Smábokki 2022

Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu og á verði við flestra hæfi.

Þátttökugjald er kr. 25.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 28.000 kl. 12:00 á hádegi á fimmtudag).

Mótið fer fram í sal Póker Express, Nýbýlavegi 6-8 og hefst kl. 19:00 á fimmtudegi og föstudegi. Skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1a og 1b og er leikið til miðnættis hvorn daginn. Dagur 2 hefst kl. 13:00 á laugardeginum.

Boðið er upp á eitt re-entry sem hægt er að nota hvorn daginn sem er. Í lok dags 1a er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) og hefja leik 1b að nýju.

Hægt verður að krækja í miða frá aðeins €10 á undanmótum sem Coolbet heldur eftirtalda daga:

 • Föstudag 1. apríl kl. 20:00
 • Laugardag 2. apríl kl. 20.00
 • Sunnudag 3. apríl kl. 20:00
 • Mánudag 4. apríl kl. 20:00
 • Þriðjudag 5. apríl kl. 20:00

Skráið ykkur á FB eventið til að fylgjast nánar með upplýsingum um undanmót og fleira í tengslum við Smábokka 2022!

Dagskrá og strúktúr mótsins má finna hér.

Stigakeppni lokið í Coolbet bikarnum

Lokaumferð í stigakeppni Coolbet bikarsins fór fram í gær og liggur nú fyrir hvaða 9 leikmenn muni etja kappi um 9 aukavinninga í boði Coolbet að verðmæti 850.000 ISK!

Þeir sem komast á lokaborðið eru:

 1. Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS)
 2. Inga Kristín Jónsdóttir (pingz)
 3. Þórarinn Kristjánsson (Gollipolli)
 4. Gunnar Árnason (OtherFkr)
 5. Kristján Óli Sigurðsson (Hofdinginn2021)
 6. Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue)
 7. Andrés Vilhjálmsson (Nurdieh)
 8. Már Wardum (DFRNT)
 9. Atli Þrastarson (WhiskyMaster)

Lokaborðið hefst kl. 20:00, sunnudaginn 3.apríl og hvetjum við félagsmenn til að fylgjast með gangi leiksins á Coolbet.com.

Við óskum 9 efstu til hamingju með glæsilegan árangur og óskum þeim góðs gengis á lokaborðinu.

Nánari upplýsingar um mótaröðina og vinninga má finna hér.