Stórbokki er næstur á dagskrá!

Stórbokki hlaut gríðarlega góðar viðtökur þegar mótið var haldið í fyrsta sinn eftir Covid hléið í fyrra, en mótið féll niður árin 2020 og 2021.

Mótið verður með sama sniði og fyrri ár, mótið hefst kl. 13:00 og mun standa eitthvað fram yfir miðnættið.

Þátttökugjald er 150.000 kr. og hægt er að kaupa sig aftur inn í mótið ótakarmarkað fyrir 120.000 kr.

Skráning fer að venju fram hér á vef PSÍ.

Innifalinn í mótsgjaldi er glæsilegur kvöldverður sem verður framreiddur á mótsstaðnum.

  • Forréttur: Sjávarréttadiskur: Reyklaxamósaic, hörpuskel á vagamesalati, humarfroða í staupi, silungatartar og ferskt salat
  • Aðalréttur: Heilsteikt nautalund með kartöflugratíni og grænpiparsósu/bernaise.
  • Eftirréttur: Súkkulaði brownies með hvítri súkkulaði skyrmús og berjum.

Hér má sjá nánari upplýsingar um strúktúr og dagskrá mótsins.

Smellið ykkur endilega inn á facebook eventið sem komið er hér.

Undanmót hefjast á Coolbet á sunnudag og verða alla sunnudaga fram að mótinu, auk þess sem einnig verður undanmót á annan í páskum.

  • Sun 9. apríl kl. 20:00
  • Mán 10. apríl kl. 20:00
  • Sun 16. apríl kl. 20:00
  • Sun 23. apríl kl. 20:00
  • Sun 30. apríl kl. 20:00

Live undanmót verða auglýst síðar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply