Coolbet bikarinn hefst sunnudaginn 28. janúar!

Coolbet býður enn og aftur til glæsilegrar veislu en Coolbet bikarinn hefur göngu sína að nýju 28.janúar! Eins og undanfarin ár býður Coolbet upp á ADDED aukaverðlaun og í þetta sinn fyrir öll 9 sætin á lokaborðinu, samtals að verðmæti €4820 eða yfir 700þúsund ISK!!

Þátttökugjald í hverju móti verður €50 með möguleika á einu re-entry og er greitt út verðlaunafé með venjulegum hætti í hverju móti, þ.e. ekkert er tekið úr prizepool í hverju móti vegna aukaverðlaunanna.

Allir geta tekið þátt í mótunum en stig telja aðeins í stigakeppninni fyrir aðila að PSÍ. Ganga þarf frá aðild að PSÍ fyrir upphaf þriðju umferðar til að stig telji. Það er skotfljótlegt að ganga frá aðild að PSÍ hér: www.pokersamband.is/shop

PSÍ veitir sigurvegaranum á lokaborðinu verðlaunagrip til eignar og Coolbet bætir síðan við aukaverðlaunum (Added Value!!) fyrir öll sætin á lokaborðinu.

1. – 2. sæti: €1600 pakki á Coolbet Open í ágúst 2024 (miði á main event plús hótel)
3. – 4. sæti: €550 pakki á Coolbet Open í ágúst 2024 (t.d. miði á main event eða samsvarandi upphæð í önnur mót)
5. – 9. sæti: Coolbet Passport ticket (€130)

Hægt verður að framselja verðlaun til annars aðila ef vinningshafar sjá sér ekki fært um að taka þátt í mótinu.

Coolbet stefnir að því að halda hina frábæru pókerveislu Coolbet Open að nýju í ágúst á þessu ári en nákvæmar dagsetningar eða staðsetning liggur ekki fyrir.

Dagskrá mótaraðarinnar er eftirfarandi:

28. jan. kl. 20:00 1. umferð
4. feb. kl. 20:00 2. umferð
11. feb. kl. 20:00 3. umferð
18. feb. kl. 20:00 4. umferð
25. feb. kl. 20:00 5. umferð
3. mars. kl. 20:00 6. umferð
10. mars. kl. 20:00 LOKABORÐ

5 bestu mót af 6 telja til stiga í stigakeppninni. Ath. að ganga þarf frá aðild að PSÍ áður en þriðja umferð hefst til að stig telji.

Nánari upplýsingar má finna hér á vef PSÍ.

Ársþing PSÍ 2024

Ársþing Pókersambands Íslands 2023 verður haldið sunnudaginn 14.janúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.

Ársþingið verður að þessu sinni eingöngu í net-heimum. Smellið hér til að tengjast fundinum.

Coolbet bikarinn hefst sunnudaginn 22. janúar!

Coolbet býður enn og aftur til glæsilegrar veislu! Eins og síðast býður Coolbet upp á ADDED aukaverðlaun fyrir öll 9 sætin á lokaborðinu, samtals að verðmæti €5240 eða yfir 800þúsund ISK!!

Þátttökugjald í hverju móti verður €50 með möguleika á einu re-entry og er greitt út verðlaunafé með venjulegum hætti í hverju móti, þ.e. ekkert er tekið úr prizepool í hverju móti vegna aukaverðlaunanna.

Allir geta tekið þátt í mótunum en stig telja aðeins í stigakeppninni fyrir aðila að PSÍ. Það er skotfljótlegt að ganga frá aðild að PSÍ hér: www.pokersamband.is/shop

PSÍ veitir sigurvegaranum á lokaborðinu verðlaunagrip til eignar og Coolbet bætir síðan við aukaverðlaunum (Added Value!!) fyrir öll sætin á lokaborðinu:

1. – 2. sæti: €1600 pakki á Poker North Masters í Bratislava (miði á main event plús hótel)
3. – 4. sæti: €800 pakki á Poker North Masters í Bratislava (t.d. miði á main event eða samsvarandi upphæð í önnur mót)
5. – 9. sæti: Coolbet Passport ticket (€130)

Hægt verður að framselja verðlaun til annars aðila ef vinningshafar sjá sér ekki fært um að taka þátt í mótinu.

Dagskrá mótaraðarinnar er eftirfarandi:

22. jan. kl. 20:00 1. umferð
29. jan. kl. 20:00 2. umferð
5. feb. kl. 20:00 3. umferð
12. feb. kl. 20:00 4. umferð
19. feb. kl. 20:00 5. umferð
26. feb. kl. 20:00 LOKABORÐ

4 bestu af 5 telja til stiga í stigakeppninni.

Nánari upplýsingar má finna hér á vef PSÍ.

Ársþing PSÍ 2023

Ársþing Pókersambands Íslands 2023 verður haldið sunnudaginn 5. febrúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.

Ársþingið verður að þessu sinni eingöngu í net-heimum. Smellið hér til að tengjast fundinum.

Viskýmeistarinn fer með sigur af hólmi

Lokaborðið í Coolbet bikarnum fór fram í gær en þar öttu 9 stigahæstu keppendur kappi um stórglæsilega aukavinninga frá Coolbet upp á samtals 850.000 ISK. Það var Atli Þrastarson (WiskyMaster) sem bar sigur af hólmi og fær ásamt Sævari Inga og Gunnari Árnasyni €1300 pakka fyrir hóteli og miða á Coolbet Open Main Event, sem fram fer í Talinn í Eistlandi 23.-29.maí nk.

Allir sem komust á lokaborðið voru leystir út með glæsilegum vinningum en næstu þrír hljóta miða á Coolbet Open Main Event og þrír neðstu fá €130 miða á undanmót fyrir Coolbet Open. Atli fær að auki verðlaunagrip fyrir sigur í mótaröðinni og verður hann afhentur við fyrsta tækifæri.

Röðin á 9 efstu endaði svona:

  1. Atli Þrastarson (WhiskyMaster)
  2. Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS)
  3. Gunnar Árnason (OtherFkr)
  4. Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue)
  5. Inga Kristín Jónsdóttir (pingz)
  6. Þórarinn Kristjánsson (Gollipolli)
  7. Andrés Vilhjálmsson (Nurdieh)
  8. Már Wardum (DFRNT)
  9. Kristján Óli Sigurðsson (Hofdinginn2021)

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur og Atla til hamingju með titilinn Coolbet bikarmeistarinn 2022!

Að lokum þökkum við COOLBET fyrir ómetanlegt samstarf og rausnarlega vinninga og hlökkum til að heimsækja þá í Tallinn í lok maí.

Nánari upplýsingar um mótaröðina og vinninga má finna hér.

Stigakeppni lokið í Coolbet bikarnum

Lokaumferð í stigakeppni Coolbet bikarsins fór fram í gær og liggur nú fyrir hvaða 9 leikmenn muni etja kappi um 9 aukavinninga í boði Coolbet að verðmæti 850.000 ISK!

Þeir sem komast á lokaborðið eru:

  1. Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS)
  2. Inga Kristín Jónsdóttir (pingz)
  3. Þórarinn Kristjánsson (Gollipolli)
  4. Gunnar Árnason (OtherFkr)
  5. Kristján Óli Sigurðsson (Hofdinginn2021)
  6. Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue)
  7. Andrés Vilhjálmsson (Nurdieh)
  8. Már Wardum (DFRNT)
  9. Atli Þrastarson (WhiskyMaster)

Lokaborðið hefst kl. 20:00, sunnudaginn 3.apríl og hvetjum við félagsmenn til að fylgjast með gangi leiksins á Coolbet.com.

Við óskum 9 efstu til hamingju með glæsilegan árangur og óskum þeim góðs gengis á lokaborðinu.

Nánari upplýsingar um mótaröðina og vinninga má finna hér.

Coolbet bikarinn hefst 6.febrúar!

Mótaröðin Coolbet bikarinn hefst 6. febrúar kl. 20:00 og Coolbet gerir enn betur við félagsmenn PSÍ en nokkru sinni fyrr!

Að þessu sinni verða 9 verðlaunasæti á lokaborðinu sem fram fer 3. apríl 2022:

  1. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event + Hótel gisting að verðmæti €1300
  2. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event + Hótel gisting að verðmæti €1300
  3. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event + Hótel gisting að verðmæti €1300
  4. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event að verðmæti €550
  5. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event að verðmæti €550
  6. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event að verðmæti €550
  7. sæti: Miði á Coolbet Open satellite að værðmæti €130
  8. sæti: Miði á Coolbet Open satellite að værðmæti €130
  9. sæti: Miði á Coolbet Open satellite að værðmæti €130

Semsagt, added value upp á samtals €5940 eða 850.000 ISK!!!

Dagskrá mótanna má finna hér á vef PSÍ.

Coolbet býður nú einnig öllum félgasmönnum sem ganga frá árgjaldinu á næstu vikum sérstakan bónuspakka sem felur í sér tvo €20 miða á mótaröð Höfðingjans sem hefst á sama tíma og Coolbet bikarinn!!

Gangið frá árgjaldinu fyrir hádegi á sunnudag og verða miðarnir þá lagðir inn á reikninginn ykkar áður en mótin hefjast á sunnudagskvöld kl. 20:00.

Ársþing PSÍ 2022

Ársþing Pókersambands Íslands 2022 verður haldið sunnudaginn 16. janúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.

Uppfærsla 15. janúar:

Í ljósi aðstæðna verður ársþingið í formi net-fundar að þessu sinni og geta allir félagsmenn sótt þingið með því að smella hér.

https://us02web.zoom.us/j/84971012802?pwd=UTJWQjZFYXpxRDBLYmd5MiszdXJvQT09

Meeting ID: 849 7101 2802

Passcode: 174438

Landsliðið hefur tryggt sér sæti á HM 2021!

Landslið Íslands í póker sem valið var í fyrsta sinn í maí sl. tók þátt í sínu fyrsta alþjóðlega móti í gær, laugardaginn 19.júní. Um var að ræða undankeppni fyrir IFMP Nations Cup sem er heimsmeistaramót match-poker, eða “keppnis póker” en ráðgert er að það muni fara fram í lok nóvember 2021.  Match poker er sérstakt afbrigði af póker sem þróað hefur verið af International Federation of Match Poker (IFMP) og byggir á svipaðri hugmyndafræði og keppni í bridge þar sem öll lið spila sömu hendur úr sömu stöðu og árangur liða byggir því ekki á heppni heldur eingöngu frammistöðu liðsins.  

Í undankeppninni fyrir HM keppa 6 manna lið í 6 liða riðlum og eru spilaðar fjórar u.þ.b. klukkutíma umferðir og fer sigurliðið í hverjum riðli beint í úrslitakeppnina sem fram fer í nóvember.  Hin 5 liðin eru síðan dregin í umspilsriðla þar sem þau fá annan möguleika á að spila sig inn í úrslitakeppnina. 

Íslenska liðið átti í höggi við lið frá Noregi, Makedóníu, Ítalíu, Króatíu og Eistlandi í þessari fyrstu viðureign sinni og liðið okkar gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur í riðlinum!

Hér má sjá samantekt á vef IFMP um íslenska liðið, en liðið sem keppti í gær var skipað eftirfarandi: 

  • Daníel Pétur Axelsson
  • Gunnar Árnason
  • Egill Þorsteinsson 
  • Inga Guðbjartsdóttir
  • Magnús Valur Böðvarsson
  • Sævar Ingi Sævarsson.

Í landsliðshópnum sem valinn var af landsliðsnefnd Pókersambands Íslands fyrir þetta verkefni eru einnig:

  • Einar Þór Einarsson
  • Garðar Geir Hauksson
  • Halldór Már Sverrisson
  • Kristjana Guðjónsdóttir

Liðsstjóri liðsins og verkefnisstjóri er formaður PSÍ, Már Wardum.

Fjölmiðlar hafa gert árangri liðsins góð skil, en hér má finna nokkrar greinar og viðtöl:

Tilboð frá Coolbet til félagsmanna PSÍ 2021

Coolbet býður félagsmönnum PSÍ einstakt tilboð þetta árið! Þeir sem ganga frá árgjaldi PSÍ fyrir lok apríl 2021 fá í raun andvirði þess, og rúmlega það, til baka inn á Coolbet reikning sinn en pakkinn sem félagsmenn fá samanstendur af eftirfarandi:

  • €10 Poker miði
  • €10 Sports bet
  • €10 Free spins (100 spins)
  • €10 Cash bonus

Semsagt samtals €40 eða andvirði rúmlega 6000 krónanna sem árgjaldið er beint til baka.

Ef þú ert ekki með Coolbet reikning þá er einfalt að stofna einn slíkan á www.coolbet.com.

Þeir sem eru með Coolbet reikning og vilja njóta þessara fríðinda þurfa að muna að fylla út reitinn “Coolbet poker ID” þegar félagsgjaldið er greitt.

Ath. að tilboðið gildir aðeins til 30. apríl 2021. Þeir sem hafa gengið frá árgjaldinu fyrir þann tíma fá fyrrnefndan pakka lagðan inn á Coolbet reikning sinn 1.maí 2021.

Viðbót 20.nóv 2021: Tilboðið hefur verið framlengt til 10. desember 2021! Allir sem greiða árgjald 2021 fá sama pakkann lagðan inn þann dag.

Smellið hér til að ganga frá árgjaldinu fyrir 2021


Coolbet has a very special offer for PSÍ members this year! If you pay the membership fee before the end of April 2021 you will get a package deposited to your Coolbet account that is actually of higher value than the membership fee! The package consists of:

  • €10 Poker ticket
  • €10 Sports bet
  • €10 Free spins (100 spins)
  • €10 Cash bonus

A total worth of €40, slightly more than the actual membership costs, straight back to your account.

If you don’t have a Coolbet account it’s easy to start one at www.coolbet.com.

Those who have a Coolbet account and want to take advantage of this offer need to remember to fill in the “Coolbet poker ID” field in the “Member details” when the membership is paid.

Note that the offer is only valid until April 30th 2021. If you pay the membership before that time you will get the package deposited to your Coolbet account on May 1st 2021.

20 Nov 2021: This offer has been extended throughout this season so everyone who pays for 2021 membership will get the same package on 10th of December 2021.

Click here to settle the membership payment for 2021