Lokaborð á ÍM 2020

Það voru alls 96 sem skráðu sig til leiks á Íslandsmótinu í póker sem hófst á miðvikudag og lýkur á morgun, sunnudag. 15 efstu munu skipta á milli sín tæpum 6,2 milljónum króna og fær Íslandsmeistarinn 1,4 milljónir í sinn hlut. Í kvöld var leikið þar til einungis 9 stóðu eftir og lokaborðsbúbblan sprakk um hálftólfleytið í kvöld og nú standa aðeins eftir þeir sem munu leika til þrautar þegar lokaborðið á ÍM 2020 hefst kl. 13:00 á morgun, sunnudaginn 7.mars.

Þeir 9 sem komust á lokaborðið voru eftirfarandi (ásamt stakkstærð og sætisnúmeri á lokaborðinu):

  1. Logi Laxdal, 862.000, sæti 2
  2. Gunnar Árnason, 616.000, sæti 4
  3. Óskar Þór Jónsson, 582.000, sæti 3
  4. Wilhelm Nordfjord, 463.000, sæti 5
  5. Halldór Már Sverrisson, 446.000, sæti 6
  6. Vignir Már Runólfsson, 433.000, sæti 7
  7. Jónas Nordquist, 287.000, sæti 9
  8. Andrés Vilhjálmsson, 76.000, sæti 1
  9. Sævaldur Harðarson, 53.000, sæti 8

Meðalstakkur er 430k / 53bb.

Magnús Valur Böðvarsson var með skemmtilega textalýsingu, eins og honum einum er lagið frá því síðdegis í dag og allt til loka dags 2. Hér má finna tímasetta lýsingu hans. Og hér er síðan að finna allar upplýsingar um stöðu og sæti hvers þátttakanda í mótinu.

Sýnt verður beint frá lokaborðinu í fyrsta sinn í mörg ár og verður Magnús Valur nú í hljóðverinu og mun gefa okkur innsýn í það sem fyrir augu ber. Við munum senda nánari upplýsingar hér og á facebook um það hvar hægt verður að nálgast útsendinguna.

Samhliða lokaborðinu verður glæsilegt hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Mótið verður með gjöfurum á öllum borðum, 20k stakk og 30 mín. levelum og að öðru leyti sama strúktúr og notaður er á Íslandsmótinu. Langt, hægt og djúsí mót sem enginn má missa af! Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer fram hér á vef PSÍ.

Við óskum lokaborðs hópnum til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskum þeim góðs gengis á morgun!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply