Mótadagskrá 2020

Við byrjum með látum þetta árið en fyrstu mót ársins verða núna strax í janúar.  Hér má sjá mótadagskrá ársins eins og hún liggur fyrir nú en dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar og viljum við biðja félagsmenn að rýna í hana og senda okkur athugasemdir sem allra fyrst ef þarna hafa verið valdar einhverjar óhentugar dagsetningar.

Við bætum nokkrum nýjungum inn á dagatalið og er óhætt að segja að hér sé verið að kynna metnaðarfyllsta dagatal sem PSÍ hefur skipulagt frá upphafi.  Við vekjum athygli á því að ekki er tryggt að þau mót sem bætt er inn á dagatalið nú verði inni á því til frambúðar en það fer að sjálfsögðu eftir þátttöku nú í ár.

Fyrst ber að nefna COOLBET bikarinn sem hefst núna 12.janúar.  Um er að ræða stigakeppni í röð 6 móta þar sem 5 bestu gilda og glæsileg aukaverðlaun verða í boði fyrir 4 stigahæstu keppendur í lokin.

Þann 19.janúar hefjum við síðan Bikarkeppni PSÍ.  Það er einnig stigakeppni þar sem bestu 5 af 6 freezout mótum telja til stiga og keppt verður um titilinn Bikarmeistari PSÍ 2020.

Í apríl gerum við tilraun með að bræða saman net-póker og live póker í nýju móti sem við köllum Bræðing.  Spilað verður niður í 8 manna lokaborð á netinu og síðan verður live lokaborð nokkrum dögum síðar.

Við viljum gjarnan auka þátt kvenna í mótum á vegum sambandsins og ef næg þátttaka næst þá blásum við til fyrsta kvennamótsins í sögu PSÍ í september.

Önnur mót verða á sínum stað og þess má til gamans geta að í byrjun febrúar munum við bjóða upp á free-roll mót fyrir félagsmenn þar sem 4 miðar á Smábokkann verða í boði en Smábokkinn fer síðan fram fyrstu helgina í mars.

Undanfarin tvö ár hefur aðsókn á öll mót á vegum PSÍ verið að aukast jafnt og þétt.  Við vonum að að allir finni eitthvað við sitt hæfi í þessari dagskrá og að við náum þriðja árið í röð að auka þátttöku í öllum mótum sem hafa verið fastir liðir í dagskránni hjá okkur!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply