Staðan eftir 1.umferð Bikarmótsins

Fyrsta umferð í Bikarmóti PSÍ 2020 fór fram í kvöld, sunnudaginn 19. janúar, og voru þátttakendur á þessu fyrsta live móti ársins 19 talsins.

Fjórir efstu skiptu með sér 190.000 kr. verðlaunafé kvöldsins:

 1. Julíus Pálsson, kr. 88.000
 2. Daníel Pétur Axelsson, kr. 51.000
 3. Guðmundur Helgi Helgason, kr. 32.000
 4. Trausti Pálsson, kr. 19.000

Jafnframt fóru kr. 66.500 í hliðarpott sem mun skiptast á milli 10% efstu í stigakeppninni í lokin.

Hér verður hægt að nálgast stöðuna í stigakeppninni á meðan á mótinu stendur.

Við óskum Júlíusi til hamingju með góða byrjun í stigakeppninni og hvetjum alla sem misstu af fyrstu umferðinni til að fjölmenna eftir tvær vikur en keppnin er galopin þar sem fjögur bestu mót munu telja í lokin!

(Meðfylgjandi er mynd af lokaborði fyrsta mótsins)

Bikarmót PSÍ 2020 hefst á sunnudag!

Bikarmót PSÍ verður haldið í fyrsta sinn núna í vetur og fer fyrsta umferð fram núna á sunnudag kl. 16:00.  Um er að ræða röð 6 móta þar sem 5 bestu gilda til stiga og fara öll mótin fram í sal Hugaríþróttafélagsins, Síðumúla 37.  Þeir sem ná bestum árangri í mótaröðinni munu skipta með sér verðlaunapotti sem safnast í hverju móti auk þess sem sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Bikarmeistari PSÍ 2020!

Þátttökugjald í hverja umferð er kr. 15.000 og fer skráning og greiðsla þátttökugjalda að venju fram á vef PSÍ á þessari síðu hér.

Sjá allar nánari upplýsingar um mótið hér.

Coolbet Bikarinn – Staðan eftir fyrstu umferð

Fyrsta umferð í Coolbet Bikarnum fór fram sunnudagskvöldið 12.janúar. Alls tóku 27 þátt í fyrstu umferðinni en nokkrir fleiri hafa skráð sig til leiks og koma vonandi inn í síðari umferðum en 5 bestu af 6 umferðum munu telja í stigakeppninni.

Veitt var verðlaunafé fyrir 4 efstu sætin í mótinu og þeir sem unnu til þeirra voru:

 1. Davíð Ómar Sigurbergsson – Thanh_durrrr, €607.50
 2. Bjössi Sigmars – Alesis, €371.25
 3. Jón Ingi Þorvaldsson – Thorvaldz, €236.25
 4. Árni Halldór Jónsson – Stormur, €135

Hér má sjá heildarúrslitin og stöðu eftir fyrstu umferð.

Í samráði við fulltrúa Coolbet var í kvöld tekin ákvörðun um að veittur verði frestur til að ganga frá aðild að PSÍ fram að upphafi 3.umferðar sem fram fer 9.febrúar nk. Ástæða viðbótarfrests er m.a. að koma hefði þurft skýrar fram á öllum miðlum að aðild að PSÍ væri skilyrði fyrir þátttöku í stigakeppninni.

Við hvetjum alla sem misstu af fyrstu umferðinni til þess að koma inn í næstu umferð enda keppnin ennþá galopin og til mikils að vinna!

 

Coolbet bikarinn hefst á sunnudag!

Fyrsta mótið í mótaröðinni Coolbet Bikarinn hefst á sunnudag kl. 20:00.  Þátttökugjald í hverju móti er €55 og er hvert mót fyrir sig leikið með freezout fyrirkomulagi, þ.e.a.s. ekki er hægt að kaupa sig inn aftur.
€50 fara beint í verðlaunafé rétt eins og í öðrum on-line mótum og síðan bætir Coolbet við glæsilegum vinningum í lokin til fjögurra stigahæstu spilaranna!
Sjá allar nánari upplýsingar um mótaröðina hér.

Undanmót kl. 18:00 á sunnudag!

Til að hita upp fyrir fyrsta mótið er tilvalið að skella sér í €5.50 re-buy undanmót til að næla sér í miða í fyrstu umferð Coolbet Bikarsins.  Hægt verður að kaupa sig tvöfalt inn auk þess sem add-on verður í boði þegar skráningarfresti lýkur.

Skráning í mótaröðina

Til að taka þátt í mótaröðinni þarf að skrá sig hér en það er, ásamt aðild að PSÍ, skilyrði fyrir þátttöku í stigakeppninni.  Aðrir geta tekið þátt í mótunum en þátttaka telur ekki til stiga fyrr en gengið hefur verið frá skráningu.

Mótadagskrá 2020

Við byrjum með látum þetta árið en fyrstu mót ársins verða núna strax í janúar.  Hér má sjá mótadagskrá ársins eins og hún liggur fyrir nú en dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar og viljum við biðja félagsmenn að rýna í hana og senda okkur athugasemdir sem allra fyrst ef þarna hafa verið valdar einhverjar óhentugar dagsetningar.

Við bætum nokkrum nýjungum inn á dagatalið og er óhætt að segja að hér sé verið að kynna metnaðarfyllsta dagatal sem PSÍ hefur skipulagt frá upphafi.  Við vekjum athygli á því að ekki er tryggt að þau mót sem bætt er inn á dagatalið nú verði inni á því til frambúðar en það fer að sjálfsögðu eftir þátttöku nú í ár.

Fyrst ber að nefna COOLBET bikarinn sem hefst núna 12.janúar.  Um er að ræða stigakeppni í röð 6 móta þar sem 5 bestu gilda og glæsileg aukaverðlaun verða í boði fyrir 4 stigahæstu keppendur í lokin.

Þann 19.janúar hefjum við síðan Bikarkeppni PSÍ.  Það er einnig stigakeppni þar sem bestu 5 af 6 freezout mótum telja til stiga og keppt verður um titilinn Bikarmeistari PSÍ 2020.

Í apríl gerum við tilraun með að bræða saman net-póker og live póker í nýju móti sem við köllum Bræðing.  Spilað verður niður í 8 manna lokaborð á netinu og síðan verður live lokaborð nokkrum dögum síðar.

Við viljum gjarnan auka þátt kvenna í mótum á vegum sambandsins og ef næg þátttaka næst þá blásum við til fyrsta kvennamótsins í sögu PSÍ í september.

Önnur mót verða á sínum stað og þess má til gamans geta að í byrjun febrúar munum við bjóða upp á free-roll mót fyrir félagsmenn þar sem 4 miðar á Smábokkann verða í boði en Smábokkinn fer síðan fram fyrstu helgina í mars.

Undanfarin tvö ár hefur aðsókn á öll mót á vegum PSÍ verið að aukast jafnt og þétt.  Við vonum að að allir finni eitthvað við sitt hæfi í þessari dagskrá og að við náum þriðja árið í röð að auka þátttöku í öllum mótum sem hafa verið fastir liðir í dagskránni hjá okkur!

Úrslit á ÍM í net-póker 2019

Það var hinn góðkunni Sævar Ingi Sævarsson sem hreppti Íslandsmeistaratitilinn í net-póker eftir rétt rúmlega fjögurra klukkustunda leik á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór á Coolbet í gærkvöldi.  Sævar hefur stimplað sig rækilega inn sem einn af okkar bestu spilurum en hann varð m.a. í öðru sæti á ÍM 2018 og vann sigur á Smábokkanum fyrr á árinu og er nú fyrstur til að sigra tvö mót á vegum PSÍ á sama árinu.

Alls tóku 48 þátt í mótinu og var heildarverðlaunafé €3840 og skiptist það á milli þeirra 8 efstu sem komust á lokaborðið.  Í skilmálum fyrir mótið var þess getið að hin réttu nöfn þeirra sem ynnu til verðlauna yrðu opinberuð og hér má sjá lista yfir verðlaunahafa á mótinu:

1. Sævar Ingi Sævarsson – Icepoker – €1248.00
2. Guðni Ólafsson – BOBBYGKILO – €806.40
3. Daniel Axelsson – Danzel – €576.00
4. Kristján Valsson – homer333 – €384.00
5. Edison Banushi – Landafylleri – €288.00
6. Hilmar Einarsson – Hestur123 – €211.20
7. Atli Thorsteinsson – ATLI950 – €172.80
8. Örn Árnason – orninn – €153.60

Við óskum Sævari Inga til hamingju með titilinn og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!

 

Íslandsmótið í net-póker 2019

Mótadagskráin er ekki alveg búin þetta árið, en Íslandsmótið í net-póker er eftir og verður það haldið sunnudaginn 15.desember kl. 20:00.  Mótið fer fram á Coolbet að þessu sinni og verður buy-in €88 (€80+8).  Þetta verður deepstack mót með 15k upphafsstakk og 12 mínútna level og verður skráningarfrestur út level 8.

Nokkur undanmót verða haldin á Coolbet og fer það fyrsta fram núna í kvöld kl. 20:00. Síðan verða einnig undanmót á sama tíma á þriðjudag og fimmtudag kl. 20:00.  Þessi undanmót verða €5,50 re-buy mót með add-on og verða 2 miðar tryggðir í þeim öllum.

Á sunnudeginum 15.des verður undanmót kl. 18:00 sem verður með €16.50 freezout sniði. Síðan kl. 19:30, 19:40 og 19:50 verða €11 flip undanmót þar sem ein hendi ræður úrslitum og einn miði í verðlaun í hverju þeirra.

Ath. að nöfn vinningshafa verða gefin upp að móti loknu.

Sjá nánari upplýsingar hér:  https://www.coolbet.com/is/islandsmotid-2019

Örnólfur Smári er Íslandsmeistari í póker 2019!

Örnólfur Smári Ingason er Íslandsmeistari í póker 2019!
 
Íslandsmótinu var að ljúka síðdegis á sunnudag eftir stutta og snarpa viðureign þeirra sem komust á lokaborð. Aðeins tók 3 og hálfa klukkustund að knýja fram úrslit en lokaborðið hófst kl 13:30 og síðasta hendin var gefin kl 16:59.
 
Örnólfur var með næststærsta stakkinn í upphafi á þriðja degi mótsins en þá voru 11 eftir. Hann komst svo upp fyrir Egil Þorsteinsson, sem var lengi vel með helming allra chippa í umferð, þegar hann tók út Magnús Böðvarsson sem endaði í 4.sæti og siðan Má Wardum sem lenti í 3.sæti.
 
Viðstaddir bjuggust þá við langri heads-up viðureign enda var meðalstakkur þá um 120bb. Það tók hins vegar aðeins hálftíma að klára heads-up viðureignina en þá endaði Egill all-in með AK á móti 77 hjá Örnólfi og sjöurnar héldu.
Alls tóku 119 þátt í mótinu og var þetta fjölmennasta Íslandsmót sem haldið hefur verið síðan 2015 en fjöldi þátttakenda hefur verið að vaxa jafnt og þétt síðustu 2 árin.  Verðlaunafé var samtals 6.110.000 kr. og skiptist á milli 18 efstu keppenda á eftirfarandi hátt:
 1. Örnólfur Smári Ingason, 1.500.000
 2. Egill Þorsteinsson, 950.000
 3. Már Wardum, 660.000
 4. Magnús Valur Böðvarsson, 530.000
 5. Ívar Örn Böðvarsson, 420.000
 6. Halldór Már Sverrisson, 330.000
 7. Inda Hrönn Björnsdóttir, 260.000
 8. Þorri Þorsteinsson, 200.000
 9. Gylfi Þór Jónasson, 200.000
 10. Hákon Baldvinsson, 150.000
 11. David Friðriksson, 150.000
 12. Steinn Thanh Du Karlsson, 120.000
 13. Rúnar Rúnarsson, 120.000
 14. Sævar Ingi Sævarsson, 120.000
 15. Agnar Jökull Imsland Arason, 100.000
 16. Styrmir Franz Arnarsson, 100.000
 17. Arnar Freyr Logason, 100.000
 18. Inga Guðbjartsdóttir, 100.000

Þess má geta að tveir komust á lokaborð annað árið í röð, þeir Ívar Örn Böðvarsson, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, og Þorri Þorsteinsson og verður það að teljast nokkuð merkilegur árangur. Og það þarf vart að geta þess að Örnólfur er yngsti Íslandsmeistari sem við höfum átt en hann á enn nær 3 mánuði eftir í tvítugt.

Segja má að mótshelgin hafi tekist frábærlega í nær alla staði og stjórn PSÍ vill þakka öllum sem tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd mótsins kærlega fyrir vel unnin störf. Að sjálfsögðu hefðum við viljað fá fleiri gjafara til starfa en við þökkum þeim gjöfurum sem tóku þátt í þessu verkefni með okkur.
 
Viktor Lekve sá um mótsstjórn með glæsibrag og einnig Andri Geir Hinriksson sem stóð vaktina sem mótsritari og aðstoðardómari og er þetta í fyrsta sinn sem höfum mótsstjóra í móti á vegum PSÍ með TDA vottun en Viktor lauk því prófi nú í vikunni. Jón Ingi Thorvaldsson, gjaldkeri, sá um að stýra undirbúningi og skipulagningu mótsins og einnig komu Már Wardum, formaður og Einar Þór Einarsson, ritari að undirbúningnum og eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir að koma þessu öllu heim og saman.
 
Hugaríþróttafélag Íslands fær bestu þakkir fyrir frábært samstarf en þar var þétt undanmótadagskrá sem skilaði 30 miðum í mótið, auk þess sem félagið útvegaði aðstöðu fyrir lokaborðið og 20k lokamót helgarinnar. Einnig hélt Spilaklúbbur Norðurlands röð undanmóta sem skiluðu 5 keppendum. Að auki áttum við mjög farsælt samstarf við Coolbet sem héldu alls 8 undanmót sem skiluðu 18 miðum. Coolbet bauð einnig upp á þá skemtilegu nýjung að leyfa veðmál á keppendur í mótinu. Vonandi verður hægt endurtaka það að ári. Og síðast en ekki síst þökkum við Dominos fyrir að fóðra starfsfólk alla helgina og keppendur á lokametrunum.  Alls komu 55 miðar út úr undanmótum í þetta sinn.
 
Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn á mótinu og Örnólfi sérstaklega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!!
 

 

Lokavikan fyrir ÍM 2019!

Það verður mikið um að vera í þessari viku.  Þrjú undanmót eru eftir og auk þess fer COOLBET í gang með veðmál á leikmenn í mótinu nú í vikunni.

Dagskrá vikunnar er í megindráttum þessi:

Þriðjudagur 29.okt.

19:00 – Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu.  Ótakmarkað 5k re-buy með 2k add-on!

Miðvikudagur 30.okt.

19:30 – Undanmót hjá Spilaklúbbi Norðurlands, Akureyri, Ótakmarkað 5k re-buy með 2k add-on!

20:00 – On-line undanmót á COOLBET.  Ótakmarkað €33 re-buy í 60 mín. 10 mín level!

Fimmtudagur 31.okt.

19:00 – Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu.  Ótakmarkað 3k re-buy með 3k add-on!

Föstudagur 1. nóv.

17:00 – Íslandsmótið í póker hefst á Hótel Völlum, Hafnarfirði.  Allar nánari upplýsingar hér.

 

Við minnum á að þátttökugjaldið á ÍM hækkar í kr. 65.000 kl. 12:00 á hádegi á föstudag.  Þeir sem ekki ná í miða á undanmótum vikunnar eru hvattir til þess að ganga frá skráningu fyrir þann tíma.  Við hvetjum einnig alla til þess að nota DEBET kort frekar en kredit kort ef þess er kostur.  Það eru lægri færslugjöld af þeim þannig að það er öllum félagsmönnum til góða.

 

Allir sem hafa unnið miða í undanmótum eða hafa skráð sig á netinu áður en mótið hefst eru sjálfkrafa skráðir í mótið.  Það eina sem þið þurfið að gera er að ganga úr skugga um að búið sé að ganga frá árgjaldi til PSÍ þetta árið.  Síðan er bara að mæta á staðinn með skilríki með mynd (ökuskírteini/vegabréf) til að fá afhent mótsgögn.

Smellið hér til að ganga frá skráningu!

Gangi ykkur vel!

 

 

Undanmót fyrir ÍM 2019

Fyrstu online undanmótin hefjast á morgun sunnudaginn 6.október kl. 20:00. Það er Coolbet sem sér um það fyrir okkur í ár, rétt eins og í fyrra. Mótin verða með €33 buy-in og hægt verður að kaupa sig inn aftur ótakmarkað fyrsta klukkutímann. Undanmót verða á Coolbet hvern sunnudag og miðvikudag kl. 20:00 fram að Íslandsmóti og verður einn miði tryggður í hverju móti.

Í fyrsta mótinu er sérstakur kaupauki fyrir þá sem skrá sig en með skráningu fylgir frímiði á mót sem fram fer á miðvikudag kl. 18:00 að íslenskum tíma. Í því móti verða m.a. í verðlaun pakkar á Premier League leik að eigin vali á tímabilinu Okt-Feb. Sjá nánar hér.

Hugaríþróttafélagið lætur ekki deigan síga og verður með undanmót alla fimmtudaga fram að ÍM og svo bætast einnig við mót á þriðjudögum síðustu vikurnar.  Mótin hjá Hugaríþróttafélaginu hefjast kl. 19:00.

Við hvetjum alla félagsmenn til að freista gæfunnar bæði á Coolbet og hjá Hugaríþróttafélaginu næstu 4 vikurnar. Það stefnir í frábært Íslandsmót en nú þegar eru mun fleiri komnir með miða á mótið en á sama tíma í fyrra!