Úrslit í Coolbet Bikarnum 2021

Það var Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue) sem hreppti sigur í Coolbet bikarnum sem var að ljúka rétt í þessu og fær að launum glæsilegan pakka á Coolbet Open sem fram fer í nóvember í Tallinn, Eistlandi.

Daníel Pétur Axelsson (Danzel79) sem varð í öðru sæti fær sama pakka, en Daníel var með yfirburðastöðu eftir stigakeppnina og hóf því lokaborðið með stærsta stakkinn.

Pakkinn sem Coolbet gefur fyrir 1. og 2. sæti samanstendur af miða á Coolbet Open Main Event (€550), hótel gistingu og €200 í farareyri.

Fyrir 3. og 4. sæti var miði á Coolbet Open Main Event í verðlaun en í 3. sætinu varð Haukur Már Böðvarsson (zick) og í 4. sætinu varð Atli Þrastarson (WhiskyMaster).

Alls tóku 56 þátt í einhverjum mótum í undankeppninni og þar af voru 43 félagsmenn í PSÍ og voru þar með þátttakendur í stigakeppninni. COOLBET á miklar þakkir skildar fyrir að keyra þessa mótaröð fyrir okkur og bæta þessum glæsilegu verðlaunum ofan á verðlaunafé í mótunum sjálfum. Við gerum ráð fyrir að það verði góður hópur sem fer frá Íslandi til Tallinn í nóvember enda um mjög skemmtilega pókerhátíð að ræða.

Við óskum Bö-Maskínunni til hamingju með sigurinn og öllum verðlaunahöfunum góðs gengis í Eistlandi í nóvember!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply