Íslandsmótið í póker fer fram 5.-7. október 2018

Íslandsmótið í póker 2018 verður haldið að Hótel Völlum, Hafnarfirði, dagana 5.-7.október.  Mótið hefst kl. 17 á föstudeginum, á laugardeginum verður spilað þar til 9 manna lokaborð stendur eftir og lokaborðið verður síðan leikið til enda á sunnudeginum.

Sjá strúktúr og dagskrá hér.

Þátttökugjald er kr. 60.000 og skráning er hafin hér á vef PSÍ.  

Skráið ykkur endilega einnig á þetta event hér á Facebook.

Úrslit Stórbokka 2018

Stórbokkanum var að ljúka núna rétt fyrir klukkan eitt eftir stutta og snarpa heads-up viðureign þeirra Hafþórs Sigmundssonar og Ívars Þórðarsonar.  Það var Hafþór sem bar sigur úr býtum og hlýtur að launum nafnbótina Stórbokki 2018.  Fyrstu 4 sætin skipuðu:

  1. Hafþór Sigmundsson, 736.000
  2. Ívar Þórðarson, 508.000
  3. Alfreð Clausen, 316.000
  4. Gunnar Árnason, 193.000

Búbblusætið vermdi síðan Haukur “Zickread” Böðvarsson. Við óskum Hafþóri til hamingju með sigurinn og titilinn og öllum verðlaunahöfum til hamingju með góðan árangur!

Mótsstjóri var Viktor Lekve og í störfum gjafara voru Sigurlín (Silla) Gústafsdóttir, Mæja Unnardóttir, Steinn Du og Kristján Bragi Valsson.  Við þökkum þeim fyrir frábær störf við framkvæmd mótsins.  Undirbúningur og skipulag mótsins var í höndum gjaldkera PSÍ, Jóns Inga Þorvaldssonar.

Við þökkum einnig Pokerstore.is og Lækjarbrekku fyrir samstarfið en saman sköpuðu þessir aðilar frábæra umgjörð um mótið með úrvals búnaði, þægilegri aðstöðu og góðri þjónustu.

Fjöldi þátttakenda á mótinu var 17 + 1 re-entry.  Heildar þátttökugjöld voru því kr. 2.160.000.  Heildarkostnaður við framkvæmd mótsins ásamt mat fyrir þátttakendur og starfsfólk var kr. 407.100 eða 18,8% af þátttökugjöldum.  Heildarverðlaunafé (prizepool) var því kr. 1.752.900 eða 81,2% af þátttökugjöldum.