Halldór Már bætir einum titli í safnið!

Smábokka lauk núna í kvöld með sigri Halldórs Más Sverrissonar en hann hefur áður unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn í PLO árið 2018 og í net-PLO árið 2021. Halldór kom inn á dag 2 með fimmfaldan upphafsstakk og sigldi stakknum hægt og bítandi í höfn. Í öðru sæti varð Steingrímur Þorsteinsson og í því þriðja Árni Gunnarsson.

Þátttakendur voru 45 talsins að þessu sinni og keyptu 20 sig inn aftur þannig að alls voru 65 entry í mótið. Kostnaðarhlutfall mótsins var 18,7% en var cappað í 15% þannig að mótið var því lítillega niðurgreitt af PSÍ. Heildarverðlaunafé var 1.650.000 og skiptist það á milli 8 efstu sem hér segir:

  1. Halldór Már Sverrisson, 530.000
  2. Steingrímur Þorsteinsson, 360.000
  3. Árni Gunnarsson, 245.000
  4. Sævar Ingi Sævarsson, 170.000
  5. Branimir Jovanovic, 120.000
  6. Júlíus Símon Pálsson, 90.000
  7. Brynjar Bjarkason, 75.000
  8. Sasa Drca, 60.000

Mótsstjóri voru Daníel Jóhannesson og sá ritari PSÍ, Jón Ingi Þorvaldsson um skipulagningu mótsins. Í störfum gjafara voru þau Dísa, Kristján Bragi, Þórunn Lilja, Alexander og Fanney Hlín. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf.

Við þökkum Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir samstarfið og fyrir að veita okkur aðgang að aðstöðu félagsins. Einnig þökkum við Coolbet fyrir að halda fyrir okkur undanmót eins og þeim einum er lagið.

Að lokum óskum við Halldóri til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að sjá félagsmenn á næsta móti, en Stórbokki er næstur á dagskrá í byrjun maí!

Staðan eftir dag 1 á Smábokka

Alls tóku 45 þátt í Smábokka í ár og er það smá fjölgun frá fyrra ári. Samtals voru re-entry 20 talsins þannig að heildarfjöldi keyptra miða í mótið var 65. Verðlaunafé er 1.650.000 kr. (kostnaðarhlutfall cappað í 15%) og mun skiptast á milli 8 efstu leikmanna.

Það er Andrea Gini sem byrjar dag 2 með stærsta stakkinn og Árni Gunnarsson fylgir fast á hæla hans en það eru alls 19 leikmenn sem komast yfir á dag 2 sem hefst kl. 13:00 laugardaginn 4.mars.

Hér má sjá stöðu þeirra 19 efstu sem eftir standa í mótinu og sætaskipan í upphafs dags 2:

NafnChips eftir dag 1BorðSæti
Andrea Gini225.40.0024
Árni Gunnarsson228.00.0016
Sasa Drca182.00.0037
Júlíus Símon Pálsson162.00.0025
Halldór Már Sverrisson148.00.0017
Branimir Jovanovic133.40.0013
Logi Laxdal139.00.0034
Trausti Pálsson106.20.0035
Brynjar Bjarkason93.40.0022
Sævar Ingi Sævarsson88.00.0026
Seweryn Brzozowski81.20.0013
Friðrik Guðmundsson84.20.0018
Jesper Sand Poulsen74.20.0015
Markús Máni Skúlason75.20.0012
Júlíus Freyr Guðmundsson72.40.0025
Steingrímur Þorsteinsson70.00.0013
Ágúst Þorsteinsson51.20.0014
Gizur Gottskálksson47.00.0032
Trausti Atlason46.00.0027