti.

Þátttakendur voru 40 talsins að þessu sinni og keyptu 13 sig inn aftur þannig að alls voru 53 entry í mótið. Kostnaðarhlutfall mótsins var fest í 15% og var það því lítillega niðurgreitt af PSÍ. Heildarverðlaunafé var 1.125.000 og skiptist það á milli 7 efstu sem hér segir:

  1. Matte Bjarni Karjalainen, 400.000
  2. Benedikt Óskarsson, 255.000
  3. Sævaldur Harðarson, 160.000
  4. Jónas Tryggvi Stefánsson, 110.000
  5. Daníel Ingi Þorsteinsson, 85.000
  6. Agnar Jökull Imsland Arason, 65.000
  7. Jón Óskar Agnarsson, 50.000

Mótsstjórar voru Viktor Lekve, Már Wardum og Einar Þór Einarsson. Í störfum gjafara voru þau Silla, Sasa, Dísa, Rannveig og Guðmundur Helgi. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf.

Við þökkum Poker Express kærlega fyrir samstarfið og að veita okkur aðgang að aðstöðu félagsins. Einnig þökkum við Coolbet fyrir að halda fyrir okkur undanmót eins og þeim einum er lagið.

Að lokum óskum við Matte til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að sjá félagsmenn á næsta móti, en Stórbokki verður reistur upp frá dauðum þann 7.maí nk!

Matte heldur hróðugur á lokahöndinni, tvist-sjöu
Matte og Benedikt íbyggnir á svip á lokasprettinum

Úrslit á ÍM í net-PLO 2021

Síðasta mót ársins, Íslandsmótið í net-PLO 2021 fór fram sunnudaginn 5. desember og hófst það kl. 18:00. Alls tóku 24 þátt í mótinu og voru að auki 12 re-entry inn í mótið en leyfð voru 2 re-entry á hvern keppanda. Heildarverðlaunafé var €2520 og skiptist á milli 6 efstu keppenda.

Það var Halldór Már Sverrisson (CASINOICE1) sem varð hlutskarpastur eftir lokaeinvígi við Ingu Jónsdóttur (pingz), og í þriðja sæti var Brynjar Bjarkason (makk).

Röð 6 efstu og verðlaunafé var sem hér segir:

  1. Halldór Már Sverrisson (CASINOICE1) – €932
  2. Inga Kristín Jónsdóttir (pingz) – €630
  3. Brynjar Bjarkason (makk) – €378
  4. Kristján Bragi Valsson (kiddi333) – €252
  5. Már Wardum (DFRNT) – €189
  6. Kristinn Pétursson (Hunterinn) – €139

Við óskum Halldóri til hamingju með enn eina rósina í póker-hnappagatið og þökkum Coolbet kærlega fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða.

No description available.

Úrslit á ÍM í net-póker 2021

ÍM í net-póker lauk rétt í þessu eða klukkan 0:21. Það var Óskar Páll Davíðsson (Goggarinn) sem stóð uppi sem sigurvegari eftir lokaeinvígi við Kristján Óla Sigurðsson (Hofdinginn2021). Í þriðja sæti varð síðan Ágúst Daði Guðmundsson (Gianthead). Þess má til gamans geta að Óskar Páll vann miða í Íslandsmótið í “FREEbuy” móti á Coolbet rétt áður en mótið hófst og lagði aðeins út €10 í add-on.

Alls tóku 56 þátt í mótinu, sem er fjölgun um 4 síðan í fyrra, og var heildarverðlaunafé €7840 sem skiptist á milli 8 efstu sem hér segir:

  1. Goggarinn – €2509
  2. Hofdinginn2021 – €1646
  3. Gianthead – €1176
  4. AndrewThomas – €792
  5. SINGIS – €596
  6. AstonWilli19 – €439
  7. Hunterinn – €361
  8. Piper28 – €321

Við óskum Óskari Páli til hamingju með sigurinn og þökkum Coolbet kærlega fyrir frábært samstarf eins og endranær!

Lokaborðið á ÍM í net-póker 2021
Lokastaðan á ÍM í net-póker 2021