Halldór Már bætir einum titli í safnið!

Smábokka lauk núna í kvöld með sigri Halldórs Más Sverrissonar en hann hefur áður unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn í PLO árið 2018 og í net-PLO árið 2021. Halldór kom inn á dag 2 með fimmfaldan upphafsstakk og sigldi stakknum hægt og bítandi í höfn. Í öðru sæti varð Steingrímur Þorsteinsson og í því þriðja Árni Gunnarsson.

Þátttakendur voru 45 talsins að þessu sinni og keyptu 20 sig inn aftur þannig að alls voru 65 entry í mótið. Kostnaðarhlutfall mótsins var 18,7% en var cappað í 15% þannig að mótið var því lítillega niðurgreitt af PSÍ. Heildarverðlaunafé var 1.650.000 og skiptist það á milli 8 efstu sem hér segir:

  1. Halldór Már Sverrisson, 530.000
  2. Steingrímur Þorsteinsson, 360.000
  3. Árni Gunnarsson, 245.000
  4. Sævar Ingi Sævarsson, 170.000
  5. Branimir Jovanovic, 120.000
  6. Júlíus Símon Pálsson, 90.000
  7. Brynjar Bjarkason, 75.000
  8. Sasa Drca, 60.000

Mótsstjóri voru Daníel Jóhannesson og sá ritari PSÍ, Jón Ingi Þorvaldsson um skipulagningu mótsins. Í störfum gjafara voru þau Dísa, Kristján Bragi, Þórunn Lilja, Alexander og Fanney Hlín. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf.

Við þökkum Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir samstarfið og fyrir að veita okkur aðgang að aðstöðu félagsins. Einnig þökkum við Coolbet fyrir að halda fyrir okkur undanmót eins og þeim einum er lagið.

Að lokum óskum við Halldóri til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að sjá félagsmenn á næsta móti, en Stórbokki er næstur á dagskrá í byrjun maí!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply