Frá ársþingi 2021

Ársþing PSÍ var haldið í gær, sunnudaginn 28.febrúar 2021.  Þingið fór fram á veitingastaðnum Hereford og mættu 4 félagsmenn til fundar en einnig var hægt að fylgjast með fundinum á Zoom.  Það er oft sagt að það sé merki um almenna ánægju með stjórnun félagasamtaka þegar fáir mæta til aðalfundar og vonum við að fámennið megi túlka sem svo.

Allir aðalmenn í stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og kom einn nýr varamaður inn í stjórn.

Stjórn PSÍ skipa nú:

  • Már Wardum, formaður
  • Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
  • Einar Þór Einarsson, ritari
  • Guðmundur Helgi Helgason, varamaður
  • Sunna Kristinsdóttir, varamaður

Í mótanefnd eru:

  • Viktor Lekve
  • Einar Þór Einarsson
  • Guðmundur Helgi Helgason

Laga- og leikreglnanefnd skipa:

  • Jón Ingi Þorvaldsson
  • Sunna Kristinsdóttir
  • Einar Þór Einarsson

Skoðunarmenn reikninga eru:

  • Ottó Marwin Gunnarsson
  • Jónas Tryggvi Stefánsson

Tvær breytingar voru gerðar á reglugerð sambandsins um mótahald og eru þær þegar komnar hér inn á vef PSÍ. Annars vegar var bætt inn grein 5 sem lýtur að hreinlæti og neyslu matar og drykkjar við keppnisborð. Hins vegar var grein 7. breytt til samræmis við reglur TDA um fjölda á lokaborði.

106 félagsmenn greiddu árgjald á árinu 2020, heildarvelta sambandsins var 3,9 mkr. og afkoma af rekstri var neikvæð um 492 þús kr. á árinu.

Nánari upplýsingar um Íslandsmótið í póker 2020

Nú er bara eitt mót eftir á mótadagskránni fyrir 2020 áður en við getum formlega hafið nýtt mótaár og það er stærsti viðburður ársins, Íslandsmótið í póker 2020.

Mótið verður haldið í sal Póker Express, Nýbýlavegi 8, 2. hæð, Kópavogi og hefst miðvikudaginn 3. mars kl. 17:00 og lýkur sunnudaginn 7. mars með lokaborði og 20k hliðarmóti.

Þátttökugjald er kr. 75.000 ef greitt er fyrir hádegi þriðjudaginn 2. mars og hækkar þá í kr. 80.000. Skráningarfrestur rennur út í upphafi á leveli 9. Greiðsla árgjalds PSÍ fyrir 2020 er skilyrði fyrir þátttöku.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer eingöngu fram hér á vef PSÍ.

Dagskráin verður sem hér segir mótsdagana:

  • Miðvikudagur 3. mars kl. 17:00 – Dagur 1a
  • Föstudagur 5. mars kl. 17:00 – Dagur 1c
  • Laugardagur 6. mars kl. 12:00 – Dagur 2
  • Sunnudagur 7. mars kl. 13:00 – Dagur 3, lokaborð
  • Sunnudagur 7. mars kl. 14:00 – 20k re-entry hliðarmót

Sjá nánari upplýsingar um dagskrá og strúktúr hér: https://cutt.ly/GkTXhXo

Hliðarmótið verður með 30mín levelum og sama strúktúr og Íslandsmótið, með 20k stakk og ótakmarkað re-entry.

Við hvetjum alla til að skrá sig á þetta facebook event hér: https://www.facebook.com/events/168267471726139

Eins og fram hefur komið var ákveðið að fella dag 1b niður og rýmka fjöldatakmarkanir á dögum 1a og 1c úr 40 í 64. Skráningar umfram 64 hvorn dag fara á biðlista og komast leikmenn þá að um leið og sæti losna.

Sóttvarnarreglur þær er PSÍ hefur kynnt hér verða í gildi og við viljum biðja alla um að virða sérstaklega eftirfarandi reglur:

  • Keppendur og starfsfólk skulu bera viðurkenndar andlitsgrímur inni á mótsstað.
  • Ekki er grímuskylda fyrir leikmenn og gjafara þegar setið er við keppnisborð á meðan á leik stendur.
  • Keppendur skulu sótthreinsa hendur í hvert sinn sem sest er til keppnisborðs og í hvert sinn sem staðið er upp frá borði.
  • Keppendur og starfsfólk skulu varast alla snertingu við aðra einstaklinga á mótsstað Keppendur skulu einnig varast alla snertingu við andlit á meðan á leik
    stendur.
  • Öll neysla matvæla er óheimil við keppnisborðin. Neysla áfengis er ekki heimil inni á keppnissvæðinu.

Og svo er vert að minna á farsímareglurnar:

  • Hafið ávallt slökkt á hringitónum í símum á mótsstað.
  • Notkun farsíma er heimil á meðan leikmaður er ekki með lifandi hendi fyrir framan sig.
  • Ef sími er notaður á meðan leikmaður er í hendi er gefin ein aðvörun, eftir það mun gjafari drepa hendi leikmanns.
  • Sími má ekki liggja inni á keppnisborði.
  • Ekki má tala í síma við keppnisborð. Leikmenn eru beðnir um að yfirgefa mótssalinn til þess að tala í síma.

Allir sem skráðir eru til leiks í gegnum undanmót munu fá tölvupóst til staðfestingar á því að morgni þriðjudags 2. mars.

Mótið er leikið skv. reglum TDA og reglugerð PSÍ um mótahald.

Stakkur fer ekki inn á borð fyrr en keppandi mætir til leiks, eða þegar skráningarfrestur rennur út.

Samningar um verðlaunafé eru ekki leyfðir á Íslandsmótum og mótið skal leikið til enda til að skera úr um sigurvegara.

Skráið ykkur tímanlega þar sem gera getur þurft eitthvað af tilfærslum á leikmönnum á milli daga.

Vinsamlegast hafið skilríki meðferðis þegar þið komið á mótsstað.

Við óskum öllum þátttakendum góðs gengis!

Ársþing PSÍ 2021

Ársþing Pókersambands Íslands 2020 verður haldið á veitingastaðnum Hereford, Laugavegi 53b. sunnudaginn 28. febrúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Áður en þingið hefst mun fara fram verðlaunaafhending fyrir nokkur mót sem haldin voru 2020 og ekki var búið að ná að halda afhenda verðlaun fyrir, það eru Coolbet bikarinn, Bikarmótið, Quarantine Cup, ÍM í net-póker og ÍM í net-PLO.

Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta hvort sem þið gefið kost á ykkur til starfa fyrir sambandið eður ei.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Zoom með þessum tengli hér.

Mótahald enn í biðstöðu…

Stjórn PSÍ hefur verið að leita leiða til þess að koma mótahaldi á vegum sambandsins í gang aftur í samræmi við gildandi reglugerð um sóttvarnir og vonir standa enn til þess að hægt verði að halda Íslandsmót fyrir 2020 áður en við skiptum um gír og skipuleggjum mótadagskrá fyrir 2021.

Staðan er hins vegar ennþá sú að okkur eru settar of þröngar skorður til þess að hægt sé að halda mót með góðum hætti enda gera sóttvarnaryfirvöld ennþá kröfu um að haldið sé 2ja metra fjarlægð á milli leikmanna og að einungis 20 megi koma saman í sama rými.

Við verðum því að bíða enn um sinn og sjá hvernig staðan verður þegar ný reglugerð kemur út þann 17. febrúar og við sendum út nánari upplýsingar í framhaldi af því.

Hér má finna upplýsingar um gildandi sóttvarnarreglur til samræmis við reglugerð Heilbrigðisráðuneytisins og eru pókerklúbbar hvattir til þess að setja sér sambærilegar reglur um sína starfsemi á meðan þetta ástand var

Uppfærðar sóttvarnarreglur

Nú er þokkalegt útlit fyrir að mótahald geti hafist að nýju í samræmi við þá reglugerð sem tók gildi í dag, 13.janúar. Verið er að kanna möguleika á að halda ÍM fyrir 2020 og verða nánari upplýsingar um það sendar út innan fárra daga.

Sóttvarnarreglur PSÍ hafa verið uppfærðar til samræmis við reglugerðina og þær má finna hér. Vinsamlegast kynnið ykkur þær vel og við hvetjum alla klúbba og félög sem bjóða upp á póker sem hluta af starfsemi sinni til þess að nota sömu eða sambærilegar reglur um starfsemi sína.

Daníel Pétur Axelsson tvöfaldur Íslandsmeistari í net-póker!!

Íslandsmótið í net-PLO var haldið í fyrsta sinn í nokkur ár og lauk því rétt í þessu eftir tæplega fjögurra klukkustunda leik. Þátttakendur voru 21 talsins og keyptu sig samtals 37 sinnum inn í mótið en boðið var upp á tvö re-entry. Prizepool fór í €2590 og skiptist á milli þeirra 6 efstu sem komust á lokaborð.

Það var enginn annar en Daníel Pétur Axelsson sem vann sigur í mótinu og er því tvöfaldur Íslandsmeistari í net-póker þetta árið!

Þeir sem komust á lokaborð og skiptu með sér verðlaunafénu voru:

  1. Daníel Pétur Axelsson, €958
  2. Haukur Már Böðvarsson, €648
  3. Hafþór Sigmundsson, €389
  4. Kristján Valsson, €259
  5. Þorgeir Karlsson, €194
  6. Þórarinn Kristjánsson, €142

Við óskum Danna til hamingju með þennan magnaða árangur og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og COOLBET fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!

Íslandsmót í net-póker 2020

Íslandsmótið í net-póker (NLH) fer fram sunnudaginn 29.nóvember og hefst kl. 18:00. Þátttökugjald er €150 og verður mótið með freezout fyrirkomulagi. Skráningarfrestur í mótið verður til ca. 20:30.

Íslandsmótið í net-PLO fer fram sunnudaginn 6. des. og hefst einnig kl. 18:00. Þátttökugjald er €75 og verður boðið upp á tvö re-entry. Skráningarfrestur verður til ca. 20:40.

Bæði mótin auk undanmóta verða haldin á Coolbet.

Félagsaðild að PSÍ fyrir 2020 er skilyrði fyrir þátttöku í báðum mótunum og þeir sem ekki hafa tekið þátt í neinum mótum á vegum PSÍ á árinu geta gengið frá því hér í vefverslun PSÍ.

Coolbet og PSÍ munu áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.

Til að hægt sé að veita félagsmönnum í PSÍ aðgang að mótunum þarf að fylla út þetta skráningareyðublað hér. Þið getið gert það hvenær sem er fram til föstudagsins 27. nóvember kl. 14:00 fyrir NLH mótið og fyrir sama tíma föstudaginn 4. desember fyrir PLO mótið. Ath að skráning í gegnum þetta form er ekki bindandi fyrir þátttöku í mótinu heldur eingöngu til að tryggja að þið verðið gjaldgeng í mótið á mótsdag.

Undanmót fyrir ÍM í net-póker verða haldin alla sunnudaga og fimmtudaga kl. 20:00 fram að mótinu og fyrir PLO mótið verða undanmót alla þriðjudaga kl. 20:00.

Hér má finna nánari upplýsingar um hvort mót fyrir sig og undanmótin.

Plan C

Nú er þegar orðið ljóst að ekki verði búnar að skapast aðstæður til þess að halda ÍM í lok nóvember og næsta skref er því að skipta yfir í plan C og stefna að því að ÍM 2020 verði haldið í lok janúar. Við gerum því hlé á undanmótum fyrir ÍM og skiptum um fókus og einbeitum okkur að Íslandsmótum í net-póker sem verða skv. áætlun í NLH 29.nóv. og PLO 6. des. (No-Limit-Holdem annars vegar og Pot-Limit-Omaha hins vegar).

Frá og með sunnudeginum 25.október verðum við því með regluleg undanmót fyrir Íslandsmótin í net-póker alla fimmtudaga og sunnudaga kl. 20:00 fyrir ÍM í net-póker (NLH) og alla þriðjudaga kl. 20:00 fyrir ÍM í PLO.

ÍM í póker frestað

Þá er það ljóst að nýjar reglur um samkomutakmarkanir eru of hamlandi til að hægt verði að halda ÍM í lok október, eins og til stóð, og því er næsta skref hjá okkur að grípa til varaáætlana.

Eins og er þá horfum við til þess að reyna að halda mótið í lok nóvember, ef þess verður nokkur kostur, og þá yrði mótið haldið dagana 26.-29. nóv. Gangi það ekki eftir verður mótið fært fram í seinni hluta janúar 2021.

Ef ástandið verður óbreytt í lok janúar verður mótið fellt niður og verða þá allir miðar sem unnist hafa í undanmótum greiddir til baka.

Nánari upplýsingar um næstu skref verða sendar út eftir ca. 3 vikur.

Undanmót áfram næstu vikur

Við höldum engu að síður áfram með undanmót á Coolbet, en eingöngu á sunnudögum og sleppum fyrirhuguðum mótum á miðvikudögum.  

Póker Express er einnig með fyrirhuguð undanmót á mánudögum og verður væntanlega áfram.  En tilkynningar um hafa verið sendar í fb grúppuna “Mótapóker á Íslandi”.  Notast er við appið “Poker Bros” og hægt er að hafa samband við Ísak Atla Finnbogason beint á Facebook fyrir nánari upplýsingar eða skráningu í mót.

Net-póker á vegum Hugaríþróttafélagins

Hugaríþróttafélagið, sem hefur verið ötulasti mótahaldari landsins undanfarin misseri flytur nú mótahald sitt á netið á meðan þetta ástand varir.  Settur hefur verið upp “Home game” klúbbur á Pokerstars og til að sækja um aðild þarf einfaldlega þessar upplýsingar:

Club ID number: 3683647
Invitation Code: “Sidumuli37” 
(ath. að greinarmunur er gerður á litlum og stórum stöfum)

Nú þegar er búið að auglýsa mót þar í kvöld, mánudagskvöld, og einnig á miðvikudag og föstudag og verður væntanlega fastur liður á þessum dögum næstu vikur.

Það verður að vera plan B…

Við höldum ótrauð áfram með undanmót og annan undirbúning fyrir Íslandsmót sem fyrirhugað er síðustu helgina í október. Næsta undanmót verður núna á sunnudag og verður með sama sniði og síðast.

Á sama tíma þá dylst það engum að þessar vikurnar ríkir talsverð óvissa um hvort hægt verði að halda mótið á tilsettum tíma. Ef ekki verða settar á strangari samkomutakmarkanir en nú er þá er útlit fyrir að við getum haldið mótið en ef þær verða hertar á næstu dögum eða vikum þá höfum við eftirfarandi varaáætlanir:

Plan B: Fresta móti þar til í lok nóvember, að því gefnu að slakað verði á reglum um samkomutakmarkanir fyrir þann tíma.

Plan C: Fresta móti þar til í lok janúar og lengja reiknings- og upppjörstímabil PSÍ þannig að reikningsárið 2020 nái til loka janúar 2021 og félagsgjöld sem greidd eru á árinu 2020 gildi út þann mánuð.

Plan D: Ef samkomutakmarkanir koma enn í veg fyrir mótshald í lok janúar 2021 verður mótið fellt niður og miðar sem unnist hafa í undanmótum verða greiddir út. Miðar úr live undanmótum hér á landi verða greiddur út í ísl. krónum og miðar sem unnist hafa á Coolbet verða greiddir út sem innistæða í evrum.

Við hvetjum alla til að taka áfram þátt í undanmótunum og taka frá síðustu helgina í október, en jafnframt hafa á bak við eyrað að allt er í heiminum hverfult um þessar mundir.

Sjáumst á Coolbet á sunnudag kl. 20:00!

552 commentsLikeCommentShare