Plan C
Nú er þegar orðið ljóst að ekki verði búnar að skapast aðstæður til þess að halda ÍM í lok nóvember og næsta skref er því að skipta yfir í plan C og stefna að því að ÍM 2020 verði haldið í lok janúar. Við gerum því hlé á undanmótum fyrir ÍM og skiptum um fókus og einbeitum okkur að Íslandsmótum í net-póker sem verða skv. áætlun í NLH 29.nóv. og PLO 6. des. (No-Limit-Holdem annars vegar og Pot-Limit-Omaha hins vegar).
Frá og með sunnudeginum 25.október verðum við því með regluleg undanmót fyrir Íslandsmótin í net-póker alla fimmtudaga og sunnudaga kl. 20:00 fyrir ÍM í net-póker (NLH) og alla þriðjudaga kl. 20:00 fyrir ÍM í PLO.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!