Atli Rúnar er Íslandsmeistari 2022

Íslandsmótinu í póker 2022 lauk kl. 20:40 í kvöld með sigri Atla Rúnars Þorsteinssonar. Í öðru sæti varð Hjalti Már Þórisson og í því þriðja varð Róbert Gíslason, sem nýverið vann sigur á Íslandsmótinu í PLO.

Alls tóku 89 þátt í mótinu að þessu sinni og af þeim komust 38 á dag 2. Heildarverðlaunafé var 5.900.000 og skiptist á milli 13 efstu og sá sem lenti í búbblsætinu fær frían miða á ÍM 2023 eins og hefð hefur skapast fyrir. Kostnaðarhlutfall var 17,1%.

SætiNafnVerðlaunafé
1Atli Rúnar Þorsteinsson1.400.000
2Hjalti Már Þórisson1.000.000
3Róbert Gíslason780.000
4Andri Már Ágústsson620.000
5Jesper Sand Poulsen490.000
6Daníel Guðni Guðmundsson380.000
7Kristinn Pétursson290.000
8Kalle Gertsson220.000
9Árni Guðbjörnsson180.000
10Hafsteinn Ingimundarson150.000
11-12Finnur Sveinbjörnsson135.000
11-12Friðrik Falkner135.000
13Þröstur Ólafsson120.000
14Sigurjón KevinssonMiði á ÍM 2023

Mótið fór fram í nýjum og glæsilegum sal Hugaríþróttafélagsins að Mörkinni 4. Aðstaða þar til mótsins var eins best verður á kosið og kunnum við Hugaríþróttafélaginu bestu þakkir fyrir að láta okkur aðstöðuna í té. Einnig fá Hugaríþróttafélagið og Coolbet miklar þakkir fyrir að keyra fyrir okkur undanmót reglulega frá því í september en það skiptir sköpum fyrir þátttöku í þessu móti að boðið sé upp á góðan fjölda undanmóta.

Haldin voru tvö hliðarmót, 15k re-entry mót á laugardeginum og 20k re-entry mót á sunnudeginum. Verðlaunafé í 15k mótinu endaði í 980.000 og var það Matte Bjarni Karjalainen sem vann sigur þar. Á Sunnudeginum var það síðan Karolis Jankauskas sem vann sigur í 20k mótinu.

Mótsstjóri og aðalskipuleggjandi mótsins var Jón Ingi Þorvaldsson, ritari PSÍ og honum til halds og trausts var Daníel Jóhannesson sem gegndi hlutverki ritara og meðdómara á mótinu. Störf gjafara voru í traustum höndum Alexanders, Sillu, Dísu, Bryndísar, Berglaugar, Ingu Kristínar, Þorra Birgis, Ástu Maríu og Bjarna Veigars.

Magnús Valur sá um beina textalýsingu frá lokaborðinu af sinni alkunnu snilld og þá ágætu heimild um mótið má finna með því að smella hér.

Þótt stærsti viðburður ársins hjá okkur sé að baki er mótaárinu ekki alveg lokið. Íslandsmótin í net-póker verða haldin í lok nóvember og byrjun desember skv. áætlun í samstarfi við Coolbet og einnig erum við að gera það að árlegum viðburði að halda sérstakt mót fyrir gjafarahópinn okkar þar sem við krýnum “gjafarameistarann 2022”.

Að lokum óskum við Íslandsmeistaranum til hamingju með titilinn og öllum verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur. Við þökkum öllum félagsmönnum fyrir þátttökuna og sjáumst vonandi sem flest á næsta móti!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply