SindriKriss vinnur ÍM í net-póker 2022

Það var Sindri Þór Kristjánsson (SindriKriss) sem stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór í kvöld á Coolbet. Í öðru sæti var Finnur Sveinbjörsson og Sævar Ingi Sævarsson í því þriðja. Alls tóku 34 þátt í mótinu en það er aðeins færra en í fyrra og líklega hefur HM í knattspyrnu haft eitthvað með það að gera. Þátttökugjald var €150 og endaði verðlaunapotturinn í €4760 sem skiptist á milli 6 efstu á eftirfarandi hátt:

 1. SindriKriss – €1761
 2. Gautipoker – €1190
 3. SINGIS – €714
 4. Kiddi333 – €476
 5. PhilMcIvey – €357
 6. OtherFkr – 262

Sindri hefur verið að gera það gott í net-mótum á Coolbet að undanförnu en hefur lítið spilað live síðustu ár. Við óskum Sindra til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

Íslandsmótið í net-póker 2022

Íslandsmótið í net-póker hefst kl. 18:00 sunnudaginn 27.nóvember og verður haldið á Coolbet! Þátttökugjald er €150.

Haldin verða undanmót á Coolbet sunnudaga og fimmtudaga fram að mótinu kl. 20:00 og alla virka daga í vikunni fyrir mótið verða FREEbuy undanmót kl.20:00.

Einnig verður haldið í ÍM í net-PLO og fer það fram viku síðar, sunnudaginn 4.des. kl. 18:00. Þátttökugjald er €75 og boðið er upp á tvö re-entry.

Undanmót fyrir ÍM í net-PLO verða alla virka daga í vikunni fyrir mótið kl. 20:00.

ATH. að aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku. Til að tryggja þátttökurétt þarf að ganga frá aðild í síðasta lagi kl. 14:00 á hádegi á keppnisdegi. Þegar gengið er frá aðild að PSÍ þarf að passa að Coolbet poker ID komi fram í skráningu.

Eins og venjulega er gengið frá aðild að PSÍ á www.pokersamband.is/shop

Atli Rúnar er Íslandsmeistari 2022

Íslandsmótinu í póker 2022 lauk kl. 20:40 í kvöld með sigri Atla Rúnars Þorsteinssonar. Í öðru sæti varð Hjalti Már Þórisson og í því þriðja varð Róbert Gíslason, sem nýverið vann sigur á Íslandsmótinu í PLO.

Alls tóku 89 þátt í mótinu að þessu sinni og af þeim komust 38 á dag 2. Heildarverðlaunafé var 5.900.000 og skiptist á milli 13 efstu og sá sem lenti í búbblsætinu fær frían miða á ÍM 2023 eins og hefð hefur skapast fyrir. Kostnaðarhlutfall var 17,1%.

SætiNafnVerðlaunafé
1Atli Rúnar Þorsteinsson1.400.000
2Hjalti Már Þórisson1.000.000
3Róbert Gíslason780.000
4Andri Már Ágústsson620.000
5Jesper Sand Poulsen490.000
6Daníel Guðni Guðmundsson380.000
7Kristinn Pétursson290.000
8Kalle Gertsson220.000
9Árni Guðbjörnsson180.000
10Hafsteinn Ingimundarson150.000
11-12Finnur Sveinbjörnsson135.000
11-12Friðrik Falkner135.000
13Þröstur Ólafsson120.000
14Sigurjón KevinssonMiði á ÍM 2023

Mótið fór fram í nýjum og glæsilegum sal Hugaríþróttafélagsins að Mörkinni 4. Aðstaða þar til mótsins var eins best verður á kosið og kunnum við Hugaríþróttafélaginu bestu þakkir fyrir að láta okkur aðstöðuna í té. Einnig fá Hugaríþróttafélagið og Coolbet miklar þakkir fyrir að keyra fyrir okkur undanmót reglulega frá því í september en það skiptir sköpum fyrir þátttöku í þessu móti að boðið sé upp á góðan fjölda undanmóta.

Haldin voru tvö hliðarmót, 15k re-entry mót á laugardeginum og 20k re-entry mót á sunnudeginum. Verðlaunafé í 15k mótinu endaði í 980.000 og var það Matte Bjarni Karjalainen sem vann sigur þar. Á Sunnudeginum var það síðan Karolis Jankauskas sem vann sigur í 20k mótinu.

Mótsstjóri og aðalskipuleggjandi mótsins var Jón Ingi Þorvaldsson, ritari PSÍ og honum til halds og trausts var Daníel Jóhannesson sem gegndi hlutverki ritara og meðdómara á mótinu. Störf gjafara voru í traustum höndum Alexanders, Sillu, Dísu, Bryndísar, Berglaugar, Ingu Kristínar, Þorra Birgis, Ástu Maríu og Bjarna Veigars.

Magnús Valur sá um beina textalýsingu frá lokaborðinu af sinni alkunnu snilld og þá ágætu heimild um mótið má finna með því að smella hér.

Þótt stærsti viðburður ársins hjá okkur sé að baki er mótaárinu ekki alveg lokið. Íslandsmótin í net-póker verða haldin í lok nóvember og byrjun desember skv. áætlun í samstarfi við Coolbet og einnig erum við að gera það að árlegum viðburði að halda sérstakt mót fyrir gjafarahópinn okkar þar sem við krýnum “gjafarameistarann 2022”.

Að lokum óskum við Íslandsmeistaranum til hamingju með titilinn og öllum verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur. Við þökkum öllum félagsmönnum fyrir þátttökuna og sjáumst vonandi sem flest á næsta móti!

Lokaborð á ÍM í póker 2022

Þá liggur fyrir hverjir spila lokaborðið á Íslandsmótinu í póker 2022. Staða 9 efstu og sætaskipan á lokaborðinu er eftirfarandi:

NafnChip countSæti á lokaborði
Hjalti Már Þórisson746.0006
Kristinn Pétursson597.0004
Andri Már Ágústsson533.0002
Atli Rúnar Þorsteinsson470.0007
Jesper Sand Poulsen451.5001
Róbert Gíslason357.0009
Árni Guðbjörnsson192.5008
Kalle Gertsson123.5003
Daníel Guðni Guðmundsson96.0005

Heildarverðlaunafé á mótinu er 5.900.000 og skiptist á milli 13 efstu sem hér segir:

 1. 1.400.000
 2. 1.000.000
 3. 780.000
 4. 620.000
 5. 490.000
 6. 380.000
 7. 290.000
 8. 220.000
 9. 180.000
 10. 150.000
 11. 150.000
 12. 120.000
 13. 120.000

Lokaborðið hefst kl. 13:00 á morgun, sunnudaginn 6. nóvember og verður bein textalýsing í boði Magnúsar Vals Böðvarssonar á þessari síðu hér.

ÍM í póker 2022 – Staðan eftir dag 1

Alls tóku 89 þátt í Íslandsmótinu í póker að þessu sinni og komust 38 yfir á dag 2 sem hefst í dag, laugardaginn 5.nóv. kl. 13:00.

Á degi 2 verður leikið niður í 9 manna lokaborð og fer það fram á morgun, sunnudag kl. 13:00. Mótið fer fram í nýjum og glæsilegum sal Hugaríþróttafélagsins að Mörkinni 4.

Staða leikmanna og sætaskipan í upphafi dags 2 er eftirfarandi:

NafnChip countBorðSæti
1Jesper Sand Poulsen338.10028
2Julius Griežė302.40053
3Róbert Gíslason184.40015
4Atli Rúnar Þorsteinsson179.50044
5Friðrik Falkner171.80042
6Hjalti Már Þórisson157.50052
7Leó Sigurðsson146.60032
8Sigurjón Kevinsson141.10022
9Atli Þrastarson135.00043
10Raphael Verdugo132.60026
11Andri Már Ágústsson123.10045
12Kalle Gertsson105.30054
13Kristján Óli Sigurðsson91.40041
14Daníel Pétur Axelsson88.70051
15Kristinn Pétursson86.70037
16Árni Guðbjörnsson86.20035
17Ásgrimur Karl Gröndal85.50056
18Ívar Örn Böðvarsson84.20055
19Gunnar Árnason81.50016
20Einar Þór Einarsson73.20033
21Haraldur Matej Runólfsson69.70021
22Daníel Guðmundsson68.40014
23Egill Þorsteinsson61.40047
24Bjarki Þór Guðjónsson53.60012
25Daniel Jacobsen53.40027
26Finnur Sveinbjörnsson52.40046
27Finnur Hrafnsson46.10013
28Marías Leó Daníelsson43.90036
29Arnar Björnsson41.70023
30Jóhann Pétur Pétursson40.80024
31Sveinn Rúnar Másson40.40034
32Þröstur Ólafsson36.20025
33Hafsteinn Ingimundarson32.30017
34Grétar Már Steindórsson32.00018
35Auðunn Örn Gylfason30.20011
36Matte Bjarni Karjalainen27.80057
37Júlíus Pálsson19.00038
38Vignir Már Runólfsson16.10031