Íslandsmótið í póker 2017 Bein textalýsing dagur 3

Já góðan daginn kæru lesendur. Dagur 3 er hafinn

12:03 Dagurinn byrjaður

ætla koma með chipcount:

Anika Mai 42.500

Einar Eiríksson 43.000

Brynjar Bjarkason 176.000

Hafsteinn Inigmundarsson 131.800

Ísak Finnbogason 398.000

Eysteinn Einarsson 113.000

 

Borð 2

Garðar Geir Hauksson 314.000

Jón Freyr Hall 157.700

Haukur Már Böðvarsson 84.700

Guðmundur Helgi Ragnarsson 151.200

Jóhann Klemenz Björnsson 97,100

Sigurður Dan 174.000

 

12:08 Allir mættir

Allir spilarar mótsins eru mættir á réttum tíma en það var mikið fjör í gærkvöldi

12:11 Seinasta konan dottinn út

Það var all inn og kall og ég kallaður til. Anika Mai fór allinn með seinustu 40k sín. Hún var kölluð af chipleadernum Ísaki. Ísak var með KJ gegn 88 hjá Aniku. Borðið kom Q6J34 og Anika er út. 13 spilarar eftir. 10 fá borgað og spilað er fram í seinustu 9

12;20 Einar tekur vel af Garra

Kom að borði sem las 9 9 9 Q J og Garri hafði veðjað út 51k . Einar kallaði með AQ á meðan Garri hafði 44

12:43 Rólegt þessa stundina. Hliðarmót hefst kl 13:00

Hliðarmót 10k second chance á að hefjast kl 13.00. Annars er allt frekar rólegt í gangi í aðalmótinu. 13 eftir.

12;53 Siggi Dan tekur af Jóni

Kem að borði sem les 7 5 3. Action hafði verið raise og reraise preflop. Jón bettar 41,7k á flopp og siggi kallar. tur kom K river 9 en báðir tékkuðu niður. Siggi með 87 fyrir par sem var gott. Jón sagðist hafa verið með AQ

12:57 Brynjar Bjarkason fórnarlamb Ingvars

Kem að borði sem les 10 Q 8. Brynjar Bjarkason fór allur inn og Ingvar Ragnarsson kallar. Hvorugir voru með par. Brynjar með AJ gegn KJ hjá Ingvari. Ingvar open ended og 9 lét sjá sig á turn fyrir röð hjá Ingvari. Brynjar þurfti K fyrir hærri röð en hún lét ekki sjá sig.

12:59 Einar Eiríkss tvöfaldar

Höndina á eftir fer Einar Eiríksson allur inn og aftur var það Ingvar sem kallaði. Einar var með AK gegn AJ hjá Ingvari. Floppið datt 882 turn K og höndin því búin. Einar að ná í mikilvæga tvöföldun.

13:07 Hornafjörður kveður

Það verður ekkert back to back lokaborð hjá Jóhanni Klemens þar sem hann er dotinn úr leik. Garðar Geir hækkaði fyrir floppið og Einar Már og Jón Freyr kölluðu. Jóhann Klemens var í bb og fór allur inn fyrir um 54 k. Garðar hugsar sig smá um og kallar, Einar foldar hann var víst með 88 og Jón Freyr tankar smá og endar með að folda með 1010. Svo komu hendurnar. Klemmi með K7 gegn 77 hjá Garra báðir spilarar sem folduðu með betri hönd en Garri. Svo kom borðið x x x x 7 og Garri tekur Jóhann Klemens út. Bubblan að fara í gang. 11 spilarar eftir. Avg er 212k

13:17 Blindahækkun 1500/3000 ante 300 Hand for hand. 

13:25 Einar krakkar ása

Kem að borði sem er að fara í showdown. Það var merkilega lítill pottur í miðjunni þegar maður sá hendurnar. Þar var einar með 55 og hafði hitt sett gegn AA hjá Jóni Frey. Giska að það hafi verið undir 30k.

13:28 Bubblan sprungin. Loftbólustrákur 2017 Haukur Már Böðvarsson

Einar hafði hækkað og Haukur fór allur inn. Einar kallaði. Haukur var með AQ gegn JJ hjá Einari. Haukur náði ekki að tengjast borðinu sem las 5 3 10 6 9 og Haukur því út. Núna þarf bara einn í viðbót til að ná fram lokaborði sem mun vera haldið í Reykjavík um næstu helgi. Það verður sjónvarpað beint á facebook live.

13;35 Guðmundur Helgi tekur slatta af Jóni

Kom að borði á river sem las 6 3 3 Q 8. Gummi setti 43k á river og Jón Freyr kallaði. Gummi sýndi 43 fyrir trips sem var mjög gott. Lægstu stakkarnir eru núna Einar Eiríksson með 67k, og Jón Freyr og Haddi með um 80-90k.

13:38 Haddi fyrstur allin á lokaborðsbubblu

Haddi málari var fyrstur allur inn á lokaborðsbubblunni en fékk ekki kall. Hand for hand heldur áfram.

13:42 Lokaborðið klárt. 10.sæti Eysteinn Einarsson 141.000

Eysteinn hafði hækkað pre. Ingvar endurhækkaði, Ísak cold kallar og Eysteinn kallar. Borðið les 2 3 4. Eysteinn fer allur inn og Ingvar foldar. Ísak kallar. Eysteinn með 8 8  gegn 10 10 hjá Ísaki. Turn 10 svona til að taka alla spennu úr þessu. Chipcount kemur eftir smá.

13:50 Stakkastærðir fyrir lokaborðið. Hnífsdælingurinn Ísak leiðir

Ísak Finnbogason 615k (Hnífsdalur)

Ingvar Óskar Sveinsson 447k (Ísafjörður)

Einar Már Þórólfsson 318k (Húsavík)

Sigurður Dan Heimisson 251k (Kópavogur)

Guðmundur Helgi Ragnarsson (251k) (Akureyri)

Garðar Geir Hauksson 233k (Garðabær)

Hafsteinn Ingimundarsson 82k (Reykjavík)

Jón Freyr Hall 72 k (Dalvík)

Einar Eiríksson 66k (Reykjavík)

 

 

2 replies
  1. Trausti Pálsson
    Trausti Pálsson says:

    Og ekkert minnst á no name gæjann á föstudeginum sem fór úr 1100 kallinum eftir kvöldmat í 33k,,frekar slappt.
    á sirka 45 mín.

    • Trausti Pálsson
      Trausti Pálsson says:

      Og ekkert minnst á no name gæjann á föstudeginum sem fór úr 1100 kallinum eftir kvöldmat í 33k,,frekar slappt.
      á sirka 45 mín.

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply