Úrslit í Coolbet Bikarnum 2021

Það var Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue) sem hreppti sigur í Coolbet bikarnum sem var að ljúka rétt í þessu og fær að launum glæsilegan pakka á Coolbet Open sem fram fer í nóvember í Tallinn, Eistlandi.

Daníel Pétur Axelsson (Danzel79) sem varð í öðru sæti fær sama pakka, en Daníel var með yfirburðastöðu eftir stigakeppnina og hóf því lokaborðið með stærsta stakkinn.

Pakkinn sem Coolbet gefur fyrir 1. og 2. sæti samanstendur af miða á Coolbet Open Main Event (€550), hótel gistingu og €200 í farareyri.

Fyrir 3. og 4. sæti var miði á Coolbet Open Main Event í verðlaun en í 3. sætinu varð Haukur Már Böðvarsson (zick) og í 4. sætinu varð Atli Þrastarson (WhiskyMaster).

Alls tóku 56 þátt í einhverjum mótum í undankeppninni og þar af voru 43 félagsmenn í PSÍ og voru þar með þátttakendur í stigakeppninni. COOLBET á miklar þakkir skildar fyrir að keyra þessa mótaröð fyrir okkur og bæta þessum glæsilegu verðlaunum ofan á verðlaunafé í mótunum sjálfum. Við gerum ráð fyrir að það verði góður hópur sem fer frá Íslandi til Tallinn í nóvember enda um mjög skemmtilega pókerhátíð að ræða.

Við óskum Bö-Maskínunni til hamingju með sigurinn og öllum verðlaunahöfunum góðs gengis í Eistlandi í nóvember!

Ívar Örn er sigurvegari Smábokka 2021

Ívar Örn Böðvarsson gerði sér lítið fyrir og vann sigur á Smábokka 2021 sem var að ljúka rétt í þessu. Það var Daníel Pétur Axelsson sem endaði heads-up á móti Ívar og tók innan við 10 mínútur að útkljá það einvígi og í þriðja sæti varð Jónas Nordquist. Þetta er annar PSÍ titillinn sem Ívar Örn bætir í safnið en hann varð Íslandsmeistari árið 2018.

Þátttakendur á mótinu voru alls 57 talsins og er það talsverð fjölgun frá því árið 2020 þegar 49 tóku þátt. Fjöldi skráninga (entries) í mótið voru alls 82 en leyft var eitt re-entry í mótið.

Verðlaunafé var kr. 1.750.000 og skiptist á milli 11 efstu á eftirfarandi hátt:

  1. Ívar Örn Böðvarsson 400.000
  2. Daníel Pétur Axelsson 320.000
  3. Jónas Nordquist 250.000
  4. Vytatutas Rubezius 190.000
  5. Þórarinn Hilmarsson 150.000
  6. Matte Bjarni Karjalainen 110.000
  7. Jón Gauti Árnason 90.000
  8. Tomasz Kwiatkowski 70.000
  9. Ingi Darvis Rodriguez 70.000
  10. Sævar Ingi Sævarsson 50.000
  11. Ramunas Kaneckas 50.000

Jón Ingi Þorvaldsson sá um mótsstjórn og í hlutverki gjafara voru þau Dísa Lea, Berglaug, Sigurlín (Silla), Kristján Bragi, Mæja, Sale, Inga, Guðmundur H og Berglind Anna . Undirbúningur, skipulag og kynningarmál fyrir mótið voru í höndum Jóns Inga Þorvaldssonar, gjaldkera PSÍ. Kostnaðarhlutfall við mótið var 14,6%.

Við óskum Ívari Erni til hamingju með titilinn og þökkum öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf. Við þökkum einnig COOLBET, Hugaríþróttafélaginu og Poker Express kærlega fyrir frábært samstarf, bæði í kringum undanmót fyrir Smábokkann og aðstöðu fyrir mótið sjálft!

Ívar Örn Böðvarsson, sigurvegari Smábokka 2021 með sigurhöndina, JJ sem hélt á móti AK hjá Daníel.

Smábokki 2021 – Staðan eftir dag 1

Degi 1b var að ljúka á Smábokka 2021. Það voru samtals 57 sem skráðu sig til leiks á degi 1a og 1b og við það bættust 25 re-entry þannig að samtals voru 82 entry í mótið. Það er umtalsverð fjölgun frá því 2020 en þá var fjöldi þátttakenda 49 með 62 entry.

Tomasz Kwiatkowski fer inn á dag 2 með stærsta stakkinn og er með umtalsvert forskot á næstu menn.

Alls komust 25 yfir á dag 2 en leikur hefst að nýju kl. kl. 13:00 í dag, laugardaginn 25. september og verður leikið til þrautar en gera má ráð fyrir að leik ljúki um kl. 22:00. Fyrsta level á degi 2 er 1500/3000/3000.

Hér fyrir neðan má sjá stakkstærð þeirra 25 sem komust á dag 2 og borðaskipan í upphafi dags 2:

NafnStakkur í lok dags 1BorðSæti
Tomasz Kwiatkowski304.00037
Daníel Pétur Axelsson215.50012
Vytatutas Rubezius180.50019
Jónas Nordquist175.50015
Jón Gauti Arnason135.00028
Ívar Örn Böðvarsson132.00033
Árni Gunnarsson130.00032
Matte Bjarni Karjalainen123.50021
Þórarinn Hilmarsson118.50036
Andri Þór Ástráðsson102.00035
Mindaugas Ezerskis97.00034
Ingi Darvis Rodriguez89.00025
Guðmundur H. Helgason80.00038
Inga Poko Guðbjartsdóttir78.00026
Ramunas Kaneckas76.00014
Sævar Ingi Sævarsson69.00013
Finnur Sveinbjörnsson66.70023
Valdimar Jóhannsson50.50022
Júlíus Pálsson46.50018
Finnur Már Ragnarsson46.00016
Hlynur Sverrisson45.00011
Árni Halldór Jónsson42.00031
Jón Óskar Agnarsson35.20027
Guðjón Örn Sigtryggsson15.00024
Dominik Wojciechowski5.00017
Tomasz Kwiatkowski er chipleader í upphafi dags 2.

Daníel var hæstur eftir dag 1a og byrjar dag 2 með næststærsta stakkinn.

Loksins Smábokki 2021!

Loksins, loksins, loksins er Smábokki kominn á dagskrá eftir tvær faraldurs frestanir og smá vandræði við mönnun á mótsstjórn! Mótið verður haldið dagana 23.-25. september nk. í sal Poker Express, Nýbýlavegi 6 og verður dagur 1 að venju leikinn í tvennu lagi, dagur 1a á fimmtudegi og dagur 1b á föstudegi.

Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu og á verði við flestra hæfi.

Þátttökugjald er kr. 25.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 28.000 kl. 12:00 á hádegi á degi 1a og 1b).

Mótið hefst kl. 19:00 á fimmtudegi og föstudegi, skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1a og 1b og er leikið til miðnættis hvorn daginn. Dagur 2 hefst kl. 13:00 og verður boðið upp á 10k re-entry hliðarmót kl. 14:00.

Undanfarin ár hefur verið boðið upp á eitt re-entry á milli daga og verður nú gerð sú breyting að hægt verði að nýta re-entry hvort heldur sem er innan dags eða yfir á næsta dag. Í lok dags 1a er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) og hefja leik 1b að nýju.

Skráið ykkur á FB eventið til að fylgjast nánar með upplýsingum um undanmót og fleira í tengslum við Smábokka 2021!

Dagskrá og strúktúr mótsins má finna hér.

Eydís Íslandsmeistari í PLO 2021

Íslandsmótið í Pot-Limit-Omaha var að klárast rétt í þessu og það var Eydís Rebekka Boggudóttir sem stóð uppi sem sigurvegari eftir stuttan og snarpan heads-up leik við Rúnar Rúnarsson. Alls tóku 23 þátt í mótinu með samtals 31 entry og verðlaunaféð endaði í kr. 1.100.000. Áhugi á PLO hefur farið vaxandi hægt og bítandi síðustu ár og er þetta mesti fjöldi þátttakenda og hæsta verðlaunafé á PLO móti í manna minnum.

Það er gaman að segja frá því að þær þrjár konur sem tóku þátt í mótinu komust allar á lokaborðið en það voru 7 sem komust á lokaborð og skiptu 5 efstu með sér verðlaunafénu á eftirfarandi hátt:

  1. Eydís Rebekka Boggudóttir, 400.000
  2. Rúnar Rúnarsson, 280.000
  3. Þorgeir Karlsson, 190.000
  4. Inga (Poko) Guðbjartsdóttir, 130.000
  5. Hafsteinn Ingimundarson, 100.000
  6. Sunna Kristinsdóttir
  7. Tomasz Janusz Mroz

Við óskum Eydísi innilega til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum öllum þátttakendum fyrir komuna og starfsfólki mótsins, þeim Einar Þór mótsstjóra og gjöfurunum Alexander, Sillu og Þórunni kærlega fyrir vel unnin störf. Fyrir mót sem þessi eru undanmót lykilatriði til að tryggja góða þátttöku og einnig til að fá inn nýja leikmenn. Hugaríþróttafélagið fær bestu þakkir fyrir að styðja dyggilega við starfsemi PSÍ með undanmótahaldi og fyrir að leggja til húsnæði fyrir mótið og Póker Express fyrir sinn þátt í að halda undanmót!

Lokaborðið á Íslandsmótinu í PLO 2021
Eydís og Rúnar kljást um efsta sætið
Íslandsmeistarinn í PLO 2021, Eydís Rebekka Boggudóttir