Matte er Smábokki 2022!

Smábokka lauk núna í kvöld með sigri Matte Bjarna Karjalainen. Matte hafði forystu eftir dag1, var enn með chip-lead á búbblunni þegar 8 voru eftir og sigldi stakknum sínum örugglega í höfn eftir heads-up leik við Benedikt Óskarsson sem hafnaði í öðru sæti.

Þátttakendur voru 40 talsins að þessu sinni og keyptu 13 sig inn aftur þannig að alls voru 53 entry í mótið. Kostnaðarhlutfall mótsins var fest í 15% og var það því lítillega niðurgreitt af PSÍ. Heildarverðlaunafé var 1.125.000 og skiptist það á milli 7 efstu sem hér segir:

  1. Matte Bjarni Karjalainen, 400.000
  2. Benedikt Óskarsson, 255.000
  3. Sævaldur Harðarson, 160.000
  4. Jónas Tryggvi Stefánsson, 110.000
  5. Daníel Ingi Þorsteinsson, 85.000
  6. Agnar Jökull Imsland Arason, 65.000
  7. Jón Óskar Agnarsson, 50.000

Mótsstjórar voru Viktor Lekve, Már Wardum og Einar Þór Einarsson. Í störfum gjafara voru þau Silla, Sasa, Dísa, Rannveig og Guðmundur Helgi. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf.

Við þökkum Poker Express kærlega fyrir samstarfið og að veita okkur aðgang að aðstöðu félagsins. Einnig þökkum við Coolbet fyrir að halda fyrir okkur undanmót eins og þeim einum er lagið.

Að lokum óskum við Matte til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að sjá félagsmenn á næsta móti, en Stórbokki verður reistur upp frá dauðum þann 7.maí nk!

Matte heldur hróðugur á lokahöndinni, tvist-sjöu
Matte og Benedikt íbyggnir á svip á lokasprettinum
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply