Egill vinnur PLO titilinn 2020

Síðbúið Íslandsmót í Pot-Limit-Omaha póker fyrir mótaárið 2020 var haldið í gær í sal Poker Express í Kópavogi. Alls tóku 20 manns þátt í mótinu og voru að auki 9 re-entry í mótið og er það 38% fjölgun frá fyrra ári.

Það var Egill Þorsteinsson sem stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa lagt Einar Eiríksson að velli heads-up. Egill skipar sér óneitanlega í flokk eins af okkar sterkustu spilurum með þessum árangri en hann varð m.a. í öðru sæti á Íslandsmótinu í póker (NLH) 2019 auk þess að hafa náð góðum árangri á fleiri mótum. Þess má til gamans geta að Einar Eiríksson ákvað að taka þátt á síðustu stundu og keypti sig inn þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af skráningarfrestinum.

Mótsstjóri var Einar Þór Einarsson og gjafarar voru Sigurlín (Silla) Gústafsdóttir, Alexander Sveinbjörnsson og Kristján Valsson.

Verðlaunafé á mótinu var alls 1.015.000 og var kostnaðarhlutfall 12,5%. Verðlaunaféð skiptist á milli 5 efstu spilara með eftirfarandi hætti:

  1. Egill Þorsteinsson, 355.000
  2. Einar Eiríksson, 264.000
  3. Sævar Ingi Sævarsson, 183.000
  4. Gunnar Árnason, 122.000
  5. Halldór Már Sverrisson, 91.000

Við óskum Agli til hamingju með titilinn og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og starfsólki mótsins fyrir vel unnin störf!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply