ÍM í póker frestað
Þá er það ljóst að nýjar reglur um samkomutakmarkanir eru of hamlandi til að hægt verði að halda ÍM í lok október, eins og til stóð, og því er næsta skref hjá okkur að grípa til varaáætlana.
Eins og er þá horfum við til þess að reyna að halda mótið í lok nóvember, ef þess verður nokkur kostur, og þá yrði mótið haldið dagana 26.-29. nóv. Gangi það ekki eftir verður mótið fært fram í seinni hluta janúar 2021.
Ef ástandið verður óbreytt í lok janúar verður mótið fellt niður og verða þá allir miðar sem unnist hafa í undanmótum greiddir til baka.
Nánari upplýsingar um næstu skref verða sendar út eftir ca. 3 vikur.
Undanmót áfram næstu vikur
Við höldum engu að síður áfram með undanmót á Coolbet, en eingöngu á sunnudögum og sleppum fyrirhuguðum mótum á miðvikudögum.
Póker Express er einnig með fyrirhuguð undanmót á mánudögum og verður væntanlega áfram. En tilkynningar um hafa verið sendar í fb grúppuna “Mótapóker á Íslandi”. Notast er við appið “Poker Bros” og hægt er að hafa samband við Ísak Atla Finnbogason beint á Facebook fyrir nánari upplýsingar eða skráningu í mót.
Net-póker á vegum Hugaríþróttafélagins
Hugaríþróttafélagið, sem hefur verið ötulasti mótahaldari landsins undanfarin misseri flytur nú mótahald sitt á netið á meðan þetta ástand varir. Settur hefur verið upp “Home game” klúbbur á Pokerstars og til að sækja um aðild þarf einfaldlega þessar upplýsingar:
Club ID number: 3683647
Invitation Code: “Sidumuli37”
(ath. að greinarmunur er gerður á litlum og stórum stöfum)
Nú þegar er búið að auglýsa mót þar í kvöld, mánudagskvöld, og einnig á miðvikudag og föstudag og verður væntanlega fastur liður á þessum dögum næstu vikur.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!