Íslandsmót í net-póker 2020

Íslandsmótið í net-póker (NLH) fer fram sunnudaginn 29.nóvember og hefst kl. 18:00. Þátttökugjald er €150 og verður mótið með freezout fyrirkomulagi. Skráningarfrestur í mótið verður til ca. 20:30.

Íslandsmótið í net-PLO fer fram sunnudaginn 6. des. og hefst einnig kl. 18:00. Þátttökugjald er €75 og verður boðið upp á tvö re-entry. Skráningarfrestur verður til ca. 20:40.

Bæði mótin auk undanmóta verða haldin á Coolbet.

Félagsaðild að PSÍ fyrir 2020 er skilyrði fyrir þátttöku í báðum mótunum og þeir sem ekki hafa tekið þátt í neinum mótum á vegum PSÍ á árinu geta gengið frá því hér í vefverslun PSÍ.

Coolbet og PSÍ munu áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.

Til að hægt sé að veita félagsmönnum í PSÍ aðgang að mótunum þarf að fylla út þetta skráningareyðublað hér. Þið getið gert það hvenær sem er fram til föstudagsins 27. nóvember kl. 14:00 fyrir NLH mótið og fyrir sama tíma föstudaginn 4. desember fyrir PLO mótið. Ath að skráning í gegnum þetta form er ekki bindandi fyrir þátttöku í mótinu heldur eingöngu til að tryggja að þið verðið gjaldgeng í mótið á mótsdag.

Undanmót fyrir ÍM í net-póker verða haldin alla sunnudaga og fimmtudaga kl. 20:00 fram að mótinu og fyrir PLO mótið verða undanmót alla þriðjudaga kl. 20:00.

Hér má finna nánari upplýsingar um hvort mót fyrir sig og undanmótin.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply