Skiljum hundana eftir heima

Okkur hafa að undanförnu borist fyrirspurnir um það hvort leyft sé að hafa gæludýr meðferðis á mót á vegum PSÍ. Stjórn PSÍ hefur í kjölfar umræðu um málið og í samráði við staðarhaldara mótsins ákveðið að taka fyrir það héðan í frá að leikmenn séu með gæludýr meðferðis á mótum á vegum sambandsins.

Ástæður geta vera margvíslegar hjá þeim sem ekki hugnast að mæta á mót þar sem t.d. hundar eða kettir eru á staðnum, t.d. ofnæmi, hræðsla við hunda auk ónæðis sem skapast getur og truflun á gangi mótsins.

Við vonum að þetta mæti skilningi hjá gæludýraeigendum og að það verði ekki hundur í neinum á skemmtilegasta móti ársins sem hefst stundvíslega kl. 19:00 á morgun!!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply